Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
BAUGSMÁL
öryggi annarra einstaklinga og rannsókn-
araðferðir rannsóknarlögreglu kunna að rétt-
læta takmörkun upplýsingagjafar. Hins vegar
hefur dómstóllinn gert það ljóst að „einungis
þær takmarkanir á rétti varnaraðila sem eru
algerlega nauðsynlegar séu heimilar skv. 1.
mgr. 6. gr.“
Af því leiðir að eftir eðli þeirra rafrænu upp-
lýsinga sem haldið var frá sakborningum af
ríkislögreglustjóra kynni slík synjun um upp-
lýsingar að varða við 6. gr. skv. jafnræðisregl-
unni. Það mundi t. d. líklega eiga við ef upplýs-
ingarnar sem haldið er eftir leiða í ljós
annmarka á ákærunni eða aðrar aðstæður eða
upplýsingar sem kynnu að breyta Baugsmál-
inu sakborningum í hag. Ef upplýsingarnar
sem synjað var um reyndust ekki mikilvægar
mundi synjunin ekki hafa áhrif á rétt sakborn-
inga til jafnræðis skv. 6. gr. Upphafleg synjun
og tafir af hálfu ríkislögreglustjóra kynnu hins
vegar að hafa áhrif á heildarmat skv. 6. gr.
Taka ber fram að varnaraðilum er skylt að
neyta allra viðeigandi úrræða til þess að
tryggja afhendingu upplýsinga, því annars er
ekki um brot gegn 6. gr. að ræða. Ef íslenskur
réttur gerir ráð fyrir rétti sakborninga til þess
að kæra hina takmörkuðu upplýsingagjöf fyrir
íslenskum dómstólum ætti að grípa til þeirra
úrræða svo fljótt sem auðið er.
Til viðbótar við þá synjun um upplýsingagjöf
sem lýst er hér að framan hafa sakborningar
ekki fengið í hendur nein gögn þar sem skýrt
er hvers vegna ríkislögreglustjóri flutti málið
til ríkissaksóknara. Né heldur er sakborn-
ingum kunnugt um á hvaða grunni rík-
issaksóknari sé að endurskoða málið. Að rík-
issaksóknara skuli heimilt að ráðast í
endurskoðun án þess að sakborningar fái nein-
ar upplýsingar veldur því að sakborningar
standa verulega höllum fæti gagnvart rík-
issaksóknara, þar sem það er í raun ógerlegt
fyrir sakborninga að undirbúa málsvörn sína
svo árangursríkt sé. Ennfremur er til þess að
líta að ef nýjar ákærur eru lagðar fram munu
sakborningar standa frammi fyrir því að halda
uppi vörnum í tveimur málaferlum (ákærulið-
um 1–32 í breyttri mynd og ákæruliðum 33–
40), sem einnig dregur úr áhrifamætti máls-
varnarinnar.
Líklegt er að sú staðreynd að ríkislög-
reglustjóri hefur nú látið í té megnið af hinum
rafrænu upplýsingum hafi bætt úr hvers kyns
broti gegn 6. gr. sem kann að hafa leitt af upp-
haflegri synjun um upplýsingar, nema upplýs-
ingarnar hefðu ráðið úrslitum fyrir sakborn-
inga á þeim tíma sem beiðni var upphaflega
lögð fram og að synjunin hafi alvarlega skert
möguleika sakborninga til þess að halda uppi
árangursríkum vörnum. Hin upphaflega og að
því er virðist tilefnislausa synjun af hálfu rík-
islögreglustjóra kann að koma til skoðunar við
heildarmat á málinu skv. 6. gr.
Líklegt er að brot gegn jafnræðisreglunni
skv. 6. gr. krefðist nýrrar málshöfðunar án
þess að ríkissaksóknari bætti í raun úr ann-
mörkunum á rannsókninni, þ.e.a.s. veitti varn-
araðilum aðgang að öllum viðeigandi gögnum,
upplýsti þá tímanlega um nýjar ákærur,
o.s.frv.
D. Reglan um sakleysi uns sekt er sönnuð
Samkvæmt þeim gögnum sem hafa verið lát-
in okkur í té hefur Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra bæði fyrir rannsóknina á sak-
borningum og meðan á henni stóð, tjáð sig
opinberlega um Baugsmálið. Í ummælum
Björns Bjarnasonar er að finna yfirlýsingar
sem mætti túlka svo að þær lýsi skoðun um
sekt sakborninga. Samkvæmt þeim gögnum
sem okkur voru látin í té tjáði Björn Bjarnason
sig sérstaklega um álitaefni Baugsmálsins og
skoðanir hans á félaginu. Nokkur dæmi eru um
að ráðherra hafi tjáð sig um sakamálið:
„Hvers vegna allt þetta fjaðrafok um mál,
sem er nú til meðferðar í dómstólakerfinu?
