Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 52

Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. STÓRI BÓKAMARKAÐURINN Perlunni og Akureyri 23. feb. - 5. mars OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18 ÍSLENSKIR fjárfestar keyptu í gær fasteignir í Danmörku með beinum og óbeinum hætti fyrir á bilinu 20 til 25 milljarða íslenskra króna og bætast dönsk skatt- og toll- yfirvöld nú í hóp þeirra fjölmörgu sem leigja fasteignir sem Íslending- ar eiga í Kaupmannahöfn. Nýsir hf. keypti tvö dönsk fast- eignafélög sem til samans eiga um 61 þúsund fermetra húsnæði miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Kaupverð fæst ekki uppgefið en ætla má að það hafi verið á bilinu 15 til 20 milljarðar. Þá eignuðust Björgólfsfeðgar, Straumur-Burðarás fjárfestingar- banki og Birgir Þór Bieltvedt stóran hlut í danska fasteigna- og þróun- arfélaginu Sjælsø Gruppen. Félag á þeirra vegum á helmingshlut í SG Nord Holding sem á 25% í Sjælsø. Gengi bréfa í Sjælsø hækkaði um nær 15% í gær. Fyrir á Straumur-Burðarás ásamt Birgi og dönskum fjárfestum danska fasteignafélagið Property Group sem getur fjárfest fyrir allt að 50 milljarða á ári. Á dönskum fast- eignamarkaði heyrast nú raddir um að tvær risastórar blokkir séu að myndast á markaðinum, önnur með Baug í fararbroddi en Baugur á m.a. fasteignafélagið Atlas Ejendomme, 30% í Keops og 11% hlut í Nordicom. Í hinni blokkinni séu síðan Sjælsø og Property Group með þá Björgólfs- feðga sem stafnbúa. Danski skatturinn leigir af Íslendingum Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is  Nýsir | 14 VIÐGERÐ á einangrun í öllum vélasamstæð- um Búrfellsvirkjunar, sex að tölu, lauk í síðustu viku. Viðgerðin gekk mjög vel, en unnið hefur verið að henni dag og nótt frá því að bilun kom í ljós þegar skammhlaup varð í einni vélinni 12. nóvember síðastliðinn til þess að áhrif á raf- orkuframleiðslu virkjunarinnar yrðu sem minnst. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði að tekin hefði verið fyrir ein vél í einu og einangrunin í henni lagfærð, en komið hefði í ljós tæring sem hefði verið mis- langt á veg kom- in við skoðun vélanna eftir að skammhlaupið varð. Viðgerðin hefði gengið mjög vel og ekki haft áhrif á af- hendingu Landsvirkjunar á raforku. Í þeim efnum hefði einnig hjálpað til að Járn- blendiverksmiðjan á Grundartanga hefði á sama tíma verið að endurnýja einangrun í ein- um ofni verksmiðjunnar og því þurft minni orku en ella. Þá hefði einnig verið svigrúm í raf- orkukerfinu, auk þess sem vitað hefði verið að álagið þyrfti að aukast einmitt um þetta leyti vegna uppkeyrslu á Norðuráli. Kostnaðurinn 90 milljónir Þorsteinn sagði að vélakostur Búrfellsvirkj- unar hefði verið endurnýjaður á tíunda ára- tugnum og þessi einangrun væri frá því snemma á þeim áratug. Þarna væri um eðlilegt viðhald að ræða, en áætlaður kostnaður vegna viðgerðanna væri um 90 milljónir króna. Þorsteinn bætti því við að Búrfellsvirkjun væri stærsta og mikilvægasta virkjunin í raf- orkukerfinu og væri nánast alltaf keyrð með fullum afköstum. Hún keyrði nánast stöðugt á 270–300 megavöttum og framleiddi um 2.000 gígavattstundir á ári, sem væri um fjórðungur af árlegri rafmagnsframleiðslu á Íslandi. Viðgerð á Búrfells- virkjun lokið Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ALÞJÓÐAMATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Poor’s hefur ekki séð ástæðu til að breyta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs eða breyta horf- um á henni. Kai Stukenbrock, sérfræðingur hjá Stand- ard & Poor’s, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að engar grundvallarbreytingar hefðu átt sér stað frá því í október á síðasta ári sem kölluðu á breytingar á horfum á lánshæfisein- kunn ríkissjóðs. Fyrirtækið hefði þó enn áhyggjur af sívaxandi skuldum íslenska hag- kerfisins og miklum viðskiptahalla, eins og í mati sínu frá því í október, en þá sendi fyr- irtækið frá sér tilkynningu þar sem lánshæf- iseinkunnir ríkissjóðs voru staðfestar. Ekki þörf á breytingum á lánshæfiseinkunn  Standard & Poor’s | 26 SAMNINGUR Tryggingastofn- unar ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands vegna þjónustu við sæng- urkonur í heimahúsum rennur út á miðnætti en viðræður um nýjan samning hafa staðið yfir frá því í október sl. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Ís- lands, segir um þrjú prósentustig bera milli samningsaðila en engir samningafundir eru fyrirhugaðir í dag. Útlit sé fyrir að þjónustan falli niður náist ekki samningur fyrir miðnætti, en að um sextíu prósent kvenna nýti sér hana. Almennur félagsfundur verður haldinn kl. 17 í húsakynnum stýrði fundinum í gær. „Þær fóru af fundi með tilboð sem var mjög í samræmi við það sem við höfum samið um við aðra,“ segir hann. „Þær vildu auðvitað miklu meira en við gátum ekki farið yfir þær fjárheimildir sem Alþingi skammtar okkur og viljum heldur ekki fara langt frá því sem aðrar stéttir hafa fengið.“ Jón segir lítið bera í milli. „Þær nefndu tölur og við teygðum okkur eins og við gátum. Við tókum víxil á framtíðina og settum meira á ár- ið 2007 og 2008 því við vorum með allt fullt á árinu 2006 sem við gát- um látið út. Þegar upp var staðið bar ekki mikið í milli og því vona ég að þær skoði þetta tilboð vand- lega.“ brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins 37.275 kr. í lok ársins 2008. „Þarna munar um ellefu hundruð krónum. Það þýðir rúm- lega tveggja milljóna króna kostn- að fyrir þjóðarbúið á ársgrund- velli,“ segir hún ennfremur, miðað við að um fimmtíu ljósmæður sinni þessari þjónustu víða um land. Guðlaug segir þjónustuna mik- ilvægan lið í fæðingarþjónustu og að vegna hennar sé ekki lengur gert ráð fyrir plássi fyrir allar sængurkonur á t.d. Landspítalan- um. Lítið beri í milli Jón Sæmundur Sigurjónsson, skrifstofustjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Bandalags háskólamanna (BHM) í dag. Þar hyggst samninganefnd ljósmæðra kynna stöðu mála og óska áframhaldandi umboðs til að halda kröfum til streitu. Um tvö hundruð ljósmæður eru í félaginu. Umrædd þjónusta nær til heimafæðinga og sængurkvenna sem fara heim innan við 36 tíma frá fæðingu. Samkvæmt núgild- andi samningi vitjar ljósmóðir fjöl- skyldu að hámarki í eina viku eftir fæðingu og fær greidd verktaka- laun frá TR. Fyrir átta vitjanir fær hún 33.936 kr. en inni í því er kostnaður við akstur og fleira. Samninganefnd ljósmæðra lagði til að þessar greiðslur yrðu 38.400 kr. í lok samningstímans um mitt ár 2008 en samninganefnd heil- Óvissa í þjónustu við sængurkonur í heimahúsum Samningur að renna út og fundur ekki boðaður Eftir Örnu Schram og Hrund Þórsdóttur ♦♦♦ ÞJÓNUSTUÍBÚÐ fyrir aldraða við Grænumörk á Selfossi er illa farin eftir eldsvoða sem kom upp skömmu fyrir miðnætti í nótt. Í húsinu eru átta íbúðir og var tals- verður viðbúnaður vegna brunaút- kallsins. Brunavarnir Árnessýslus komu á vettvang og voru sjö íbúar í hús- inu látnir rýma íbúðir sínar vegna eldsins. Voru þeir fluttir yfir í sameiginlegt mötuneyti í næsta húsi á meðan slökkviliðið réð nið- urlögum eldsins og reykræsti að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns á Selfossi. Ekki urðu slys á fólki. Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins var í viðbragðsstöðu með mannafla ef á þyrfti að halda en aðstoð var afþökkuð við nánari skoðun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru þeir sem þurftu að rýma íbúðir sínar allir með fótaferð. Eldsupptök eru ókunn en verða tekin til rannsóknar hjá lögregl- unni á Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Reykkafarar af Selfossi voru sendir inn í þjónustuíbúðina við Grænumörk í nótt og var eldurinn slökktur fljótt. Eldur í þjónustu- íbúð aldraðra Hlúð var að íbúum sem urðu að rýma íbúðir sínar vegna eldsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.