Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 65
Réttarhöldin yfir Dan Brownhöfundi Da Vinci-lykilsins,hófust í London í vikunni
með tilheyrandi fréttaumfjöllun. Er
Brown sakaður af þremur höf-
undum bókarinnar Holy Blood, Holy
Grail um ritstuld og verði Brown
fundinn sekur er málið talið geta
haft áhrif á Hollywood-kvikmynd-
ina sem nú er verið að gera eftir Da
Vinci-lyklinum.
Nú hef ég ekki lesið Holy Blood,
Holy Grail en eftir því sem ég best
fæ séð er um sagnfræðirit að ræða
sem setur fram þá tilgátu að Jesús
hafi gifst Maríu Magðalenu, eignast
börn og afkomendur þeirra séu enn
á meðal vor í dag. Þeir sem hafa les-
ið Da Vinci-lykilinn vita að þessi
kenning er meira eða minna inntak
bókarinnar og nú finnst þessum
blessuðu sagnfræðingum að þeir
hafi verið hlunnfarnir þrátt fyrir að
Dan Brown hafi í upphafi bók-
arinnar tilgreint Holy Blood, Holy
Grail sem eina af þeim heimildum
sem hann notast við.
Nú er ég ekki sagnfræðingur entel mig þó vita að þegar best
lætur, fjalli sagnfræðin og þ.a.l.
sagnfræðingar um söguna með tilliti
til staðreynda. Höfundar Holy
Blood, Holy Grail hafa þ.a.l. varpað
fram tilgátu um fjölskyldulíf Jesú
frá Nasaret og svo stutt þá tilgátu
með annaðhvort eldri heimildum
eða öðrum staðreyndum sem þeim
hefur þótt áreiðanlegar. Með öðrum
orðum; Það er trú þriggja höfunda
Holy Blood, Holy Grail að bókin
greini ekki aðeins frá atburðum sem
gætu að hafa átt sér stað, heldur at-
burðum sem ábyggilega áttu sér
stað fyrir rúmum tveimur öldum –
svo vitnað sé í texta bókarkápunnar.
Og nú spyr ég í einfeldni minni:
Hvernig getur nokkur maður sakað
annan um ritstuld á því sem hann
telur vera sagnfræðilega staðreynd?
Segjum svo að sagnfræðingur hérá landi, varpaði fram þeirri til-
gátu og styddi hana með stað-
reyndum að eiginkona Jónasar Hall-
grímssonar hefði í raun hrint
honum niður tröppurnar í Kaup-
mannahöfn. Væri mér þá óheimilt
að nota þessar sagnfræðilegu upp-
götvanir í sögulegri skáldsögu nema
með leyfi sagnfræðingsins og ef svo
væri, væri þá ekki líka búið að segja
að sagnfræðingar hafi einir rétt á
þeim sannleika sem þeir grafa upp
úr rykföllnum kistum sögunnar. Nú
er ég ekki heldur lögfræðingur en
ég get ekki séð að slík höfundarrétt-
arlög væru skynsamleg, en það sem
meira er, með slíkum lögum væri
mögulega búið að kippa fótunum
undan þeirri bókmenntastefnu sem
kennd er við póstmódernisma.
Ég hef ekki tekið eftir því aðþessi réttarhöld sem nú fara
fram í London hafi valdið miklum
skjálfta á meðal rithöfunda. Ef til
vill er ástæðan sú að svipuð mál sem
tekin hafa verið fyrir í Bandaríkj-
unum, hafa öll endað skáldsagna-
höfundunum í vil. Breska rétt-
arkerfið hefur að vísu oft tekið á
málum með öðrum hætti en annars
staðar og því er það í raun ekki
fjarstæðukennt að höfundar Holy
Blood, Holy Grail fari með sigur af
hólmi í London.
En sagnfræðingar hafa að mínu
mati verið grunsamlega hljóðlátir,
því trúverðugleiki stéttarinnar hlýt-
ur einnig að blandast í málið. Ef
sannleikurinn um sögulega atburði
er allt í einu orðinn að einkaeign
hvers sagnfræðings, er mögulegt að
þeir fari að meta sérhagsmuni sína
ofar skyldum fræðasamfélagsins.
Og þá er ekki langt að bíða þar til að
sagnfræðinni allri verði vísað á bug.
Hver á söguna?
’Hvernig getur nokkurmaður sakað annan um
ritstuld á því sem hann
telur vera sagnfræðilega
staðreynd?‘
Reuters
Dan Brown, höfundur Da Vinci-lykilsins, mætir til réttarhaldanna í London.
hoskuldur@mbl.is
AF LISTUM
Höskuldur Ólafsson
Gildir á öll undankvöld og forkaupsrétt
á úrslitakvöld. 2500 kr. Sala hefst
Mán. 20.mars kl.16 í Loftkastalanum.
tryggðu þér aðgangspassa
nroD-
kulísurnar
19
Milonga, argentínskt tangóball,verður haldið í Leikhúskjall-
aranum í kvöld frá klukkan 21.30 til
2.00. Á milongunni verður leikinn arg-
entínskur tangó frá ýmsum tímum.
Þetta er gott tækifæri fyrir alla sem
eru forvitnir um tangó til að koma og
kynnast tónlistinni og dansinum.
Kvöldið hefst eins og áður segir kl.
21.30 með opnum byrjendatíma í um-
sjón Kathrinar Schmucker. Diskó-
tekarinn tekur við upp úr kl. 22 og
sjálf milongan hefst.
Síðar um kvöldið verður gert hlé á
dansinum og tangóparið Hany
Hadaya og Bryndís Halldórsdóttir
sýna tangó, en þau eru nýkomin heim
frá höfuðborg tangósins, Buenos
Aires í Argentínu. Að sýningu þeirra
lokinni heldur milongan áfram til kl.
2. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500
kr. fyrir námsmenn.
Fólk folk@mbl.is
eeee
S.V. mbl
eeee
A.G. Blaðið
G.E. NFS
eee
V.J.V. topp5.is
eee
Ó.H.T. RÁS 2
Magnaður framtíðartryllir
með skutlunni Charlize Theron.
FREISTINGAR GETA
REYNST DÝRKEYPTAR
eee
V.J.V. Topp5.is
eee
S.V. MBL*****
L.I.B. Topp5.is
****
Ó.Ö. DV
****
kvikmyndir.is
Sýnd með
íslensku tali.
Hefndin er á leiðinni
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
THE MATADOR kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 16 ára.
THE MATADOR VIP kl. 1:40 - 3:50 - 6 - 8:10 - 10:20
LASSIE kl. 2 - 3:50 - 6
AEON FLUX kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára.
SYRIANA kl. 8:10 - 10:40 B.i. 16 ára
BLÓÐBÖND kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10
CASANOVA kl. 6 - 8:10 - 10:20
BAMBI 2 m/Ísl tali kl. 2 - 4:10
Litli Kjúllin m/Ísl tali kl. 2 - 4
LASSIE kl. 12 - 2:10 - 4:20 - 5:50 - 8
THE NEW WORLD kl. 8 - 10:40 B.i. 12 ára
THE PINK PANTHER kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 10:10
BAMBI 2 m/Ísl tali kl. 12 - 2 - 4
MUNICH kl. 10 B.i. 16 ára
DERAILED kl. 8 B.i. 16 ára
LASSIE ER ENGRI LÍK OG ER SÍGILD.
FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
MEIRA EN HETJA. GOÐSÖGN.
Bleiki demanturinn er
horfinn og heimsins
frægasta rannsóknarlögregla
gerir allt til þess að
klúðra málinu…
MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI