Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 41

Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 41 DAGBÓK Einbýlishús í Þingholtunum óskast - Staðgreiðsla Traustur kaupandi óskar eftir 250-400 fm einbýlis- húsi í Þingholtunum. Gott einbýli á öðrum stað kemur til greina t.d. hús með sjávarútsýni. Húsið má kosta allt að 120 milljónir. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Fyrsti mars er starfsdagur grunnskóla-kennara og er þann dag haldin stórráðstefna á Hótel Nordica undir yf-irskriftinni Skóli á nýrri öld –Fræðin í framkvæmd. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Carol Ann Tomlinson prófessor við Virgíníuháskóla: „Ég mun fjalla um leiðir til að kenna á árangurs- ríkan hátt hópi nemenda sem hafa ólíkar náms- þarfir,“ segir Carol. „Óhjákvæmilega eru sumir nemendur á undan áætlunum kennarans í námi, á meðan aðrir dragast aftur úr hinum, og nem- endur hafa ólík áhugamál sem laða þau að, eða fæla frá, vissum fögum. Við bætist síðan að nemendur læra hver á sína vegu. Við munum ræða um hvernig skipuleggja og undirbúa má kennslu í bekk þar sem ekki er hægt að segja að allir passi í sama sniðið, og hvernig má byggja námið þannig að hver einn og einasti nemandi geti þroskast og vaxið í námi.“ Aðferð sína kallar Carol „Differentiated instruction“ sem á íslensku mætti þýða sem sundurgreinda kennslu. Carol Ann Tomlinson kenndi í röska tvo ára- tugi í almenna skólakerfinu: „Ég varð þess vör að nemendurnir mínir stóðu sig mun betur þeg- ar ég beitti sundurgreindri kennslu. Síðustu fimmtán ár hef ég rannsakað aðferðir kennara sem beita svipuðum kennsluháttum til að skilja hvernig þeir hugsa um og starfa í kennslustof- unni. Ég hef einnig rannsakað kennara sem eiga erfitt með að sinna sérstökum þörfum nemenda sinna, til að skilja betur hvað stendur þar helst í veginum. Um leið hef ég kynnt mér hvernig stjórnendur skóla styðja við og stuðla að aukinni notkun sundurgreindrar kennslu,“ segir Carol. „Víða um heim eru kennslustofurnar að verða æ fjölbreyttari. Á sama tíma er það vilji sam- félagsins að hver einn og einasti nemandi hafi aðgengi að sem fjölbreyttustu og bestu námi. Ein stærsta áskorun menntakerfis margra landa er hvernig þróa má hágæða kennslu þar sem allir nemendur fá að njóta bestu mögulegu menntunar, og þar skiptir lykilmáli að sund- urgreina kennsluna að ólíkum þörfum nem- enda.“ Menntun | Skóli á nýrri öld – Fræðin í framkvæmd – Ráðstefna á Nordica hóteli 1. mars Kennsla sem gagnast öllum  Carol Ann Tomlinson starfaði í 21 ár við al- menna skólakerfið, bæði á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Hún var valin kennari ársins í Virginíu 1974 og hefur látið frá sér yf- ir 200 greinar, rit og bækur um kennslumál. Bækur hennar um sundurgreinda kennslu hafa verið þýddar á átta tungumál. Carol er nú kennir nú menntunarstjórnun við Virginíuháskóla, þar sem hún fékk viðurkenn- ingu fyrir störf sín á síðasta ári. Líkindaspil. Norður ♠A10 ♥KD76 ♦K102 ♣K1064 Suður ♠D3 ♥ÁG105 ♦Á98 ♣ÁD97 Suður spilar sex hjörtu og fær út tromp. Spegilskiptingin takmarkar mögu- leika sagnhafa verulega, en ef trompið kemur 3-2 og laufgosinn skilar sér, er hugsanlegt að fá úrslitaslaginn með innkasti. Allt gengur að óskum til að byrja með, trompin falla og laufið líka. En þá er spurningin þessi: Á að spila tígli þrisvar (og láta vörnina hreyfa spað- ann), eða spaðaás og spaða (og fá íferð í tígulinn)? Spilið er frá sveitakeppni Bridshátíð- ar og legan var þannig: Norður ♠A10 ♥KD76 ♦K102 ♣K1064 Vestur Austur ♠9754 ♠KG862 ♥83 ♥942 ♦7643 ♦DG5 ♣853 ♣G2 Suður ♠D3 ♥ÁG105 ♦Á98 ♣ÁD97 Það er augljóslega hægt að vinna slemmuna, en þeir spilarar sem voru vel að sér í líkindafræði fóru þó niður. Og voru stoltir af! Hér svínvirkar