Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 51
undir stjórn Rannveigar Káradóttur. Allir vel-
komnir.
GARÐAKIRKJA: Hátíðarmessa kl.14 í til-
efni 40 ára afmælis Garðakirkju. Hr. Sig-
urbjörn Einarsson predikar og sr. Friðrik J.
Hjartar, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og
Nanna Guðrún Zoega djákni þjóna fyrir alt-
ari. Messukaffi í Garðarholti strax að lok-
inni athöfn. Allir velkomnir.
BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli
kl.11 í sal Álftanesskóla. Umsjón með
sunnudagaskólanum hafa Kristjana, Ás-
geir Páll, Sara og Oddur. Allir velkomnir.
NJARÐVÍKURKIRKJA: Fermingarmessa
kl.11. Fermdir verða Guðlaugur Grétar Þor-
steinsson Kópubraut 11. og Jón Ingi
Sveinsson Fífumóa 3a. Kór Njarðvíkurkirkju
syngur undir stjórn Dagmar Kunákovu.
Meðhjálpari Kristjana Gísladóttir. Sunnu-
dagaskólinn verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl.
11 og verður börnum ekið frá Safn-
aðarheimili Njarðvíkurkirkju kl.10.45. Síð-
asta skipti á þessum vetri.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl.11 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurð-
ardóttur, Natalíu Chow Hewlett og Arnars
Inga Tryggvasonar. Kirkjutrúðurinn mætir.
Síðasta skipti á þessum vetri.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11 árd. Prestur: Sr. Sig-
fús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju
leiðir söng. Organisti og stjórnandi: Hákon
Leifsson. Barnakór Keflavíkurkirkju syngur.
Kaffi og djús eftir guðsþjónustu. Meðhjálp-
ari: Helga Bjarnadóttir. Lofgjörðar- og
bænasamvera í kirkjunni kl. 20. Gospelkór
Suðurnesja kemur fram.
BORGARPRESTAKALL: Barnaguðsþjón-
usta kl 11.15. Messa kl 14. Kór eldri borg-
ara syngur undir stjórn Jóns Þ. Björns-
sonar. Messukaffi í safnaðarheimilinu að
lokinni athöfn. Guðsþjónusta á Dval-
arheimili aldraðrar kl 15.30. Sókn-
arprestur.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Oddfellowfélagar mæta og lesa ritning-
arvers. Geirþrúður Charlesdóttir Odd-
fellowsystir predikar. Kaffi í forkirkju að at-
höfn lokinni. Allir velkomnir.
AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Lok
kirkjuviku. Sr. Óskar H. Óskarsson. Félagar
úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Ey-
þór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í safn-
aðarheimili á sama tíma. Guðsþjónusta á
Hlíð kl. 15.
GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa
kl 11. Sameiginlegt upphaf. Sr. Gunnlaugur
Garðarsson þjónar. Félagar úr Kór Gler-
árkirkju leiða söng. Organisti er Hjörtur
Steinbergssson. Foreldrar munið eftir
barnastarfinu, góðar og gefandi samvistir
fyrir börn sem fullorðna.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Bæn kl. 16.30. Alm. sam-
koma kl. 17 í umsjón kvennanna. Lilja Sig-
urðardóttir talar. Allir velkomnir
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta
verður fyrir allt prestakallið í Möðruvalla-
kirkju kl. 14. Gídeonmenn kynna félag sitt.
Þórir Páll Agnarsson frá Hjalteyri predikar.
Messukaffi á prestssetrinu á eftir. Allir
hjartanlega velkomnir. Sóknarprestur.
LAUFÁSPRESTAKALL: Grenilundur: Guðs-
þjónusta kl. 16.
Svalbarðskirkja: Kyrrðarstund kl. 21.
