Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞESSI unga stúlka, sem þátt tók í
hátíðahöldum vegna dags heilags
Patreks í Dublin á Írlandi í gær,
hafði málað andlit sitt í þremur lit-
um írska þjóðfánans í tilefni dags-
ins. Dagur heilags Patreks er
þjóðhátíðardagur Íra, enda heil-
agur Patrekur verndardýrlingur
Íra. Talið er að um fimm hundruð
þúsund manns hafi tekið þátt í há-
tíðahöldunum í miðborg Dublin í
gær og lét fólkið ekki rok, rigningu
og nístandi kulda hafa áhrif á
gleðina. Deginum var fagnað víðar,
venju samkvæmt var mikil skrúð-
ganga í Boston í Bandaríkjunum,
þar sem margir íbúanna eiga ættir
að rekja til Írlands. Í Hvíta húsinu
tók George W. Bush Bandaríkja-
forseti jafnframt á móti helstu
stjórnmálaleiðtogum Írlands eins
og hin fyrri ár.
AP
Írar létu veðrið
ekki spilla gleðinni
TALSMENN breska Verkamanna-
flokksins viðurkenndu í gær að hafa
móttekið lán frá stuðningsmönnum
sínum fyrir síðustu kosningar, jafn-
virði um 1.700 milljóna íslenskra
króna, sem þeir tilkynntu þó ekki til
kjörstjórnar, sem eftirlit hefur með
framlögum til stjórnmálaflokka.
Talsmaður Verkamannaflokksins
sagði í gær að lánin hefðu verið í
samræmi við reglur flokksins um
fjáröflun. „Þessi lán verða skráð í
efnahagsreikningi okkar fyrir árið
2006 með hefðbundnum hætti,“
sagði talsmaðurinn.
Í fyrradag neitaði Tony Blair, for-
maður flokksins og forsætisráð-
herra Bretlands, með öllu að um
óeðlileg lán hefði verið að ræða og
sagði jafnframt að sjálfstæður aðili
myndi kanna fýsileika þess að auka
ríkisframlög til stjórnmálaflokka.
Áður hafði stjórnarandstaðan
sakað flokk
Blairs um að
veita tilteknum
stuðningsmönn-
um sínum vilyrði
fyrir sætum í Lá-
varðadeild
breska þingsins í
staðinn fyrir
kosningaframlög.
Vegna þessara
ásakana staðfesti Blair að hann vissi
að Verkamannaflokkurinn hefði tek-
ið stór lán hjá einstökum aðilum, en
tók fram að hann hefði ekki upplýst
útnefningarnefnd Lávarðadeildar-
innar um þau þegar hann veitti
þremur aðilum aðalstign í fyrra.
Víki fyrir Brown
Þá var umdeilt frumvarp Blairs í
menntamálum naumlega samþykkt í
vikunni með atkvæðum úr röðum
Íhaldsmanna, eftir að 52 flokks-
bræður forsætisráðherrans höfðu
greitt atkvæði gegn því.
Má segja að það hafi kórónað erf-
iða viku fyrir Blair að vikuritið The
Economist, sem studdi hann í síð-
ustu kosningum, hvetur hann nú til
að hætta. Segir í leiðara í nýjasta
hefti blaðsins, sem kemur út í Bret-
landi síðdegis á fimmtudögum, að
nú sé tími til kominn að Blair víki
fyrir Gordon Brown fjármálaráð-
herra vegna þess að allir viti að tími
hans sé liðinn. Þar segir einnig að
sátt sé á milli stjórnarinnar og
stjórnarandstöðunnar um ýmis mál
á miðjunni og þess vegna kunni
samsteypustjórn að verða útkoman
úr þingkosningunum á Bretlandi
2009.
Bill Emmott, fráfarandi ritstjóri
The Economist, sagði í viðtali á
BBC í gær ólíklegt að Blair myndi
hætta núna einmitt þegar deilan um
hin leynilegu lán stæði sem hæst en
leiddi að því líkur að forsætisráð-
herrann kynni að hætta skyndilega í
júní eða júlí, eftir sveitarstjórnar-
kosningar í Bretlandi.
Blair í vanda vegna
leynilegra lána
Vikuritið The Economist hvetur Tony Blair til að hætta
Eftir Baldur Arnarson og
Davíð Loga Sigurðsson
Forsíðan í gær.
RICHARD Wright hefur komið
víða við á löngum ferli. Hann hefur
gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum hjá
Evrópusambandinu (ESB) og starf-
að sem sendiherra sambandsins í
Moskvu. Wright heimsótti Ísland í
vikunni og flutti hann þá m.a. er-
indi á fundi Samtaka um vestræna
samvinnu og Varðbergs í samvinnu
við alþjóðamálastofnun Háskóla Ís-
lands og Rannsóknasetur um smá-
ríki.
