Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TVEGGJA sólarhringa setuverk- falli ófaglærðs starfsfólks á tíu hjúkrunar- og dvalarheimilum fyr- ir aldraða lauk á miðnætti, og munu starfsmenn funda á mánu- dag til að ákveða um framhaldið. Lítil breyting virðist hafa orðið á málum hópsins. Álfheiður Bjarna- dóttir, forsvarsmaður starfs- manna, segir að uppsagnir komi fyllilega til greina. Hún segist reikna með góðri mætingu á fundinn. „Ég rétt vona það að fólkið sýni að það sé með í baráttunni.“ Aðspurð hvaða að- gerðir komi til greina segir hún að ef ekkert heyrist frá stjórnvöldum komi til greina að ganga út, en einnig komi til greina að segja upp stöfum, og vinna uppsagnarfrest- inn. Álfheiður og aðrir forsvarsmenn starfsfólksins áttu fund með Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra í gærmorgun á Hrafnistu í Reykjavík, og segir hún að ráð- herra hafi verið að setja sig inn í málið. Álfheiður gefur ekki mikið fyrir umræður um launaskrið og áhrif þess að hækka laun ófaglærðra á þennan hátt á aðra hópa. „Mér þykir voðalega leiðinlegt að heyra þetta, vegna þess að ef við hefðum fylgt þingfararkaupi frá árinu 1998 værum við með 38% hærri laun í dag, sem er nokkurn veginn það sem við erum að fara fram á. Af hverju er aldrei rætt um að fara niður stigann þegar einhverjir hækka, eins og að fara upp stigann þegar þeir lægst launuðu hækka?“ Hún segist ekki í vafa um að það skipti verulegu máli að umönnun- arstörf séu hefðbundin kvenna- störf, allir sjái að ómenntaðir karl- menn fái mun hærri laun fyrir hefðbundin karlastörf. Femínistafélag Íslands hvatti í gær yfirvöld til að uppfylla launa- kröfur ófaglærðs starfsfólks. Benti félagið á að umönnunarstörf, störf í eldhúsi, þvottahúsi og við ræst- ingar séu talin til hefðbundinna kvennastarfa, og þau séu hvað minnst metin í þjóðfélaginu, sem sé óviðunandi. „Þegar konur gagnrýna launa- mun kynjanna er viðkvæðið iðu- lega að það sé þeim sjálfum að kenna því þær krefjist ekki nægi- lega hárra launa. Nú eru fjölmarg- ar konur að krefjast hærri launa og er hér tækifæri fyrir yfirvöld að sýna stuðning sinn við láglauna- konur í verki með því að hækka laun þeirra þannig að þau verði í samræmi við framlag,“ segir í yf- irlýsingu frá Femínistafélaginu. Tveggja sólarhringa setuverkfalli ófaglærðra á tíu hjúkrunar- og dvalarheimilum lauk á miðnætti Kemur til greina að ganga út eða segja upp Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is „ÉG HEF auðvitað mjög miklar áhyggjur af þessari deilu, en kjara- samningsumboðið er ekki hjá mér,“ segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra, um þá deilu sem komin er upp um laun ófaglærðs starfsfólks á hjúkrunarheimilum. Ítrekað var fal- ast eftir viðtali við Árna Mathiesen fjármálaráðherra vegna þessa máls í gær, án árangurs. „Ég hugsa um hagsmuni skjólstæðinganna á þess- um heimilum, eins og aðrir. Ég hef kynnt mér málin, en geri mér grein fyrir því að mínar hendur eru bundn- ar því ég er ekki með neitt kjara- samningsumboð,“ segir Siv. Hún segir að hún muni eflaust ræða þetta mál við fjármálaráð- herra, en hún geti ekki kveðið upp úr um hvernig málið muni þróast. Spurð hvort hún komi auga á eitt- hvað sem gæti orðið til að leysa deil- una sagðist Siv ekki vilja tjá sig um það, kjarasamningar séu í gildi og hún geti ekki komið beint að málinu. Spurð hvort hún telji að gera ætti þjónustu- samninga við stofnanirnar, hliðstæðan þjón- ustusamningi sem gerður hefur verið við hjúkrunarheimilið Sóltún, segir Siv: „Í okkar daggjöldum felst að við kaupum ákveðna þjónustu, og margir þættir sem eru vigtaðir inn í daggjöldin.“ Inn í daggjöldin sé reiknað hversu mikla umönnun skjólstæðingar þurfa, og greitt eftir því. Rætt hafi verið innan ráðuneyt- isins hvort hugsanlega þurfi að breyta því mati sem þar liggi að baki. „Við höfum samið um þessi dag- gjöld, þau liggja fyrir og eru það kerfi sem við búum við í dag.