Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 45

Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 45 MENNING • Brúðarkjólar og nýjasta tíska • Brúðarvendir og blómaskreytingar • Matur í brúðkaupsveislum • Brúðargjafir • Hárgreiðsla brúða og brúðguma • Giftingarhringir og morgungjafir • Í formi fyrir brúðkaupið • Brúðkaupsmyndin • Snyrting fyrir brúðkaupið • Veisludúkar • Brúðarsængin og brúðarnærföt Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16 föstudaginn 3. mars. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Brúðkaupsblað Morgunblaðsins Sérblað helgað brúðkaupssýningunni Já! fylgir Morgunblaðinu fimmtudaginn 9. mars. FÆREYSKI píanóleikarinn Jó- hannes Andreasen heldur einleiks- tónleika í TÍBRÁ í Salnum í kvöld kl. 20. Á tónleikunum mun Jóhannes meðal annars frumflytja nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson. „Verkið heitir Sancus og er samið í haust sem leið. Það er mjög fjöl- breytt, bæði öflugt og stórt á köflum en líka innilegt og hljóðlátt á öðrum stöðum,“ segir Jóhannes í samtali við Morgunblaðið, en verkið var samið sérstaklega fyrir hann. Tónleikana mun Jóhannes hins vegar hefja á sónötu og fantasíu í c- moll eftir W.A. Mozart. „Þessi tvö verk eru iðulega flutt saman. Sú hefð hefur verið við lýði um langt skeið,“ segir hann um verkin. „Fant- asían er mjög fjölbreytt, rétt eins og verk Atla Heimis, og leitandi í hljómum. Sónatan er hins vegar dramatískasta píanóverk Mozarts, held ég að megi segja.“ Virtúósastykki Eftir hlé mun Robert Schumann hins vegar ráða ríkjum. „Ég byrja á því að leika litla Arabesku, sem er stutt verk – svona lítill konfektmoli. Síðan tekur við verk sem er talsvert fyrirhafnarmeira,“ segir Jóhannes og vísar þar til Sinfónísku etýðanna eftir Schumann sem hann leikur ennfremur, en þær eru taldar eru til öndvegisverka rómantíska tímans í tónlistarsögunni. „Þetta er mjög erf- itt verk en skemmtilegt, og drama- tískt á köflum. Þetta eru eins konar tilbrigði við stef; stefið sjálft er ró- legt en tilbrigðin eru mismunandi; mjög tæknileg sum og jafnvel grand í stílnum,“ segir hann. Þannig að þetta er svona virtúósa- stykki, eða hvað? „Já, það má segja það, virkilega. En ég hef hlakkað lengi til að spila bæði Schumann- verkin og Mozart, þannig að ég er bara spenntur.“ Frændþjóðir Jóhannes Andreasen nam píanó- leik í Þórshöfn, hélt síðan til fram- haldsnáms við Tónlistarháskólann í Vínarborg, en lærði einnig við Men- uhin-tónlistarakademíuna í Sviss og hjá Peter Feuchtwanger í London. Hann starfar sem píanóleikari og kennari í heimalandi sínu og hefur haldið tónleika víða um lönd. Jó- hannes er ekki ókunnur hér á landi því hann starfaði sem píanókennari við Tónlistarskóla Kópavogs um nokkurt skeið. „Ég þekki margt gott fólk á ís- landi, og þegar ég bjó hér var það al- veg frábær tími,“ segir Jóhannes. En skyldi vera öðruvísi að leika fyrir Íslendinga en Færeyinga? „Mér finnst í það minnsta gott að spila hér, enda er fólk virkilega jákvætt. Og maður finnur alveg að þetta eru frændþjóðir.“ Tónlist | Jóhannes Andreasen með píanótónleika í Salnum í kvöld Frumflytur nýtt verk eftir Atla Heimi Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhannes Andreasen segir Íslendinga og Færeyinga klárlega frændþjóðir. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Tónleikar Jóhannesar Andreasen hefjast í Salnum í kvöld kl. 20. ÁHUGI landans á sakamálasögum hefur færst mjög í aukana á síð- ustu árum. Yfirleitt hefur slíkum sögum verið miðlað til okkar í gegnum bækur eða sjónvarp en af einhverjum ástæðum hefur leik- húsið staðið algjörlega utan við þetta tiltölulega nýja æði. Samkeppni um íslenskt sakamálaleikrit Í kvöld verður haldið málþing í forsal Borgarleikhússins um ís- lensk sakamál, íslenska dæg- urmenningu og hlutverk leikhúss- ins í því samhengi. Málþingið er haldið í tengslum við samkeppni um íslenskt sakamálaleikrit sem Borgarleikhúsið stendur fyrir um þessar mundir. „Það hefur eitthvað mikið verið að gerast í skrifum á íslenskum sakamálum. Okkur langar til að skoða þessa nýfundnu þörf hjá Ís- lendingum fyrir íslensk sakamál,“ segir Steinunn Knútsdóttir leik- stjóri og einn skipuleggjenda mál- þingsins. Sakamálin útundan hér Hún segir að mikið sé um að sakamálasögur séu færðar á fjal- irnar í erlendum leikhúsborgum og nefnir t.d. sakamálaleikritið Músagildruna sem er ein af vin- sælli sýningum á West End í London. „Þetta hefur einhvern veginn ekki náð að berast hingað í leik- húsin. Það hefur allavega farið mjög lítið fyrir þessu og okkur langar til að spyrja af hverju og hvort núna sé hugsanlega tíminn fyrir leikhúsið að sinna sakamál- unum. Við skiljum ekki alveg af hverju þau hafa orðið útundan.“ Ætlunin með málþinginu er auk þess að skoða ástæðuna fyrir þessum nýja áhuga á sakamálum. „Hvað er það í samtímanum sem kallar á sakamálin,“ spyr Steinunn. „Erum við undir áhrif- um að utan? Frá sjónvarpinu? Hefur samfélagið stækkað svona mikið að glæpir eru einfaldlega orðnir meiri á Íslandi sem hugs- anlega gerir nýrri sakamálasögur trúverðugri? Svo er spurningin hvort sakamálin eigi heima á sviði. Munum við njóta þess að sjá saka- mál uppi á sviði? Rúmar leikhúsið þetta? Er þetta kannski eitthvað sem á bara við sjónvarp og bók- menntir?“ Hópur sérfræðinga Þessum spurningum ætlar vel valinn hópur sérfræðinga um sakamál og dægurmenningu að svara í kvöld, þau Davíð Þór Jóns- son, Ævar Örn Jósepsson, Katrín Jakobsdóttir og Anna Rögnvalds- dóttir. Öll hafa þau nálgast við- fangsefnið á ólíka vegu. Davíð Þór og sakamálahöfundurinn Ævar Örn Jósepsson hafa á und- arnförnum misserum verið að skipuleggja helgar á Hótel Búðum þar sem er leystar eru saka- málagátur og farið er í hlutverka- leiki. Katrín Jakobsdóttir hefur skoðað mikið sérstöðu íslenskra sakamála og nýverið var frumsýnd í Ríkissjónvarpinu sakamálamynd- ina Allir litir hafsins eru kaldir sem Anna Rögnvaldsdóttir leik- stýrði. „Leikhúsinu er ekkert óviðkom- andi,“ segir Steinunn að lokum og bendir auk þess á að eitt af mark- miðum leikhússins sé að hvetja til skrifa og er fyrirhuguð leikrita- samkeppni liður í því. Fundurinn verður haldinn í kvöld klukkan 20.00 og er hann opinn öllum. Leikhús | Málþing um íslensk sakamál og dægurmenningu í forsal Borgarleikhússins Íslensk sakamál á fjalirnar Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Þórunn Lárusdóttir og Hilmir Snær í hlutverkum sínum í íslensku sakamálaþáttunum Allir litir hafsins eru kaldir. Í DAG, þriðjudaginn 28. febrúar, á sjálfan sprengidag, stendur Nýhil fyrir uppákomu á Café Rosenberg við Lækjargötu. Fram koma: Krist- ín Eiríksdóttir, Haukur Már Helga- son, Þórunn Valdimarsdóttir, Didda, Ófeigur Sigurðsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Ingibjörg Magnadóttir og Kari Ósk Ege. Dagskráin hefst klukkan 22, að- gangseyrir er enginn og allir vel- komnir í boði Nýhils. Sprengidagskrá á Rosenberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.