Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki er víst að hrúturinn fái mikla
svörun þótt hann láti ljós sitt skína.
Fólk er afbrýðisamt, þótt það ætti eig-
inlega að vera innblásið. Mættu þeirri
hindrun með því að deila hæfileikum
þínum með ánægju í leit að hinum al-
gilda sannleik.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið sýnir samúð frekar en að
gagnrýna. Þú uppskerð hana ef þú
lendir einhvern tímann í samskonar
aðstöðu, en það er ekki ástæðan.
Nautið veit að það að sýna einhverjum
stuðning, jafnvel eftir herfileg mistök,
er sönn ást.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ef eitthvað hefur verið að íþyngja tví-
buranum upp á síðkastið, gleymir
hann því núna. Tunglið ýtir undir
dirfsku og gáska. Önnur loftsmerki
færa þér heppni, það er vogin og
vatnsberinn.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Segðu nákvæmlega hvað þig vantar,
þú færð það líklega. Himintunglin
nudda í þér að sleppa takinu í kvöld,
ef þú slakar á sérðu að basl þitt er
óþarfi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Skilgreiningin á mörkum kemur upp á
yfirborðið. Hvort sem þú ert að berj-
ast við að fá eitthvert svigrúm eða
glíma við manneskju sem vill vera þér
allt, þarf augljóslega að setja nýjar
reglur.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Oft er haft á orði að of margir kokkar
spilli súpunni. Þó að þú sért ekki bein-
línis að elda súpu skaltu varast of
margar tillögur. Annars eyðileggst
það sem þú ert að fást við.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Manneskja sem máli skiptir í lífi þínu
þarf ekki að gera mikið til þess að
koma þér úr jafnvægi. Orðfæri, viðmót
eða örlítil bending er allt sem þarf.
Mundu að enginn hefur vald yfir þér
nema þú leyfir það.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Vingjarnleiki og góðsemi eru það sem
stendur upp úr í hjörtum ástvina, vina
og samstarfsfólks þegar sporðdrekinn
er annars vegar. Haltu þínu striki,
ekki af því að gerir þig viðkunnalegan,
heldur vegna þess að lausn undan
egóinu er hið endanlega frelsi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Samband sem eitt sinn riðaði til falls,
er nú á traustum grunni. Litlu, hug-
ulsömu atriðin sem þú sinnir á hverj-
um degi vega þyngra en stopul róm-
antísk viðleitni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er ekkert að reyna að vera
treg í taumi, hún hefur margt fleira en
rómantík að sýsla við. Sannar játn-
ingar eru viðfangsefni kvöldsins, þú
gerir þitt með því að hlusta. Skilning-
urinn kemur seinna.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn bíður ekki eftir neinum
þessa dagana. Hann býr sér til tæki-
færi með því að kynna sig, í stað þess
að bíða eftir því að hann sé kynntur
fyrir öðrum. Happafundir reynast al-
gerlega ógleymanlegir.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ósveigjanleg viðhorf, fisksins eða ann-
arra, tefja framvinduna. Láttu vita að
þú takir því sem að höndum ber. Þú
skapar þína eigin tegund af rómantík í
kvöld.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Zen meistarar heimsins
minna okkur á að það
veldur jafn miklum erjum
í heiminum að móðgast eins og að móðga
einhvern. Hlutleysi er kannski til of mik-
ils mælst, en best að temja sér að taka
öllu með fyrirvara.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 þvættingur, 8
blómum, 9 garpur, 10
hreyfingu, 11 matvands
manns, 13 kvabba um, 15
jór, 18 tröppu, 21 ástfólg-
in, 22 ákæra, 23 ólyfjan,
24 vistir.
Lóðrétt | 2 ástæða, 3
rúms, 4 skáldar, 5 mergð,
6 bikkja, 7 varningur, 12
velur, 14 málmur, 15
ósoðinn, 16 klampana, 17
fiskur, 18 kippti í, 19
baunin, 20 harmur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 drýli, 4 bossa, 7 grimm, 8 ímynd, 9 ask, 11 rota,
13 ódýr, 14 frauð, 15 stól, 17 afmá, 20 mak, 22 græða, 23
rýran, 24 rytja, 25 móður.