“ „Mínar hendur eru bundnar“ Siv Friðleifsdóttir FULL ástæða er til að óttast um framtíðina ef ekki verður komið til móts við kröfur ófaglærðra starfs- manna dvalar- og hjúkrunarheimila sem verið hafa í setuverkfalli, segir Rannveig Guðnadóttir, hjúkr- unarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Breiðholti. „Þetta eru mikilvægir starfsmenn, og við styðjum það ef hægt væri að leiðrétta laun þeirra,“ segir Rann- veig. „Það óttast allir það ástand sem getur skapast ef þessi stóri hópur hverfur í önnur störf, þetta er meira en helmingur starfsmanna okkar sem eru í umönnun, og heimilismenn hér geta ekki án þeirra verið.“ Undanfarið hefur verið skortur á hæfu starfsfólki í hópi ófaglærðra, enda ástandið á vinnumarkaðinum á þann veg að auðvelt er að fá betur launuð störf, jafnvel sambærileg störf hjá sveitarfélögunum. „Við er- um með góðan hóp af hjúkr- unarfræðingum og sjúkraliðum, en það hefur verið skortur í hópi ófag- lærðra vegna þess að því miður hverfur fólk til betur launaðra starfa,“ segir Rannveig. Hún bendir á að starfs- mannaveltan sé lítil hjá hjúkr- unarfræðingum og sjúkraliðum, en talsverð hjá ófaglærðum. Hún segir að tveggja daga setuverkfall hafi reynt mjög á, en stuðningur við að- gerðir ófaglærða starfsfólksins sé mikill. „Aðstandendur hafa brugðist vel við og komið til að aðstoða sitt fólk. En það er óhjákvæmilega skerðing á þjónustunni við heim- ilismenn, þó reynt sé að tryggja ör- yggi þeirra á sem bestan hátt. Fólk er meira í rúmunum og ekki eru allir klæddir, og fólk fer ekki í bað eins og það hefði átt að gera. En það taka þessu allir vel og sýna starfsmönnum Eflingar mikinn skilning, bæði að- standendur og samstarfsmenn. Von- andi verður þetta til góðs fyrir þá sem standa í þessari deilu.“ „Heimilismenn geta ekki án þeirra verið“ Rannveig Guðnadóttir ÓFAGLÆRT starfsfólk á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ er hóflega bjartsýnt á að eitthvað breytist í þeirra málum vegna tveggja sólar- hringa setuverkfalls sem lauk á mið- nætti. „Okkur sýnist stjórnvöld ætla að bíða eftir hinu versta, og við erum algerlega hundsaðar,“ segir Þóra Jones, einn trúnaðarmanna. Hún segir að hingað til hafi henni fundist frekar lítið til viðbragða stjórnvalda koma. „Mér sýnist að það sé verið að bíða eftir því að við göngum allar út, og það mun enda með því.“ Hún vill þó ekkert segja til um hvað þurfi til þess að starfsmenn segi upp í stórum stíl, en bendir á að fundað verði á mánudag þar sem frekari aðgerðir verði ákveðnar. Þóra segir aðgerðir á borð við 48 tíma setuverkfall ekki skapa neinn sérstakan glundroða, en ef framhald verði á slíkum aðgerðum myndi það vissulega verða. „Ófaglærðir starfs- menn eru virkilega stór hlekkur í því að hjúkrunarheimili gangi sem skyldi. Okkar starf er gróflega van- metið í samfélaginu, og jafnvel finn- ur maður fyrir því að það sé litið nið- ur á þetta starf. Þetta endurspeglast í laununum.“ Augljóst er hvað gerist ef ófaglærðir segja upp í stórum stíl, og segir Þóra al- veg ljóst að ekki verði hægt að manna störf sem losna með því að ráða nýtt starfs- fólk, það sé ekkert fólk sem sækist eftir því að taka þessi störf að sér. „Það er erfitt að fá fólk, og það fólk sem kemur inn verður að vera hæft til starfans, það getur ekki hver sem er komið hér inn og farið í þetta starf. Það er ekki allra að vinna þessa vinnu.“ Hún segir vinnustaði reyna að gera í því að halda í gott starfsfólk, en nú sé sú staða komin upp að besta fólkið sé að segja upp störfum. „Þetta fólk gengur fyrst og fremst út launanna vegna, það sést á frá- bærum vinnustað eins og Skógarbæ þar sem starfsandi er góður, yf- irmenn góðir, en launin ófullnægj- andi. Þar verða starfsmenn að vega kosti og galla við starf sitt.