Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAGT hefur verið að stríð sé of mikilvægt til að láta herforingjum það einum eftir. Þá er það almennt viðurkennt að heil- brigðismál séu of mik- ilvæg til að láta hina ósýnilegu hönd mark- aðarins ráða þar för. Sú afstaða að að- hafast ekkert kann að vera stefna út af fyrir sig. Þá gerist stefna einfaldlega þannig að ákvarðanir eru teknar frá degi til dags og hver atburðurinn rek- ur annan. Þegar vandamál fara að hrannast upp, damla þau gjarnan við mis- mikinn fögnuð eða ófögnuð þeirra sem á mæðir. Ekki er gripið til aðgerða fyrr en í hið mesta óefni er komið og líkjast við- brögð þá gjarnan slökkvistarfi. Að öðru leyti er það „hin ósýnilega hönd“ sem ræður för, – og stefna verður til. Á dögunum urðum við vitni að merkilegri atburðarás. Niður- stöður Jónínunefnd- arinnar svokölluðu, afrakstur tveggja og hálfs árs vinnu níu manna nefndar stjórn- málamanna, embættismanna og forystu stærstu faghópa heilbrigð- isþjónustunnar, höfðu verið kynnt- ar á ráðstefnu að viðstöddum fjöl- miðlum og fjölmenni. Þar var gerð tilraun til þess að hefja umræður um nýjar leiðir við fjármögnun heilbrigðisþjónustu á Íslandi, einkagreiðslur. Tilraunin mistókst hrapallega í þessari atrennu og þjóðin varð vitni að því hvernig þingmenn fóru nánast hamförum í þinginu. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir að henni „hugnaðist ekki“ einkagreiðslur fyrir heilbrigðisþjón- ustu, þar sem efnameiri gætu keypt sig fram fyrir efnaminni í bið eftir þjónustu, og gerði sér því lítið fyrir og jarðaði umræðuna. En hugmynd er þeirrar náttúru að hún lætur ekki jarða sig. Það sama má segja um umræðu. Hug- myndin lifir og umræðan heldur áfram, en á öðrum vettvangi. Ráð- herrann jarðaði umræðuna í þing- salnum, en við það fluttist umræð- an inn í bakherbergin. Og nú virðist allt benda til þess að leiðin að einkagreiðslum fyrir heilbrigð- isþjónustu hafi komist bakdyra- megin inn í íslenska heilbrigð- iskerfið. Sjálfstætt starfandi hjartalæknar eru ekki lengur með samning við Tryggingastofnun ríkisins og ein- ungis þeir sem framvísa tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni geta fengið hluta kostnaðarins við þjón- ustu sjálfstætt starfandi hjarta- lækna endurgreiddan. Staða sjálf- stætt starfandi hjartalækna er því orðin nokkuð sambærileg stöðu tannlækna, sem vinna skv. eigin gjaldskrá. Eins er víst að fleiri sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar fylgi fordæmi hjartalækna og kjósi að starfa utan samninga við Trygg- ingastofnun ríkisins. Við landsmönnum mun því vænt- anlega innan skamms blasa tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir þá efna- meiri, sem geta nýtt sér þjónustu hjartalækna og annarra sérfræð- inga án tilvísunar, og annað fyrir þá efnaminni, sem verða að bíða eftir tíma og tilvísun heim- ilislæknis. Það sem ráðherranum hugnaðist ekki frammi fyrir alþjóð í byrjun vikunnar var komið í reglu- gerð ráðuneytisins nokkrum dögum síðar. Ég fagnaði tilboði Jónínunefnd- arinnar um umræðu um nýjar leiðir í fjármögnun heilbrigðisþjónust- unnar. Taldi að nú loksins, loksins, stæði fyrir dyrum að taka upplýsta ákvörðun í heilbrigðismálum á Ís- landi þar sem tekið yrði mið af reynslu annarra þjóða af einkagreiðslum og tvöföldu heilbrigð- iskerfi. En svo virðist sem út úr bakher- bergjunum hafi nú, eins og svo oft áður, læðst yfir landsmenn afar stefnumótandi ákvörðun rétt eins og þjófur