Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 55

Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 55 FRÉTTIR fimmtudag, föstudag og laugardag Opið til kl. 16 laugardag Tilboð í 3 daga Okkar árlega vortilboð Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814 20% afsláttur ALMENNUR fundur starfsmanna slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli sendi frá sér ályktun þar sem segir að nú þegar ákveðið hafi verið að varnarliðið hverfi á braut sé mikil- vægt að þekking og reynsla slökkvi- liðsins fari ekki forgörðum. „Slökkviliði Keflavíkurflugvallar, sem er atvinnumannaslökkvilið, hef- ur verið stjórnað af Íslendingum síð- an 1963 við mjög góðan orðstír eins og þau fjölmörgu verðlaun og við- urkenningar sem það hefur hlotið bera vitni um. Það er eina slökkvilið- ið á Íslandi sem hefur hlotið alþjóð- lega vottun, nú síðast í vetur. Innan liðsins býr því gríðarleg reynsla, mikill mannauður og menntun. Á þessum tímamótum er mjög mikil- vægt að þessi þekking og reynsla fari ekki forgörðum. Hjá slökkvilið- inu starfa í dag um 70 manns í hús- bruna-, forvarnar-, eiturefna- og flugvallardeild. Þar að auki sá slökkviliðið til 30 ára um allar við- gerðir á tækjum og tólum liðsins, all- an snjómokstur og hálkuvarnir á flugbrautum og flugvallaröryggi við frábæran orðstír. Að okkar áliti kallar brottför varn- arliðsins á breytingar og meiri hátt- ar uppstokkun á rekstri og stjórn- sýslu Keflavíkurflugvallar, svo og öllum flugrekstrar- og flugöryggis- málum Íslands, þar með talið innan- landsflug til að ná fram samlegðar- áhrifum við rekstur eins flugvallar í stað tveggja. Að því máli verða því að koma þingmenn, sveitarstjórnar- menn og fagaðilar. Það er því skýr krafa starfsmanna Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli að haft verði samráð við þá vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru. Einnig að hagsmunir heildar- innar verði hafðir að leiðarljósi,“ seg- ir í ályktun fundar slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Mikilvægt að þekking og reynsla fari ekki forgörðum LANDAKOTSSKÓLI fagnar um þessar mundir 110. starfsafmæli sínu en skólinn tók til starfa árið 1896 að frumkvæði danskra kaþ- ólskra nunna sem hófu þar lestr- arkennslu fyrir börn. Í tilefni af af- mælinu hefur verið gefinn út vandaður kynningarbæklingur sem dreift hefur verið í hús í Reykjavík. Opið hús verður í skólanum í dag, laugardag, kl. 14–16. Um 150 nemendur stunda nú nám í Landakotsskóla sem er sjálfstætt starfandi grunnskóli fyrir nemend- ur í 1.–10. bekk auk fimm ára bekkj- ardeildar. Eins og vænta má hefur skólinn gengið í gegnum margar breytingar á löngum starfstíma en allt fram á síðasta ár var hann rek- inn af kaþólsku kirkjunni. Skólinn er í dag sjálfseignarstofnun sem starfar undir verndarvæng kaþ- ólsku kirkjunnar. Hún leggur skól- anum til húsnæði við Túngötu þar sem hann hefur starfað frá upphafi, en mikið hefur verið aukið við hús- næðið á síðustu áratugum. Skólinn nýtur margvíslegrar sérstöðu, m.a. þeirrar að aðeins ein bekkjardeild er í hverjum árgangi þar sem hver nemandi nýtur sín til fulls. Einnig hefur Landakotsskóli fjölmenning- arlegt yfirbragð þar sem nemendur eru af mörgu þjóðerni og með fjöl- breyttan bakgrunn. Tónlistarskóli er starfræktur við Landakotsskóla og er kennslu á hljóðfæri fléttað inn í grunnskólanámið. Á afmælisárinu hafa stjórnendur skólans með liðsinni öflugs foreldra- ráðs ýmislegt á prjónunum til að efla og styrkja starfsemi hans. Verður m.a. ráðist í fjáröflun til þess að auka bókakost skólans og verður leitað til fyrrverandi nem- enda skólans, sem nú skipta þús- undum, og annarra velunnara hans í því skyni. Opið hús hjá Landakotsskóla KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Hauk- ar og EGO ehf. hafa gert með sér samning um að EGO byggi og reki lágverðsstöð fyrir eldsneyti á lóð félagsins á Ásvöllum í Hafnarfirði. Samkomulagið er gert með fyrir- vara um samþykki bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Með samningnum eru Haukum tryggðar ákveðnar tekjur af hverj- um seldum eldsneytislítra til áfram- haldandi uppbyggingar á hinu kraftmikla íþróttastarfi sem fram fer á Ásvöllum. Á myndinni má sjá Árna Sverr- isson, formann framkvæmda- stjórnar Hauka, og Jóhann P. Jóns- son, framkvæmdastjóra EGO, undirrita samninginn fyrir hönd sinna félaga. EGO-stöð byggð á Ásvöllum UNGVERSKA menningarfélagið á Íslandi, Félagið Ísland-Ung- verjaland, sem stofnað var árið 1992, býður tvo styrki fyrir Ís- lendinga til sumarnáms í Ung- verjalandi. Styrkirnir eru í boði ungverska menntamálaráðuneyt- isins. Námskeiðin eru öll haldin við háskóla í Ungverjalandi og er hægt að velja um 2 til 4 vikna námskeið. Allar upplýsingar á netinu: www.scholarship.hu/ static/angol/summercourses/. Styrkirnir fela í sér: skólagjöld, húsnæði, fullt fæði, kvölddagskrá, ferðir og annað á vegum skólans. Styrkurinn felur ekki í sér flug- farið. Þeir sem áhuga hafa á að sækja um styrkinn sendi ferilskrá sína ásamt bréfi sem segir af hverju viðkomandi vill fara á námskeið í Ungverjalandi eða læra ung- versku. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi og skal skila um- sóknum til félagsins Ísland-Ung- verjaland, Hagamel 45, 107 Reykjavík eða á netfangið mauriz- iotani@yahoo.it. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu félagsins (http://ung- verjaland.supereva.it/) og með því að senda tölvupóst á netfangið mauriziotani@yahoo.it eða í síma 551 2061 – 696 7027. Styrkir til náms í Ungverjalandi í sumar FYRIR fjörutíu árum komu þrír aðilar saman á Sæbólslandi í Kópa- vogi gagngert til að stofna Sendi- bílastöð Kópavogs. Þeir voru Ing- ólfur Finnbjörnsson, Ellert Tryggvason og Guðmundur Þórð- arson. Þetta var árið 1966 og er sendibílastöðin því 40 ára og er þess minnst í þessari viku. Af því tilefni er öllum viðskipta- vinum boðinn 10% afsláttur af taxta í afmælisvikunni. Á sjálfum afmæl- isdeginum laugardaginn 18. mars verður tímamótunum fagnað með því að koma saman á stöðinni kl. 11–16, þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, öl og kaffihlaðborð. Einnig verður hoppukastali fyrir börnin á staðnum. Sendibílastöð Kópavogs 40 ára ATLANTSOLÍUHLAUPIÐ fer fram í fyrsta sinn í dag, laugardag- inn 18. mars, og verður hlaupið um Elliðaárdalinn. Hlaupið er fyrir fjölskylduna en boðið verður upp á tvær vegalengdir – 3 eða 7 kíló- metra. Áður en hlaupið hefst verð- ur boðið upp á létta upphitun allur undirbúningur er í höndum Skokk- hóps Víkings. Hlaupið verður frá bensínstöð- inni á Sprengisandi og hring um Elliðaárdalinn. Það verður Stein- unn Valdís Óskarsdóttir borgar- stjóri sem ræsa mun hlaupið kl. 10.30. 10 heppnir hlaupagarpar fá frítt á tankinn, segir í fréttatilkynningu. Atlantsolíu- hlaupið OPIÐ hús verður í Waldorfskólan- um í Lækjarbotnum v. Suðurlands- veg í dag, laugardaginn 18. mars kl. 14–17. Eldsmiðjan er opin, handverk og önnur vinna nemenda liggur frammi. Kennarar og foreldrar verða til viðtals og elsti bekkurinn verður með kaffisölu. Opið hús í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna harmar og hafnar al- farið hugmyndum Kristins H. Gunn- arssonar í þá veru að tími sé til kominn að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar. Í ályktun stjórnarinnar segir m.a.: „Sýnir þetta betur en margt annað undanfarnar vikur að Kristinn vinn- ur ekki lengur í þágu Framsóknar- flokksins heldur lætur hann stjórn- ast af eigin athyglissýki. Stanslausar árásir þingmannsins á eigin flokks- félaga og málefnastarf eru fyrir margt löngu komnar út fyrir öll vel- sæmismörk og ekki verður sérstök eftirsjá af Kristni þó hann hverfi úr félagaskrá Framsóknarflokksins. Vill SUF benda þingmanninum á að honum sé í lófa lagið að sameina sjálfan sig inn í Samfylkinguna og getur hann þá stundað sína pólitísku hryðjuverkastarfsemi þar sem hún á heima.“ Hafna sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.