Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 26
TIL SÖLU FASTEIGNIN
LAUGAVEGUR 84
Óskað er eftir tilboðum í fasteign-
ina Laugaveg 84 í Reykjavík. Um
er að ræða 4ra hæða verslunar-
og íbúðarhúsnæði. Skráð stærð
eignarinnar er 415,7 m2. Í dag er
verslun á 1. hæð, en íbúðir á efri
hæðum.
Eignin verður til sýnis milli
kl. 14-17, í dag 18. mars.
Tilboðum skal skilað fyrir
kl. 16, föstudaginn 24. mars
á skrifstofu Lagastoðar ehf.,
Lágmúla 7, 6. hæð,
í Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru
veittar í síma 581 1140.
Mývatn | Fátt þykir hestamönnum skemmtilegra
en að spretta úr spori á ísilögðum vötnum. Hest-
arnir verða einnig frískari og fjaðurmagnaðri en
endranær, eins og þessi sprettur gefur til kynna.
Nokkuð er um að haldin eru hestamót á ísilögð-
um vötnum og þá keppt í ýmsum greinum. Þing-
eyingar héldu vel heppnað hestamót á Mývatni
um síðustu helgi. Fjöldi fólks og fáka kom til
mótsins, víðsvegar að, og tókst mótið vel.
Daginn fyrir mótsdaginn fóru heimamenn í
hópreið um vatnið en nú er um 50 sentímetra
þykkur ís á vatninu.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Fákadans á Mývatni
Hestar
Akureyri | Suðurnes | Árborg
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland
Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími
569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Sveitarstjórnarkosningar í vor setja
sinn svip á bæjarbraginn enda farið að
styttast til vorsins. Nýtt stjórnmálaafl hef-
ur að undanförnu haldið úti öflugu starfi til
undirbúnings komandi baráttu um völdin í
Grundarfjarðarbæ. „Samstaða – listi
fólksins“ er nafnið sem þetta nýja afl hefur
hlotið, skipað fólki úr röðum Samfylking-
ar, vinstri grænna, óháðra kjósenda og
framsóknarmanna. Á þeim bænum eru
menn komnir svo langt að búið er að halda
forval sem reyndar var ekki bindandi en
endanleg röðun á listann verður senn gerð
kunn. Sjálfstæðismenn hafa enn hægt um
sig en hafa þó verið að funda til að und-
irbúa slaginn. Á komandi kosningavori
verða það því þessir tveir pólar sem takast
munu á um stjórn bæjarmála næstu fjögur
árin.
Skipulagsmál hafa verið mjög í brenni-
depli í Grundarfirði. Af afloknu kröftugu
íbúaþingi á síðasta ári voru Zeppilín arki-
tektar með Orra Árnason fyrrverandi
Grundfirðing í fararbroddi fengnir til þess
að leggjast yfir ýmsa þætti sem fram komu
frá íbúunum. Meðal þess sem Zeppilín
hafa verið að skoða er þétting byggðar,
íþrótta- og skólasvæðið, nýtt íbúðahverfi
og miðbæjarskipulag. Frumhugmyndir
arkitektanna voru kynntar á fundi í vik-
unni og mátti heyra meðal fundargesta að
sitt sýndist hverjum. Almennt var þó góð-
ur rómur gerður að hugmyndunum sem á
margan hátt voru býsna athyglisverðar.
Reiðhöll er meðal þess sem Grundfirðing-
ar vilja byggja og fá til þess styrk úr sjóði
þeim sem landbúnaðarráðherra hefur
komið á fót til að styrkja slíkar byggingar
á landsbyggðinni. Nefnd sem vann að mál-
inu hefur skilað áliti um staðsetningu
slíkra húsa um landið og benti m.a. á
Grundafjörð sem heppilegan stað fyrir
slíka reiðhöll. Einn galli er þó á gjöf Njarð-
ar því umsókn um styrk verður að koma
frá aðildarfélagi Landssambands hesta-
manna og er þar komið að Snæfellingi sem
er sameiginlegt félag hestamanna á Snæ-
fellsnesi að kveða uppúr með staðsetningu
hallarinnar. Hestamenn hafa ekki alltaf
verið þeir auðveldustu í samskiptum hver
við annan og ljóst að í röðum þeirra eru
ekki allir á eitt sáttir um staðsetninguna.
Úr
bæjarlífinu
GRUNDARFJÖRÐUR
EFTIR GUNNAR KRISTJÁNSSON
FRÉTTARITARA
fyrsta sæti, í 2. sæti hafn-
aði Haukur Björnsson,
einnig úr Lundarskóla og
3. varð Baldur Már Guð-
mundsson úr Brekku-
skóla. Þá er loks að nefna
sigurvegarana úr 10.
bekk, en þar varð fyrstur
Auðunn Skúta Snæbjarn-
Gestkvæmt var á Salí Gamla skólaMenntaskólans á
Akureyri þegar verðlaun
voru veitt fyrir stærð-
fræðikeppni grunnskól-
anna, sem nú fór fram í
fyrsta sinn á Akureyri.