um nótt. Ef rétt reynist, munu þingmenn og þjóð innan tíðar verða vitni að því hvernig tvöfalt heilbrigðiskerfi verður til og hvað það mun smám saman leiða af sér á Íslandi. Og allt þetta án þess að fá tækifæri til að vita, ræða um og skilja t.d. a) hvers vegna Ástralir glíma við vaxandi ójöfnuð í heilbrigð- isþjónustu, og rík- isstjórn þeirra greiðir nú árlega meira í nið- urgreiðslur á einka- heilbrigðistryggingum en sem nemur sam- anlögðum niður- greiðslum þeirra til landbúnaðar, námu- vinnslu og iðnaðar, b) hvers vegna Frakkar glíma við þrálátan ójöfnuð í heilbrigðisþjónustu og verðbólgu á lækningamarkaðnum, c) hvers vegna 30% útskrifta á opinberum bráðasjúkrahúsum á Írlandi eru sjúklingar, sem greiða með einka- greiðslum þó svo aðeins 20% sjúkrarýma séu þeim ætluð, d) hvers vegna þjónustugjöld í Saskatchewan í Kanada leiddu til þess að laun lækna stórhækkuðu og einnig opinber útgjöld til heilbrigð- ismála, e) hvers vegna langir bið- listar hafa verið viðvarandi vanda- mál í Englandi og, f) hvers vegna sjúkratryggðum fækkar ört í Bandaríkjunum og æ fleiri fyr- irtæki geta ekki lengur boðið starfsmönnum sínum sjúkratrygg- ingar. Það er spurning hvort stjórnvöld á Íslandi geti stýrt framhjá þeim vanda sem fylgir tvöföldu kerfi og einkagreiðslum í heilbrigðisþjón- ustu, vanda sem þessum löndum hefur enn ekki tekist að leysa? Stefnumótandi ákvarðanir í stórum málum láta stundum lítið yfir sér. Það var reyndar Donald Rumsfeld, sjálfur varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem sagði að ríkisstjórnir gerðu tvennt: „Þær gera ekkert eða þær fara offari.“ Það að ríkisstjórnir fari offari á meðan þær virðast ekki gera neitt er óneitanlega áhugaverður snún- ingur á þessari kenningu Rums- felds. Hin ósýnilega hönd heilbrigðismálanna Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fjallar um heilbrigðismál Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir ’Það er spurn-ing hvort stjórn- völd á Íslandi geti stýrt fram hjá þeim vanda sem fylgir tvö- földu kerfi og einkagreiðslum í heilbrigðisþjón- ustu …‘ Höfundur er stjórnsýslufræð- ingur MSc, PhD. Rannsóknar- stofnuninni LSE Health and Social Care, Lundúnum. JAFNRÉTTISMÁL eru um- fangsmikill málaflokkur sem bygg- ist ekki bara á hyggjuviti og vel- vilja heldur líka þekkingu á innviðum samfélagsins og þeim tækjum og úrræðum sem tiltæk eru í jafnréttisstarfi. Framsýnir einstaklingar innan Háskóla Ís- lands gerðu sér grein fyrir þessu fyrir margt löngu og beittu sér fyrir námskeiðum í kynjafræði. Í haust verða svo liðin tíu ár frá því að skipulagðri námsbraut í greininni var komið á fót innan skólans. Með því var ekki aðeins verið að viðurkenna kynja- fræði sem sjálfstætt fræðasvið, heldur var þar náð mikilvægum áfanga í jafnrétt- isfræðslu. Kynjafræðinámið er þverfaglegt og rekið í samvinnu hugvísindadeildar og félagsvís- indadeildar. Kynjafræðinámskeið eru nú kennd í fleiri háskólum en námsbrautin í HÍ er sú eina sinn- ar tegundar á Íslandi enn sem komið er. Hún hefur vaxið jafnt og þétt, og nemendum hefur fjölg- að í takt við aukið framboð nám- skeiða. Í fyrra var í fyrsta sinn boðið upp á kynjafræði á MA-stigi í HÍ. Til að svara eftirspurn og þörf fyrir jafnréttisþekkingu hefur nú verið sett á laggirnar 15 eininga diplómanám í hagnýtri jafnrétt- isfræði. Tilgangur námsins er fyrst og fremst að renna stoðum undir jafnréttisstarf í landinu. Flest þjóðfélög í okkar heimshluta gera kröfur