Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 27

Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 27 NEMENDUR við íslenska framhaldsskóla hafa und- anfarna daga mótmælt því sem þeir kalla áform um „skerðingu“ íslenska stúdents- prófsins. Meðal annars hefur „hagsmunaráð ís- lenskra fram- haldsskólanema“ látið prenta póst- kort þar sem hamrað er á að mennta- málaráðherra hyggist „skerða“ menntun ís- lenskra ung- menna um fjórð- ung. Látum liggja á milli hluta að þetta hags- munaráð er ekki að fjalla um hags- muni þeirra sem stunda nú nám í framhaldsskólunum heldur hagsmuni til dæmis dætra minna sem munu hefja nám við framhaldsskóla árin 2011 og 2014. Það frábið ég mér. Verra er að í málflutningi hagsmunaráðsins gætir veru- legs misskilnings. Það virðist ganga út frá því að þar sem í framtíðinni er stefnt að því að flestir nemendur ljúki stúd- entsprófi á þremur árum í stað fjögurra sé verið að „skerða nám“ um 25%. Ég vona að þessir útreikn- ingar byggist á því að hags- munaráðið hafi ekki kynnt sér það sem liggur að baki áform- unum en sé ekki til marks um stærðfræðikunnáttu þeirra sem að því standa. Fráleitt að tala um fjórðungs skerðingu Það eru það margar breytur í þessu máli að ekki dugar að nota einfalda jöfnu á borð við 3/4 = 0,75 og draga þá ályktun að það sé verið að „skerða“ um 25%. Áform um breytta náms- skipan byggjast á því að nýta betur tímann í skólakerfinu og líta á skólagönguna til stúd- entsprófs sem eina samfellda heild. Þegar því er haldið fram að í áformunum felist 25% skerðing er horft fram hjá því að stefnt er að lengingu kennslutíma á skólaári um hálfan mánuð eða samtals um einn og hálfan mánuð. Þá verður meðal kennslustundafjöldi á viku auk- inn í 37 kennslustundir í stað 35 í dag. Einnig er í þessum sam- anburði horft fram hjá því að gert er ráð fyrir að efni í ákveðnum áföngum verður í framtíðinni kennt í efstu bekkj- um grunnskóla í stað fram- haldsskóla. Byggir það á því að á undanförnum áratug hefur kennslustundafjöldi í grunn- skóla aukist um 2.300 kennslu- stundir án þess að kennsluefni hafi aukist að sama skapi. Allir eru sammála um mik- ilvægi þess að styrkja og efla grunnskólann og kennslu þar. Það hlýtur hins vegar einnig að hafa áhrif á það sem kennt er á öðrum skólastigum. Ekki satt? Þegar vægi einnar breytu breytist hefur það áhrif á nið- urstöðuna. 4,6% en ekki 25% Nú fara 2.707 klukkustundir í kennslu til stúdentsprófs. Til- lagan um breytta námsskipan í núverandi mynd gerir ráð fyrir 2.294 klukkustunda kennslu á framhaldsskólastigi auk þess sem kennsla sem samsvarar 248 klukkustundum verður á grunnskólastigi. Mismunurinn er því 165 klukkustundir. Ef menn vilja endilega reyna að umreikna þetta í prósentur þá er svo sem hægt að gera það. Þá lítur dæmið svona út: 2707 – 2294 – 248 = 165 og 165/2707 = 0,06. Þetta jafn- gildir sem sagt 6% færri kennslu- stundum. Þegar tekið hefur verið tillit til þess að kennsla í íþróttum dregst saman um tvær einingar, þar sem kennsla á fjórða ári fellur af skiljanlegum ástæðum niður, er hlutfallið komið í 4,6%. Það er veruleg- ur munur á 25% og 4,6%. Til dæm- is hefðu nem- endur Mennta- skólans á Akureyri sem gengu út úr kennslu á dögunum einungis þurft að sleppa því að mæta til kennslu í 64 mínútur en ekki í heilan dag. Inntak námsins skiptir öllu Það væri hins vegar einnig rangt að halda því fram að ver- ið sé að „skerða“ nám um 4,6%. Það verður að líta á inntak námsins frá upphafi skóla- göngu. Þar sem ekki er skorið ofan af stúdentsprófinu heldur kennsla í grunnskólanum styrkt verður inntak námsins að lokinni 13 ára skólagöngu hið sama og eftir 14 ára skóla- göngu í dag. Þrátt fyrir áform um breytta námsskipan verður heildar- kennslustundafjöldi íslenskra ungmenna frá upphafi grunn- skóla að stúdentsprófi meiri en í t.d. Danmörku, Svíþjóð, Nor- egi og Finnlandi. Til fróðleiks má geta þess að frá árinu 1996 hefur kennslu- stundum í framhaldsskóla fjölgað um 420 sem samsvar 280 klukkustundum. Breytt námsskipan gerir ráð fyrir svipuðum klukkustundafjölda og kenndar voru í framhalds- skóla fyrir þann tíma. Mun- urinn í klukkustundum er 132 eða 90 þegar tekið hefur verið tillit til íþróttakennslunnar á fjórða ári. Ef við tökum jafn- framt tillit þeirra 248 klukku- stunda sem fara niður í grunn- skóla erum við skyndilega komin í 158 klukkustunda plús miðað við stúdentsprófið fyrir 1996. Ég lauk stúdentsprófi árið 1986. Samkvæmt þeim kenn- ingum sem hagsmunaráð ís- lenskra framhaldsskólanema setur nú fram ætti ég og allir þeir aðrir sem útskrifuðust fyr- ir árið 1996 að vera með ónýtt og „skert“ stúdentspróf þar sem kennslustundafjöldinn er við fengum í framhaldsskóla er svipaður og hann yrði með þeim breytingum sem nú eru fyrirhugaðar. Og var þó ekki búið að styrkja kennsluna í grunnskólanum. Áhugamenn um skerðingarfræði eru vænt- anlega ekki lengi að komast að því að gamla prófið hafi verið 11% „skertara“. Það hefur hins vegar dugað mér ágætlega, jafnt til náms við Háskóla Ís- lands sem Trier-háskóla í Þýskalandi og Harvard- háskóla í Bandaríkjunum. Er ekki kominn tími til að menn reyni að ræða þessi mál út frá staðreyndum? Er ég með ónýtt stúdentspróf? Eftir Steingrím Sigurgeirsson Steingrímur Sigurgeirsson ’Erum við semútskrifuðumst fyrir 1996 með ónýtt og skert stúdentspróf?‘ Höfundur er stjórnsýslu- fræðingur og með „skert“ stúdentspróf. ur +/- 20% ð lá ljóst fyr- ist ætla hvað ð reikna ans“. Þá fór- áhugamenn u sérfræð- inhverra ku sérfræð- sínu nafni eir segðu ekki að milljarða. a í sex lönd- tekinn í a stóra fyrirtækisins ingafyr- avd Noteby, verkin víða ttu sig inn í fa verið gerð- ðinu og lögðu og aðstoðina eir voru að tilboð, en hafa ekkert a unnið af og velvilja. istiansen, fnisstjóri frá ynda stjórn- ga í Fær- Sverre Bar- gur frá y. Þeir töldu a ísl. króna nnsókna sem orun og þétt- en ISOR rinn í Fær- m 500 millj. ætlunin á upp á um annarra að- lun þeirra +/- 20% stóðst enn eftir athugun á niðurstöðum ISOR-rannsóknanna sl. sumar. Það er alveg ljóst að samkvæmt samtölum við fjölmarga innlenda og erlenda vísindamenn kom ekkert nýtt fram í rannsóknum ISOR sl. sumar, aðeins það sem menn vissu og það sem menn höfðu talið að væri. Þá koma sérfræðingar sem Vegagerðin kallar „hlutlausa“ með galnar tölur og benda á dýrustu boraðferð í heimi sem er ekki nokkurt vit í að benda á áður en kjarnaborun hefur farið fram. Vel að merkja, norsku „hlut- lausu“ sérfræðingarnir fengu 50 síðna skýrslu ISOR á íslensku nema stuttan útdrátt á ensku. Hvaða vinnubrögð eru það? Við áhugamenn- irnir og Ægisdyr undir forustu Inga Sigurðssonar bankastjóra létum þýða skýrslu ISOR yfir á ensku og þannig fengu sérfræðingar NCC og Multiconsult hana. Hver þýddi og túlkaði fyrir Vegagerðina, sem eina ferðina enn hefur orðið sér til skammar í þessu