Er hugsanlegt að einhverjir viðskiptajöfr-
anna á Íslandi telji sig hafna yfir lögin?“
„Þetta eru áleitnar spurningar eftir orra-
hríðina og herferðir Baugsmiðlanna í þágu
eigenda sinna. Ef svarið við síðari spurning-
unni er „já“ er vá fyrir dyrum – því að í sið-
menntuðum þjóðfélögum eru viðskiptajöfrar
ekki hafnir yfir lögin. Þeir verða að lúta lög-
um og rétti – þess vegna eiga kjörnir fulltrú-
ar og dómstólar síðasta orðið; þess vegna er
óhjákvæmilegt að leggja rækt við stjórnmál.
Jóhannesi Jónssyni og Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni tókst ekki að bola Styrmi Gunn-
arssyni úr starfi ritstjóra …“
„Fréttablaðið og aðrir Baugsmiðlar hafa lent
í hremmingum vegna ákæra á hendur eig-
endum miðlanna. Fer Fréttablaðið ekki var-
hluta af þessu og sömu sögu er að segja um
DV, eins og ég rakti í síðast pistli mínum. Til
marks um kattarþvott Fréttablaðsins vegna
gagnrýni á blaðið má vísa til þess … Af
hverju sneri Sigríður Dögg sér aðeins til
Gunnars Steins við fréttaskýringu sína? Hún
hefði til dæmis getað kallað til annan mann
með mikla reynslu af almannatengslum, Hall
Hallsson, sem segir meðal annars í Morg-
unblaðinu 27. ágúst: „Af óskiljanlegum
ástæðum kusu Baugsfeðgar að saka Davíð
Oddsson um að standa á bak við innrás lög-
reglu í Baug. Þannig hafa þeir skaðað ís-
lenskt þjóðlíf en Baug þó mest. Ásakanir
þeirra eru án vafa versta „public-relations“ í
íslenskri viðskiptasögu.“ (Birt á bjorn.is 27.
ágúst 2005)
„Viðskiptaveldið ætlar sem sagt að nota fjár-
muni sína til að hafa áhrif á efnistök Morg-
unblaðsins. Að hugsa á þennan veg um rit-
stjórn annarra miðla segir allt, sem segja
þarf, um viðhorf sömu manna til ritstjórnar
á eigin miðlum og hverjum þeir eigi að
þjóna.“ (Birt í Þjóðmálum haustið 2005)
„Stórfrétt dagsins er að sjálfsögðu nið-
urstaða Hæstaréttar í kærumálinu vegna
Baugs. Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síð-
asta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess,
að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram
hefur komið hjá Hæstarétti við frekari
ákvarðanir þess.“ (Birt á bjorn.is 10. október
2005)
Þetta vekur hugsanlega spurningar varð-
andi regluna um sakleysi uns sekt er sönnuð,
sem felst í 2. mgr. mannréttindasáttmála Evr-
ópu og 2. mgr. 14. gr. alþjóðasamningsins um
borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.
Ribemont-málið
Í máli Ribemont gegn Frakklandi, þar sem
dómur var upp kveðinn 1995, hafði umsækj-
andi verið handtekinn og ákærður um hlut-
deild í manndrápi af ásetningi. Fréttamanna-
fundur var haldinn daginn sem umsækjandi
var handtekinn þar sem innanríkisráðherra og
háttsettur lögreglumaður tjáðu sig um málið
og um þátt umsækjanda. Umsækjandi hélt því
fram að yfirlýsingar innanríkisráðherrans og
lögreglumannsins væru brot á rétti hans skv.
2. mgr. 6. gr. Í dómsniðurstöðunni lagði dóm-
urinn áherslu á regluna um sakleysi uns sekt
er sönnuð og ennfremur skýrði dómurinn að
gildissvið 2. mgr. 6. næði yfir meira en dóm-
stólana í viðkomandi löndum og gilti einnig um
framferði annarra opinberra stjórnvalda.
