Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
fermingargjöf
Flott hugmynd að
Fermingartilboð
8.990 kr.
Verð áður 10.990 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
3
18
24
03
/2
00
5
High Peak Sherpa
55+10
Góður göngupoki, stillanlegt
bak og stækkanlegt aðalhólf.
Einnig til 65+10
Fermingartilboð 9.990 kr.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra sendi George W. Bush
Bandaríkjaforseta bréf í fyrrakvöld
þar sem hann óskar eftir svörum um
hvernig bandarísk stjórnvöld ætli að
standa við samning um varnir Ís-
lands nú þegar ákveðið hefur verið
að kalla orrustuþotur og þyrlusveit
frá landinu í haust. Hann segist von-
ast til þess að Bush upplýsi eitthvað
um málið á fundi með framkvæmda-
stjóra NATO á mánudaginn.
Halldór upplýsti þetta á fundi
með fréttamönnum eftir ríkisstjórn-
arfund í gærmorgun. „[Í bréfinu er]
fyrst og fremst farið yfir málið og
spurt um hvað Bandaríkjamenn hafi
í huga. Ég tel nauðsynlegt að það
komi skýrt fram hvað þeir vilja
gera. Við höfum spurt þessarar
spurningar í mörg ár. Það er rétt að
þeir hafa viljað fara með þoturnar
lengi, og við höfum ekki neitað því
að þær fari, ef það kemur í ljós með
hvaða hætti verði þá staðið að sýni-
legum vörnum, og loftvörnum Ís-
lands. Það hafa aldrei fengist nein
svör við því, og ég tel að Banda-
ríkjamenn þurfi nú að koma með
sínar hugmyndir um það,“ sagði
Halldór.
Hann sagði það sitt mat að svör
við þessu hefðu átt að liggja fyrir
áður en Bandaríkjamenn ákváðu að
kalla orrustuþotur og þyrlusveitina
af landi brott. Nú þegar bandarísk
stjórnvöld hafi ákveðið að þotur og
þyrlur hverfi á braut fyrir haustið
verði að vera ljóst fyrir þann tíma
hvað taki við. „Þess vegna voru
þessar samningaviðræður, og við
vorum í góðri trú um að það væri
full alvara á bak við þær.“
NATO blandað í málið
Halldór sagði það hafa verið al-
gerlega nauðsynlegt að blanda Atl-
antshafsbandalaginu (NATO) í mál-
ið, en hann átti samtal við
framkvæmdastjóra sambandsins,
sem ætlaði að ræða varnarsamstarf
Íslands og Bandaríkjanna á fundi
með Bush á mánudag. Í því samtali
skýrist væntanlega hverjar hug-
myndir Bandaríkjanna séu varðandi
varnir Íslands.
„Það var framkvæmdastjóranum
bæði ljúft og skylt að gera það.
Hann sagði að jafnvel þó að ég hefði
ekki beðið hann um það þá hefði það
verið hans skylda að gera það hvort
eð er, vegna þess að samkvæmt
þessu verður Ísland eina ríkið innan
Atlantshafsbandalagsins sem verð-
ur algerlega án loftvarna,“ sagði
Halldór.
Íslensk stjórnvöld vilja enn láta
reyna á varnarsamninginn frá árinu
1951, þar sem Bandaríkjamenn
skuldbinda sig til að sjá um varnir
Íslands. „Við viljum að þeir standi
við þær skuldbindingar og útskýri
það hvernig þeir ætli sér að gera
það eftir að þessi ákvörðun hefur
verið tekin,“ sagði Halldór. „Það er
alveg ljóst að tilgangur varnarsamn-
ingsins er að sjá um varnir Íslands.
Ef engar varnir eru verður hann
ansi tilgangslaus.“
Spurður hvaða lágmarksviðbúnað
íslensk stjórnvöld telji viðunandi
sagði Halldór: „Ég ætla ekki að
segja til um það á þessu stigi. Við
höfum talið að lágmarksviðbúnaður
væri þessar fjórar þotur, eða eitt-
hvað annað tilsvarandi sem kæmi að
sambærilegu gagni. Það er að segja
sýnilegar varnir og einhver tákn um
skuldbindingar.“
Hægt að nýta mannvirki
undir aðra starfsemi
Halldór sagðist ekkert ætla að
fullyrða um það hvort Bandaríkja-
menn hafi brotið varnarsamninginn
eða ekki fyrr en hann hafi séð þær
hugmyndir sem bandarísk stjórn-
völd hafi um það hvernig megi
tryggja varnir landsins. „Þeir segja
það skýrt í sinni orðsendingu að þeir
ætli sér að standa við sínar skuld-
bindingar, og standa við varnar-
samninginn.“
Framtíð varnarsvæðisins er enn
óráðin, en ríkisstjórnin hefur þegar
hafið undirbúning við að taka við
rekstri flugvallarins, auk þess sem
undirbúningur er hafinn að því að
kaupa nýjar þyrlur fyrir Landhelg-
isgæslu Íslands, sagði Halldór. „Það
er margt sem þarf að gerast á næst-
unni, og þessi þáttur er þegar farinn
í gang. Svo er það atvinnuþátturinn,
við munum eiga fund með forsvars-
mönnum á Suðurnesjunum fljótlega,
og ræða þessi mál við þá, og ég á
von á því að það verði samstarf milli
ríkisstjórnarinnar og aðila á Suð-
urnesjum um þau mál.“
Samkvæmt varnarsamningnum á
að halda þeim mannvirkjum sem
eru á varnarsvæðinu við, annað
hvort af Bandaríkjamönnum eða Ís-
lendingum, sagði Halldór. „Eðli
málsins samkvæmt er mikilvægt að
reyna að nýta þau mannvirki sem
þarna eru undir aðra starfsemi, það
má til dæmis nefna það að Íslend-
ingar eiga feiknalega stóran flug-
flota, sem þarf mikið viðhald, og það
er ekkert því til fyrirstöðu að mínu
mati að sú starfsemi gæti hugsan-
lega flust að einhverju leyti á Kefla-
víkurflugvöll,“ sagði Halldór. „Nú
þurfum við að beina sjónum okkar
að framtíðinni og hugsa um það
hvaða tækifæri eru þarna. Ég er al-
veg viss um það að það eru marg-
vísleg tækifæri á Keflavíkurflug-
velli.“
Þarf að fjölga þyrlum
Hann sagði ekkert liggja fyrir um
hvort Landhelgisgæslan mundi
flytjast á Keflavíkurflugvöll. Gæslan
yrði þó efld með nýju skipi og nýrri
flugvél, sem ákveðið hefði verið að
kaupa áður en þetta mál kom upp,
og nú lægi fyrir að þyrfti að fjölga
þyrlunum. Ekki hefði verið ákveðið
hvaða tegund yrði notuð en ákvarð-
anir um það þyrfti að taka á næst-
unni.
