Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 29. mars birtist pistill Hjartar Gíslasonar, Bryggjuspjall í Verinu. Þar fjallaði hann um hina nýju reglugerð um slæg- ingu og slægingar- stuðla sem gefin var út af sjávarútvegs- ráðherra nýlega. Vildi hann að slægingar- stuðlar yrðu algerlega afnumdir til að auka nákvæmni í vigtun afla. Þessu er ég al- gjörlega ósammála. Afnám slægingar- stuðla mundi alls ekki auka nákvæmni, heldur þvert á móti myndu þarna myndast að- stæður fyrir ýmiss konar svindl þegar menn senda inn endurvigt- unarnótur eftir að fiskurinn er kom- inn upp í fiskvinnsluhús og allt eft- irlit yrði erfiðara. Einfaldast og best er að lokavigtun fari fram á hafnarvoginni. Þetta kemur sér illa fyrir þá sem landa á Fiskmarkað, sem þurfa þá að eltast við endurvigtunarnótur í hinum og þessum fiskvinnsluhúsum sem keypt hafa aflann. Það hentar ekki öllum vinnslum að fá fiskinn slægðan, t.d. vilja þeir sem flytja út ferska ýsu í flugi fá ýsuna óslægða því þá er betra að hreistra hana. Margir harðfiskverk- endur kaupa óslægðan fisk og flaka hann óslægðan strax daginn eftir, einnig eru salt- fiskframleiðendur sem handfletja fiskinn strax nýjan og óslægð- an. Enda hefur það sýnt sig þegar landað er hvorutveggja slægð- um og óslægðum fiski, að kaupendur greiða nánast ekkert meira fyrir slægða fiskinn þrátt fyrir að þá sleppi þeir við innyflakaup og kostnað vegna slæg- ingar. Sé ég því enga ástæðu til að þvinga menn til að slægja þegar kaupendur vilja það ekki. Það væri mun betra að Hjörtur Gíslason kynnti sér málin víðar en hjá LÍÚ (Landssambandi íslenskra útvegsmanna) áður en hann fer að predika það eina rétta, eins og hann kallar það. Slægingarprósentan En svo ég snúi mér að nýju reglugerðinni, þá snýst hún um það að þeir sem það vilja geti vigtað eft- ir slægingu, sem er allt í lagi fyrir þá sem það vilja. En hitt atriðið er ekki í lagi, það er að slæging- arprósentunni er breytt úr 16% í 12%. Í fyrsta lagi hafa þeir sem barist hafa fyrir því að vigta eftir slæg- ingu alltaf talað um að 16% slóg- hlutfall sé allt of lágt, en svo þegar þeir fá að velja það að vigta eftir slægingu finnst þeim allt í lagi að sparka í hina sem landa óslægðu. Þessi misheppnaða reglugerð kem- ur sér verst fyrir smærri dagróðra- báta, sem ótengdir eru vinnslu- stöðvum. Í öðru lagi, þegar þessi mál eru skoðuð í sambandi við krókabátana, þá er það þannig að þeir fengu kvótanum upphaflega úthlutuðum í óslægðum fiski, síðan eftir nokkur ár var úthlutuninni breytt í slægt. Tökum sem dæmi krókabát sem upphaflega fékk 100 tonn í óslægðu, síðan er kvótaúthlutuninni breytt í slægt og fékk sá bátur þá úthlutað 84 tonnum slægt, sem engu breytti því slóghlutfallið var áfram 16% þannig að hann gat veitt 100 tonn óslægt. En ef engar leiðréttingar verða gerðar og krókabáturinn fær 12% slóghlutfall ofan á 84 tonna kvótann, þá gerir það 95,46 tonn í staðinn fyrir 100 tonn áður, sem er skerðing upp á 4,54 tonn fyrir bát- inn, sem upphaflega fékk úthlutað 100 tonnum óslægt. Í þriðja lagi var sagt í frétta- tilkynningu frá sjávarútvegsráðu- neytinu að víðtækt samráð hefði verið haft við hagsmunaaðila um þessa breytingu, en það er ekki rétt. Þessi nefnd LÍÚ-liða reyndi með öllum ráðum að vinna sín myrkraverk í hljóði, ekkert samráð var haft við Landssamband smá- bátaeigenda og ekkert samband var haft við t.d. smábátafélagið Eld- ingu. Víðtækt samráð er ekki rétta orðið yfir þessi vinnubrögð sem eru mjög ámælisverð og virðist sem LÍÚ-klíkan hafi fengið að leika lausum hala án samráðs við alla hagsmunaaðila. Skora ég að endingu á Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra að leiðrétta þessi mistök, breyta reglugerðinni og taka upp 16% slægingarstuðulinn á ný. Málpípu LÍÚ svarað Gunnlaugur Ármann Finnbogason gerir athuga- semdir við Bryggjuspjall Hjartar Gíslasonar ’Það væri mun betraað Hjörtur Gíslason kynnti sér málin víðar en hjá LÍÚ.