Grenivíkurkirkja: Kyrrðarstund mánudags-
kvöldið 20. mars kl. 20.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. Messa kl. 14. Mánudag 20. mars er
kyrrðarstund kl. 18. Biblíulestur (Skóli
Orðsins) kl. 20:30-21:30. Sóknarprestur
ÞYKKVABÆJARKIRKJA: Messa kl. 11.
Guðspjallstexti: Jesús rak út illan anda
(Lúk. 11). Organisti Nína María Morávek.
Sóknarprestur.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 11.
Egill Hallgrímsson.
SÓLHEIMAKIRKJA í Grímsnesi: Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir
altari og prédikar. Organisti er Edda Jóns-
dóttir. Ritningarlestra les Lárus Sigurðs-
son. Kaffihúsið Græna kannan er opið eftir
guðsþjónustuna. Verið öll hjartanlega vel-
komin að Sólheimum.
ÚLFLJÓTSVATNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14. Egill Hallgrímsson.
MOSFELLSKIRKJA GRÍMSNESI: Föstu-
messa miðvikudagskvöld 22. mars kl.
20.30. Sr. Arngrímur Jónsson og sr. Guð-
mundur Óli Ólafsson annast prestsþjón-
ustuna ásamt sr. Agli Hallgrímssyni. Sókn-
arprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Léttur há-
degisverður eftir athöfnina. Barna- og fjöl-
skyldusamkoma kl. 11.15. Eygló J. Gunn-
arsdóttir, djákni, og Guðbjörg Arnardóttir,
cand. theol., annast um stundina. Sigfús
Ólafsson leikur á píanó undir sönginn.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra sér-
staklega hvött til þess að koma. Tíðagjörð
þriðjud.–föstud. kl. 18:15. Kirkjuskóli í Fé-
lagsmiðstöðinni við Tryggvagötu þriðjudag
21. mars kl. 14. Foreldramorgunn miðviku-
daginn 22. mars kl. 11. Opið hús. Hressing
og spjall. Sr. Gunnar Björnsson.
GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14.
HVERAGERÐISKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11 með þátttöku ferming-
arbarna o.fl. ungmenna. Fundur með ferm-
ingarbörnum og foreldrum eftir
guðsþjónustuna. Léttar veitingar í boði
kirkjunnar.
Kotstrandarkirkja: Aðalsafnaðarfundur kl.
13. Guðsþjónusta kl. 14. Hjúkrunarheim-
ilið Ás: Guðsþjónusta kl. 15. Sókn-
arprestur.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 51
MESSU KIRKJUSTARF
Innsetning djákna
og aðalsafnaðarfundur
Árbæjarkirkju
SUNNUDAGINN 19. mars í tónlist-
arguðsþjónustu kl. 11 mun sr. Gísli
Jónasson, prófastur Reykjavík-
urprófastdæmis eystra, setja Mar-
gréti Ólöfu Magnúsdóttir formlega
inn í embætti djákna við Árbæj-
arkirkju. Steinarr Magnússon söngv-
ari syngur ásamt kirkjukór, stjórn-
andi er Krisztina Kalló Szklenár.
Prestar kirkjunnar sr. Þór Hauksson
sr. Sigrún Óskarsdóttir munu þjóna
fyrir altari. Eftir guðsþjónustuna er
aðalsafnaðarfundur. Rétt til setu á
þeim fundi hefur safnaðarfólk.
Venjuleg aðalfundarstörf. Sunnu-
dagaskólinn er á sama tíma í safn-
aðarheimili kirkjunnar.
Tónleikar íslenska
kórsins í Dublin
ÍSLENSKI kórinn í London heldur
tónleika í St. Werburgh’s kirkjunni í
Dublin sunnudaginn 25. mars næst-
komandi og hefjast þeir klukkan 15.
Stjórnandi kórsins er Margrét Sig-
urðardóttir og sungin verða íslensk
verk. Aðgangseyrir er 5 evrur og
einsöngvarar með kórnum eru þau
Eyjólfur Eyjólfsson, Hafsteinn Þór-
ólfsson og Þóra Hallgrímsdóttir.
