Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALDREI hafa fleiri byggingar verið jafnaðar við jörðu í Reykjavík en ár- ið 2005. Niðurrif bygginga í borginni hefur aukist jafnt og þétt frá 2001. Byggingaúrgangur og uppgröftur er meiri en allt almennt sorp í Reykja- vík. Þetta kemur fram í erindi sem Erpur Snær Hansen hjá Mengunar- vörnum Reykjavíkur mun flytja á ráðstefnunni Verk og vit í dag. Á vef umhverfissviðs Reykjavík- urborgar kemur fram, að bygginga- úrgangur er talsverður, meðaltalið er 600 kg á hvern Reykvíking sam- anborið við 480 kg í Evrópusam- bandinu. Hér á landi er 97% úr- gangsins fargað án gjaldtöku, mest á Hólmsheiði og í Sundahöfn, en í Evr- ópu er tekið gjald. „Aukning niðurrifs hefur verið stöðug frá nýliðnum aldamótum. Ár- lega fjölgar niðurrifi um sjö og hálft tilfelli,“ segir Erpur Snær, en hann hefur flokkað niðurrif bygginga í fjóra meginflokka: 1: Ný hverfi, þar sem eldri bygg- ingar víkja fyrir nýrri. 2: Endurnýjun, þar sem stakar byggingar í gömlum hverfum eru rifnar og svo endurbyggt. 3: Þéttingu, þar sem gamalt hverfi er rifið og endurbyggt eins og til dæmis í Skuggahverfinu. 4: Úreldingu og annað, þar sem bygging eða hlutar byggingar eru fjarlægðir án endurnýjunar. Mikið niðurrif að baki Erpur segir borgaryfirvöld búast við að á næstu árum dragi heldur úr niðurrifi vegna þéttingar byggðar. Ástæðan fyrir því sé sú að flest slík fyrirhuguð niðurrif hafi þegar átt sér stað. Nokkur viðamikil niðurrif eru samt sem áður á dagskrá í ár. „Hrað- frystistöðin hefur þegar verið rifin og Daníelsslippur verður tekinn í vor, hvort tveggja er forvinna fyrir Mýrargötusvæðið. Svo má einnig nefna að gamla lýsisverksmiðjan er að hverfa um þessar mundir. Faxa- skáli og nærliggjandi byggingar hverfa svo í sumar til að rýma fyrir tónlistarhúsinu. Hinsvegar er lítið sem ekkert um mannvirki á Úlfars- fellsvæðinu, öfugt við Elliðavatn, þannig að niðurrifi vegna nýrra svæða fækkar,“ segir Erpur Snær á vef umhverfissviðs, og að úrelding bygginga sé nokkuð stöðug milli ára, en að óljóst verði um hlutfall end- urnýjunar á byggingum. Byggingaúrgangur er meðal ann- ars samsettur af uppgreftri, grjóti, möl, malbiki, steinsteypu, plasti, dúkum, múrbroti, járni, asbesti og menguðum jarðvegi. Mengunar- varnir Umhverfissviðs eru með eft- irlit með niðurrifi bygginga og mannvirkja vegna mengunar og gefa út, ásamt embætti byggingafulltrúa, starfsleyfi fyrir niðurrifi. Gæta þarf að förgun úrgangs og því að meng- andi efni valdi fólki ekki skaða. Asbest er dæmi um hættulegt efni sem fylgjast þarf með við niðurrif bygginga. Um leið og asbest er brot- ið þyrlast glernálar út í andrúmsloft- ið og festast í lungunum sem leiðir til dauða 30-40 árum síðar. Asbest var notað við byggingar alveg fram und- ir 1970 á Íslandi og finnst víða, að því er fram kemur á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Endurnýjun gamalla hverfa í fullum gangi Niðurrif hefur aukist gríðarlega í borginni SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Al- þingis, átti í gær fundi með László Sólyom, forseta Ungverjalands, Ferenc Somogyi, utanríkisráðherra landsins, og Tihamér Wasvasoszky, borgarstjóra Székesfehérvár- borgar, í opinberri heimsókn sinni til Ungverjalands. Einnig sat hún hádegisverðarfund með þingmönn- um úr vináttuhópi ungverska þings- ins og Alþingis og félögum úr Vina- félagi Íslands og Ungverjalands. Að sögn Sólveigar bar mörg mál á góma á fundum hennar og ung- verskra ráðamanna en umhverf- ismál stóðu þó upp úr. „Ungverjar telja Ísland gott fordæmi í þeim málaflokki,“ sagði Sólveig. „Mikið var rætt um endurnýjanlega orku og fögnuðu Ungverjar vaxandi samstarfi við Íslendinga á þessu sviði.