Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bandaríkjamenndrógu herlið sittfrá Íslandi að lok-
inni seinni heimsstyrjöld
eftir að ósk þeirra um her-
stöð hérlendis til 99 ára
hafði verið hafnað. Frá
1946 til 1951 höfðu þeir
samt nokkurt lið á Kefla-
víkurflugvelli, fáein
hundruð manna sem önn-
uðust þjónustu við flugvél-
ar sem þá þurftu að milli-
lenda á leið til
Evrópulanda til að taka
eldsneyti. Var þetta nauð-
synlegt ekki síst vegna
þess að Bandaríkin voru með fjöl-
mennt hernámslið í Vestur-
Þýskalandi.
Breyting varð á 1951 þegar
gerður var tvíhliða varnarsamn-
ingur milli Bandaríkjanna og Ís-
lands á grundvelli samstarfsins í
Atlantshafsbandalaginu, NATO,
um að Bandaríkin önnuðust varn-
ir Íslands. Harðar deilur voru
lengst af um veru varnarliðsins
hér á landi og klauf málið þjóðina.
Árið 1956 náðu flokkar, sem höfðu
á stefnuskránni að herinn færi,
meirihluta á Alþingi. En ekki varð
úr því og báru stjórnarliðar því við
að veður væru válynd í alþjóða-
málum vegna Súes-stríðsins og
uppreisnarinnar gegn kommún-
istastjórninni í Ungverjalandi.
Svipuð staða kom upp þegar
vinstristjórn tók við völdum í upp-
hafi áttunda áratugarins en ekki
varð af því að herinn færi.
Miklar framkvæmdir á vegum
varnarliðsins urðu landsmönnum
drjúg tekjulind, fjöldi Íslendinga
fékk vinnu hjá varnarliðinu en
verulegt atvinnuleysi hafði um
hríð valdið vanda fram að komu
hersins. Þegar framkvæmdir voru
mestar í kalda stríðinu mun um tí-
undi hluti gjaldeyristekna þjóðar-
innar hafa átt rætur að rekja til
varnarliðsins og umsvifa þess.
Eftirlit með flugvélum
og kafbátum
Fyrsta áratuginn var rekstur
varnarstöðvarinnar á vegum flug-
hersins en síðan tók flotinn yfir
það hlutverk. Mikilvægasta hlut-
verk stöðvarinnar í vörnum
NATO var að hafa eftirlit með
ferðum sovéskra flugvéla og kaf-
báta á svæðinu umhverfis Ísland.
Íslendingar áttu í hörðum land-
helgisdeilum við Breta fram á átt-
unda áratuginn og beittu stjórn-
völd þá óspart vopni sem beit: Ef
ekki fyndist viðunandi lausn gæti
farið svo að almenningur krefðist
þess að herinn færi. Er ljóst að
mikilvæg aðstaða Bandaríkja-
manna hér í kalda stríðinu hafði
afgerandi áhrif í þá veru að Ís-
lendingar höfðu að lokum fullan
sigur í landhelgisdeilunum.
Þegar kalda stríðinu lauk um
1990 og Rússar hættu að senda
skip sín og flugvélar inn á haf-
svæðin við Ísland varð ljóst að
hernaðarlegt mikilvægi landsins
var að mestu úr sögunni. Herflug-
vélum var fækkað og einnig
mannafla. Íslensk stjórnvöld
lögðu áherslu á að hér væru sýni-
legar varnir og töldu að ekki
mættu vera færri en fjórar her-
þotur hér. Einnig skipti miklu fyr-
ir Íslendinga að þyrlusveit varn-
arliðsins, sem bjargað hefur
fjölmörgum mannslífum í gegnum
tíðina, yrði hér áfram.
Árið 1994 var samið um varn-
arviðbúnað við breyttar aðstæður
í heimsmálum og 1996 var það
samkomulag endurskoðað, sá
samningur átti að gilda í fimm ár.
Gerð var bókun um að teknar
yrðu síðar upp viðræður um skipt-
ingu kostnaðar og aðrar breyting-
ar. Bandaríkjamenn vildu að Ís-
lendingar öxluðu verulegan hluta
af útgjöldunum. Bent var á að
rekstur alþjóðaflugvallar hlyti að
vera þáttur sem þjóðin ætti að
annast sjálf.
