Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 1
ÍSLANDSBANKI OG 7
DÓTTURFYRIRTÆKI
OG STARFSSTÖÐVAR
SAMEINAST UNDIR
EINU NAFNI
1+7=1
Lúxus í dós er
franskt lostæti
Hildur leitar uppi matreiðslunám-
skeið út um allan heim | Daglegt líf
Lesbók | Græni maðurinn Íslendingar í Færeyjum
Ný kvikmyndahús Börn | Börnin yrkja Verðlaunaleikur
Íþróttir | Sveitir Ægis settu Íslandsmet Gravesen í Fylki
Lesbók, Börn og Íþróttir í dag
STOFNAÐ 1913 76. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
ÞAÐ hefur verið óvenjuleg stemning í Borgaskóla í
Reykjavík síðustu daga en þar hafa staðið yfir fiskidag-
ar. Í gær buðu nemendur foreldrum í fiskisúpu og
heimabakað brauð „að hætti nemenda Borgaskóla“.
Ekki var annað að heyra en súpan hefði bragðast vel.
Nemendur í skólanum hafa einnig síðustu daga fræðst
um hafið og sjómennsku. Meðal annars gátu nemendur
og foreldrar skoðað um 50 tegundir fiska í sal skólans.
Morgunblaðið/Ásdís
Buðu foreldrum í fiskisúpu
UMSÓKNUM um pólitískt hæli í
iðnríkjum Evrópu og Norður-Amer-
íku fækkaði enn um 15% í fyrra mið-
að við 2004 og hafa þær ekki verið
færri í nær tvo áratugi, að sögn
Flóttamannahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, UNHCR. Alls sóttu
336.000 manns um hæli í iðnríkjun-
um. Flestir sóttu um hæli í Frakk-
landi, um 50.000, en ívið færri í
Bandaríkjunum, um 48.000.
Fækkunin í 25 löndum Evrópu-
sambandsins var að jafnaði um 16% í
fyrra, mest í nýju aðildarríkjunum í
austanverðri álfunni. Ron Redmond,
talsmaður UNHCR, sagði margt
valda fækkuninni. Árásirnar 11.
september 2001 hefðu valdið því að
margar auðugar þjóðir hefðu hert
öryggiseftirlit og sett skorður við
innflutningi. En ekki mætti gleyma
að átökum væri nú lokið á Balkan-
skaga, í Afganistan og víða í Afríku
sem merkir „að fólk getur farið heim
til sín og þarf ekki að flýja land“.
Flestar umsóknir um hæli í auð-
ugum löndum komu í fyrra frá Serb-
íu-Svartfjallalandi og Kosovo, alls
um 21.600, þá Rússlandi og Kína.
Umsóknum frá Írökum og Haíti-
mönnum hefur fjölgað.
Antonio Guterres, yfirmaður
UNHCR, sagði að tölurnar sýndu að
enginn fótur væri fyrir tali um ört
vaxandi vanda vegna flóttamanna
sem reyndu að fá hæli í iðnríkjunum.
Stöðugt
færri fá
nú hæli
Orsakir hertar reglur
og endalok átaka
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
STÖÐUGT fleiri háskólamenntaðir Afríkumenn setjast
nú að í auðugum iðnríkjum og grefur þessi þróun und-
an æðri menntun í Afríkuríkjum sunnan Sahara, að því
er samtök breskra háskólakennara (AUT) segja. At-
gervisflóttinn veldur því meðal annars að seint gengur
víða að byggja upp háskóla í Afríkulöndum.
Fram kemur á vefsíðu dagblaðsins Guardian að AUT
og samtök fyrirlesara, Natfhe, vilja huga að aðferðum
til að bæta Afríkuríkjum tapið. Til greina kemur að
stuðla að því að vestrænir háskólakennarar setjist að í
Afríkulöndum, að tengsl milli háskóla í Afríkulöndum
og iðnríkjunum verði efld, svo og stuðningur við að
bæta samfélagsinnviði á borð við menntastofnanir í
löndunum sem missa háskólamenntaða borgara úr
landi.
Samtökin benda á að takist að ná svonefndum Þús-
aldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að öll afrísk
börn fái almennt notið grunnskólamenntunar muni í
kjölfarið vaxa mjög þörf fyrir framhalds- og háskóla-
menntun í löndunum.
