Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Íumræðu um íslenskt málundanfarnar vikur hefurþví oft verið haldið framað beygingarkerfi íslensku sé í molum. Yfirlýsingar í þessa veru koma umsjónarmanni á óvart og eru reyndar ekki í sam- ræmi við það sem hann þykist vita. Um alllangt skeið hef ég leitast við að fylgjast með mál- notkun og breytingum á henni. Mér til glöggvunar hef ég safnað dæmum úr mæltu máli og rituðu og flokkað álitamálin eftir efni, t.d. orðfræði, beygingarfræði, setningafræði, hljóðfræði, erlend áhrif og framsetning. Flest dæmanna sem ég hef safnað eru af sviði setningafræði en einnig falla fjölmörg undir orðfræði og erlend áhrif. Hins vegar falla fremur fá dæmi undir beyging- arfræði. M.a. með vísan til þessa telur undirritaður að íslensk beygingarfræði sé traust og breytingar á sviði hennar séu óverulegar – en öðru máli gegnir um setningafræði (sambeygingu, samræmi o.fl.). En nú skal vikið að nokkrum dæmum um óreglu í beygingu. Nafnorðið hundrað beygist jafnan svo: hundrað-hundrað- hundraði-hundraðs; hundruð- hundruð-hundruðum-hundraða, hk. Úr talmáli er kunn fleirtölu- myndin ?hundruðir og á hún rætur að rekja til fleirtölumynd- anna milljónir, þúsundir. Enn fremur bregður myndinni ?hundruða (ef.flt.) alloft fyrir og er hún í samræmi við flt.- myndina ?hundruðir. Eftirfar- andi dæmi samræmast ekki mál- venju: Þeir notist við úrelt kort og erfitt sé að skilja hvert þær hundruðið [þau hundruð] millj- óna sem lagðar eru í stofnunina fari (Blaðið 7.1.06); Hefur hundruð þúsundum [hundruðum þúsunda] króna ver- ið stolið með þessum hætti (Frbl. 10.2.06) og ... í göngu hundruða [hundraða] þúsunda trúðara sjía- múslima (Frbl. 10.2.06). Nafnorðið breyting (og önnur orð sem enda á -ing) beygist svo: breyting-breytingu/(breyting)- breytingu-breytingar; breyt- ingar-breytingar-breytingum- breytinga, kvk. Þolfallsmyndin breyting er forn og aðeins notuð í hátíðlegu máli (frumvarp til laga um breyting á lögum). Í nútímamáli gætir þess hins vegar nokkuð að notaðar séu ef.-myndir af gerð- inni breytingu og kann þar að gæta áhrifa frá veikum kven- kynsorðum. Eftirfarandi sam- ræmast því ekki málvenju: Veg- inum er lokað vegna lagningu [lagningar] bundins slitlags (2004); Frá því að starf við fram- kvæmd styttingu [styttingar] fór af stað fyrir hálfum öðrum ára- tug (27.1.06) og skuldir vegna Flugstöðvarinnar og byggingu [byggingar] hennar (26.6.05). Nafnorðið brún er nokkuð margbrotið í beygingu. Í nú- tímamáli beyg- ist það jafnan svo: brún-brún- brún-brúnar; brúnir/brýn- brúnir/brýn- brúnum-brúna, kvk. Fleirtölu- myndin brýr er kunn frá 17. öld en er ekki talin rétt. Hana má rekja til þess að fleirtalan brýnnar [af brún] og brýrnar [af brú] falla saman í framburði: bríddnar. Í nútímamáli getum við sagt hvort sem er: mála á sér augnabrúnirnar eða mála á sér augnabrýnnar (ekki augabýrn- ar). Fleirtölumyndin brýn er notuð í föstum orðasamböndum, t.d.: bera e-m e-ð á brýn; hnykla brýnnar; láta brýnnar síga og setja/hleypa í brýnnar. — Eft- irfarandi dæmi samræmist hins vegar ekki málvenju: hnykla brýr (Mbl. 15.1.06). Önnur dæmi um frávik frá beygingarreglum málsins eru auðfundin, t.d.: var í gær dæmd- ur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa aflað fé [fjár] með ólögleg- um hætti fyrir baráttu föðurs [föður] síns um formannsemb- ætti (Frbl. 15.2.06); í ljósi mis- heppnaðs samningafunds [-fund- ar] í Washington (Sjónv. 