Lóðrétt: 1 dugar, 2 ýmist, 3 ilma, 4 brík, 5 skyld, 6 and-
ar, 10 skaka, 12 afl, 13 óða, 15 súgur, 16 ófætt, 18 fáráð,
19 árnar, 20 mata, 21 kram.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Grand rokk | Inge Mandos-Friedland
Zimt og Kol isha flytja dagskrá með
söngvum og hljóðfæramúsík gyðinga kl.
21.
Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Elín
spilar á gítar og syngur frumsamin lög.
Dagskrá hefst kl. 21, ókeypis inn og ekk-
ert aldurstakmark.
Nasa | Hljómsveitin Drifskaft leikur.
Reykholtskirkja | Graduale Nobili í
Reykholtskirkju 19. mars kl. 16–17. Á efn-
isskránni eru Maríuverk bæði íslensk og
erlend. Graduale Nobili er skipaður 24
ungum stúlkum. Stjórnandi kórsins er
Jón Stefánsson.
Salurinn | Tónleikar og upplestur kl. 17,
e. Brahms, Schumann og Wieck. Auður
Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Hulda Björk
Garðarsdóttir sópran, Steinunn Birna
Ragnarsdóttir píanóleikari og Arnar
Jónsson leikari sér um upplestur. Miða-
verð: 2.000/1.600 kr. Miðasala á
www.salurinn.is
Seltjarnarneskirkja | Tónleikar Sinfón-
íuhljómsveitar áhugamanna verður 19.
mars kl. 17–18.30. Fluttur verður píanó-
konsert nr. 2 eftir Sjostakovits, forleikur
að óperunni Rakarinn í Sevilla eftir
Rossini og Vocalise eftir Rachmaninoff.
Einleikari verður Ástríður Alda Sigurð-
ardóttir og stjórnandi Óliver Kentish.
Myndlist
Artótek Grófarhúsi | Steinunn Helga-
dóttir myndlistarmaður sýnir ljósmyndir
og DVD. Nánar á artotek.is
Bananananas | Hulda Hákon sýnir verk
þar sem á eru letraðar innihaldslýsingar
á 350 kössum sem eru í geymslum
Reykjavíkurborgar. Þar eru komnir kass-
ar sem starfsmenn borgarinnar notuðu
þegar þeir tæmdu vinnustofu Kjarvals.
Gallerí Humar eða frægð! | Við krefj-
umst fortíðar! sýning á vegum Leik-
minjasafns Íslands um götuleikhópinn
Svart og sykurlaust. Ljósmyndir, leik-
munir, kvikmyndasýningar. Opið kl. 12–17
laugardaga, 12–19 föstudaga og 12–18
aðra virka daga.
Gallerí Lind | Svava K. Egilson sýnir
blönduð verk, málverk-textíl og vatnsliti.
Gallerí Sævars Karls | Hafsteinn Mich-
ael sýnir olíumálverk og teikningar til
23. mars. Opið virka daga kl. 10–18 og
laugardaga kl. 10–16.
Gerðuberg | Sjónþing kl. 13.30–16,
stjórnandi er Sigríður Sigurjónsdóttir
prófessor við LHÍ, spyrlar: Gunnar Hilm-
arsson hönnuður og Páll Hjaltason arki-
tekt. Yfirlitssýning á verkum Steinunnar:
Hönnun, myndbönd frá tískusýningum,
ljósmyndir. Sýninguna má einnig skoða á
www.siminn.is/steinunn. Til 30. apríl.
Sýningu Sigrúnar Björgvins í Boganum
fer að ljúka. Á sýningunni er að finna
myndverk úr þæfðri ull.
Grafarvogskirkja | Sýning Svövu Sigríð-
ar, í Átthagahorni bókasafns Grafarvogs.
Á sýningunni eru tólf vatnslitamyndir.
Sýningin stendur til 25. mars.
Hafnarborg | Pétur Gautur sýnir í Að-
alsal og Sigrún Harðar sýnir í Sverrissal.
Sýningarnar standa til 27. mars og eru
opnar alla daga nema þriðjudaga kl. 11–
17.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíu-
málverkum Sigrúnar Eldjárn til 30. maí.
Hrafnista Hafnarfirði | Sjö málarar frá
Félagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í
Menningarsal til 21. mars.
i8 | Tumi Magnússon sýnir til 29. apríl.