Freddie Filmore
í Kefas
SUNNUDAGINN 19. mars er sam-
koma kl. 14:00. Freddie og Carroll
Filmore verða gestir okkar í dag og
ætlar Freddie að flytja okkur Orð
Guðs. Lofgjörð og fyrirbænir. Barna-
starf á samkomutíma og kaffisala á
eftir. Allir eru hjartanlega velkomn-
ir.
Þorvaldur í Seljakirkju
SUNNUDAGINN 19. mars verður
guðsþjónusta með altarisgöngu kl.
20.00 í Seljakirkju. Sr. Bolli Pétur
Bollason prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Þorvaldur Halldórsson tónlist-
armaður leiðir létta og góða tónlist.
Kór Seljakirkju styður við sönginn
undir stjórn Jóns Bjarnasonar, tón-
listarstjóra Seljakirkju. Verið vel-
komin
Bjarni Ara í
Dómkirkjunni
ÆÐRULEYSISMESSA verður í
Dómkirkjunni sunnudagskvöldið 19.
mars kl. 20.
Prestarnir Anna Sigríður Páls-
dóttir, Karl V. Matthíasson og Ólafur
Jens Sigurðsson leiða messuna. En
Bræðrabandið þeir Hörður Braga
píanóleikari, Birgir Braga bassaleik-
ari og Hjörleifur Valsson annast
hljóðfæraundirleik og Bjarni Ara
söngvari syngur og leiðir almennan
söng. Þá mun leikmaður deila
reynslu sinni með kirkjugestum.
Æðruleysismessurnar eru jákvæð-
ar og góðar messur sem byggja upp,
hugga uppörva og veita gleði.
Þú ert hjartanlega velkomin(n)
Dómkirkjan.
Skaftfellingamessa
í Breiðholtskirkju
Á MORGUN, sunnudaginn 19. mars,
kl. 14 verður svokölluð Skaftfell-
ingamessa í Breiðholtskirkju í
Mjódd.
Í þessari messu munu þjóna allir
þeir prestar sem til náðist, sem þjóna
eða hafa þjónað söfnuðum Vestur-
Skaftafellssýslu. Þá mun Söngfélag
Skaftfellinga syngja ásamt með-
limum úr kirkjukórum Kirkjubæj-
arklausturs- og Víkurprestakalla.
Stjórnandi Söngfélagsins er Violeta
Smid, en einnig munu organistar
Skaftfellinga, þau Brian Haroldsson,
Kristín Björnsdóttir og Kristín
Waage ásamt organista Breiðholts-
kirkju, Keith Reed, taka þátt í mess-
unni. Einnig munu þau Sigurður
Þengilsson og Unnur Sigmarsdóttir
syngja einsöng við undirleik Pavel
Manásek.
Að messu lokinni verða síðan
kaffiveitingar í safnaðarheimili
kirkjunnar, sem seldar verða til
styrktar starfi Söngfélags
Skaftfellinga og mun kórinn syngja
nokkur lög að því tilefni.
Það er okkur í Breiðholtssókn sér-
stök ánægja að fá að standa að þess-
ari Skaftfellingamessu, enda vill svo
til að báðir prestarnir sem þjóna við
kirkjuna hafa áður þjónað í Vestur-
Skaftafellssýslu. Við viljum hvetja þá
Vestur-Skaftfellinga, sem búsettir
eru hér á höfuðborgarsvæðinu, að
nota þetta tækifæri til að hittast og
hitta hópinn sem kemur að austan
með því að taka þátt í messunni og
eiga síðan góða stund í safn-
aðarheimilinu á eftir. Verið öll hjart-
anlega velkomin í Breiðholtskirkju!
Aðalsafnaðar-
fundur í Fríkirkjunni
í Reykjavík
AÐALSAFNAÐARFUNDUR er í
kirkjunni að lokinni messu og kaffi-
sopa með kleinum í forkirkju. Mess-
an er kl. 14 í umsjá Ásu Bjarkar
Ólafsdóttur og Hjartar Magna Jó-
hannssonar sem jafnframt prédikar.