um nútímaleg sam- skipti karla og kvenna. Þær birt- ast í stefnumörkun alþjóðastofn- ana eins og Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins, en einnig á vettvangi þjóðríkjanna sjálfra. Ísland var fyrst norrænu landanna að setja sérstök jafnréttislög, árið 1976. Í núgildandi jafnréttislögum frá árinu 2000 er að finna marg- vísleg ákvæði sem kalla á víðtæka þekkingu á málaflokknum. Þetta hefur skapað mikla þörf fyrir fólk með haldgóða jafnréttis- og kynja- fræðiþekkingu. Fyrst ber að nefna að jafnrétt- islög kveða á um að atvinnurek- endur og stéttarfélög skuli vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, m.a. með því að vinna gegn aðgrein- ingu starfa í sérstök kvenna- og karlastörf. Rannsóknir sýna að kynjaskipting á íslenskum vinnu- markaði er meiri en í nágranna- ríkjunum og því ærið verkefni fyr- ir höndum. Þá segja lögin að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn skuli setja sér jafnréttisáætlun. Kannanir Jafnrétt- isstofu undanfarin ár sýna að allt of mörg fyrirtæki hafa hunds- að þessa lagaskyldu. Mörg hafa þó sinnt kallinu og meðal framsækinna fyr- irtækja færist í aukana að ráða sér- staka jafnréttisfull- trúa í þessum til- gangi, eða að stjórnendur og lyk- ilstarfsmenn hafi þekkingu í málaflokknum. Í öðru ákvæði laganna segir að efla skuli rannsóknir á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi og þeim miðlað bæði innan skólakerf- isins og til fjölmiðla. Þá segir að jafnréttisfræðsla skuli veitt á öll- um skólastigum. Í nýlegri lokarit- gerð Auðar Magndísar Leikn- isdóttur í félags- og kynjafræði frá Háskóla Íslands (Bráðum kemur betri tíð. Um viðhorf til jafnrétt- ismála í upphafi 21. aldar, 2005) kemur fram að vanþekking á jafn- réttismálum og íhaldssöm viðhorf eru meiri meðal karla en kvenna, og meiri hjá yngstu kynslóðinni (18–31 árs) en hinum sem eru eldri. Þetta vekur spurningar um hvernig ofangreindum ákvæðum jafnréttislaga er framfylgt í menntakerfinu. Íslendingar eiga vel menntaða og metnaðarfulla kennarastétt en það er spurning hvort jafnréttisþekking innan hennar sé fullnægjandi. Annar hópur í lykilhlutverki er fjölmiðlafólk. Könnun sem menntamálaráðuneytið gekkst fyr- ir á síðasta ári sýnir að hlutur kvenna í fjölmiðlum er umtalsvert minni en karla, hvort sem tekið er til viðmælenda í fréttatengdu efni, afþreyingarefnis eða auglýsinga. Könnunin sýndi ennfremur að hlutur kvenna í fjölmiðlum hefur minnkað síðustu fimm ár. Marg- sinnis hefur verið bent á mik- ilvægi fjölmiðla þegar kemur að sýnileika kvenna og möguleikum þeirra á þátttöku á opinberum vettvangi, bæði í atvinnulífi og stjórnmálum. Ábyrgð fjölmiðla og fjölmiðlafólks er því mikil. Dæmi eru um fjölmiðla með kynjavitund sem hafa tekið þessi mál alvar- lega, t.d. með jafnréttisáætlun og fræðslufundum, en ljóst er að bet- ur má ef duga skal. Diplómanámi í hagnýtri jafn- réttisfræði er ætlað að svara þörf þessara hópa, og margra annarra, fyrir þekkingu og yfirsýn yfir jafnréttismálin. Námið felst í þremur 5 eininga þverfaglegum námskeiðum og hægt er að taka það á einu ári. Það er opið öllum sem hafa fyrstu háskólagráðu og vilja bæta við sig þekkingu í mála- flokknum. Ekki er skilyrði að fólk hafi kynjafræðimenntun í grunn- námi sínu. Því er stundum haldið fram að kynjafræði sé fræðigrein á „þröngu sviði“. Slík viðhorf eru víðs fjarri veruleikanum því í reynd er allt samfélagið, saga okk- ar og menning undir. Til þess að geta