20.10.05) og Líkt og risastór hendi [hönd] væri að hrista húsið (Frbl. 25.10.05). Fleyguðu (tvíyrtu) fornöfnin hver annar (fleiri en tveir) og hvor annar (tveir) eru að sumu leyti vandmeðfarin. Samkvæmt málvenju sambeygist fyrri lið- urinn jafnan því orði sem hann vísar til, t.d.: Mennirnir tveir þekkja hvor annan. Í nútímamáli er stundum farið með þessi for- nöfn sem eina heild, fyrri lið- urinn beygist þá með síðari liðn- um, t.d.: ?Mennirnir tveir þekkja hvorn annan. Dæmi af þessum toga eru eftirfarandi: taka þann- ig á mistökum að starfsmenn læri af þeim og læri af mistökum hvers annars [og hver læri af mistökum annars] (Mbl. 31.1.06); Í stjórnmálum eru allir að svíkja hvern [hver] annan (Blaðið 19.9.05); láta þær [hryssurnar] kynnast hverjar [hver] annarri (Sjónv. 7.11.05); Guð hefur sætt heiminn við sig og gerst einn af okkur svo að við megum kannast hvað [hvert] við annað (Frbl. 1.12. 05) og Menn vissu alltaf hvar þeir höfðu hvern [hver] annan (Blaðið 4.2.06). Í dæmunum hér að ofan vísar hver/hvor til nefnifalls (frum- lags) og eru slík dæmi algengust í nútímamáli. Sambeygingu er vitaskuld haldið ef viðmiðunar- orðið stendur í aukafalli, t.d.: Ég geng út frá því að þeim [Friðrik og Mary] þyki vænt um hvort annað [hvoru um annað] (Blaðið 5.11.05). Úr handraðanum Í Ólafs sögu helga segir frá því að konungur áseildist Gríms- ey. Sumir tóku þessari málaleit- an vel en fræg eru viðbrögð Ein- ars þveræings. Hann sagði (með nútíma stafsetningu): „En um Grímsey er það að ræða, ef það- an er engi hlutur fluttur, sá er til matfanga er, þá má þar fæða her manns. Og ef þar er útlendur her og fari þeir með langskipum þaðan, þá ætla ég mörgum kot- bóndunum munu þykkja verða þröngt fyrir durum“. Þar með lauk málinu: „var öll alþýða snú- in með einu samþykki, að þetta skyldi eigi fást.“ Þessa frásögn er víða að finna í fornu máli og til hennar má rekja orða- sambandið þröngt er fyrir dyr- um eða e-m þykir þröngt fyrir dyrum. Það lifir enn góðu lífi í nútímamáli, t.d.: yrði þá þröngt fyrir dyrum hér ... ef vaxtastefn- an gengi þvert á aðstæður í efnahagslífi okkar (Mbl. 14.10.05). Fleyguðu (tvíyrtu) for- nöfnin hver annar (fleiri en tveir) og hvor annar (tveir) eru að sumu leyti vand- meðfarin. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 73. þáttur AF UMRÆÐU síðustu daga og vikna í fjölmiðlum mætti ætla að helsti tilgangur með akstri flutn- ingabíla um þjóðvegi landsins væri að brjóta niður vegina og í leiðinni að valda annarri umferð fólks- bíla óþægindum og skapa vegfarendum lífshættu. Það er að sjálfsögðu ekki raun- in. Hraðir og skilvirk- ir vöruflutningar gegna lykilhlutverki í því að verslun, þjón- usta og iðnaður á Ís- landi geti á hag- kvæman hátt uppfyllt þarfir sinna viðskiptavina. Þeir eru sömuleiðis undirstaða þess að fyr- irtæki sem eiga sína helstu mark- aði á höfuðborgarsvæðinu eða er- lendis geti staðsett sína starfsemi á landsbyggðinni. Einnig eru þeir lífsnauðsynlegir til þess að tryggja að fólk geti valið sér búsetu hvar sem er á landinu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að hafa ekki eðlilegan aðgang að nauð- synjavörum. Það eru því sameiginlegir hags- munir allra, bæði flutningafyr- irtækja og annarra fyrirtækja í verslun, þjónustu og iðnaði, sem og einstaklinga sem neytenda og sem vegfarenda að uppbygging vega- kerfisins á Íslandi sé með þeim hætti að hún mæti þörfum nútímans um hraðar og greiðar sam- göngur. Styttri vega- lendir og betri vegir þýða lægri