Altarisganga.
Hvetjum við söfnuðinn sérstaklega
til að koma og taka þátt í fundinum.
Verkefnisstjóri
Leikmannaskólans
MIÐVIKUDAGINN 22. mars hefst í
Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar
námskeið um trú og sjálfsmynd.
Kennari á námskeiðinu er sr. Vigús
Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur.
Á námskeiðinu verður fjallað um
hvaða þættir grundvalla sjálfsmynd
okkar og hvernig kristin trú fjallar
um persónu okkar. Einnig verður
fjallað um hvernig trúin getur vernd-
að sjálfsmynd okkar og nýst í sjálfs-
myndarvinnu og komið verður inn á
þætti í lífi einstaklinga sem ógna
sjálfsmynd þeirra og þá sérstaklega í
þeim tíðaranda sem ríkir. Verkefni
verða unnin í tengslum við nám-
skeiðsefnið. Námskeiði er haldið í
Grensáskirkju og hefst kl. 18. Kennt
er í þrjú skipti, tvo tíma í senn.
Skráning fer fram í síma 535 1500
eða á vef Leikmannaskólans,
www.kirkjan.is/leikmannaskoli.
Málþing um
hag geðfatlaðra
SUNNUDAGINN 19. mars kl. 12.30 -
14.30 verður haldið málþing í safn-
aðarheimili Laugarneskirkju um hag
geðfatlaðra.
Aðstandendur málþingsins eru
Geðhjálp, Vin - athvarf Rauða kross
Íslands fyrir geðfatlaða, Laug-
arneskirkja, Þjónustumiðstöð Laug-
ardals og Háaleitisog Heilsugæslan
Lágmúla. Markmið þessa málþings
er að safna upplýsingum og skapa
umræður um aðstæður geðfatlaðra í
samfélagi okkar. Auk þess að hlýða á
raddir Guðbjargar Sveinsdóttur for-
stöðukonu hjá Vin og Sigursteins
Mássonar formanns Geðhjálpar, mun
fulltrúi geðfatlaðra fara í pontu og
Svanur Kristjánsson prófessor mun
ávarpa fundinnsem aðstandandi.
Borgarstjórinn Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir setur þingið og tónlist-
armaðurinn Kristján Kristjánsson
gleður okkur með söng sínum og
nærveru. Fyrirspurnir og umræður
verða í lok fundar, en fundarstjórar
eru Guðrún K. Þórsdóttir djákni á
Hátúni 10 og 12 og Bjarni Karlsson
sóknarprestur í Laugarneskirkju. Er
ástæða til að hvetja allt fólk til þátt-
töku í þessu mikilvæga samtali með
það að markmiði að brúa það hyldýpi
sem er milli lífskjara geðfatlaðra og
annarra samborgara okkar.
Garðakirkja 40 ára
HÁTÍÐARMESSA verður í Garða-
kirkju á Garðarholti sunnudaginn
19. mars kl.14. Hr. Sigurbjörn Ein-
arsson predikar og sr. Friðrik J.
Hjartar, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
og Nanna Guðrún Zoega djákni
þjóna fyrir altari. Jóhann Baldvins-
son organisti leiðir lofgjörðina ásamt
kór Vídalínskirkju. Strax að lokinni
athöfn verður kaffi í umsjá kven-
félags Garðabæjar samkomuhúsinu
Garðaholti.
Þar mun sr.Bragi Friðriksson
fyrrverandi sóknarprestur í Garða-
bænum ávarpa samkomuna. Þennan
sama dag er messa með Taize tónlist
í Vídalínskirkju kl.11 og einnig er
sunnudagaskóli á sama tíma. Sjá
www.gardasokn.is. Allir velkomnir.
Aðalsafnaðarfundur í
Hafnarfjarðarsókn
AÐALSAFNAÐARFUNDUR í Hafn-
arfjarðarsókn verður haldinn
19.mars nk. í safnaðarheimili Hafn-
arfjarðarkirkju og hefst fundurinn
að lokinni messu sem hefst kl.11.
Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór
, nemandi í Tónlistarskóla Hafn-
arfjarðar syngur einsöng.
Menningarvaka á föstu
MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 22. mars
kl. 20 verður haldið menningarkvöld
í Fella- og Hólakirkju. Kór Fella- og
Hólakirkju syngur eina fegurstu
kafla úr Requiem, Sálumessu eftir
Mozart og Fauré undir stjórn Lenku
Mateovu. Einsöngvari er Þorvaldur
Þorvaldsson og undirleikari er Peter
Máté. Upplestur á ljóðum og pass-
íusálmum.
Morgunblaðið/Ómar
Bíldudalskirkja
BÍLDUDALSKIRKJA verður 100 ára 2. desember nk. Af
því tilefni sem og af brýnni nauðsyn hefur verið ráðist í
veigamiklar endurbætur á henni. Til þess nýtur sókn-
arnefndin fjáhagsstuðnings Jöfnunarsjóðs sókna og Húsa-
friðunarsjóðs svo sem reglur standa til. Þrátt fyrir það
vantar talsvert á að sóknarnefndin geti staðið undir áætl-
uðum kostnaði nauðsynlegra framkvæmda, enda duga
sóknargjöld vart fyrir eðlilegum rekstri.
Því er ljóst að nú þurfa velunnarar Bíldudalskirkju að
koma til skjalanna. Við erum mörg sem Bíldudalur stend-
ur hjarta nærri, og varla er nokkuð sem hefur viðlíka þýð-
ingu fyrir sögu og samfélag Bílddælinga sem kirkjan
þeirra. Hún er tákn um þorpsmyndun og það menningar-
samfélag sem þar mótaðist. Það geymir í sögu sinni við-
burði og minningar um fólk sem hefur haft áhrif á líf okkar
hvers og eins sem þar höfum alið aldur.
Vonandi er að úr sjóðum hins opinbera verði leyst fé í
þessu skyni einkum á þeirri forsendu að um einstaka
byggingu er að ræða, sérstakt tákn um list hins merka
byggingamanns Rögnvaldar Ólafssonar. Mest mun þó
muna um frjálsar gjafir þeirra sem eiga taugar til Bíldu-
dalskirkju og nú er kallað eftir þeim undir kjörorðinu:
Bílddælingar, samtaka nú! Markmiðið er að allir gefi eitt-
hvað.
Allir, sem telja sig eiga Bíldudal þökk að gjalda, geta
sýnt þakklæti sitt með því að leggja fram eftir ástæðum.
Börn sem gamalt fólk ættu að vera með í þeirri hreyfingu
sem drýgja vill menningardáð, sýna samstöðu með fallegri
byggð í vanda, gjalda skylda þökk – vera með!
Fjölskyldur gætu sameinast um minningargjafir og
sent kvittun banka fyrir framlaginu er ásamt gjafabréfi
sem tilgreinir í hverra minningu gefið er og hverjir standi
að gjöfinni. Sömuleiðis gæti gefandi tengt við gjöfina áheit
með sjálfum sér.
Að allir gefi eitthvað felur í sér margt: Tækifæri til að
þakka, rifja upp minningar með börnunum, sýna sam-
stöðu, taka saman höndum og veita uppörvun þeim sem
vestra búa.
Mætti svo Bíldudalskirkja fagna 100 ára afmæli sínu í
fegurstu mynd og gleði okkar fullkomnast í vel unnu verki.
Söfnunareikningur: Bíldudalskirkja – Samtaka nú
118-05-402339 kt. 460169-1439
F.h. söfnunaraðila,
Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Bílddælingar – samtaka nú!