krufið og gagnrýnt frá sjón- arhóli kynjafræða þarf einmitt að skoða öll mál og viðfangsefni þeim mun dýpra og rækilegar. Þá er áhersla á margbreytileika og fjöl- menningu ein af mikilvægustu stoðum kynjafræðinnar. Konur og karlar eru ekki einsleitir hópar heldur þvert á móti afar fjöl- breytilegir. Rannsóknir hafa sýnt að kynjavídd og kynjavitund hefur rutt brautina fyrir önnur blæ- brigði mannlífsins og aukið skiln- ing og næmi fyrir margbreytileik og mismun. Félagsvísindadeild Háskóla hef- ur faglega umsjón með náminu og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu námsins. Betri tíð með blóm í haga Þorgerður Einarsdóttir skrifar um diplómanám í hagnýtri jafn- réttisfræði við Háskóla Íslands ’Kynjafræðinámið erþverfaglegt og rekið í samvinnu hugvísinda- deildar og félagsvís- indadeildar.‘ Þorgerður Einarsdóttir Höfundur er umsjónarkennari kynja- fræðináms í Háskóla Íslands. TENGLAR .............................................. http://www.felags.hi.is/page/ kynjafraedi Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekk- ert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Í UMRÆÐUM um virkjanir og stóriðju á Íslandi á undanförnum árum hefur því ótæpi- lega verið haldið fram að þetta tvennt skaði ferðaþjónustuna. „Ferðamenn koma ekki til Íslands til að skoða eiturspúandi ál- ver,“ mátti lesa í einni greininni. Fáir munu andmæla því. En ál- ver á Íslandi eru ekki eiturspúandi, eins og Hafnfirðingar geta borið vitni um af langri reynslu, og þau eru ekki reist á víð- ernunum á hálendi Íslands, sem ferðamenn koma til að skoða, held- ur úti við strendurnar. Þá eru það virkjanirnar. Þær eru vissulega sumar hverjar reistar á hálendinu. Fæla þær ferðamenn frá? Skoðum það aðeins nánar. Ísland hefur enn ekki virkjað nema um 15% sinnar efnahagslegu vatnsorku, þ.e. þeirrar vatnsorku sem borgar sig að virkja, og 26% eftir Kárahnjúkavirkjun. Flest iðnríki hafa virkjað miklu stærra hlutfall. Mörg þeirra eru jafnframt mikil ferðamannalönd. Það er gagnlegt að skoða reynslu þeirra. Fæla virkjanirnar þar ferðamenn frá? Lítum á Sviss. Svisslendingar hafa þegar virkjað yfir 90% sinnar efnahags- legu vatnsorku. Land- ið hefur háþróaða ferðaþjónustu. Þangað koma ferðamenn í milljónatali ár hvert. Hvað eru ferða- menn eiginlega að sækja í slíkt land? Að skoða virkjanir? Nei, fæstir líta á þær. Til að fara í næturklúbba? Nei, þeir hafa nóg af þeim heima fyrir. Bað- strendur? Lítið er um þær í Sviss. Þeir eru komnir til að skoða stór- brotna náttúru landsins. Nákvæm- lega það sama og ferðamenn fara til Íslands til að skoða. Það er er- indi þeirra. En er ekki búið að eyðileggja náttúruna þar með öll- um þessum virkjunum? Þetta er góð spurning eins og nú er tíska að segja. Svo virðist ekki vera. Annars kæmu þangað ekki svona margir ferðamenn. Svo einfalt er það. Athyglisverð reynsla. Svipuð er reynslan í mörgum öðrum vatnsorkulöndum með stór- brotna náttúru eins og í Noregi, Austurríki, Ítalíu, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Getum við dregið nokkrar álykt- anir af reynslu þessara landa? Hvað eru ferðamenn að gera til Sviss? Jakob Björnsson fjallar um virkjanir, stóriðju og ferðaþjónustu ’Ísland hefur enn ekkivirkjað nema um 15% sinnar efnahagslegu vatnsorku, þ.e. þeirrar vatnsorku sem borgar sig að virkja, og 26% eftir Kárahnjúkavirkjun. Flest iðnríki hafa virkjað miklu stærra hlutfall.‘ Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.