Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 55 FRÉTTIR fimmtudag, föstudag og laugardag Opið til kl. 16 laugardag Tilboð í 3 daga Okkar árlega vortilboð Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814 20% afsláttur ALMENNUR fundur starfsmanna slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli sendi frá sér ályktun þar sem segir að nú þegar ákveðið hafi verið að varnarliðið hverfi á braut sé mikil- vægt að þekking og reynsla slökkvi- liðsins fari ekki forgörðum. „Slökkviliði Keflavíkurflugvallar, sem er atvinnumannaslökkvilið, hef- ur verið stjórnað af Íslendingum síð- an 1963 við mjög góðan orðstír eins og þau fjölmörgu verðlaun og við- urkenningar sem það hefur hlotið bera vitni um. Það er eina slökkvilið- ið á Íslandi sem hefur hlotið alþjóð- lega vottun, nú síðast í vetur. Innan liðsins býr því gríðarleg reynsla, mikill mannauður og menntun. Á þessum tímamótum er mjög mikil- vægt að þessi þekking og reynsla fari ekki forgörðum. Hjá slökkvilið- inu starfa í dag um 70 manns í hús- bruna-, forvarnar-, eiturefna- og flugvallardeild. Þar að auki sá slökkviliðið til 30 ára um allar við- gerðir á tækjum og tólum liðsins, all- an snjómokstur og hálkuvarnir á flugbrautum og flugvallaröryggi við frábæran orðstír. Að okkar áliti kallar brottför varn- arliðsins á breytingar og meiri hátt- ar uppstokkun á rekstri og stjórn- sýslu Keflavíkurflugvallar, svo og öllum flugrekstrar- og flugöryggis- málum Íslands, þar með talið innan- landsflug til að ná fram samlegðar- áhrifum við rekstur eins flugvallar í stað tveggja. Að því máli verða því að koma þingmenn, sveitarstjórnar- menn og fagaðilar. Það er því skýr krafa starfsmanna Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli að haft verði samráð við þá vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru. Einnig að hagsmunir heildar- innar verði hafðir að leiðarljósi,“ seg- ir í ályktun fundar slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Mikilvægt að þekking og reynsla fari ekki forgörðum LANDAKOTSSKÓLI fagnar um þessar mundir 110. starfsafmæli sínu en skólinn tók til starfa árið 1896 að frumkvæði danskra kaþ- ólskra nunna sem hófu þar lestr- arkennslu fyrir börn. Í tilefni af af- mælinu hefur verið gefinn út vandaður kynningarbæklingur sem dreift hefur verið í hús í Reykjavík. Opið hús verður í skólanum í dag, laugardag, kl. 14–16. Um 150 nemendur stunda nú nám í Landakotsskóla sem er sjálfstætt starfandi grunnskóli fyrir nemend- ur í 1.–10. bekk auk fimm ára bekkj- ardeildar. Eins og vænta má hefur skólinn gengið í gegnum margar breytingar á löngum starfstíma en allt fram á síðasta ár var hann rek- inn af kaþólsku kirkjunni. Skólinn er í dag sjálfseignarstofnun sem starfar undir verndarvæng kaþ- ólsku kirkjunnar. Hún leggur skól- anum til húsnæði við Túngötu þar sem hann hefur starfað frá upphafi, en mikið hefur verið aukið við hús- næðið á síðustu áratugum. Skólinn nýtur margvíslegrar sérstöðu, m.a. þeirrar að aðeins ein bekkjardeild er í hverjum árgangi þar sem hver nemandi nýtur sín til fulls. Einnig hefur Landakotsskóli fjölmenning- arlegt yfirbragð þar sem nemendur eru af mörgu þjóðerni og með fjöl- breyttan bakgrunn. Tónlistarskóli er starfræktur við Landakotsskóla og er kennslu á hljóðfæri fléttað inn í grunnskólanámið. Á afmælisárinu hafa stjórnendur skólans með liðsinni öflugs foreldra- ráðs ýmislegt á prjónunum til að efla og styrkja starfsemi hans. Verður m.a. ráðist í fjáröflun til þess að auka bókakost skólans og verður leitað til fyrrverandi nem- enda skólans, sem nú skipta þús- undum, og annarra velunnara hans í því skyni. Opið hús hjá Landakotsskóla KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Hauk- ar og EGO ehf. hafa gert með sér samning um að EGO byggi og reki lágverðsstöð fyrir eldsneyti á lóð félagsins á Ásvöllum í Hafnarfirði. Samkomulagið er gert með fyrir- vara um samþykki bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Með