“ Stjórnvöld hundsa ófaglært starfsfólk Þóra Jones „ÉG BRÁST þannig við að ég hringdi í systkini mín og við skipt- um þessu þannig að það kæmi allt- af einhver á morgnana og aftur seinna um daginn,“ segir Guð- mundur Bjartmarsson, en móðir hans er vistmaður á hjúkr- unarheimilinu Eir, einu af þeim hjúkrunarheimilum þar sem ófag- lært starfsfólk var í setuverkfalli síðustu tvo daga. Móðir Guðmundar, Hólmfríður Sigfúsdóttir, er komin á tíræðis- aldurinn, hefur misst sjónina og gengur við göngugrind. Hún þarf því talsvert mikla aðstoð, og á meðan ófaglært starfsfólk hefur verið í setuverkfalli hefur það starf lent að hluta til á börnum hennar. „Ég hugsa að hún hafi bara gaman af þessu, en þetta hefur aldrei gerst áður svo það er eng- inn orðinn leiður á þessu enn, en það gæti orðið slæmt ef þetta færi að verða algengt,“ segir Guð- mundur. Hann segir að þau systk- inin hafi ekki þurft að taka sér mikið frí úr vinnu, málin hafi verið leyst án þess að það þyrfti að koma til þess. „Ég held að það hljóti að vera ljóst að það vantar fé inn í rekst- urinn, hvernig sem á að leysa það,“ segir Guðmundur. „Það vant- ar eitthvað aðeins upp á til að hægt sé að reka þetta vel. En ég veit ekki nema það sé möguleiki að láta vistmenn borga meira. Móðir mín gæti borgað meira.“ Guðmundur segir að almennt séð sé hann sáttur við ástandið eins og það er dags daglega á Eir. Hann segir það þó stundum valda erfiðleikum að mikið af starfsfólk- inu tali ekki íslensku. Morgunblaðið/ÞÖK Guðmundur Bjartmarsson og Hólmfríður Arnardóttir aðstoðuðu móður sína og ömmu, Hólmfríði Sigfúsdóttur. „Enginn orðinn leiður á þessu enn“ ÞÆR Þóra Þorleifsdóttir og Elísabet Jónsdóttir koma alla daga á hjúkr- unarheimilið Skógarbæ, sama hvort hluti starfsmanna er í setuverkfalli eða ekki, en eiginmenn þeirra eru vistmenn á heimilinu. Þær eru báðar hættar að vinna, og segjast hafa aukið viðveru sína tals- vert þá daga sem ófaglært starfsfólk hefur verið í setuverkfalli, en Þóra segir að jafnvel þó setuverkfall sé ekki í gangi veiti ekkert af þeirri hjálp sem þær stöllur veita. Hún segir að stjórnvöld þurfi að taka sér tak í málefnum starfsfólks á hjúkrunarheimilum. „Mér finnst launin hjá þessu fólki algert hneyksli, eins og þetta er mikilvægt starf í samfélaginu. Ég vona að ráðamenn reyni að hugsa sinn gang, og þó þeir þykist ekkert geta og segi allt fast í samningum hljóta þeir að geta beitt áhrifum sínum út í þjóðfélagið þannig að þetta verði lagfært, því svona gengur þetta ekki. Hvernig á að vera hægt að byggja fleiri hjúkrunarheim- ili ef ekki er hægt að manna þau? Undirstaðan er starfsfólkið,“ segir Þóra. Svartur dagur á hjúkrunarheimilum Undir þetta tekur Elísabet, sem bendir á að það skjóti skökku við að starfsfólk í Skógarbæ sé á lægri launum en starfsfólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkurborg, hinum megin við götuna. „Við stöndum auð- vitað með þeim. Einhvern tíman var barist fyrir sömu launum fyrir sömu vinnu, það hlýtur að gilda ennþá.“ Hún segist undrast það hve fjöl- miðlar hafi fjallað lítið um launadeilu ófaglærða starfsfólksins, yfirleitt fái fréttir af peningum meira vægi en fréttir af fólki. Þóra tekur undir þetta, og segir kominn tíma á fyr- irsagnir eins og „Svartur dagur á hjúkrunarheimilum“, í stað fyr- irsagna á borð við „Svartur dagur í Kauphöllinni“. „Ég er ansi hrædd um að hjúkrunarheimilin gleymist í þessu kauphallaræði og fjár- málastússi sem allt virðist snúast um,“ segir Þóra. „Það hefst ekkert nema menn hafi hátt, og nú þarf að hafa hátt,“ bætir Elísabet við. Hjúkrunarheimilin gleymast í kauphallaræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.