Háskólamenntun í hættu
ÞÚSUNDIR manna efndu í gær til
göngu í Mexíkóborg og kröfðust að-
gangs að öruggu drykkjarvatni. Til
átaka kom milli nokkurra ung-
menna og lögreglu. Á alþjóðlegri
ráðstefnu um vatnsbúskap heimsins
í borginni var lögð fram tillaga um
alþjóðlegt friðargæslulið til að fást
við átök um vatn.
Reuters
Átök um vatn
DJÚPSTÆÐ vinátta þriggja tón-
snillinga er undirliggjandi þráður í
tónleikum í Salnum í Kópavogi í dag.
Snillingarnir þrír eru hjónin Clara
og Róbert Schumann og fjölskyldu-
vinur þeirra Jóhannes Brahms.
Flutt verður tónlist þeirra þriggja
auk þess sem sendibréf og dag-
bækur fá sitt hlutverk.
Heit og rómantísk ást ríkti á milli
Clöru og Róberts sem áttu saman 8
börn. Geðræn veikindi Róberts
vörpuðu þó skugga á líf þeirra. En
þá kom að því að Jóhannes Brahms
„hringdi dyrabjöllunni í Hollywood-
handritinu“, eins og Auður Haf-
steinsdóttir, einn skipuleggjenda
tónleikanna, orðar það „Þá var
Brahms ungt tónskáld. Róbert
Schumann heillaðist af honum.
Brahms hjálpaði Clöru í veikindum
Schumanns. Hún mátti ekki heim-
sækja manninn sinn í tvö ár meðan
hann var á geðsjúkrahúsi. Þá var
hún nýbúin að eignast sitt áttunda
barn.“ Þegar hún gat ekki lengur
talað við Róbert vegna geðveiki hans
átti hún Brahms að sem trún-
aðarvin. Meðan Róbert var á sjúkra-
húsinu spilaði hún á tónleikum til að
framfleyta fjölskyldunni og þá þurfti
hún stuðning. Þann stuðning sótti
hún til Brahms, sem hvatti hana og
lét hana hafa verk til að spila.“
Vinátta
þriggja
snillinga
Djúpstæð vinátta | 30
STÖÐUGUR vöxtur Kaupþings á er-
lendum mörkuðum hefur orðið til
þess að sumir keppinauta bankans
hafa reynt að draga úr trúverðug-
leika hans. Eina raunverulega hætt-
an sem bankinn stendur frammi fyrir
eru þrálátar rangfærslur um eða
misskilningur á starfsemi hans.
Þetta sagði Sigurður Einarsson
stjórnarformaður Kaupþings banka
á aðalfundi hans í gær.
„Við vitum,“ sagði Sigurður, „að
sumir keppinauta okkar stóðu á bak
við þessi harkalegu viðbrögð við
fréttum sem eru gamlar. Auk þess
vitum við af því að nokkrir fjárfestar
skortseldu til þess að koma af stað
áhyggjum á meðal greinenda eða til
þess að vekja athygli þeirra. Þetta er
til marks um harða samkeppni og
viðleitni til þess að draga úr trúverð-
ugleika okkar. En það má líka líta á
þetta sem merki um vaxandi árangur
okkar,“ sagði Sigurður.
Hann sagði bankann verða að
mæta slíkri umfjöllun af fullum
þunga svo takast mætti að eyða ill-
mælgi sem annars gæti orðið að
sannleika ef henni yrði haldið enda-
laust áfram á lofti.
Sigurður sagði ótrúlegt að lesa
suma þá umfjöllun sem birst hefði
um Kaupþing banka og komast að
því að sumir greinendur, svo ekki
væri minnst á blaðamenn, hefðu alls
ekki haft fyrir því að vinna lágmarks-
heimavinnu, eins og t.d. að lesa árs-
skýrslu bankans, áður þeir semdu
illa ígrundaðar eða alls óígrundaðar
skýrslur eða mat á Kaupþingi banka.
„Þetta fær mig næstum til að
halda að annarleg sjónarmið gætu
hafa legið að baki sumum skrifun-
um.“
Sigurður sagði nauðsynlegt að
koma því vel til skila að undirstöður
vaxtarins á Íslandi væru traustar.
Þetta ætlaði Kaupþing banki sér að
gera þannig að erlendir aðilar gætu
byggt umfjöllun sína á tölum og stað-
reyndum en ekki á vangaveltum og
slúðri.
Þrálátar rangfærslur
hættulegar bankanum
„Við vitum að sumir keppinauta okkar stóðu á bak við
þessi harkalegu viðbrögð við fréttum sem eru gamlar“
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
Framtíðarskipulag | 18
Stjórnarformaður Kaupþings banka harðorður á aðalfundi