samningnum eru Haukum tryggðar ákveðnar tekjur af hverj- um seldum eldsneytislítra til áfram- haldandi uppbyggingar á hinu kraftmikla íþróttastarfi sem fram fer á Ásvöllum. Á myndinni má sjá Árna Sverr- isson, formann framkvæmda- stjórnar Hauka, og Jóhann P. Jóns- son, framkvæmdastjóra EGO, undirrita samninginn fyrir hönd sinna félaga. EGO-stöð byggð á Ásvöllum UNGVERSKA menningarfélagið á Íslandi, Félagið Ísland-Ung- verjaland, sem stofnað var árið 1992, býður tvo styrki fyrir Ís- lendinga til sumarnáms í Ung- verjalandi. Styrkirnir eru í boði ungverska menntamálaráðuneyt- isins. Námskeiðin eru öll haldin við háskóla í Ungverjalandi og er hægt að velja um 2 til 4 vikna námskeið. Allar upplýsingar á netinu: www.scholarship.hu/ static/angol/summercourses/. Styrkirnir fela í sér: skólagjöld, húsnæði, fullt fæði, kvölddagskrá, ferðir og annað á vegum skólans. Styrkurinn felur ekki í sér flug- farið. Þeir sem áhuga hafa á að sækja um styrkinn sendi ferilskrá sína ásamt bréfi sem segir af hverju viðkomandi vill fara á námskeið í Ungverjalandi eða læra ung- versku. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi og skal skila um- sóknum til félagsins Ísland-Ung- verjaland, Hagamel 45, 107 Reykjavík eða á netfangið mauriz- iotani@yahoo.it. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu félagsins (http://ung- verjaland.supereva.it/) og með því að senda tölvupóst á netfangið mauriziotani@yahoo.it eða í síma 551 2061 – 696 7027. Styrkir til náms í Ungverjalandi í sumar FYRIR fjörutíu árum komu þrír aðilar saman á Sæbólslandi í Kópa- vogi gagngert til að stofna Sendi- bílastöð Kópavogs. Þeir voru Ing- ólfur Finnbjörnsson, Ellert Tryggvason og Guðmundur Þórð- arson. Þetta var árið 1966 og er sendibílastöðin því 40 ára og er þess minnst í þessari viku. Af því tilefni er öllum viðskipta- vinum boðinn 10% afsláttur af taxta í afmælisvikunni. Á sjálfum afmæl- isdeginum laugardaginn 18. mars verður tímamótunum fagnað með því að koma saman á stöðinni kl. 11–16, þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, öl og kaffihlaðborð. Einnig verður hoppukastali fyrir börnin á staðnum. Sendibílastöð Kópavogs 40 ára ATLANTSOLÍUHLAUPIÐ fer fram í fyrsta sinn í dag, laugardag- inn 18. mars, og verður hlaupið um Elliðaárdalinn. Hlaupið er fyrir fjölskylduna en boðið verður upp á tvær vegalengdir – 3 eða 7 kíló- metra. Áður en hlaupið hefst verð- ur boðið upp á létta upphitun allur undirbúningur er í höndum Skokk- hóps Víkings. Hlaupið verður frá bensínstöð- inni á Sprengisandi og hring um Elliðaárdalinn. Það verður Stein- unn Valdís Óskarsdóttir borgar- stjóri sem ræsa mun hlaupið kl. 10.30. 10 heppnir hlaupagarpar fá frítt á tankinn, segir í fréttatilkynningu. Atlantsolíu- hlaupið OPIÐ hús verður í Waldorfskólan- um í Lækjarbotnum v. Suðurlands- veg í dag, laugardaginn 18. mars kl. 14–17. Eldsmiðjan er opin, handverk og önnur vinna nemenda liggur frammi. Kennarar og foreldrar verða til viðtals og elsti bekkurinn verður með kaffisölu. Opið hús í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna harmar og hafnar al- farið hugmyndum Kristins H. Gunn- arssonar í þá veru að tími sé til kominn að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar. Í ályktun stjórnarinnar segir m.a.: „Sýnir þetta betur en margt annað undanfarnar vikur að Kristinn vinn- ur ekki lengur í þágu Framsóknar- flokksins heldur lætur hann stjórn- ast af eigin athyglissýki. Stanslausar árásir þingmannsins á eigin flokks- félaga og málefnastarf eru fyrir margt löngu komnar út fyrir öll vel- sæmismörk og ekki verður sérstök eftirsjá af Kristni þó hann hverfi úr félagaskrá Framsóknarflokksins. Vill SUF benda þingmanninum á að honum sé í lófa lagið að sameina sjálfan sig inn í Samfylkinguna og getur hann þá stundað sína pólitísku hryðjuverkastarfsemi þar sem hún á heima.“ Hafna sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.