Forsætisráðherra óskar eftir svörum frá Bush um hvernig staðið verði við varnarsamninginn
Skýringar á fundi
framkvæmdastjóra
NATO með Bush?
Morgunblaðið/RAX
Forsætisráðherra vill svör frá Bandaríkjamönnum um hvernig þeir hugsi
sér að uppfylla skuldbindingar varnarsamningsins.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
STJÓRN Félags Sam-
einuðu þjóðanna á Ís-
landi hefur ekki tekið
afstöðu til vatnalaga-
frumvarpsins og getur
því hvorki talist hlynnt
því eða andvígt, að því
er fram kemur í yfirlýs-
ingu frá stjórn félags-
ins. Sigurður Kári
Kristjánsson alþingis-
maður segir að þetta
séu önnur félagasam-
tökin af sjö, sem hafi
lýst því yfir að þau eigi
ekki aðild að þeirri um-
sögn sem send var iðn-
aðarnefnd við umfjöll-
un um vatnalagafrum-
varpið og að þetta hljóti að kalla á
skýringar hjá Ögmundi Jónassyni,
formanni BSRB.
Tilkynning stjórnar Félags Sam-
einuðu þjóðanna er svohljóðandi:
„Félag Sameinuðu þjóðanna var aðili
að yfirlýsingunni: „Vatn fyrir alla“
síðastliðið haust ásamt öðrum fé-
lögum og samtökum.
Stjórn Félags Sameinuðu þjóð-
anna á Íslandi vill árétta að félagið
hefur ekki tekið afstöðu til lagafrum-
varps, 268. máls, á 132. löggjafar-
þingi. Félagið getur því hvorki talist
hlynnt þingmálinu né á
móti því. Félagið á því
ekki aðild að erindi Þ
132 / 215 sem sent var
nefndasviði Alþingis.“
Undir þetta ritar
Bernharður Guð-
mundsson, formaður
félagsins.
Kallar á skýringar
Sigurður Kári sagði
að þetta hlyti að kalla á
skýringar frá formanni
BSRB, sem hefði líka
verið helsti andstæð-
ingur frumvarpsins.
Sér finnist að hans trú-
verðugleiki sé orðinn
ansi rýr í málinu. „Það hljóta að
vakna upp spurningar um það í
fyrsta lagi með hvaða hætti hann
beitir Bandalagi starfsmanna ríkis
og bæja til þess að ná fram pólitísk-
um markmiðum stjórnarandstöð-
unnar, ekki síst sínum eigin hags-
munum hér inni á þingi. Það sem
verra er er að stjórn BSRB virðist
vera að misnota nöfn annarra félaga-
samtaka í þessum tilgangi. Það er
bara ekki hægt að draga aðrar álykt-
anir,“ sagði Sigurður Kári enn frem-
ur.
Félag SÞ átti ekki að-
ild að umsögn um
vatnalagafrumvarpið
Sigurður Kári
Kristjánsson
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
(NATO) hefur tekið að sér loftvarn-
ir fyrir Eystrasaltsríkin, og er
hugsanlegt að reynt verði að koma
á svipuðu kerfi vegna loftvarna hér
á landi. Þær þjóðir innan banda-
lagsins sem halda úti orrustuþotum
skiptast á að senda þotur til að
sinna verkefninu til Litháen.
Almennt tekur hver þjóð að sér
varnir Eystrasaltsríkjanna í þrjá
mánuði í senn, og hafa t.d. Banda-
ríkin, Noregur, Danmörk og Bret-
land þegar sent orrustuþotur til
verkefnisins, Pólverjar sjá um það í
dag, og gert er ráð fyrir að Tyrk-
land sendi þotur í apríl, samkvæmt
upplýsingum frá NATO. Með þot-
unum kemur mannafli til að sjá um
rekstur þeirra og viðhald, auk flug-
manna. Björgunarþyrlur eru ekki
hafðar með í för, heldur er treyst á
björgunarsveitir og þyrlur frá
Eystrasaltsríkjunum, segir Meeli
Hunt, deildarstjóri upplýsingasviðs
í eistneska varnarmálaráðuneytinu.
Orrustuþoturnar hafa alltaf
bækistöð á Siaulai-flugvelli í Lithá-
en, og fljúga þaðan í eftirlitsferðir
um Eystrasaltslöndin. Notast er við
ratsjárstöðvar í Eystrasaltslönd-
unum, og fer verkefnisstjórn fyrir
þoturnar fram um alþjóðlega stöð í
Litháen.
Engar þyrlur með NATO-þotum