„35. Að hver og einn skuli talinn saklaus uns
sekt er sönnuð, eins og felst í 2. mgr. 6. gr. ,
er einn grundvallarþáttur þeirrar réttlátu
málsmeðferðar í sakamáli sem gerðar eru
kröfur um í 1. mgr. Sú regla telst brotin ef
dómsúrskurður sem varðar einstakling sem
ákærður er fyrir refsivert brot endurspeglar
það álit að hann sé sekur áður en sekt hans
hefur verið sönnuð að lögum. Nægir hér,
jafnvel þótt formleg niðurstaða hafi ekki
fengist, að rök megi færa að því að dómurinn
álíti sakborning sekan.
Eins og sést á því sem hér fer á eftir er gild-
issvið 2. mgr. 6. gr. fremur vítt:
„Gildissvið 2. mgr. 6. gr. takmarkast ekki við
þær hugsanlegu aðstæður sem stjórnvöld
minnast á. Dómurinn komst að þeirri nið-
urstöðu að þetta ákvæði hefði verið brotið í
Minelli- og Sekanina-málunum, sem þegar
hefur verið vitnað til, þó að innlendir dóm-
stólar hafi fellt niður fyrra málið vegna þess
að fyrningarfrestur var liðinn og hafi sýknað
umsækjandann í því síðara. Dómstóllinn hef-
ur jafnframt talið þetta gilda í öðrum málum
þar sem innlendir dómstólar þurftu ekki að
skera úr um sök.“
36. Dómstóllinn álítur að það sé ekki aðeins
dómari eða dómstóll sem geta brotið gegn
reglunni um sakleysi uns sekt sannast, held-
ur gildi það einnig um opinber stjórnvöld.
Þegar fréttamannafundurinn var haldinn
var lögreglan nýbúin að handtaka Allenet de
Ribemont. Þótt hann hefði ekki enn hlotið
ákæru fyrir hlutdeild í manndrápi af ásetn-
ingi var handtaka og gæsluvarðhald sem
hann sætti af hendi lögreglu hluti af réttar-
farsrannsókn sem hafist hafði nokkrum dög-
um áður á vegum rannsóknardómara í París
og hann því kominn í stöðu manns „sem bor-
inn er sökum um refsiverða háttsemi“ í
skilningi 2. mgr. 6. gr. Þeir tveir háttsettu
lögreglumenn sem voru viðstaddir stýrðu
lögreglurannsókn á málinu. Athugasemdir
þeirra, sem gerðar voru samhliða dómsrann-
sókninni og hlutu undirtektir innanrík-
isráðherrans, voru útskýrðar á grundvelli
þeirrar rannsóknar og tengdust henni bein-
línis. Því gildir 2. mgr. 6. gr. í þessu máli.“
Að því leyti sem Björn Bjarnason tjáði sig
um Baug og sakborningana (stuttu) fyrir rann-
sóknina, kunna slíkar yfirlýsingar einnig að
skipta máli við ákvörðun um hvort farið var að
ákvæðum 2. mgr. 6. gr.
Eðli og mikilvægi Baugsmálsins hefur eðli-
lega vakið almenna umræðu og þótt 2. mgr. 6.
gr. komi ekki í veg fyrir slíka umræðu, þar sem
það færi í bága við 10. gr. mannréttinda-
sáttmálans, er stjórnvöldum skylt að gæta
hófs. Í Ribemont-málinu lagði dómurinn
áherslu á mikilvægi slíkrar hófsemdar, sem
stjórnvöldum ber að gæta til þess að virða regl-
una um sakleysi uns sekt er sönnuð.
„38 … 2. mgr. 6. gr. (gr. 6. 2) getur þannig
ekki komið í veg fyrir að yfirvöld upplýsi al-
menning um opinberar rannsóknir sem í
gangi eru, en hún krefst þess að þau standi
að því með allri nauðsynlegri nærgætni og
varkárni svo að virtur sé rétturinn til að telj-
ast saklaus uns sekt er sönnuð.“
Sú staðreynd að dómsmálaráðherra er veitt-
ur rúmur ákvörðunarréttur skv. lögreglulög-
um og lögum um meðferð opinberra mála,
þ.m.t. eftirlitsvald yfir ákæruvaldinu, er mik-
ilvægt atriði við mat á ummælum Björns
Bjarnasonar. Í þessu samhengi mun sú stað-
reynd að Björn Bjarnason (eftir því sem upp-
lýsingar okkar herma) skipaði persónulega
hinn nýja saksóknara sem ábyrgur er fyrir
endurskoðun málsins af hálfu ákæruvaldsins
að öllum líkindum beina aukinni athygli að um-
mælum Björns í ljósi 2. mgr. 6. gr.