flutnings- kostnað, lægra vöru- verð og öruggari um- ferð. Um það markmið vilja SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu fylkja liði. Þróun vöruflutn- inga á landi Á síðustu árum hafa orðið örar breytingar í vöruflutn- ingum innanlands. Magn hefur aukist stöðugt, flutningatækni hef- ur breyst, kröfur um hraða í flutn- ingum hafa aukist mikið og þjón- ustustig hefur hækkað. Allt eru þetta afleiðingar af breyttum þörf- um markaðarins. Þessir vöruflutn- ingar eru eðli málsins samkvæmt mjög fjölbreyttir. Fyrir utan þær vörur sem fluttar eru í hefð- bundnum flutningabílum eða í gám- um, má einnig nefna flutninga á mjólk, fóðurvörum, olíu, jarðvegs- efnum o.fl. sem flutt er í sérhæfð- um flutningabílum. Aukið flutningsmagn kallar á fleiri og öflugri flutningstæki. Vörur eru fluttar með bílum, skip- um og flugvélum. Hinn almenni borgari verður að sjálfsögðu fyrst og fremst var við umferð flutn- ingabíla. Umferð þungaflutn- ingabíla hefur engu að síður vaxið með mjög svipuðum hraða og önn- ur umferð bifreiða síðustu ár. Hlut- fall umferðar þungaflutninga- bifreiða á þjóðvegum er að meðaltali um 6,5% af allri umferð. Þjónustukröfur markaðarins Á sama tíma og flutningsmagn hefur aukist jafnt og þétt hefur markaðurinn, þ.e. þeir aðilar sem eiga þessa vöru sem verið er að flytja, gert síauknar kröfur um hraðari og tíðari þjónustu. Fyr- irtæki vilja liggja með sem minnst- an lager til að lágmarka fjárbind- ingu og áhættu sem því fylgir. Neytendur vilja fá daglega nýjar og ferskar vörur. Í dag eru í boði daglegar ferðir milli Reykjavíkur og nær allra þéttbýlisstaða á land- inu og sömuleiðis milli fjölmargra staða á landsbyggðinni. Uppbygging vegakerfisins Auknir flutningar vöru á landi eru því staðreynd sem komin er til að vera. Á sama tíma fjölgar stöð- ugt fólksbílum í umferðinni. Það vantar hins vegar mikið upp á að uppbygging á vegakerfi landsins hafi fylgt þessari þróun eftir. Þessu þarf að breyta, öllum til hagsbóta. Þar er bæði um að ræða breyt- ingar á þjóðvegakerfinu en einnig að tryggja betri og greiðari sam- göngur innan Reykjavíkur. Það er til lítils að stytta tíma og vega- lengdir milli höfuðborgar og lands- byggðar ef umferðin situr svo föst á Sæbrautinni. Árið 2005 voru tekjur ríkissjóðs af innflutningi og notkun bifreiða um 47 milljarðar. Aðeins um þriðj- ungur af þeirri upphæð fór til við- halds og uppbyggingar vegakerf- isins. Síðustu misserin hefur mikið verið rætt um lagningu Sunda- brautar, tvöföldun Hvalfjarðar- ganga og svo nýlega um breikkun Suðurlandsvegar að Hveragerði og Vesturlandsvegar í Borgarnes. Öll þessi verkefni og fleiri sem ekki verða tíunduð hér þarf að ráðast í sem fyrst. Þau eru hvert um sig mikilvægir þættir í að ná fram því markmiði SVÞ sem fyrr var til- greint, að stytta vegalendir og bæta vegi og þannig að lækka flutningskostnað, lækka vöruverð og skapa öruggari umferð. Ljótir karlar eða lífæð verslunar og þjónustu? Tryggvi Þór Ágústsson fjallar um vöruflutninga á landi Tryggvi Þór Ágústsson ’Á sama tíma og flutn-ingsmagn hefur aukist jafnt og þétt hefur mark- aðurinn, þ.e. þeir aðilar sem eiga þessa vöru sem verið er að flytja, gert sí- auknar kröfur um hrað- ari og tíðari þjónustu.