að spila ÁK og þriðja tígli, en það er á móti líkum, því ef tígul- mannspilin eru skipt þarf spaðinn að vera „læstur“ – það er að segja, kóngur- inn í vestur og gosinn í austur. Það er sterkari leikur að senda vörnina inn á spaðakóng. Í þessu tifelli lendir austur inni og spilar annaðhvort drottningu eða gosa í tígli. Vissulega vinnst slemm- an ef sagnhafi drepur í borði og svínar, en sú spilamennska er tæknilega röng. Reglan um „takmarkað val“ kemur hér við sögu: Ef austur á annaðhvort drottningu eða gosa í tígli, verður hann að spila því spili – val hans er takmark- að. Með bæði mannspilin getur hann valið á milli, enda spilin jafngild. Af þessu leiðir að það er tvöfalt líklegra að austur eigi aðeins annað mannspilið! Þeir sem voru svo óheppnir að kunna þessa reglu fóru niður með því að drepa á tígulás og svína tíunni. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. cxd5 cxd5 4. Rc3 Rc6 5. Bf4 Rf6 6. e3 a6 7. Bd3 e6 8. Hc1 Bd6 9. Bxd6 Dxd6 10. f4 b5 11. Rf3 Bb7 12. 0–0 Hc8 13. Re5 0–0 14. Df3 Ra5 15. g4 Rc4 16. Hc2 De7 17. g5 Re4 18. Rxc4 Rxc3 19. Rb6 Hc6 20. Hxc3 Hxb6 21. Hfc1 Hd6 22. De2 f6 Staðan kom upp á Meistaramóti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Sigurvegari mótsins, Egyptinn Omar Salama (2.199), hafði hvítt gegn hinum unga og efnilega Hjörvari Steini Grétarssyni (2.046). 23. Bxh7+! Kh8 svartur hefði einnig orðið óverjandi mát eftir 23. … Kxh7 24. Dh5+ Kg8 25. g6. 24. Bg6 og svartur gafst upp þar sem ekki er hægt að forðast mát. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Omar Salama (2.199) 6½ vinning af 7 mögulegum. 2. Hrannar Baldursson (2.174) 5½ v. 3.–6. Stefán Freyr Guðmundsson (2.026), Sigurbjörn Björnsson (2.337), Guðlaug Þorsteinsdóttir (2.147) og Ingvar Ásbjörnsson (1.996) 5 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Flugfélagið, frábær þjónusta FÓR með hund í Ísafjarðarflug á föstudagsmorgun og vildi koma á framfæri þakklæti til starfsmanna flugfraktarinnar í Reykjavík. Það var basl að koma búrinu inn í vélina þar sem það var í stærra lagi (eiginlega of stórt til að komast inn). Í stað þess að vísa mér frá og fara fram á að ég kæmi með heppilegri stærð, þá tóku starfsmennirnir þessu létt og lögðu sig alla fram við að koma búrinu fyrir. Þó ekki hafi litið út fyrir að þetta mundi ganga hafðist það á endanum. Takk kærlega fyrir góða þjón- ustu. Anna. 2005 ár gleði og sorgar JÁ, manni er margt minnisstætt á árinu sem var að líða. Sérstaklega hörmungarnar erlendis og nú síðast námuslysið í Bandaríkjunum, skriðuföllin á Jövu á Indónesíu og nú aftur hungrið í Afríku vegna þurrka og uppskerubrests. Og margar hörmungar bitna á börnum, alls kyns sjúkdómar og mat- arskortur, ásamt skorti á lyfjum. En hér heima er margt óhugn- anlegt að gerast, t.d. Sonja Haralds, kona elskuleg, hvers á hún að gjalda. Hana vantar 30 þús. kr. til viðbótar á mánuði og engan skatt á örorkubætur. Ég er svo sannarlega sammála henni, enda öryrki sjálf og veit hvað manni líður hræðilega illa um hver mánaðamót þegar eftir eru 3 þúsund kr. Mér finnst launin okk- ar til háborinnar skammar. Hjá Fjármálum heimilanna var mér sagt að til framfærslu ætti ég að hafa 30 þús. kr. Hvar eru peningarnir? Um daginn heyrði ég í útvarpinu að gjöld á öryrkja á landinu frá ’95–’05 næmu alls 40 milljónum og skuldin væri 40 þúsund á hvern öryrkja. Það hafa átt sér stað alls konar skerðingar í gegnum árin. Ég spyr hvað er eiginlega að gerast í þessu þjóðfélagi? Er meiningin að svelta okkur svona áfram? Ég get ekki sagt að ég sé hamingjusöm og örugg, mér finnst ég oft vera mjög kvíðin og það eru ábyggilega fleiri en ég. Það væri óskandi að tekjur okkar breyttust áður en fleiri svelta sig í hel eða fremja sjálfsmorð. Þetta er að mínu mati alveg hrikalegt. Við öryrkjar erum alveg eins og hver annar. Höfum lent í allskonar áföll- um og lífsreynslu. Svo finnst mér eldri borgarar hafa allt of lágar tekjur. Það ætti sannarlega að hækka þær. Hvernig væri að hækka skattleysismörkin? Væri ekki bara nóg að borga opinber gjöld? Ég vona að fleiri öryrkjar láti frá sér heyra. Monika Pálsdóttir, Torfufelli 27. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Brúðkaup | Í dag, 28. febrúar, eiga pappírsbrúðkaup þau Eve og James Barisic frá Bretlandi. Þau voru gefin saman hjá sýslumanninum í Reykjavík 28. febrúar í fyrra og eru nú aftur stödd hér á landi í tilefni dagsins. Þau dvelja á Hótel Klöpp. Árnaðheilla dagbók@mbl.is MÁLVERK Guðrúnar Einarsdóttur í Listasafni Reykjanesbæjar eru öll nafnlaus og virðast í fljótu bragði vera naumhyggjuleg, einsleit og ein- tóna. Annað kemur í ljós við nánari skoðun. Upphleypt þykktin í áferð litarins stuðlar að flat-þrívíddar yf- irbragði sem byggist á afstrakt líf- rænu munstri með sterkri skír- skotun í náttúruna. Aðalsteinn Ingólfsson segir í sýningarskrá að „okkur eftirkomendum Kjarvals“ sé a.m.k. ljóst að ekki yrði aukið á ná- lægðina við landið án þess að leysa það upp í frumeiningar sínar, þ.e. gera úr því óhlutbundið mynstur. Guðrún hafi tekið upp þráðinn þar sem Kjarval sleppti honum og rakið hann áfram með rökréttum hætti og tengi saman hinar stóru lífrænu heildir jarðfræðinnar, smáheima líf- fræðinnar og ofurvíddir stjörnu- fræðinnar. Þetta kemur allt heim og saman við verkin, en til viðbótar eru í þeim önnur sterk sjónræn líkindi sem láta áhorfandann ekki í friði. Þó ég sé ekki sammála einum sýning- argesti sem vildi líkja sýningunni við efnisprufur úr Rúmfatalagernum þá verður ekki komist undan hugmynd- inni um textíl. Líkindin við vefnað er sérstaklega að finna í þeim einlitu verkum þar sem mynstrið er byggt upp á samspili mattra og glansandi flata. Þá getur t.d. ein og sama myndin brugðið samtímis upp spegl- un af endurvarpi náttúrumynstra svartra sandfláka og svörtum da- masksilkivefnaði sem minna á und- irföt. Allar myndirnar hafa í sér þennan tvíbenta og spennandi eig- inleika og við gaumgæfilega skoðun opnast möguleikar þeirra æ meira fyrir áhorfandanum. Verkin eru safaríkari og margræðari en fyrsta viðmót þeirra segir til um. Undir sýndarhógværð og kurteisi þeirra má greina ákafa ástríðu og munúð svo minnir á blæti. Sá sem sökkvir sér í þessi verk verður heillaður af því hversu listamaðurinn hlýtur að vera heillaður af því að gera þau. Hér er einhver tilfinning fyrir nautnafullum leik með mörk og sam- spil yfirborðs og kviku sem ítrekar og upphefur greinarmun á náttúru og menningu. Sýningin er því sann- kölluð veisla um leið og áhorfandinn tekur það skref að nálgast verkin fyrir alvöru, en það er alger for- senda þeirrrar fagurfræðilegu upp- lifunar sem í þeim býr. Náttúrublætis-ástríða MYNDLIST Listasafn Reykjanesbæjar Sýningin stendur til 5.mars Opið alla daga frá 13 - 17. Guðrún Einarsdóttir Eitt verka Guðrúnar Einarsdóttur í Listasafni Reykjanesbæjar. Þóra Þórisdóttir NÝVERIÐ voru Ullarvett- lingar Myndlistarakademíu Íslands afhentir. Verðugur handhafi Ull- arvettlinganna árið 2006 er Sigríður Björg Sigurð- ardóttir. Hún hefur getið sér gott orð fyrir myndlist sína bæði á Íslandi og er- lendis. Sigríður býr og starfar í Glasgow í Skot- landi, þar sem hún stund- aði framhaldsnám eftir út- skrift frá Listaháskóla Íslands. Sérstakur styrktaraðili Ullarvettlinganna að þessu sinni var Menningarsjóður/ styrktarsjóður SPRON. Ullarvettlingarnir veittir Morgunblaðið/Eggert Verðlaunahafinn Sigríður Björg Sigurð- ardóttir ásamt Benedikt Gestssyni, for- manni akademíunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.