Kaffi Milanó | Sigurbjörg Gyða Tracey
er með myndlistasýningu.
Karólína Restaurant | Óli G. sýnir til
loka apríl.
Kling og Bang gallerí | Huginn Þór Ara-
son, Jóhann Atli Hinriksson og Sara
Björnsdóttir sýna. Oðið er fimmtud.–
sunnud. kl 14–18. Aðgangur er ókeypis.
Listasafn ASÍ | Olga Bergmann – Utan
garðs og innan. Jón Stefánsson, mál-
verk í eigu safnsins. Til 2. apríl. Opið 13–
17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn-
ing.
Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick
– Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefn-
farar. Safnið er opið alla daga nema
mánudaga 12–15. Nánari upplýsingar
www.listasafn.akureyri.is
Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal
– Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri
Arinbjarnar – Máttur litarins og spegill
tímans. Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og
Safnbúð opin á opnunartíma.
Ólafur Ingi Jónsson forvörður á Lista-
safni Íslands fjallar um möguleika við
forvörslu málverksins, Kona frá Súdan
eftir Gunnlaug Blöndal. Ólafur Ingi mun
taka til umfjöllunar áleitnar spurningar
varðandi forvörslu og viðgerðir lista-
verka með hliðsjón að umræddu verki.
Fer fram 19. mars kl. 14–15.
Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin
Náttúrurafl er samsýning 11 listamanna
þar sem viðfangsefnið er náttúra Ís-
lands. Málverk, skúlptúrar, vefnaður og
grafíkmyndir. Verkin eru í eigu Listasafn
Íslands. Opið kl. 13–17.30.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Ljóð
Berglindar Gunnarsdóttur og textílverk
Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur ásamt
höggmyndum Sigurjóns Ólafssonar. Opið
laugardaga og sunnudaga 14–17.
Listasalur Mosfellsbæjar | Ljósmynd-
ararnir Baldur Birgisson, Hallsteinn
Magnússon, Pálmi Bjarnason, Sigrún
Kristjánsdóttir og Skúli Þór Magnússon,
sýna. Opin virka daga kl. 12–19 og um
helgar kl. 12–18. Til 24. mars.
Listhús Ófeigs | Dominique Ambroise
sýnir olíumálverk. Sýninguna nefnir hún
Sjónhorn. Sýningin er opin virka daga kl.
10–18 og laugardaga kl. 11–16 og stendur
til 5. apríl. Nánar um á www.dominique-
ambroise.net
Nýlistasafnið | „Er hnattvæðingin að
afmá okkar þjóðlega og menningarlega
sjálf?“ Samsýning breskra, íslenskra og
finnskra listamanna Sýningarstjórar,
George Doneo and Peter Lamb.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirs-
dóttir-sýnir 20 „Minningastólpa“, til 28.
ágúst.
Saltfisksetur Íslands | Elísabet Dröfn
Ástvalsdóttir sýnir til 3. apríl. Opið alla
daga kl. 11–18. Nánari uppl. á hronn-
@saltfisksetur.is
Suðsuðvestur | Anna Guðjónsdóttir sýn-
ir lítil málverk og einslags málverks-
skápa. Þarna hugleiðir hún uppruna, for-
tíð, fjarlæga menningarheima og
skapandi mátt þessa. Opið kl. 14–17.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning
Guðfinnu Ragnarsdóttur á ættargripum
og ættarskjölum frá fjölskyldu hennar,
ættrakningum af ýmsu tagi auk korta og
mynda stendur yfir. Þar er að finna muni
og myndir, sögur og sagnir, ljóð og
lausavísur og ættrakningar á ótal vegu;
eftir nöfnum og búsetu, í karllegg og
kvenlegg. Opið virka daga kl. 10–16. Að-
gangur er ókeypis.
Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins
frá tímabilinu 1969–1979 í máli og
myndum. Til 1. apríl. Opið daglega kl. 13–
18.30.
Gljúfrasteinn | Gljúfrasteinn er opinn
alla daga kl. 10–17, nema mánudaga.
Hljóðleiðsögn, margmiðlunarsýning,
minjagripir og fallegar gönguleiðir í
næsta nágrenni. Sjá nánar á
www.gljufrasteinn.is
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik
Örn sýnir ljósmyndir.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða