Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 45
MINNINGAR
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Benni, Agnes og Helgi, Ásta
og Rúnar, Bjöggi og Guðrún, Sigrún
og Sigfús og barnabörnin fjögur, megi
algóður Guð vernda ykkur og styrkja
í sorginni.
Sigurlaug.
Kæra systir.
Minningarnar líða um huga minn
fallegar og ljúfar. Þú varst sjötta í ald-
ursröð okkar systkina og þess vegna
kom það í okkar hlut að passa þig og
styðja við þín fyrstu spor. Þegar fjölg-
aði í hópnum kom það svo í þinn hlut
að gæta þinna yngri systkina. Um það
snerist líf okkar meira og minna, að
hugsa hvert um annað.
Fyrir þessi bernskuár er ég ákaf-
lega þakklátur og einnig fyrir það,
hvað þau bönd hafa reynst sterk, sem
tengdu okkur saman. Á þessum árum
var oft þröngt í búi foreldra okkar í
orðsins fyllstu merkingu, en um-
hyggja þeirra fyrir okkur, og góð inn-
ræting er vafalaust það sem hefur
reynst okkur best, hverju og einu.
Eins og gjarnan gerist í stórum
systkinahópi fórum við í ýmsar áttir
og stofnuðum heimili. Þú kynntist
Benna, þið rugluðuð saman ykkar
reitum og börnin ykkar komu hvert af
öðru, bráðmyndarleg og vel af Guði
gjörð.
Fyrir nokkrum árum greindist hjá
þér sá sjúkdómur sem nú gaf engin
grið, engum vörnum var við komið.
Fyrir skömmu komum við saman við
sjúkrabeð þinn, til að innsigla vináttu
okkar og votta þér þakklæti fyrir allt
sem þú hefur verið okkur. Já vissu-
lega munum við sakna þín.
Enn einn hlekkurinn hefur brostið
og þannig minnt okkur á þá staðreynd
að lífið er að láni fengið. Við brottför
þína brast strengur í brjósti okkar
hinna.Sú tilfinning er vissulega sár en
trú okkar er sú að þér hafi verið tekið
opnum örmum og við taki bjartir dag-
ar á ný. Við munum nú fylgja þér til
hinstu hvíldar í kirkjugarðinum á nöf-
unum, þaðan sem sést um allan
Skagafjörð.
Vík er nú milli vina um stund, við
hugsum til þín með þakklæti fyrir
liðnu árin. Okkur þótti, og mun ávallt
þykja vænt um þig, og þær björtu
minningar sem við eigum munum við
varðveita um ókomin ár.
Þegar ég rita þetta minnist ég þess
þegar við systkinin ásamt foreldrum
okkar söfnuðumst saman á Hólma-
grundinni og að loknum sameiginleg-
um kvöldverði var lagið tekið fram
eftir nóttu og ævinlega sungið í rödd-
um. Allir tóku þátt í söngnum, enda
alin upp við sönginn frá barnsaldri.
Ég sakna þess að þessi söngkvöld
hafa að mestu lagst af, eftir fráfall for-
eldra okkar. Söngurinn göfgar og
gleður. Það var og er okkar gæfa að
tónlistin var okkur í blóð borin og
sama má reyndar segja um maka
okkar og börn. Það er miður að nú
hefur ein röddin þagnað og hún verð-
ur ekki endurvakin fyrr en við hitt-
umst öll aftur hinum megin við móð-
una.
Nú er komið að kveðjustund, systir
góð, og því munum við stilla saman
strengi og syngja uppáhaldslagið
hans pabba, fyrir þig og í þína minn-
ingu.
Hafðu svo hjartans þökk fyrir líf
þitt allt og vert þú góðum Guði falin,
megi hann umvefja þig og blessa.
Benna, börnum ykkar og fjölskyld-
um þeirra sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykk-
ur öll.
Anton bróðir og fjölskylda.
Það er skammt stórra högga milli í
litla kvenfélaginu okkar. Hinn 27. jan-
úar lést Elísabet Andrésdóttir, fyrr-
verandi formaður og heiðursfélagi, og
hinn 7. mars lést María Angantýs-
dóttir, en hún var virkur félagi í kven-
félaginu, ritari um árabil og sinnti því
starfi af mikilli natni og vandvirkni.
Hún var styrktarfélagi hin síðari ár
sökum heilsuleysis. Mæja var fædd 8.
nóvember 1948. Það er ekki meining-
in að rekja hér ættir hennar eða ævi-
sögu aðeins fáein kveðjuorð og þakk-
ir.
Mæja var jákvæð og viljug og alltaf
tilbúin að leggja málum lið ef hún
hafði heilsu til. Hún var alltaf hress og
kvartaði ekki þó svo að maður vissi að
líðanin væri ekki góð. Alltaf sagði
Mæja allt ágætt. Mæja var músík-
ölsk, hafði góða söngrödd og ánægju
af að syngja. Hún var listræn og bráð-
myndarleg í höndunum og á einu
saumanámskeiði hjá okkur lét hún sig
ekki muna um að sauma jakkaföt á
Benna meðan við hinar reyndum við
eitthvað einfaldara. Heimili hennar
bar glöggt vitni um myndarskap
hennar og smekkvísi, sama var með
allt bakkelsi hvort heldur var hvers-
dagsbrauð eða veislutertur.
Síðustu samverustundir Mæju með
okkur í kvenfélaginu voru í desember
síðastliðinn á litlu jólunum og á jóla-
ballinu þar sem hún kom með barna-
börnin sín. Þá ræddum við um að
koma saman og föndra eitthvað fyrir
vinnuvökubasarinn. Það er Krabba-
meinsfélag Skagafjarðar sem nýtur
ágóðans og verður honum varið til að
gefa heilbrigðisstofnuninni á Sauðár-
króki húsbúnað og fleira sem þarf til
að útbúa svokallað líknarherbergi.
Mæja var ákveðin í að leggja sitt á
mörkum með okkur í þetta verkefni
og ég er sannfærð um að þrátt fyrir
allt þá verður hún með okkur.
Að leiðarlokum viljum við fé-
lagskonur í kvenfélaginu Framför í
Skarðshreppi, þakka Mæju samfylgd-
ina, samstarfið og allar góðu sam-
verustundirnar.
Við sendum Benna, börnum henn-
ar, tengdabörnum, barnabörnum og
öðrum ástvinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi góður Guð
styrkja ykkur og hugga á þessum erf-
iðu tímum.
Sigrún Aadnegard.
Hæ hó jibbí jei, jibbí jei, það er
kominn 17 júní, – er það sem kemur
upp í minn huga er ég sit hér og hugsa
til Maríu eða Mæju eins og ég kýs að
kalla hana.
Ekki vissi ég að þú værir búin að
vera svona veik, Mæja mín, manni
hreinlega datt það ekki í hug þar sem
þú barst þig svo vel og mikil sól í
kringum þig. Ég man þegar ég sagði
oft við mömmu þegar ég var að koma
norður að frú Málmey tæki vel á móti
mér með læri og það var alveg sama
hvort ég var einn á ferð eða heil
hljómsveit með mér.
Sumarið 2001 er mér ofarlega í
huga, þegar ég kom norður og var að
kynna kærustuna mína og vin minn
Gunnar og ætluðum við að dvelja í
viku. Það var hringt norður og skoðað
málin með gistingu. María sagði að
þetta væri ekki mikið mál. Hún Ásta
myndi lána okkur íbúðina og það væri
ekkert vesen. Mig grunar að Ásta hafi
ekki á þessari stundu vitað að hún
væri að flytja tímabundið þar sem
mamma hennar var að hugsa um vin
sinn. Þetta er svona besta lýsing á
henni, hvað allt var lítið mál. Mæja
var svo mikil mamma og ég hugsa að
hún hafi verið svona draumamamma.
Það var nóg að borða og mikið af ást.
Manni leið alltaf svo vel í kringum
hana og það var mikið líf þar sem hún
var nálægt. Það var mér akút mál að
koma til mömmu ef ég vissi að frú
Málmey var mætt í borgina því að
þær voru góðar saman, þær voru með
sinn húmor. Ekki skildi maður þær
alltaf, en það var mikið hlegið. Já, ég á
eftir að hugsa til þín oft og það er al-
veg sama þótt yfir móðuna sértu far-
in, þá fylgist þú með þínu fólki og ég
ætla að fá að vera einn af þeim.
Elsku Benni og börn, – ég votta
ykkur mína dýpstu samúð við fráfall
móður ykkar. Megi Guð og gæfan
styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum.
Júlíus Jóhannsson.
Mig langar að minnast með nokkr-
um orðum Maríu Kristjönu Angan-
týsdóttur, eða Mæju eins og hún var
alltaf kölluð. Mæja var mamma Sig-
rúnar vinkonu minnar og vorum við
vinkonurnar fastagestir á Víðigrund-
inni öll okkar unglingsár. Sigrún var
sú eina sem bjó niðri í bæ og var stutt
að labba heim til hennar eftir skóla.
Það væru ekki allir tilbúnir til að fylla
húsið af 5 háværum unglingsstúlkum
nokkrum sinnum í viku en alltaf feng-
um við góðar móttökur heima hjá Sig-
rúnu. Það var ósjaldan sem við sátum
allar í stofunni heima hjá Mæju og
Benna og ræddum um lífið og til-
veruna. Oftast var umræðuefnið eins
og gengur og gerist hjá unglings-
stelpum strákamál og annað ennþá
ómerkilegra. Mæja hafði samt alltaf
tíma fyrir okkur og ósjaldan sat hún
með okkur og tók þátt í samræðunum
eins og ein af stelpunum. Einnig sýndi
hún alltaf áhuga á öllu því sem við tók-
um okkur fyrir hendur, sama hvort
það var að semja dansatriði fyrir
skólaskemmtun eða eins og þegar við
ákváðum að halda óvænta veislu fyrir
Sigrúnu þegar hún kom heim frá New
York þar sem hún hafði dvalist sem
au pair. Veislan var haldin á Víði-
grundinni og Mæja var í essinu sínu,
hjálpaði okkur að skreyta og færa til
húsgögn til að koma öllu fyrir. Þannig
var Mæja, alltaf boðin og búin til að
hjálpa til og hafa gaman með okkur.
Ég mun minnast hennar í hjarta mínu
sem yndislegri konu sem þótti svo
vænt um fjölskylduna sína og var allt-
af svo góð við okkur vinkonur Sigrún-
ar. Síðast þegar ég hitti Mæju var á
jólunum 2003. Við höfðum ekki hist í
rúmt ár þar sem ég hafði búið erlend-
is og hún þekkti mig ekki fyrst þegar
ég bankaði upp á heima hjá henni,
sem mér fannst bráðfyndið. Ég spurði
hana hvort ég hefði fitnað svona úti og
hún sagði nei, elskan mín, þú er orðin
pattaraleg en hefur aldrei litið jafn vel
út. Síðan var ég drifin inn í eldhús-
krók og gefið kaffi og piparkökur og
spjallað út í eitt alveg eins og í gamla
daga, það var eins og ekkert hefði
breyst. Þessa minningu mun ég alltaf
geyma.
Elsku Sigrún, guð blessi þig og fjöl-
skyldu þína og styrki ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Elsa Rún.
Mig langar að minnast með nokkr-
um orðum Maríu Kristjönu Angan-
týsdóttur, eða Mæju eins og hún var
alltaf kölluð. Mæja var mamma Sig-
rúnar vinkonu minnar og vorum við
vinkonurnar fastagestir á Víðigrund-
inni öll okkar unglingsár. Sigrún var
sú eina sem bjó niðri í bæ og var stutt
að labba heim til hennar eftir skóla.