‘ Höfundur er forstöðumaður flutn- ingasviðs SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. MEÐ TILKYNNINGU um brotthvarf F-15 orrustuþotna og þyrlusveitar varn- arliðsins í haust er ljóst að miklar breyt- ingar verða á starf- semi Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar. Síðastliðin ár höfum við slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli verið í algjörri óvissu um framtíð okkar auk þess sem fækkað hefur verið gífurlega í slökkviliðinu eða um 30 prósent. Nú stöndum við frammi fyrir þessum spurningum: Hver er framtíð okkar? Hvert verður rekstrarform slökkviliðsins í náinni framtíð? Og síðast en ekki síst, hve margir munu missa vinnuna sína? Þótt varnarliðið hverfi á braut er ljóst að þörfin fyrir slökkvilið er fyrir hendi á Keflavík- urflugvelli. Svo er spurning hvað þarf marga starfsmenn til að halda uppi lágmarksöryggi samkvæmt alþjóðastöðlum (ICAO) um al- þjóðaflugvelli. Nú er það í höndum stjórnmála- manna og embættismanna hvernig best verður úr þessu unnið, að hagsmuna allra verði sem best gætt, þ.e.a s. núverandi starfs- manna slökkviliðs og snjóruðn- ingsdeildar svo og öryggi flug- umferðar um Keflavíkurflugvöll. Í þessu ljósi ber að skoða hvaða kostir koma til greina. SHS taki reksturinn yfir Íslenska ríkið yfirtekur starf- semi slökkviliðsins og býður hana væntanlega út eða semur við ein- hvern einn aðila um reksturinn. Verði reksturinn boðinn út og samið við lægstbjóðanda er hætt við að arðsemi yrði um of höfð að leiðarljósi á kostnað öryggis og margir myndu missa vinnu sína. Verði hins vegar samið við traust- an aðila eins og Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins (SHS) er að mínu mati tryggt að öllum örygg- iskröfum verði fullnægt og SHS ætti jafnframt að geta tryggt nú- verandi starfsmönnum áframhald- andi vinnu. Ég er þess fullviss að langflestir starfsmanna Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar eru fylgjandi því að SHS taki við rekstrinum. Kostirnir eru aug- ljósir. SHS er nú þeg- ar, ásamt okkur á Keflavíkurflugvelli, leiðandi hvað varðar allt slökkvi- og björg- unarstarf á Íslandi. SHS sér um slökkvilið Reykjavíkurflugvallar og hefur því nú þegar reynslu af rekstri flugvallarslökkviliðs. Með sameiningu yrði til mjög stór, öflug og hagkvæm eining þar sem hægt væri að samræma tækjakost og þjálfun starfs- manna. Ekki má slaka á öryggiskröfum Einnig er það um- hugsunarefni fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum hvort ekki sé nú tækifæri til að semja við SHS um sameiningu Bruna- varna Suðurnesja og SHS eins og viðræður virðast vera um á milli SHS annars vegar og Brunavarna Árnessýslu og Slökkviliðs Akra- ness hins vegar. Með slíkri sam- einingu yrði til gífurlega öflugt al- hliða slökkvi- og björgunarlið sem væri betur í stakk búið að mæta þeim kröfum sem eru gerðar til slökkviliða í dag. Hvernig svo sem mál þróast er það krafa okkar slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli að ekki verði slakað á þeim kröfum sem gerðar eru til slökkviliðsins á Keflavík- urflugvelli í dag er varða mannafla, kunnáttu og tækjabún- að, því öryggi þeirra sem við þjón- um má alls ekki skerða á neinn hátt. Það er mín persónulega skoðun að affarasælast yrði að semja við SHS því þannig yrði okkar málum og öryggi flug- umferðar um Keflavíkurflugvöll best borgið. Framtíð Slökkvi- liðs Keflavíkur- flugvallar Skafti Þórisson fjallar um sameiningu slökkviliða Skafti Þórisson ’Ég er þess full-viss að lang- flestir starfs- manna Slökkvi- liðs Keflavíkur- flugvallar eru fylgjandi því að SHS taki við rekstrinum.‘ Höfundur er formaður Félags slökkviliðsmanna á Keflavík- urflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.