Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 35

Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 35 MINNINGAR ✝ Jóna Þorsteins-dóttir fæddist í Langholti í Flóa 21. júní 1911. Hún and- aðist 18. febrúar á Landspítalanum við Hringbraut. Foreld- ar hennar voru hjón- in Helga Einarsdótt- ir, f. 6. október 1873, d. í nóvember 1918 (í spænsku veikinni) og Þorsteinn Sig- urðsson, f. 25. apríl 1869, d. 1. des. 1935. Systkinin í Lang- holti voru 12, ellefu alsystkini og einn hálfbróðir. Þrjú börn Helgu og Þorsteins dóu ung, þannig að móðir Jónu fæddi 14 börn alls. Sjálf dó Helga þegar yngsta barn- ið var ársgamalt. Systkinin sem upp komust eru í aldursröð þessi: Margrét (látin), Ingólfur (látinn), Sigurður (látinn), Hermann (lát- inn), Guðmundur (látinn), Einar (lát- inn), Ingibjörg (lát- in), Rósa (látin), Ólöf, Helga (látin) og Ólafur. Móðir Ólafs var Sólveig Jónsdóttir frá Stóru-Reykjum í Flóa. Þorsteinn og Sólveig opinberuðu trúlofun sína og tengdust tryggða- böndum. Sambúð þeirra varð ekki löng, því Þorsteinn dó aðeins 66 ára að aldri, eða þeg- ar Ólafur var sex ára. Síðustu ár ævinnar bjó Jóna í Seljahlíð, Hjallaseli 55, en síðasta æviárið var hún á hjúkrunardeild þar. Útför Jónu verður gerð frá Hall- grímskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Jóna frænka mín var að svo mörgu leyti merkileg kona. Mann- kostir hennar voru margir. Hún var bóndadóttir af sterkum stofni og á bernskuheimili hennar réðu vinnu- semi og vinnugleði ríkjum. Móður sína missti hún aðeins sjö ára gömul og þurfti ásamt föður sínum og systkinum að vinna hörðum hönd- um. Vinnugleði var henni í blóð bor- in. Tveim dögum áður en hún veikt- ist mjög alvarlega af þeim sjúk- dómi, sem leiddi hana til dauða, bað hún mig að koma með sér í búð til að kaupa garn til að prjóna úr. Ég stakk upp á því að ég gæti bara farið fyrir hana, því ég vissi vel hvers konar garn hún vildi, en nei, hún vildi velja það sjálf. Hún var ekki enn búin að jafna sig vel eftir „ristil“ sem hún fékk hægra megin í andlitið. Þess vegna var hún hálfslöpp ennþá. Hún var nær orðin blind, en þreifaði sig áfram til að prjóna borðklúta, sem hún svo gaf. Hún rétt náði að fitja upp á prjónana. Svo veiktist hún og lá ósjálfbjarga í rúminu, en aðeins í þrjá daga, svo fór hún til fundar við Drottin sinn og Frelsara, en þann fund hafði hún þráð lengi. Jóna var einbeitt og ákveðin kona, samviskusöm og ósérhlífin. Hún lá ekki á skoðunum sínum, hvorki í stjórnmálum né trúmálum. Væri hún búin að taka afstöðu í ein- hverju máli var erfitt að hnika henni frá því. Jóna hefur átt mikinn og ríkan þátt í lífi mínu, alveg frá fæðingu minni (sem eru nú orðin nokkuð mörg ár!). Hún reyndi allt hvað hún gat til að ala mig upp og gera mig að skikkanlegri stúlku, en hvernig árangurinn hefur orðið er svo annað mál. En hjarta hennar var heilt gagnvart mér, alveg fram á síðustu stundu. Ég mun aldrei geta þakkað það sem ber. Jóna átti mjög viðkvæmt hjarta og örlátt. Hún gaf allt sem hún átti. Hún gaf alla sína tíð til kristilega starfsins í KFUM og K og kristniboðsins og annarra félagasamtaka innan þeirra vé- banda, en einnig til þjóðkirkjunnar og margra líknarfélagasamtaka. Hún stofnaði á sínum tíma kristni- boðsflokk KFUK. Útbreiðsla Guðs- ríkisins hér á jörð var hennar hjart- ans mál. Hún var mikill dýravinur og sagði mér stundum sögur af sam- skiptum sínum við dýrin í sveitinni sinni, þær sögur heilluðu mig mikið. Og barngóð var hún með eindæm- um. Sjálf átti hún engin börn, hafði aldrei gifst, – þetta var mikill sökn- uður, en hún bætti það upp með því að vera góð við börn annarra, eins og frændsystkini sín. Jóna var svo lánsöm að komast til mennta í skólanum á Laugarvatni, veturinn 1929–30. Rósa systir henn- ar og hún voru þar saman. Allur þessi stóri systkinahópur þráði að ganga menntaveginn, eins og það er kallað, en til þess voru efnin naum. Öll náðu þau samt að afla sér menntunar. Með dugnaði og atorkusemi og í lífsins stranga reynsluskóla, náðu þau langt og urðu nýtir og merkir þjóðfélags- þegnar. Einn af bræðrum Jónu, Sigurður fór ungur til Englands og varð skip- stjóri. Á sínum yngri árum fór Jóna til hans og fjölskyldu hans og hjálp- aði til á heimilinu meðan börn hans og konu hans voru lítil. Þetta var dýrmæt reynsla og lærði Jóna það mikla ensku að hún gat bjargað sér á ensku alla tíð síðan. Seinna fór hún aftur til Englands, en þá til annarra starfa. Hún dvaldi líka í Noregi um tíma, stundaði nám við Biblíuskóla í Ósló, en réð sig að því loknu í vinnu þar. Hún fékk einnig tækifæri til að vinna um tíma á heimili presthjóna í Svíþjóð. Allt þetta hafði mikla þýð- ingu fyrir Jónu og var menntandi og gefandi. Hér í borg vann hún lengst af hjá Mjólkursamsölunni og þá flest árin í mjólkurbúð á Freyjugötunni. Bar hún alla ábyrgð á þeirri búð. Hún var þekkt fyrir samviskusemi og nákvæmni í öllum störfum sínum þar. Hún vann oftsinnis sem vinnu- kona inni á heimilum, t.d. hjá sr. Bjarna Jónssyni og frú Áslaugu konu hans, einnig hjá Guðlaugi Þor- lákssyni og Camillu Sandholt konu hans. Hún kom víða við á heimilum, einnig sem aðstoðarkona í stór- veislum. Sem ung var hún ráðskona á heimili ekkils hér í borg og var eins og móðir barna hans tveggja, á meðan þau voru að vaxa úr grasi. Á skrifstofu KFUK í Reykjavík starfaði hún í mörg ár. KFUK var hennar félag, hún var 100% KFUK- kona. Á meðan Jóna vann í mjólkurbúð- inni á Freyjugötu kom m.a. gömul kona til að versla hjá henni. Þessi kona var mikill einstæðingur og heilsuveil að auki. Jóna tók þessa konu að sér og sá um hana þar til yfir lauk. Um útförina sá hún líka. Hún fékk grafreit fyrir hana í gamla kirkjugarðinum við Suður- götu í Reykjavík og pantað grafreit fyrir sjálfa sig við hlið hennar. Nafn þessarar konu var Sigríður Þor- steinsdóttir og nú mun Jóna verða lögð við hlið hennar, báðar eru þær Þorsteinsdætur –þó óskyldar, en andlega skyldar og systur í Drottni. „Vér vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vér hús frá Guði, eilíft hús á himn- um, sem eigi er með höndum gjört. Á meðan andvörpum vér og þráum að íklæðast húsi voru frá himnum. (II Kor. 5, 1-2.) Það var þetta sem Jóna þráði og var búin að þrá í mörg ár. Henni hefur orðið að ósk sinni, hún er komin heim. Þökk til allra, sem að henni hlúðu í Seljahlíð og einnig til þeirra sem stunduðu hana fárveika á Landspít- alanum við Hringbraut, og til allra vina og frændfólks sem sýndu henni alúð og kærleika. Fjölskylda mín og ég þökkum Guði fyrir Jónu. Margrét Hróbjartsdóttir. Jóna Þorsteinsdóttir, afasystir okkar, er látin í hárri elli. Við syst- urnar viljum minnast hennar í nokkrum orðum. Jóna ólst upp í föðurhúsum í Langholti í Flóa í stórum systkina- hópi en hún missti móður sína að- eins sjö ára gömul. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Laugar- vatni og minntist námsáranna þar með mikilli ánægju. Jóna fékk tæki- færi til að bæta við sig í tungu- málum þegar hún starfaði um skeið á sínum yngri árum á Englandi og í Svíþjóð en húnhafði gaman af því að rifja upp þau ferðalög á efri árum. Jóna flutti ung til Reykjavíkur og vann þar við ýmis störf, m.a. lengi við verslunarstörf í mjólkurbúðinni við Freyjugötu. Hún bjó lengst af í miðbænum en seinna við Austur- brún og síðustu árin á dvalarheim- ilinu Seljahlíð. Jóna fór allra sinna ferða með strætisvagni til að sinna erindum sínum. Hún hélt tryggð við Miðbæ- inn og þær verslanir þar sem hún hafði skipt við í áratugi. Hún hafði gaman af því að fara á kaffihús og það var skemmtilegt að fá tækifæri til þess að sitja með Jónu á kaffi- húsi í Miðbænum og hlusta á sögur úr bæjarlífinu frá þeim tíma þegar hún var ung stúlka, nýkomin til höf- uðborgarinnar. Auk sinna venjubundnu starfa sinnti Jóna í áraraðir aukastarfi fyrir sumarbúðir KFUK í Vindás- hlíð. Hún minntist þeirra starfa með þó nokkru stolti og gleði en hún bar hag sumarbúðanna í Vind- áshlíð og Vatnaskógi sérstaklega fyrir brjósti. Jóna frænka var trúuð kona, kirkjurækin og tók þátt í kristilegu starfi af miklum krafti. Jóna fylgdist af miklum áhuga með námi og starfi barna okkar og tók þátt í stórviðburðum í fjöl- skyldu okkar. Alltaf kom hún fær- andi hendi með góðar gjafir en hún var einstaklega gjafmild og rausn- arleg. Sérstaklega var Jónu frænku umhugað um að börnin okkar sinntu kristilegu starfi og legðu fyr- ir sig tónlistarnám. Jóna var sjálf músíkölsk og tók þátt í kórstarfi, m.a. í KFUK og í kirkjukór, og hafði yndi af því að sækja tónleika. Jóna var mikil hannyrðakona og í fjölskyldunni finnast víða glæsileg- ir, bróderaðir dúkar og útsaumaðir púðar sem hún hefur gefið frá sér í gegnum tíðina. Eftir að sjónin fór að daprast sneri Jóna sér að prjóna- skap og hafði hún ánægju af að prjóna alveg fram til hins síðasta. Í Seljahlíð naut Jóna í nokkur ár samvista við Ingibjörgu, systur sína, en hún lést árið 2004. Þá naut Jóna umhyggju barna Ingibjargar, Margrétar, Helgu Steinunnar og Jóns Dalbús, sem sinntu um Jónu af alúð fram til hins síðasta. Á sínum tíma aðstoðaði Jóna afa okkar og ömmu, Ingólf og Guðlaugu, þegar þau voru komin á efri ár og minn- umst við þess með þakklæti í huga. Jóna frænka var sjálfstæð og dugleg kona sem þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér. Hún hefði kosið að læra meira en aðstæður á þeim tíma leyfðu það ekki. En hún nýtti sér vel þá menntun sem hún fékk og hafði orð á því síðar að sér- staklega hefði reikningskunnáttan frá Laugarvatni komið sér vel í sín- um störfum. Jóna hafði sterkar skoðanir á flestum málum, hvort sem trúarleg málefni eða pólitík bar á góma, og það var alltaf gaman að spjalla við hana. Við minnumst Jónu frænku okk- ar með virðingu og þakklæti. Sigrún, Hjördís og Stefanía Þorgeirsdætur. Í dag kveður KFUK eina af sín- um elstu og tryggustu félagskonum um áratuga skeið. Jóna Þorsteins- dóttir átti lifandi trú á Jesú Krist og gekk ung til liðs við KFUK eftir að hún fluttist til Reykjavíkur og átti þar alla tíð sitt annað heimili. Hún tók virkan þátt í starfi félagsins á langri ævi og meðan hún hafði krafta til. Hún var með frá upphafi í sum- arbúðastarfi KFUK, fyrst í Straumi og síðar í Vindáshlíð. Á fyrstu árum starfsins í Vindáshlíð sá hún um ýmis skrifstofustörf, þar á meðal innritun telpna í dvalarflokka. Á yngri árum sínum tók hún þátt í barna- og unglingastarfi KFUK og var lengi sveitarstjóri í unglinga- deildinni á Amtmannsstíg. Hún hafði gaman af því að syngja og söng í mörg ár með blönduðum kór KFUM og KFUK. Jóna hafði ekki eingöngu áhuga á æskulýðsstarfinu heldur bar hún kristniboðið fyrir brjósti og stofnaði kristniboðsflokk KFUK til að styðja og efla það. Jóna var gjaf- mild kona og ósínk á að láta kristi- legu félögin njóta þess hvort sem um var að ræða fyrirbæn fyrir mál- efninu eða að láta af hendi það sem Guð hafði útdeilt henni. Hún hafði lært það að sælla er að gefa en þiggja. Oft kallaði hún einhverjar stjórnarkonur úr Hlíðarstjórn á sinn fund og vildi færa starfinu gjafir. Hún fylgdist ótrúlega vel með starfinu og var akkur í að fá fréttir af því. Þegar bygging aðalstöðva KFUM og KFUK stóð yfir á Holta- veginum fylgdist hún vel með fram- kvæmdum og safnaði dósum og flöskum í húsinu þar sem hún bjó og færði í byggingarsjóð. Hinn ár- legi basar KFUK naut góðs af handavinnu hennar og flink var hún að steikja kleinur sem hún gaf á kaffisölur og aðrar uppákomur. Jóna var alltaf að gefa og á bas- arinn í desember sl. kom hún með handprjónaða borðklúta til að færa félaginu þótt sjónin væri orðin mjög döpur og hún máttfarin. Síðasta heimsókn hennar á Holtaveginn var í janúar til að leggja fram sinn skerf. Slík var trúmennska hennar allt til enda. Undirrituð heimsótti Jónu rétt fyrir jól í Seljahlíð. Hún spurði hvern ég væri að heimsækja og þegar ég sagðist vera að koma til hennar þá varð hún svo glöð og sagði við mig „en gaman“ og við átt- um saman fagnaðarstund. Einkunnarorð Vindáshlíðar hæfa vel lífi Jónu Þorsteinsdóttur: „Vertu trú allt til dauða og ég mun gefa þér kórónu lífsins.“ Op. 2.10. KFUK þakkar Guði fyrir Jónu Þorsteinsdóttur og biður hann að blessa alla ástvini hennar. F.h. KFUM og KFUK, Kristín Sverrisdóttir. JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 – www.englasteinar.is 15% afsláttur af öllum legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLDÓR GUÐMUNDSSON fyrrverandi rafvirkjameistari Pósts og Síma, Suðurengi 30, Selfossi, andaðist á Landspítala við Hringbraut sunnu- daginn 26. febrúar. Útför auglýst síðar. Sóley Gunnvör Tómasdóttir, Þórunn Elín Halldórsdóttir, Finnbogi Birgisson, Hrafnhildur Halldórsdótttir, Hersir Freyr Albertsson, Þorbjörg Hjaltalín Halldórsdóttir, Jón Lúðvíksson, Halldór Halldórsson, Jóhanna Hákonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín og tengdamóðir, SIGRÍÐUR ERLENDSDÓTTIR, Hæðargarði 33, Reykjavík, lést laugardaginn 25. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Brynjólfsdóttir, Birgir Lúðvíksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.