Það væru ekki allir tilbúnir til að fylla
húsið af 5 háværum unglingsstúlkum
nokkrum sinnum í viku en alltaf feng-
um við góðar móttökur heima hjá Sig-
rúnu. Það var ósjaldan sem við sátum
allar í stofunni heima hjá Mæju og
Benna og ræddum um lífið og til-
veruna. Oftast var umræðuefnið eins
og gengur og gerist hjá unglings-
stelpum strákamál og annað ennþá
ómerkilegra. Mæja hafði samt alltaf
tíma fyrir okkur og ósjaldan sat hún
með okkur og tók þátt í samræðunum
eins og ein af stelpunum. Einnig sýndi
hún alltaf áhuga á öllu því sem við tók-
um okkur fyrir hendur, sama hvort
það var að semja dansatriði fyrir
skólaskemmtun eða eins og þegar við
ákváðum að halda óvænta veislu fyrir
Sigrúnu þegar hún kom heim frá New
York þar sem hún hafði dvalist sem
au pair. Veislan var haldin á Víði-
grundinni og Mæja var í essinu sínu,
hjálpaði okkur að skreyta og færa til
húsgögn til að koma öllu fyrir. Þannig
var Mæja, alltaf boðin og búin til að
hjálpa til og hafa gaman með okkur.
Ég mun minnast hennar í hjarta mínu
sem yndislegri konu sem þótti svo
vænt um fjölskylduna sína og var allt-
af svo góð við okkur vinkonur Sigrún-
ar. Síðast þegar ég hitti Mæju var á
jólunum 2003. Við höfðum ekki hist í
rúmt ár þar sem ég hafði búið erlend-
is og hún þekkti mig ekki fyrst þegar
ég bankaði upp á heima hjá henni,
sem mér fannst bráðfyndið. Ég spurði
hana hvort ég hefði fitnað svona úti og
hún sagði nei, elskan mín, þú er orðin
pattaraleg en hefur aldrei litið jafn vel
út. Síðan var ég drifin inn í eldhús-
krók og gefið kaffi og piparkökur og
spjallað út í eitt alveg eins og í gamla
daga, það var eins og ekkert hefði
breyst. Þessa minningu mun ég alltaf
geyma.
Elsku Sigrún, guð blessi þig og fjöl-
skyldu þína og styrki ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Elsa Rún.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR,
Helgamagrastræti 42,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 20. mars kl. 13.30.
Pálmi B. Aðalbergsson, Björk Lind Óskarsdóttir,
Andrés V. Aðalbergsson, Ólöf Konráðsdóttir,
Stefán Aðalbergsson,
Guðmundur Páll Pálmason,
Snorri Pálmason, Kristín Sesselja Kristinsdóttir
og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og
langafi,
INGÓLFUR GEIRDAL
kennari,
áður til heimilis í
Hæðargarði 56,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn
13. mars.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 20. mars kl. 13.00.
Ragnar Geirdal Ingólfsson, Jenný Hjördís Sigurðardóttir,
Vigfús Geirdal, Sigrún Ágústsdóttir,
Sjöfn Geirdal, Ásbjörn Ásgeirsson,
Guðbjörg María Ingólfsdóttir Geirdal,
Erna Geirdal, Benedikt Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts
elskulegrar dóttur minnar, systur okkar, mágkonu
og frænku,
ÁLFRÚNAR EDDU SÆM ÁGÚSTSDÓTTUR,
Ljósheimum 4,
Reykjavík.
Guðný Vilhelmína Karlsdóttir,
Daði Sæm Ágústsson, Halldóra Elísabet Kristjánsdóttir,
Gústaf Þór Ágústsson,
Hrönn Ágústsdóttir, Sigurbjörn Fanndal,
Barði Ágústsson, Hrafnhildur Ingadóttir,
Auður Björk Ágústsdóttir, Tryggvi Gunnarsson,
Hörður Ágústsson
og frændsystkinin.