Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svona, verið þið nú snöggir að kaupa upp þessi kríusker. Tóbaki og vöru-merkjum tóbaksskal komið þannig fyrir á útsölustöðum að það sé ekki sýnilegt við- skiptavinum.“ Svo hljóðar síðasta málsgrein sjöundu greinar laga um tóbaks- varnir sem voru endurút- gefin árið 2002. Markmið laganna er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að minnka tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrif- um tóbaksreyks. Með þessari málsgrein í tóbaksvarnarlögunum þótti Hæstarétti Íslands löggjafinn fara út fyrir mörk tjáningar- og atvinnufrelsisákvæða stjórnar- skrárinnar, en tveir dómar féllu í Hæstarétti á fimmtudag, sem voru tóbakssölumönnum og -framleiðendum í vil. Taldist tób- aksbúðin Björk vera sérverslun fyrir tóbaksvörur og því ekki skyld til að fela vörur sínar fyrir neytendum. Var það mat Hæsta- réttar að það samrýmdist ákvæð- um stjórnarskrár um tjáningar- og atvinnufrelsi að setja skorður við því að heilsuspillandi vörur á borð við tóbak væru í augsýn ann- arra viðskiptavina en þeirra sem vildu kaupa þær. Sölvi Óskarsson, eigandi Bjark- ar, kvaðst í samtali við Morgun- blaðið í gær sáttur við dóm Hæstaréttar, enda hefði hann ver- ið ósáttur við lögin frá upphafi, þar sem erfitt væri að selja vöru sem ekki sæist. Það væri óskilj- anleg kvöð fyrir verslun sem seldi ákveðna vörutegund að hún mætti ekki hafa þá vöru sýnilega svo við- skiptavinir gætu valið milli teg- unda og séð hvað væri á boðstól- um. Hróbjartur Jónatansson, lög- maður Japan Tobacco og Sölva Óskarssonar, segir að í málinu hafi verið uppi þrjár kröfur sem allar hafi miðað að því að fá við- urkenningu á að tiltekin bann- ákvæði í tóbaksvarnarlögunum væru ógild. Það fyrsta var sýni- leikabann vörunnar í verslunum og í öðru lagi var um að ræða bann við vörukynningum frá framleið- endum til smásala. Báðum þess- um bönnum var hnekkt, en því þriðja, banni við því að fjalla um ákveðin vörumerki, varð ekki hnekkt. Segir Hróbjartur orðalag textans sem um ræddi þar hafa skipt mestu máli. „Við töldum og teljum að það ákvæði fari gegn stjórnarskránni. Í því felist rit- skoðun og það bann sé ólögmætt,“ segir Hróbjartur. Þriðja greinin getur, að mati Hróbjarts, fallið í öðru máli. Það sé háð því um hvernig texta sé að ræða. „Ég tel að það sé allt of langt gengið og fyrirfram tálmun á skoðanafrelsi sem jafngildir rit- skoðun,“ segir Hróbjartur og bætir við að gera verði greinar- mun á söluhvetjandi tjáningu og almennri tjáningu í fjölmiðlum. Hróbjartur segir bannið við birtingu vöru og miðlun upplýs- inga hafa gert það ómögulegt að koma að nýjum vörumerkjum. „Samkvæmt löggjöfinni var úti- lokað fyrir aðra aðila innan EES sem framleiða tóbak að markaðs- setja nýjar vörur,“ segir Hró- bjartur. „Bannið hafði því aðeins þau áhrif að það raskaði sam- keppni milli tóbakstegunda. Nú mega smásalar með málefnaleg- um hætti sýna vöruúrvalið fyrir reykingamenn. Vissulega er ætl- ast til að menn gangi skynsamlega um þennan rétt.“ Sýnileikabannið mikilvægt Pétur Heimisson, formaður Tóbaksvarnarráðs, segir sinn per- sónulega skilning á dóminum þann að megintilgangur þeirrar greinar tóbaksvarnarlaganna sem fjalli um sýnileikabann á tóbaki standi óhaggaður, þrátt fyrir dóminn. „Ég tel dóminn segja að sérverslanir með tóbak eigi rétt á svigrúmi til að kynna sína vöru, en hins vegar gildi bannið gagnvart almennum verslunum,“ segir Pét- ur. „Sýnileikabannið er mikilvægt fyrir tóbaksvarnir og hefur verið virt m.a. af versluninni Björk. Auðvitað hefði ég viljað sjá bannið gilda óbreytt frá því sem það hef- ur verið. Að því leyti til er þetta ákveðið skref aftur á bak, en dóm- ur Hæstaréttar stendur.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra kveðst ánægð með meg- inniðurstöðu dómsins. „Það kem- ur fram í dóminum að löggjafa sé heimilt að búa svo um hnútana að varan sé ekki til sýnis fyrir þá sem eru ekki að versla hana,“ segir Siv. „Hin almenna niðurstaða er að það stendur. Ég er ánægð með það að kröfunni um viðurkenn- ingu á að tóbaksvörur fengju al- mennt að vera sýnilegar skyldi vera vísað frá. Það er á grunni þess að talið er að löggjafanum sé heimilt að setja skorður við því að heilsuspillandi vörur á borð við tóbak séu í augsýn annarra við- skiptavina en kaupenda. Við munum skoða hvort ástæða sé til þess að endurskoða lögin til að skýra stöðu sérverslana svo lagatextinn sé í samræmi við þennan dóm. Það er spurning hvort bæta þurfi því aftan við lagagreinina að viðkomandi ákvæði nái ekki til sérverslana.“ Varðandi lagaákvæðið sem kveður á um bann við tjáningu um einstakar tóbakstegundir segist Siv ekki álíta sem svo að farið hafi verið offari í lagasetningunni. Það sé sameiginlegur vilji löggjafans að draga úr tóbaksneyslu. Fréttaskýring | Brýtur tóbaksvarnar- löggjöfin í bága við stjórnarskrána? Orðalag endurskoðað Ólíkar túlkanir á þýðingu dómsins Nú má skoða úrval tóbaksvara í Björk. Enn bannað að skrifa um ákveðnar vörutegundir  Samkvæmt hinum nýja dómi Hæstaréttar er nú ekki lengur nauðsynlegt að fela tóbaksvörur í sérverslunum með tóbak. Þá er tóbaksframleiðendum heimilt að kynna ákveðnar vörutegundir og miðla upplýsingum um þær til smásöluaðila, en það var bannað samkvæmt sjöundu grein tóbaks- varnarlaga. Hins vegar stendur enn bann við því að tjá sig um ákveðnar vörutegundir í öðru skyni en að vara við þeim. Eftir Svavar Knút Kristinsson Svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.