Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 6

Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 6
6 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 17.-31. maí Vorsigling um Miðjarðarhaf Ítalía - Sikiley - Malta - Túnis - Lýbía 4 sæti laus vegna forfalla. 7.-21. júní Glæsisigling um Eyjahafið Slóvenía - Ítalía - Grikkland - Króatía 6 sæti laus. 6.-20. september Töfrar Miðjarðarhafsins Ítalía - Spánn - Túnis - Malta - Sikiley Örfá sæti laus. 13.-27. september Gersemar Miðjarðarhafsins Ítalía - Sikiley - Egyptaland - Kýpur - Tyrkland - Grikkland Uppselt Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Glæsisiglingar með Costa Cruises Munið Mastercard- ferðaávísunina DEUTSCHE Bank sendi í gær frá sér nýja skýrslu um íslensku bank- ana sem ber heitið Íslensku bank- arnir og ytri áhætta. Í skýrslunni segir að Glitnir, KB banki og Landsbankinn standist allir álagspróf sem Deutsche Bank gerir með meira eða minna góðum árangri en álagsprófið gerir ráð fyrir 20% veikingu krónunnar, 25% falli á hlutabréfamarkaði, 7% sam- drætti á verðmæti skuldabréfa og 20% samdrætti útlána. Segir í skýrslunni að eiginfjárhlutfall hvers banka fyrir sig myndi vera meira en viðunandi þrátt fyrir að rættist úr þeim forsendum sem settar eru fram í álagsprófinu. Glitnir virðist þó vera í betri stöðu en jafnokar hans og KB banki ef til vill örlítið verr staddur, en heild- armyndin sé uppörvandi þegar efnahagsreikningar bankanna séu skoðaðir án þess að tillit sé tekið til þess umhverfis sem þeir starfi í. „Með öðrum orðum, bönkunum stendur ekki bein hætta af neinum þessara ytri þátta,“ segir í skýrsl- unni. Samt sem áður er það álit skýrsluhöfunda að ómögulegt sé að beina sjónum einungis að efna- hagsreikningum bankanna þar sem þeir hafi svo stóru hlutverki að gegna í íslenska hagkerfinu. Þrír áhrifaþættir Í skýrslunni eru dregnir fram þrír þættir sem taldir eru geta haft áhrif á ytri áhættu og í kjölfarið haft veruleg óbein áhrif á grunn- kerfi bankanna. Í fyrsta lagi segir að ef gengi krónunnar haldi áfram að veikjast geti það haft áhrif á getu við- skiptavina bankanna til að standa í skilum hvað skuldir þeirra varðar. Þrýstingur geti skapast innan hag- kerfisins ef krónan veikist enn frekar. Í öðru lagi segir að endurfjár- mögnunarþörf bankanna á næsta ári sé umtalsverð og að fjármögn- unarkostnaður hafi aukist á síðustu misserum. Því séu núverandi skil- yrði bankanna til endurfjármögn- unar áhyggjuefni. Að síðustu segir í skýrslunni að stærstu hluthafar bankanna séu einnig töluvert stórir þegar litið sé til íslenska hagkerfisins í heild sinni. Slíkir fjárfestar séu því mik- ilvægir fyrir hagkerfið en séu þeir með hátt skuldsetningarhlutfall gæti það þýtt að þeir séu við- kvæmir fyrir ytra umhverfi hag- kerfisins. Stjórnvöld myndu grípa inn í Þá segir í skýrslunni að ef ytri áhætta myndi aukast sé talið að ís- lensk stjórnvöld myndu grípa inn í. Þrátt fyrir að viss óvissa sé til staðar, trúa skýrsluhöfundar því að afskipti stjórnvalda myndu skila árangri. Í skýrslunni segir að erfitt sé að greina á milli bankanna á því stigi sem þeir eru greindir í skýrslunni. Ytri áhættuþættir gætu haft áhrif á hvern og einn af bönkunum þremur, en slíkt færi eftir gæðum útlánasafna þeirra að teknu tilliti til gengisáhættu og mögulegrar áhættu sem bent hafi verið á varð- andi hlutabréfamarkaðinn. Bankarnir stand- ast álagspróf Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is UNGAR konur í peysufötum og pilt- ar í þjóðbúningnum settu svip sinn á höfuðborgina í gær. Þegar þau dönsuðu fyrir framan elliheimilið Grund hefði alveg mátt ímynda sér að öldin væri önnur. Þarna voru á ferðinni þriðju bekkingar í Kvenna- skólanum en árlegur peysufatadag- ur skólans var einmitt í gær. Morgunblaðið/ÞÖK Þjóðlegir kvennaskólanemar ÍSLAND er ekki eitt um að hafa þurft að þola gengisfall gjaldmiðils síns undanfarið. Á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu, Tyrklandi og Ungverja- landi hefur slíkt hið sama átt sér stað. „En eru þetta erfiðleikar fárra lítilla hagkerfa eða forsmekkurinn að því sem bíður Bandaríkjanna?