máli, því það er ekki verið að tala um neitt annað en að meta möguleikana á rökstuddum for- sendum og þá er sjálfsagt að lúta rök- um byggðum á grunnathugunum, en ekki spádómum. Vegagerðinni er ein- faldlega skylt að vinna úr öllum gögn- um sem liggja fyrir í stað þess að þeir leyfa sér að túlka niðurstöður þar sem sýnt er að „hlutlausu sérfræð- ingarnir“ vissu ekki einu sinni af rannsóknum Ármanns Höskulds- sonar, jarðfræðings hjá HÍ, og vís- indamanna sem unnu með honum fyrir tveimur árum að könnun á berg- lagi og eldvirkni á jarðgangasvæðinu. Birgir Jónsson, dósent og jarðverk- fræðingur hjá verkfræðideild Há- skóla Íslands, hefur sagt að það sé ekki boðlegt að taka afstöðu eins og gert hefur verið með því að mæla með dýrustu boraðferð í heimi, nema þá í kjölfar staðreynda að lokinni kjarnaborun sem kostar um 10–20 millj. kr. Kostnaðaráætlun „hlutlausu sérfræðinganna“ upp á 70 milljarða er þannig spádómur, án raka og nauðsynlegra rannsókna, bein skemmdarstarfsemi. Við vitum að nýr Þorlákshafnar- Herjólfur myndi kosta um 20 millj- arða króna á 30 árum og þeir pen- ingar bíða tilbúnir inni í kerfinu nema eitthvað annað komi til. Við treystum ráðgjöf NCC og Multiconsult um 16 milljarða kostnað miðað við stöðu rannsókna og við vit- um að höfn á Bakkafjöru myndi kosta um 15–17 milljarða á 30 árum. Stofn- kostnaður á höfn og skipi sem yrði um 50 metra langt, 12 metra breitt og risti 3,5–4 metra myndi hljóða upp á liðlega fjóra til fimm milljarða króna og líklega meira því það er alveg ljóst að menn eru að tala um of lítið skip í upphafi. Það má reikna með 10 til 12 milljarða endurnýjunar- og rekstr- arkostnaði á skipi og höfn á 30 ára tímabili og síðan rúllar kostn- aðarboltinn áfram eins og með nýjan Þorlákshafnar-Herjólf, en Eyjagöng- in ættu að geta afskrifast á 30 árum. Gamli Herjólfur var 57 m langur, sá nýi er 70,5 m langur og 16 metra breiður. Nú er reiknað með 35 bíla ferju á Bakka og 200–300 farþegum. 35 bíla ferja er augljóslega allt of lítil fyrir almenna bíla, gáma og flutn- ingabíla. Ef Bakkafjöruhöfn mun reynast hagkvæmasti kosturinn að loknum öllum rannsóknum innan þess tíma sem þarf í rannsóknir á Bakkafjöruhöfn þarf af tryggja að stærð skips geti vel sinnt gámaflutn- ingum og stórum flutningabílum og mikilli aukningu umferðar. Allir Herjólfar hingað til hafa verið of litlir frá fyrsta degi. Það er alveg klárt að umferð fólksbíla mun margfaldast milli lands og Eyja hvort sem er um jarðgöng eða með Bakkaferju þar sem vart er um siglingu að ræða heldur skutl á liðlega 20 mínútum, eða jafnlöngum tíma og tekur að aka um göngin. Í þeirri tillögu sem Siglingastofnun vinnur nú með er gert ráð fyrir um 500 metra löngum varnargörðum sem beygja frá fjöru að hafnarmynni sem ætlað er að verði 70 metra breitt. Rennan inn höfnina er ætluð um sjö metra djúp á fjöru, en til að þess að komast í höfnina er siglt um nátt- úrulegt hlið á rifi sem liggur þvert á hafnarinnsiglinguna í um það bil 400– 500 metra fjarlægð frá innsigling- unni. Dýpi í hliðinu sem siglt er í gegn yfir rifið er tæpir sex metrar, sem Siglingastofnun telur vænt- anlega að sé öruggt miðað við djúp- ristu sem fyrr er greint frá. Hliðið í gegnum rifið er um 180 metra langt. Það verður mjög spennandi að fylgj- ast með útfærslu og útskýringum Siglingastofnunar á næstu misserum, en þeir eru þekktir fyrir að láta rökin tala, en tala ekki af