Keppendur voru tæplega
30, flestir úr Lundarskóla
og Síðuskóla.
Verðlaunahafar úr 8.
bekk voru Sunna Berg-
lind Sigurðardóttir úr
Síðuskóla, sem var í 1.
sæti, Sunna Björnsdóttir
úr Grenivíkurskóla, sem
varð í 2. sæti og 3. sætið
hreppti Tinna Ingólfs-
dóttir úr Oddeyrarskóla.
Verðlaunahafar úr hópi
9. bekkinga voru Guðrún
Margrét Jónsdóttir úr
Lundarskóla, sem varð í
arson úr Lundarskóla og
skólabróðir hans Aron
Skúlason varð í öðru sæti
en í því þriðja Tinna Frí-
mann Jökulsdóttir úr
Síðuskóla.
Verðlaunin gaf Verk-
fræðistofa Sigurðar
Thoroddsen.
Nemendur í 1., 2. og 3. sæti í stærðfræðikeppninni, sem
viðstaddir voru, þarna vantaði þrjá af þeim.
Ungir stærðfræðingar
Ingveldur Geirsdóttirvakti athygli á því ípistli sínum Af list-
um að börn væru hvött til
þess að koma með móður
sína á útvarpsstöðina X-ið
og láta vigta hana. Barnið
sem ætti þyngstu
mömmuna ynni leikinn og
fengi verðlaun. Sigrún
Haraldsdóttir orti:
Verðmæt er sú vanadís
er vegur lítt í grömmum,
en kaupa má í kílóvís
kjöt af feitum mömmum.
Jón Ingvar Jónsson orti
að gefnu tilefni:
Mein ég held að herinn sé,
hann er þungur klafi.
Svei, mér þá! mér finnst að fé
farið betra hafi.
Og:
Enginn gerði af sér neitt
undirréttur greinir,
setja því upp brosið breitt
Baugsmenn engilhreinir.
Af lágkúru
pebl@mbl.is
Húsavík | Lóðaframboð verður aukið á
Húsavík, en málið var til umræðu á fundi
Umhverfis- og framkvæmdaráðs Húsavík-
urbæjar á fimmtudag. Fyrr í vikunni tók
Skipulags- og bygginganefnd Húsavíkur-
bæjar fyrir tæplega 200 umsóknir um lóðir
í bænum, afgreiddi þær með því að draga
úr spilastokk í samræmi við vinnureglur
nefndarinnar. Dugði spilastokkurinn rétt
til verksins, því í tveimur tilvikum barst
nefndinni 51 umsókn um eina lóð. Þá bár-
ust 50 umsóknir um aðra lóð sem í boði var.
Þrír aðilar sóttu um allar lausar lóðir við
Höfða, fimm talsins. Á fundinum kom fram
að nú eru engar lausar íbúðahúsalóðir laus-
ar til umsóknar og óskaði nefndin eftir
fjárveitingu til að deiliskipuleggja svæði
ofan Langholts.
Lóðaframboð
verður aukið
Árskógssandur | Framkvæmdir við
Bruggsmiðjuna ehf., nýju bruggverksmiðj-
una á Árskógssandi og þá fyrstu sinnar
tegundar hérlendis, hófust fyrir viku. Búið
er að taka grunninn og lokið við fyrstu
steypu í gær. Hlutirnir þurfa að ganga
hratt fyrir sig því stefnt er að því að brugg-
un hefjist í júní og fyrsta framleiðsla verði
tilbúin 22. júlí.
Eigendur Bruggsmiðjunnar eru Agnes
Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson
á Árskógssandi, Sigurður Konráðsson
ásamt fleirum. Heildarkostnaður við að
koma fyrirtækinu á fót er um 60–65 millj-
ónir króna.
Byrjað á
bruggverk-
smiðjunni
♦♦♦
Fréttir í tölvupósti
VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli Faxa-
flóahafna og Stálsmiðjunnar ehf. um flutn-
ing á starfsemi Stálsmiðjunnar frá Reykja-
vík og til Grundartanga. Með breytingum á
skipulagi og landnotkun í miðbæ Reykja-
víkur er starfsemi slippanna við Mýrar-
götu orðin fyrir. Að frumkvæði stjórnar
Faxaflóahafna voru hafnar viðræður við
Stálsmiðjuna um flutning á starfsemi fyr-
irtækisins. Hefur hafnarsvæðið á Grund-
artanga verið nefnt í því sambandi.
Fari sem horfir mun því vinnustaður
með á annað hundrað starfsmenn bætast í
vaxandi flóru iðnfyrirtækja á Grundar-
tanga. Frá þessu er greint á vef Skessu-
horns.
Viðræður
um flutning
♦♦♦