Dimitry L. Gridin gegn Rússlandi, úrskurð-
ur mannréttindanefndar frá 18. júlí 2000.
Maður var ákærður fyrir nauðgun og morð.
Hann var síðan fundinn sekur um ákærurnar
af sýsludómstól og dæmdur til lífláts. Fjöl-
mörgum áfrýjunum áfrýjanda til hæstaréttar
og til embættis saksóknara var hafnað. Í des-
ember 1993 var líflátsdómnum breytt í lífstíð-
arfangelsi. Meðan á réttarhöldum stóð til-
kynnti lögreglustjóri í sjónvarpsútsendingu að
hann væri viss um að Gridin væri morðinginn.
Taldi sakborningurinn að réttur hans skv. 2.
mgr. 14. gr. hefði verið brotinn með fram-
angreindri yfirlýsingu. Í ákvörðun sinni sagði
nefndin:
„8. 3 Að því er varðar þá staðhæfingu að
brotið hafi verið gegn réttinum til að teljast
saklaus uns sekt er sönnuð, þ.m.t. opinberar
yfirlýsingar sem fengu mikla umfjöllun í fjöl-
miðlum þar sem hátt settur löggæslumenn
lýstu sakborning sekan, vekur nefndin at-
hygli á því að Hæstiréttur vék að þessu at-
riði en lét hjá líða að taka sérstaka afstöðu til
þess þegar áfrýjun sakbornings var tekin
fyrir í réttinum. Nefndin vísar til almennrar
athugasemdar sinar nr. 13. um 14. gr. þar
sem segir: „Það er því skylda allra opinberra
yfirvalda að forðast að dæma fyrirfram um
niðurstöðu réttarhalds. Í þessu tilviki telur
nefndin að stjórnvöld hafi vanrækt að sýna
þá hófsemi sem krafist er af þeim skv. 2.
mgr. 14. gr. og að þannig hafið verið brotið
gegn réttindum sakborningsins.“
Eins og fram kemur í þeim útdráttum sem
við fengum í hendur af hinum ýmsu ummælum
sem dómsmálaráðherra hafði uppi, virðist,
ólíkt því sem var í Ribemont-og Gridin-
málunum, sem ekki hafi verið um að ræða nein-
ar beinar yfirlýsingar af hálfu dómsmálaráð-
herra varðandi sekt eða sakleysi þeirra ein-
staklinga sem ákærðir voru í Baugsmálinu.
Hins vegar hlýtur krafa dómstólsins um „alla
nauðsynlega nærgætni og varkárni svo að virt-
ur sé rétturinn til að teljast saklaus uns sekt er
sönnuð“ að vekja spurningu um hvort dóms-
málaráðherra hafi eða hafi ekki með fjölmörg-
um neikvæðum ummælum sínum um þá ein-
staklinga sem hlut eiga í Baugsmálinu, bæði
fyrir og eftir rannsóknina, brotið gegn rétti
sakborninga til þess að teljast saklausir uns
sekt er sönnuð, sbr. 2. mgr. 6. gr. Gögnin sem
látin voru í té sýna að dómsmálaráðherra hafi
a.m.k. þrisvar haft uppi neikvæð ummæli um
Baugsmálið, sbr. tilvitnanirnar hér að framan.
Við höfum einnig fregnir af nokkrum ummæl-
um og yfirlýsingum dómsmálaráðherra eftir
útgáfu ákærunnar, öllum með neikvæðum eða
andstæðum sjónarmiðum um Baug Group.
Mikilvægt er að geta þess að í Ribemont-
málinu komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að
brot gegn 2. mgr. 6. gr. hefði átt sér stað á
grundvelli einnar yfirlýsingar þar sem innan-
ríkisráðherra ásakaði umsækjanda berum orð-
um í fjölmiðlum. Sambærilega afstöðu virðist
mannréttindanefndin hafa tekið í Gridin-
málinu, þ. e. að það var vegna einnar yfirlýs-
ingar þar sem lýst var yfir sekt sakbornings
sem nefndin úrskurðaði að brotið hefði verið
gegn rétti hans skv. 2. mgr. 14. gr. Eins og áð-
ur er getið er ekki um að ræða neina beina
Morgunblaðið/Kristinn