Í erindi sínu á fimmtudag fjallaði
Wright um samvinnu Bandaríkj-
anna og ESB í varnarmálum. Innt-
ur eftir helstu áherslum ESB í
varnarmálum segir hann að nýir
tímar hafi kallað á nýjar áherslur.
„Nýjar hættur eru ekki tengdar
einstökum ríkjum líkt og í kalda
stríðinu,“ segir Wright. „Í dag er-
um við að glíma við hryðjuverk,
innflytjendamál, glæpi, útbreiðslu
kjarnavopna og önnur málefni sem
krefjast öðruvísi viðbragða og úr-
lausna.“
Wright er spurður að því hvernig
hann meti samband ESB og Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) í
þessu samhengi í dag. Hann svarar
því til að ESB og NATO eigi í
virku samstarfi. Nefnir hann sér-
staklega í því samhengi samninga
sem varða notkun ESB á herbúnaði
NATO í ýmsum verkefnum sam-
bandsins og tekur sem dæmi sam-
starf í Bosníu, þar sem niðurstaðan
var að hans mati viðunandi.
– Hvernig sérðu hlut Íslands í
þessari samvinnu?
„Að sjálfsögðu er þróun NATO
ofarlega í huga Íslendinga eftir at-
burðina á miðvikudag [þegar
Bandaríkjamenn tilkynntu að allar
þyrlur og þotur Bandaríkjahers
yrðu kallaðar frá Íslandi í haust],
en þetta er mál sem varðar Banda-
ríkin, Ísland og NATO. Í þessu
sambandi er það ekki hlutverk
ESB að tryggja sameiginlegar
varnir Evrópu.“
Hlutur Evrópu minnkar
Wright telur að ESB hafi að-
lagað stefnu sína í varnarmálum að
nýjum aðstæðum. „Við höfum þró-
að skyndiviðbragðssveitir fyrir
verkefni erlendis. Við höfum her-
afla í Bosníu og
munum þróast
frekar eftir því
sem áherslur í
öryggismálum
taka breytingum.
Hvað varðar
ástæður þessara
áherslubreytinga
held ég að svarið
liggi í skýrslum
bandaríska utanríkisráðuneytisins,“
segir hann.
„Bandaríkin eru ekki aðeins að
færa herafla sinn frá Evrópu því að
þau eru einnig að færa diplómata
sína frá álfunni til þeirra svæða
sem þau telja að þeim stafi mest
ógn af.“
Í þessu sambandi bendir Wright
á að stækkun ESB hafi haft áhrif á
varnarmál sambandsins. „Meg-
inmarkmið ESB er að breiða út
stöðugleika og frið í álfunni. Við
höfum unnið að þessu markmiði í
gegnum stækkun sambandsins,
með dæmi frá Búlgaríu og Rúmen-
íu, og einnig í stefnu okkar gagn-
vart nágrannaríkjum ESB á borð
við Úkraínu og Moldovu.
Vinur minn Chris Patten, fyrrum
framkvæmdastjóri erlendra stjórn-
málasamskipta hjá ESB, sagði
t.a.m. að hann teldi stækkun sam-
bandsins vera best heppnuðu
áhersluna í utanríkisstefnu þess.“
– Því hefur verið haldið fram að
samvinna ESB og Bandaríkjanna
hafi versnað í stjórnartíð George
W. Bush forseta og þeirri utanrík-
isstefnu sem nýíhaldsmenn hafa
fylgt eftir. Ertu sammála því mati?
„Nei, því að samband ESB og
Bandaríkjanna er mun betra en
það var t.d. fyrir 18 mánuðum síð-
an. Við höfum sett ágreining okkar
vegna innrásarinnar í Írak til hlið-
ar. Ef málið er skoðað út frá því
sem hefur verið að gerast en ekki
út frá yfirborðskenndum slagorðum
er auðséð að það er öflug samvinna
þar á milli.
Þá markaði heimsókn Bush til
ESB í fyrra ákveðin tímamót og
síðan hefur samvinna í málum á
borð við kjarnorkumál Írana tekið
miklum framförum. Ég myndi hins
vegar vilja sjá nánari samvinnu á
sviði loftlagsbreytinga.“
Aukin samvinna við Asíuveldin
– Hvernig telur þú að sívaxandi
mikilvægi Indlands og Kína á al-
þjóðavettvangi muni hafa áhrif á
stefnu ESB í varnarmálum?