“ Ungverjar létu í ljósi vonir um að hægt væri að koma á frjálsum fólks- flutningum innan EES sem allra fyrst en Ísland hefur, eins og mörg önnur EES-ríki, tekið sér aðlög- unartíma á því sviði. Báðir aðilar lýstu ánægju með samstarfið innan EES og var lítillega rætt um þróun- arsjóð EFTA, en úr honum runnu um 60 milljónir evra í fyrra til verk- efna í Ungverjalandi. Þá var rætt um Schengen-samstarfið en Ung- verjar ráðgera aðild að því á næsta ári. Mikil hátíðahöld verða í Ung- verjalandi í október nk. til að minn- ast uppreisnarinnar 1956 og verður bæði forseta og forsætisráðherra Íslands boðið til Ungverjalands. Á fundi með ungverska utanrík- isráðherranum var jafnframt rætt um málefni Balkanskaga og Úkr- aínu. Ungverjar telja mikilvægt að vinna að framgangi lýðræðis þar og lýsti utanríkisráðherrann ánægju sinni með heimsókn þingforseta Norðurlandanna og Eystrasalts- landanna til Úkraínu á liðnu hausti, en þeir vildu leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðis þar. Sólveig ræddi framboð Íslands til öryggisráðs SÞ við utanríkis- ráðherrann. Hann tók fram að Austurríkismenn hefðu þegar ósk- að eftir stuðningi og Ungverjar veitt vilyrði fyrir því. Að öðru leyti var hann jákvæður í garð íslenska framboðsins. Forseti Ungverjalands tók fram að hann ætti inni boð til Íslands sem hann hygðist þiggja við tækifæri. Þá ræddi hann umhverfismál við Sólveigu. Hún lagði áherslu á sjón- armið Íslands varðandi sjálfbæra þróun. Þá var farið til borgarinnar Székesfehérvár sem stofnuð var ár- ið 1.000. Borgin varð illa úti á valdatíma kommúnista. Mikil um- skipti og uppbygging urðu í kjölfar breyttra stjórnarhátta og hefur borginni tekist að laða til sín mikið af alþjóðlegum fyrirtækjum. Þar eru nú sex sérstök iðnaðarsvæði með 190 fyrirtækjum. Forseti Alþingis hitti forseta og utanríkisráðherra Ungverjalands í gær Ungverjar telja Ís- land gott fordæmi í umhverfismálum Ljósmynd/Belinda Theriault László Sólyom, forseti Ungverjalands, ásamt Sólveigu Pétursdóttur. Sólveig ræddi einnig við Ferenc Somogyi utanríkisráðherra. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær tvo ísvélahönnuði af kröfum fyrirtækisins Optimar Ís- lands sem taldi að þeir hefðu nýtt sér atvinnuleyndarmál þegar þeir hófu eigin starfsemi á ísvélum. Þeir unnu að þróun og hönnun á svokölluðum ísstrokkum sem eru vélhlutar sem tengjast kælikerfi. Mennirnir störfuðu áður hjá Ís- kerfum hf. en var vikið úr starfi þeg- ar Optimar yfirtók rekstur Ískerfa. Optimar höfðaði málið á þeim grund- velli að samkvæmt ráðningarsamn- ingi við Ískerfi hefðu mennirnir skuldbundið sig til að nýta sér ekki trúnaðarupplýsingar gamla félags- ins sem og formúlur, lýsingar, upp- skriftir og fleira sem þeim var trúað fyrir í störfum sínum. Í ráðningar- samningi hefði verið tekið fram að ævarandi þagnarskylda og trúnaður gilti um margt það sem mennirnir hefðu komist yfir í starfi sínu og að þeim væri óheimilt að nýta sér þær upplýsingar. Opitmar fékk úrskurð- að lögbann á starfsemi mannanna. Stefndu kröfðust sýknu og byggðu á því að málshöfðandi ætti engan lögvarinn rétt til lögbanns, hvorki á grundvelli ráðningarsambands né samkeppnislaga. Störfuðu aldrei hjá Optimar Í dómi héraðsdóms segir að menn- irnir hafi aldrei starfað hjá Optimar og í ráðningarsamningi hefðu þeir verið bundnir trúnaði við vinnuveit- anda með sérstakri áherslu á það orð. Vinnuveitandi gæti leyst þá undan þeim skyldum með skriflegri heimild. Í greinum ráðningarsamn- inganna, sem fjalla um aukastörf stefndu og samkeppnishömlur, komi beinlínis fram að tilgangur með þeim hömlum væri að fyrirbyggja að starfsmennirnir gætu skaðað sam- keppnisstöðu vinnuveitanda. Engin ákvæði væru í samningi sem kvæðu á um að vinnuveitanda væri heimilt að framselja trúnaðarskyldur starfs- mannanna. Ekki lægi annað fyrir en að stefndu hefði hvorki vitað né mátt vita af meintu framsali og hafi staðið í þeirri trú að trúnaðarskyldur þeirra væru við vinnuveitandann fyrrverandi, Ískerfi hf. sem enn er til sem fyrirtæki þótt það sé í allt öðr- um rekstri nú. Dómurinn féllst ekki á að Ískerfi hefðu getað, án samþykkis og vit- undar stefndu, framselt skyldur þeirra samkvæmt ráðningarsamn- ingi sem þegar hafði verið slitið með uppsögn. Sýknaðir vegna skorts á aðild hjá yfirtöku- fyrirtækinu LJÓST er að eldsupptök í frystihúsi Fossvíkur á Breiðdalsvík á þriðjudag voru við vökvadælur sem voru á lofti þess hluta frystihússins sem brann. Yfirgnæfandi líkur eru á að bilun hafi orðið í rafmagnsbúnaði tengdum dæl- unum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Eskifirði. Við rannsókn málsins naut lögreglan aðstoðar sér- fræðings frá rafmagnsöryggisdeild Neytendastofu. Eldurinn kviknaði kl. 18.50 á þriðjudag og varð fljótlega ljóst að um mikinn eld var að ræða. Slökkvilið frá Breiðdalsvík, Djúpavogi, Austur- byggð og Brunavörnum á Héraði fóru á vettvang og luku slökkvistörfum klukkan 9 morguninn eftir. Rýma þurfti nokkur hús við Ásveg og Sæberg vegna hættu á ammon- íaksmengun. Eldsvoðinn rakinn til vökvadælna frystihússins ♦♦♦ LÖGREGLAN í Borgarnesi lagði hald á fíkniefni, neyslu- áhöld og skotvopn við húsleit á sveitabæ í Borgarfirði síðdegis í gær. Efnin fundust þegar lög- reglan hugðist birta manni ákæru vegna annars fíkniefna- máls. Einn maður var handtekinn og færður á lögreglustöðina til yfirheyrslu og sleppt að henni lokinni. Viðurkenndi hann að eiga fíkniefnin sem voru um 400 grömm af kannabisefnum og lítilræði af amfetamíni, að því að talið er. Viðkomandi gat ekki gert grein fyrir því hvernig hann hefði komist yfir skotvopnið. Hann hafði ekki leyfi fyrir því en um var að ræða gamlan margskota riffil. Þegar birta átti manninum ákæru vegna gamals máls vöknuðu grunsemdir um að maðurinn væri með fíkniefni. Fíkniefnahundurinn Tíra fann síðan efnin. Fundu fíkniefni þegar birta átti ákæru MAGNÚS Kristinsson, eigandi Toyota á Íslandi, hefur fest kaup á Sólningu hf. af Gunnsteini Skúlasyni og Halldóri Skúlasyni. Að sögn Magnúsar verður fyrirtækið rekið áfram sem sér- stakt félag, óháð Toyota, en jafnframt hafi kaup hans á Sóln- ingu verið hugsuð sem enn frekari stuðningur við þær fjár- festingar sem hann hefur ráðist í á undanförnum mánuðum. „Sólning er mjög áhugavert og vel rekið fyrirtæki, með starfsemi víða um land. Starfsemi þess styður mjög vel við þau félög sem ég hef eignast á síðustu misserum og er ég fullviss þess að kaupin á Sólningu muni enn frekar efla það þjónustustig sem við veitum viðskiptavinum Toyota og Lex- us,“ segir Magnús. Magnús Krist- insson kaupir Sólningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.