Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 31 MENNING ÁRLEG ráðstefna um barnabókmenntir verð- ur haldin í Gerðubergi í dag. Yfirskriftin að þessu sinni er „Heillandi heimur: goð, börn og valkyrjur“ og eins og nafnið gefur til kynna er norræn goðafræði og goðsagnir í brennidepli í ár. Það hefur borið á því á undanförnu í útgáfu barnabókmennta hér á landi að gömlu sög- urnar úr norrænni goðafræði eru endurnýttar og jafnvel settar í nýstarlegan búning. „Höf- undar eru í auknum mæli að gera sér mat úr þessum sögum og á nýjan hátt sem höfðar kannski betur til nýrra kynslóða,“ segir Ragn- heiður Gestsdóttir rithöfundur og einn af að- standendum hátíðarinnar. Tilgangur þessara ráðstefna er að hefja veg barnabókmennta og stuðla að aukinni fræði- legri umræðu um þessa deild bókmennta. „Sem betur fer vita margir að barnabók- menntir eru bókmenntir en ekki eitthvað alveg sérstakt fyrirbæri sem er bara fyrir börn. Svo virðist sem að stöðugt fleiri séu að gera sér grein fyrir mikilvægi barnabókmennta. Án öfl- ugra barnabókmennta eignumst við ekki les- endur framtíðarinnar.“ Fjölbreytt dagskrá Sölvi Sveinsson sagnfræðingur er fyrstur mælenda á ráðstefnunni og mun hann tala um endurnýtingu goðsagnanna í fyrirlestrinum „Goðafræði í endurvinnslu“. Ragna Kristín Gunnarsdóttir mun síðan halda erindi í tengslum við bók þeirra Þórarins Eldjárns, Völuspá, sem Kristín sá um að myndskreyta. Svo verður sagt frá nýrri bók sem er vænt- anleg á næstu misserum sem ber titilinn „Heil brú og aðrar sögur; sögur úr norrænni goða- fræði“. IBBY á Íslandi vinnur að útgáfu þess- arar bókar í samstarfi við Eddu og er þetta önnur bókin sem þessir aðilar standa að en fyrri bókin heitir Auga Óðins. Þarna verður einnig fulltrúi frá versluninni Nexus, Helgi Már Friðgeirsson, en hann mun kynna hlut- verkaleiki sem tengjast goðafræði og hafa vak- ið áhuga margra ungmenna á norrænni goða- fræði. Meiri virðing fyrir börnum Hvernig er staða barnabóka á Íslandi í dag? „Barnabækurnar sem eru gefnar út núna eru margar mjög vandaðar. Kannski eru höf- undar núna óhræddari við að gera meiri kröfur til sinna ungu lesenda. Þeir treysta þeim til að gera sér mat úr efni sem er ekki bara yfir- borðskennt og tóm afþreying. Það er kannski ein ástæðan fyrir því að goðsagnir og goða- fræðin hafa komið svolítið inn núna því þær eru leið til að segja hluti um lífið og tilveruna og leyfa börnum að spyrja spurninga og velta hlutum fyrir sér. Að sumu leyti held ég að það sé meiri virðing borin fyrir börnum.“ Hún tek- ur það þó sérstaklega fram að hún sé einungis að vísa í hluta af flórunni og auðvitað séu þarna síður góð verk á ferðinni líka. „Nýjar íslenskar bækur eru ef til vill færri en þær hafa verið en á móti höfum við fengið mikið inn af þýddum bókum sem er líka alveg nauðsynlegt.“ Bókmenntir | Barnabókaráðstefna í Gerðubergi í dag Barnabókmenntir og goðafræði Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Mynd af veggspjaldi ráðstefnunnar. FATAHÖNNUÐURINN Steinunn Sigurðardóttir mun sitja fyrir svör- um á Sjónþingi Gerðubergs sem fer fram á í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem fatahönnuður er á Sjónþingi en sama dag verður opnuð yfirlitssýn- ing á verkum Steinunnar í Gerðu- bergi. Stjórnandi Sjónþings í þetta skipt- ið er Sigríður Sigurjónsdóttir Pró- fessor og yfirmaður Þrívíðrar hönn- unar í Listaháskóla Íslands og spyrlar eru Páll Hjaltason arkitekt og eigandi +Arkitekta og Gunnar Hilmarsson yfirhönnuður hjá Day Merger Mikkalsen Copenhagen. „Við ætlum að fara í gegnum feril Steinunnar, frá því að hún er lítil stelpa í handavinnu hérna á Íslandi og þangað til hún kemur aftur heim, eftir að hafa unnið fyrir stóru hönn- uðina, og fer að vinna í því að setja á laggirnar sitt eigið fyrirtæki og fata- línu,“ segir Sigríður og bætir við að þau ætli að varpa ljósi á sögu og feril Steinunnar og hvernig hlutirnir fara fram innan tískuheimsins. „Við erum með mikið efni og sýnum myndskeið í tengslum við það sem við erum að fjalla um á hverjum tíma. Þegar við erum búin að fara yfir ferilinn og spjalla saman þá er gefinn tími fyrir spurningar frá áheyrendum út í sal.“ Að sögn Sigríðar verður þetta létt og skemmtilegt en jafnframt mjög fróðlegt Sjónþing. „Það var tíma- bært að fjalla um fatahönnuð á Sjón- þingi og þá sérstaklega svona mann- eskju sem hefur gert svo margt og náð svona langt. Sem fatahönnuður er Steinunn mjög íslensk og sér- staklega vandvirk. Allt sem hún tek- ur sér fyrir hendur vinnur hún í botn, hún er kannski að vinna með sama efnið í mörg ár en það er samt aldrei neitt eins hjá henni, hún kynnist efn- inu vel og nær góðum tökum á því og það er hennar styrkleiki. Það fylgir ákveðið frelsi því að ná fullkomnum tökum á þeim efnivið sem unnið er með.“ Sjónþingið hefst kl. 13.30 og stend- ur til kl. 16.00, aðgangur er ókeypis á bæði Sjónþingið og sýninguna. Hönnun | Sjónþing um Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð Frá handavinnutímum til hátískunnar Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Vefsíðan hjá Símanum er: www.siminn.is/steinunn Morgunblaðið/Ásdís Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður verður spurð út í feril sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.