„Ég tel að í báðum tilvikum
séum við að auka samvinnu okkar
við þessi ríki. Við eigum reglulega
fundi með fulltrúum þeirra og ég
held að allir viti að þau eiga eftir
að gegna lykilhlutverki í framtíð-
inni.“
Nýjar hættur kalla á nýjar varnir
Richard Wright, einn framkvæmdastjóra er-
lendra stjórnmálasamskipta framkvæmdastjórn-
ar ESB, var á Íslandi í vikunni. Baldur Arnarson
ræddi við hann um áherslur ESB í varnarmálum.
Richard Wright
baldura@mbl.is
París. AFP. | Jacques Chirac Frakk-
landsforseti hvatti í gær námsmenn
og aðra, sem tekið hafa þátt í mót-
mælaaðgerðum í París og víðar síð-
ustu dagana, til að sýna stillingu en
til harðra átaka kom í höfuðborginni
í fyrrakvöld. Hvatti hann ráðherra í
frönsku ríkisstjórninni til að hefja
þegar viðræður um umdeild ný lög,
sem ætlað er að draga úr atvinnu-
leysi ungs fólks.
Lögreglan í Frakklandi reiknar
með að allt að ein milljón manns taki
þátt í mótmælagöngu sem samtök
námsmanna og verkalýðsfélög hafa
boðað í dag, laugardag. Chirac lýsti
hins vegar þeirri von að þessi ganga
færi friðsamlega fram. Koma þyrfti í
veg fyrir að atburðir fimmtudags-
kvölds endurtækju sig, en þá tók allt
að hálf milljón manns þátt í mótmæl-
um í helstu borgum Frakklands.
Kom til harðra átaka milli lög-
reglu og hópa ungmenna í nágrenni
Sorbonne-háskóla í París, kveikt var
í bílum og skemmdir unnar á nær-
liggjandi kaffihúsum.
Lögreglan beitti táragasi og
vatnsþrýstitækjum gegn ólátabelgj-
unum og handtók þrjú hundruð
manns. Kenndi Nicolas Sarkozy,
innanríkisráðherra Frakklands,
„þorpurum“ og „ólátabelgjum“ er
tilheyrðu hópum öfgahægri- og öfga-
vinstrimanna um atburðina. Einnig
nefndi hann unglinga á refilstigum
úr úthverfum Parísar, en hann sagði
slíka aðila hafa smyglað sér inn í
mótmæli námsmanna.
23% atvinnuleysi hjá ungu fólki
Deilt er um lög sem Dominique de
Villepin forsætisráðherra beitti sér
fyrir en þau fela í sér að fyrirtækjum
verði heimilt að segja upp ungu fólki,
yngra en 26 ára, þegar þeim hentar á
fyrstu tveimur starfsárum þess hjá
viðkomandi fyrirtækjum. Tilgangur
laganna er sagður sá að gera at-
vinnuumhverfið opnara og hvetja
vinnuveitendur til að ráða ungt fólk í
ríkari mæli til starfa, en um 23% at-
vinnuleysi er meðal ungs fólks á
landsvísu og mun meira í sumum fá-
tækari hverfum stórborganna.
Chirac hvetur til viðræðna
Eldar brunnu og bílar voru eyði-
lagðir í átökunum í Sorbonne.
Haag. AFP. | Eng-
ar vísbendingar
hafa fundist um
að eitrað hafi ver-
ið fyrir Slobodan
Milosevic, fyrr-
verandi forseta
Júgóslavíu, en
hann fannst látinn
í fangaklefa sín-
um í Haag í Hol-
landi sl. laugardag. Þetta kom fram í
máli forseta alþjóðastríðsglæpadóm-
stólsins í gær en stuðningsmenn Mil-
osevics og ættingjar hafa haldið því
fram að Milosevic hljóti að hafa verið
myrtur.
Fausto Pocar, forseti dómstólsins,
sagði einnig að engar leifar lyfsins ri-
fampicin hefðu fundist heldur, en um
er að ræða sýklalyf sem kynni að hafa
valdið því að hjartalyfin sem Milosev-
ic var á virkuðu ekki sem skyldi.
Útför Milosevics fer fram í Pozare-
vac í Serbíu í dag. Háttsettur erind-
reki Sósíalistaflokksins, sem Milos-
evic fór fyrir, sagði í gær að
fjölskylda hans myndi ekki vera við
útförina, sökum „hótana“ sem þau
hefðu sætt. Gert hafði verið ráð fyrir
því að Mira Markovic, ekkja Milosev-
ic, og sonur hans, Marko, kæmu til
Serbíu en þau eru búsett í Moskvu.
Ekkert
sem bendir
til eitrunar
Slobodan Milosevic