En það dróst að semja frekar
um samstarfið, meðal annars urðu
forgangsverkefni Bandaríkja-
manna önnur eftir árásirnar 11.
september 2001. Nú virðist ljóst
að niðurstaðan verði að Banda-
ríkjamenn yfirgefi Ísland að
mestu eða öllu leyti eftir meira en
hálfrar aldar vist.
Umsvifin hafa
dregist saman
Umsvif varnarliðsins voru mest
við lok kalda stríðsins. Þá voru
hér rúmlega 3.000 hermenn og um
2.000 aðrir starfsmenn eða fjöl-
skyldur hermanna. Árið 1990
námu tekjur þjóðarbúsins af veru
varnarliðsins hér á landi 9,1 millj-
arði króna og þær námu þá 7% af
útflutningstekjum. Eftir að bókun
var gerð við varnarsamninginn
1993 fækkaði hermönnum og um-
svifin minnkuðu. Árið 1996 var
fjöldi hermanna kominn niður í
2.000. Þeim hefur svo fækkað ár
frá ári á síðustu þremur árum. Í
fyrra námu tekjur þjóðarbúsins af
varnarliðinu 8,2 milljarðar sem
eru 2,3% af útflutningstekjum.
Inni í þessari upphæð eru laun til
íslenskra starfsmanna, verktaka-
greiðslur vegna þjónustu sem
varnarliðið kaupir hér á landi og
fleira.
Nú eru um 600 íslenskir starfs-
menn í vinnu hjá varnarliðinu og
um 300 manns starfa sem verk-
takar. Hluti af þessum starfs-
mönnum mun halda áfram að
starfa á flugvellinum, en vinnu-
veitandinn verður þá íslenska rík-
ið en ekki varnarliðið.
Fréttaskýring | Formlegt varnarsamstarf
Íslands og Bandaríkjanna hófst 1951
Um 50 ára
sögu að ljúka
Þegar kalda stríðinu lauk um 1990 dró
mjög úr hernaðarlegu mikilvægi landsins
Hermenn við heræfingar við Sandgerði.
Deilur um varnarliðið sem
lengstum klufu þjóðina
Harðar deilur voru lengst af
um veru varnarliðsins hér og
segja má að málið hafi klofið
þjóðina. Tvær ríkisstjórnin voru
með það á stefnuskrá sinni að
varnarliðið færi, en það kom þó
ekki til framkvæmda. Á seinni
árum hefur dregið mikið úr deil-
um um vera varnarliðsins hér. Í
umræðum á Alþingi í vikunni
kom fram hjá fulltrúa Vinstri-
hreyfingarinnar að flokkurinn
fagnað þessum tímamótum.
Eftir Kristján Jónsson og
Egil Ólafsson
SÓMALÍKÖTTURINN Kolbeinn
Guðmundsson var sigursæll á sýn-
ingu Kynjakatta – Kattaræktar-
félags Íslands fyrr í mánuðinum.
Hann var valinn besta ungdýrið í
sínum flokki báða dagana sem
sýningin stóð auk þess sem hann
hlaut feldhirðuverðlaunin. Sómalí-
kötturinn er síðhært afbrigði af
abyssiníukettinum, en báðar teg-
undir eru taldar koma upphaflega
frá Afríku.
Að sögn Gunnlaugar Þorvalds-
dóttur, kattaræktanda, sem á Kol-
bein í félagi við Kolbrúnu Gests-
dóttur, eru sómalíkettir afskap-
lega miklir félagar og hálfgerðir
hundar þar sem þeir koma ávallt
þegar kallað er og venja sig fljótt
á að elta eiganda sinn á röndum.
Hann sé einnig sérlega gáfaður og
fljótur að fatta hluti. Nefnir hún
sem dæmi að um síðustu jól hafi
Kolbeinn leikið sér að því að losa
seríur úr glugga sem festar voru
með sogblöðrum á rúðunum auk
þess sem hann hafi verið fljótur að
fatta hvernig skrúfa átti perurnar
úr stæðum sínum.
Aðspurð segir Gunnlaug Kol-
bein ekki nema rétt tæplega árs-
gamlan, en nú þegar þykir hann
bæði stór og kröftugur, sem er
ekki verra þar sem Kolbeinn verð-
ur notaður til ræktunar í framtíð-
inni.
Morgunblaðið/Eggert
Ekki væsir um Kolbein Guðmundsson í höndum eiganda síns, Kolbrúnar Gestsdóttur.
Kolbeinn sigursæll