“ Svo er spurt í leiðara nýjasta tölu- blaðs The Economist. Þar segir að hagkerfi þessara þjóða eigi sitt hvað sameiginlegt, s.s. mikinn viðskipta- halla, sem sé að stórum hluta til kominn vegna skjótrar aukningar í einkaneyslu. Nýliðnir atburðir séu því viðvörunarmerki fyrir stærri hagkerfi sem hafi svipuð einkenni, þá ekki síst Bandaríkin. Í leiðaranum segir að þegar vextir hafi verið í sögulegu lágmarki á Vesturlöndum fyrr á þessum áratug, hafi fjárfestar leitað eftir aukinni ávöxtun. Með því að stunda svoköll- uð „Carry Trade“ viðskipti, þar sem fjármagn er fengið að láni á svæðum þar sem vextir eru lágir og síðan not- að til fjárfestinga á svæðum sem bjóða upp á mikla ávöxtun, eins og á Íslandi og Nýja-Sjálandi eða í Bandaríkjunum, hafi slíkir fjárfestar í raun aukið viðskiptahalla þessara hagkerfa enn frekar. „Leiðrétting gæti verið á næsta leiti,“ segir leið- arahöfundur. Segir að í fyrsta skipti í fjölda- mörg ár séu stærri seðlabankar, t.d. í Bandaríkjunum, Japan og á evru- svæðinu, að þurrka upp lausafé fjár- málakerfisins. Dýrara fjármagn hvetji því fjárfesta enn og aftur til að setja þrýsting á hagkerfi þar sem vaxtastig sé hátt. „Gæti þetta boðað aukna áhættufælni?“ spyr leiðara- höfundur. Þá segir að fall gjaldmiðla Íslands og Nýja-Sjálands gæti verið viðvör- unarmerki fyrir hagkerfi með mik- inn viðskiptahalla og sönnun þess að þau séu viðkvæm. Staða Bandaríkjadals sem vara- gjaldmiðils annarra þjóða gæti gert það að verkum að viðskiptahalli Bandaríkjanna verði síðastur til að gefa eftir, svo hann gæti haldið áfram að aukast. „En þeir sem þekkja hveri vita að því lengur sem þrýstingurinn byggist upp, því meira verður gosið.“ Ísland og Nýja-Sjá- land í dag, Banda- ríkin á morgun? OPINBERRI heimsókn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til Færeyja lauk í gær. Þá lauk einn- ig viðskiptaþingi í Færeyjum, sem Útflutningsráð Íslands stóð fyrir í samstarfi við Menningarstofu Fær- eyja, en forsætisráðherra fór fyrir hátt í 70 manna sendinefnd frá um 30 íslenskum fyrirtækjum, sem tók þátt í þinginu. Forsætisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, og þátttakendur í viðskiptaþinginu heimsóttu í gær færeysk fyrirtæki og stofnanir og jafnframt íslensk fyrirtæki í Færeyjum. Meðal ann- ars var komið við í höfuðstöðvum og vörugeymslum Skipafélags Færeyja, sem Eimskip keypti árið 2004. Þá var móttaka og erindi flutt í nýjum húsakynnum Kaup- þings banka í Færeyjum, sem tek- in voru í notkun í lok síðasta mán- aðar. Opinberri heimsókn til Færeyja lokið Morgunblaðið/Grétar Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, voru meðal gesta hjá Kaupþingi banka í Færeyjum í gær. LÖGREGLAN á Ísafirði hefur haft afskipti af 8 málum þar sem einn eða fleiri einstaklingar eru grun- aðir um fíkniefnamisferli fyrstu þrjá mánuði ársins. Þetta telst nokkur aukning slíkra mála á Ísa- firði ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði undanfarinna ára en að meðaltali hefur lögreglan haft af- skipti af 4–5 málum. Að auki hefur lögreglunni tekist að leggja hald á mun meira magn fíkniefna fyrstu þrjá mánuði ársins, í samanburði við sama tímabil und- anfarinna ára, eða rúm 265 gr af hassi og tæp 30 gr af amfetamíni. Mikil fjölgun fíkniefnamála á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.