sér. Grundvallarkrafan er einföld. Margtekið fram fyrir hendurnar á úttektarnefndinni Vegagerðin hefur margsinnis tekið fram fyrir hendurnar á úttektarnefnd sem samgönguráðherra skipaði um þessi mál án þess að það sé rakið hér. En það er mjög dónalegt af Vega- gerðinni að gefa ekki úttektarnefnd- inni undir stjórn Páls Sigurjónssonar verkfræðings frið til þess að ljúka sinni vinnu á eins fáanlegum rökum og hægt er og án þess að láta frétta- menn túlka skýrslur fyrsta allra, en það er krafa að úttektarnefndin láti ljúka þeim rannsóknum sem þarf til þess að efinn detti út. Leki á upplýs- ingum innan úr úttektarnefndinni er óþolandi og kemur þaðan sem síst skyldi, frá forsvarsmanni úr Eyjum sem er að vinna gegn hagsmunum Vestmannaeyja, og þaðan leitaði „lekabyttan“ upplýsinga til þess að gera þátt NCC tortryggilegan. Það gerði hann í gegnum einkarekna sjónvarpsstöð. Það verður að ljúka nauðsynlegum grunnrannsóknum varðandi jarðgöng, ekki síst vegna þess að það er hægt að ljúka kjarna- borun á nokkrum vikum og kjarna- borun ræður úrslitum um það hvort áætlun NCC og Multiconsult stenst. Að ljúka kjarnaborun í Eyjum tefur ekki ákvörðun um næsta stórátak, því rannsóknir sem þarf að ljúka við Bakkafjöru taka mun lengri tíma. Það þýðir ekki að byggja á spádóm- um metnaðarlausra „vísindamanna“. Hér eru hagsmunir Suðurlands alls í húfi og landsins í heild. Með göngum yrði Vestmannaeyjahöfn stór- skipamiðstöð fyrir landið allt, en Bakkafjöruhöfn myndi aðeins ráða við sérsmíðaða ferju og litla báta. Það er því mikið í húfi, ekki síst fyrir einu hafnlausu sýslur landsins, Rang- árvallasýslu og Skaftafellssýslu, sem fengju auðveldan aðgang að stór- skipahöfn með Eyjagöngum og svæð- ið yrði eitt atvinnusvæði þótt það verði það einnig með ferjuhöfn á Bakkafjöru. g, ýr fur að mum „vísinda- u hags- ds alls í heild.‘ Höfundur er stjórnmála-, blaða- og tónlistarmaður. Líkan Siglingamálastofnunar af ferjuhöfn í Bakkafjöru. r íslenska Standard & Poor’s, Fitch Ratings og Moody’s, eru helstu matsfyrirtækin í fjármálaheiminum. Fram kom í tilkynningu Stand- ard & Poor’s í október, að lánshæf- iseinkunn Íslands byggðist á stöð- ugu stjórnkerfi, mjög auðugu og sveigjanlegu hagkerfi ásamt góðri stöðu opinberra fjármála. Þá kom einnig fram að sívaxandi skuldir, ofan á þá miklu skuldsetningu sem er fyrir í hagkerfinu, væru talsvert áhyggjuefni. „Við höfðum því áhyggjur af sí- vaxandi erlendum skuldum ís- lenska hagkerfisins í október á síðasta ári,“ segir Stukenbrock. „Þær áhyggjur höfum við enn. Við höfum einnig áhyggjur af miklum viðskiptahalla og hvernig aðlögunin í lok þeirra miklu fjár- festinga sem nú standa yfir mun takast. Og þess vegna fylgjumst við áfram vel með þróuninni.“ Viðbrögð en engin krísa Stukenbrock segist telja að það sem gerðist í síðustu viku, þegar gengi íslensku krónunnar veiktist um tæp 4,5% á einum degi í kjöl- far tilkynningar Fitch Ratings, hafi verið til vitnis um að mark- aðsaðilar geri sér grein fyrir því að gengi íslensku krónunnar verði að veikjast, og það töluvert. Þessar neikvæðu fréttir hafi því væntanlega skapað óróleika meðal margra, sem hafi ýtt undir að þeir seldu krónur. „Þetta voru því viðbrögð við ákveðnum neikvæð- um fréttum, en engin krísa.“ s ítrekar áhyggjur sínar Morgunblaðið/Ómar átt sér stað frá síðasta ári sem kalli á breytingar á horfum á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.