Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 24

Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 24
Daglegtlíf apríl V atíkanið,“ segja þær Erla Arnardóttir og Heiða Ósk Guðlaugs- dóttir einum rómi þegar þær eru spurðar hvað standi upp úr eftir ferð til Rómar og Flórens en ferðin var hluti af lista- söguvaláfanga í Verslunarskólanum. „Biðröðin inn í Vatíkanið var ábyggi- lega einir þrír kílómetrar, við biðum í tvo tíma.“ Þær voru ekki á ferðinni á mesta ferðamannatímanum og segjast ekki geta ímyndað sér hvernig það er þá. „Manni var nánast ýtt í gegn, verð- irnir sussuðu á mann, þetta er nátt- úrlega svo heilagt.“ Ferðamönnum eru að sjálfsögðu skorður settar við hvert má fara. „Samt mátti sjá alveg furðulega mikið,“ segir Heiða. „Og þó að bannað væri að taka myndir var svo sem ekkert gert í því þegar fólk var að smella af.“ Bókin Englar og djöflar gerist að hluta til í Vatíkaninu og söguslóðir voru skoð- aðar að einhverju leyti. „Við gátum áttað okkur aðeins á staðháttum sögunnar,“ segja þær en nefna að þær hafi þó ímyndað sér þetta allt öðruvísi. „Það var líka merkilegt að labba upp á Péturskirkjuna,“ segir Erla. Blaðamaður hváir: „Það er stigi upp- eftir henni og hægt að labba alveg upp á hvolfþakið.“ Í ferðinni var mikið gengið þar sem merkustu staðirnir voru nánast í göngufæri við hótelin. „Við erum í mjög góðu formi eftir þetta,“ segir Heiða og hlær. „Við fórum aldrei í leigubíl, það þurfti eiginlega ekki,“ segir hún en þær viðurkenna þó leigubílaferð í einum tilgangi. „Við fórum reyndar í leigubíl til að versla, við gátum náttúrlega ekki sleppt því,“ segja þær eins og sönnum Ís- lendingum sæmir. „Við fórum líka á Uffizi-safnið í Flórens og náðum í skottið á karnival-hátíðinni,“ segir Heiða. „Það er eins og að lenda á þjóðhátíð í Eyjum, allir í litríkum búningum, allt fullt af fólki alls staðar.“ Námsefnið lifnar við Erla tekur til máls. „Það var líka svo gaman að skoða það sem við er- um búin að vera að læra um í vetur. Það er allt öðru vísi að sjá þetta með eigin augum, svo ólíkt því að skoða þetta í bókum.“ Flestir í áfanganum voru á því að fara til Ítalíu, en í fyrra fóru krakkarnir sem þá voru í þess- um áfanga til Rússlands. „Það var mjög merkilegt að sjá Forn-Rómverjaborgina,“ segir Heiða, „líka Colosseum og svo eru styttur út um allt, eiginlega alltof margar.“ Heiða og Erla eru sam- mála um að eiginlega hafi verið alltof margt að meðtaka í ferðinni. „Við vorum með dagskrá frá um átta á morgnana til svona fjögur á daginn,“ segir Heiða. „Svo fórum við gjarnan saman út að borða, héldum hópinn,“ bætir hún við, „nema þeir sem þurftu endilega að horfa á ein- hverja fótboltaleiki.“ Strákarnir í hópnum þurftu sem sé að fylgjast með fótboltaleikjum sem voru í gangi í meistaradeildinni á sama tíma. Þær nefna líka að það hafi slegið þær talsvert að sjá marga betlara fyrir utan Vatíkanið og reyndar um alla Róm. Muninn á Róm og Flórens segja þær vera þann helstan að umferðin í Róm sé hrein geðveiki. „Maður fór ekkert út á götu, þá hefði bara verið keyrt yfir mann,“ segir Erla, „það var bara legið á flautunni.“ „Í Flórens er allt miklu minna um sig og rólegra,“ segir Heiða og bætir við að hún haldi að Flórens sé kannski ítalskari. Ferðin var farin í tengslum við listasöguvaláfanga í Verslunarskóla Íslands, eins og fyrr segir. Árni Hermannsson, sem kennir listasögu í Versló, fór með í ferðina ásamt öðrum kennara. Í hópnum voru sextán nemendur. Þar sem stúlkurnar eru á lokaári í Verslunarskólanum verður að sjálf- sögðu farið í útskriftarferð að vori og hvert á þá að fara? „Til Búlgaríu í tvær vikur,“ svara Heiða og Erla og tilhlökkunin leynir sér ekki.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Umferðin í Róm hrein geðveiki Gangan upp á hvolfþakið borgaði sig. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Heiða Ósk Guðlaugsdóttir og Erla Arnardóttir. Undir risastóru hvolfþaki,sem virkar eins og vin íeyðimörkinni séð fráþjóðveginum, er sjálfbær veröld, sem búin hefur verið til af mönnum og líkist einna helst paradísareyju í hitabeltisloftslagi. Tropical Islands var opnuð almenn- ingi í desember 2004 og þangað leggja sólþyrstir leið sína allan ársins hring því paradísareyjan lokar aldrei dyrum sínum. Sólardýrkendur geta keypt sér gistingu í tjöldum, sem tjaldað hefur verið á svæði í hvítum sandinum þar sem hægt er að hafa of- an af fyrir sér í leiktækjum. Innan dyra ganga ungir sem aldnir um í sólarklæðum því raki og hiti er þarna mikill. Staðhæft er að gler- þakið hleypi sólinni 98% í gegn og verða menn því auðveldlega rauðir eða brúnir á hörund. Meðallofthiti er 25–28°C, en fer hæst í 35°C á sumum svæðum. Rakinn er svo venjulega 50–60%. Sjö þúsund gestir í einu Tropical Islands, sem er eins og risavaxið gróðurhús eða loftskip á jörðu niðri, er 66 þúsund fermetrar. Hýsið, sem getur tekið á móti allt að sjö þúsund gestum í einu, er 360 metra langt, 210 metra breitt og 107 metra hátt. Undir þakinu eru veitingastaðir og barir, sandur, sólbekkir og sundlaug- ar með fossum, hellum og húsum í pólóneskum stíl. Innan dyra er líka myndarlegur regnskógur með 20 þúsund plöntum og trjám af 500 hita- beltistegundum, sem náð hafa allt að 14 metra hæð. Reglulega fara svo fram dans- og skrautsýningar á sviði. Paradísareyjan er í eigu fjárfesta frá Singapúr og Malasíu sem settu litlar 70 milljónir evra í verkefnið og standa framkvæmdir yfir. Fimm hundruð manna starfslið sér um að uppfylla þarfir gestanna. Þar af eru margir frá Asíu, Afríku, Suður- Ameríku, Suður-Kyrrahafi og Kar- íbahafi. Til að komast í sólina á Tropical Is- lands þarf að aka í um klukkustund frá Berlín til Brand í áttina að Dresden.  ÞÝSKALAND | Hitabeltisloftslag alla daga fyrir sólþyrsta Sjálfbær paradísareyja undir þaki Þótt úti væri bæði kuldi og trekkur náði Jóhanna Ingvarsdóttir að sóla sig í hvítum sandi í 28 stiga hita á Tropical Islands, undraverðu fyrirbæri nærri Berlín. Hægt er að fara í útilegu á eyjunni með því að leigja tjald. TENGLAR ..................................................... www.my-tropical-islands.com join@mbl.is Útsýni yfir Tropical Islands. Sandurinn heillar ungviðið. Mokað í fötu á ströndinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.