‘ Gunnlaugur Ármann Finnbogason Höfundur er formaður Eldingar, félags smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum. Í MORGUNBLAÐINU 24. mars er forustugrein sem heitir: Vandi Tryggingastofnunar. Ég las þessa grein en varð fyrir miklum vonbrigðum. Leið- arahöfundur hefur áhyggjur af Trygg- ingastofnuninni, en virðist ekki leiða hug- ann að fórnarlömb- unum, rúmlega þús- und ellilífeyris- og örorkuþegum. Hann spyr ekki hvernig standi á þessum ósköpum. Forstjóri stofnunarinnar segir að flestir fái af- greiðslu eftir 6–8 mánuði. Að fenginni reynslu væri eins hægt að segja að svörin gætu dregist um tvö til þrjú ár. Ég sendi umræddri stofn- un fyrirspurn 9. janúar 2001 og óskaði eftir útskýringum á út- reikningum bóta frá hausti 2000. Þrívegis ítrekaði ég erindi mitt skriflega. Loksins barst mér svar- bréf í janúar 2003. Ég hefði glaðst ef leiðarahöf- undur hefði spurt hvernig stæði á þessum bréfum. Fyrir þá sem hafa áhuga á því ætla ég að reyna að útskýra það sem sennilega er þarna á seyði. Ellilífeyrir Trygg- ingastofnunar er í dag 22.873 kr. á mánuði. Einhvern tíma í áranna rás var tekin upp svokölluð tekju- trygging í stað þess að hækka elli- lífeyrinn. Tekjutryggingin er núna 44.838 kr. og þeir sem eru svo heppnir að fá hvort tveggja fá á mánuði 67.711 kr., en frá þeirri upphæð dregst staðgreiðsla, 20.509 kr., svo að niðurstaðan verður 47.202 kr. Það er þó ekki sjálfgefið að við fáum þessa tekjutryggingu. Á haustin er okkur, gamla fólkinu, gert að áætla tekjur okkar (og eiginmanns/eiginkonu) fyrir næsta ár. Með hliðsjón af þessari áætlun er okkur skömmtuð tekjutrygging. Næsta haust á eftir ber starfsfólk Tryggingastofnunar áætlunina saman við skattframtöl okkar og þá kemur iðulega skellurinn. Gamla fólkið hefur e.t.v. haft ein- hverjar smátekjur sem það gat engan veginn vitað um fyrir fram og þá er tekjutryggingin skorin niður og farið að innheimta inn- borgun á ofgreiddri kröfu. Þegar forstjóri stofnunarinnar talar um að rúmlega 1000 bréf hafi borist vegna endurreiknings bóta frá 2004, þá hefur þetta gerst eftir að bornar voru saman áætlanir gamla fólksins frá haustinu 2004 og skattframtöl 2005. Hvaða stétt annarri en ellilífeyrisþegum er gert að áætla tekjur sínar ár fram í tímann? Þegar þarna er komið og fólkið situr uppi með miklu minni tekjur en það hafði gert ráð fyrir og er orðið stórskuldugt við Trygg- ingastofnunina er það alveg eyði- lagt. Það veit að ef það ætlar sér að afla sér einhverra aukatekna til að hafa upp í tapið, þá er stofn- unin sífellt á eftir því. Sumir reyna að spara, aðrir reyna að skrifa bréf og við vitum að síðast í mars 2006 er enn ósvarað rúmum 1000 bréfum frá haustinu 2005! Oftast eru þessar tekjur ein- angrað fyrirbæri. Ég get tekið nokkur dæmi um fólk sem lent hefur í þessu: Í sjónvarpinu var sagt frá gamalli, heilsulausri konu sem hafði fengið lítils háttar dán- arbætur eftir löngu látinn mann sinn. Ég frétti af manni sem hafði fengið heiðursgjöf frá félagi sem hann var í. Hjón höfðu fengið greidda gamla skuld o.s.frv. Allt voru þetta hermdargjafir ef svo má segja, bæði þurfti að greiða af þeim skatta og svo var tekjutrygg- ingin að mestu horfin mislangan tíma. Sjálfsagt þykir einhverjum ég taka of djúpt í árinni þegar ég segi í upphafi að Tryggingastofn- un ofsæki gamalt fólk, en þessar aðfarir hafa þannig áhrif á okkur að með því verður þeim best lýst. Hvers vegna er ellilífeyrir frá Tryggingastofnun svona hlægilega lágur? Hvers vegna er tekjutrygg- ingin ekki felld inn í ellilífeyrinn? Hvers vegna fær ekki allt gamalt fólk sama ellilífeyri frá Trygg- ingastofnun? Flest höfum við greitt til trygginganna frá unga aldri. Þeir sem hafa miklar lífeyr- istekjur auk ellilífeyris fengju þá bara hærri skatta. Er þetta ekki fyrst og fremst mál skattsins? Hvers vegna eru hjón spyrt svona saman eins og gert er í þessum út- reikningum? Og hvers vegna fellur ellilífeyrir alveg niður ef fólk hef- ur ákveðnar mánaðartekjur? Ég held að ef Tryggingastofnun þyrfti ekki að leika leynilöggur og fylgjast með hverjum eyri sem gamla fólkið fær yrði vinnan þægi- legri hjá stofnuninni og hún gæti svarað bréfum og væri ekki neydd til að fjölga starfsfólki á hverju ári. Félög eldri borgara hafa ár- lega borið upp tillögur og kvart- anir út af þessum málum. Þing- menn og ráðherrar fara þá í ræðustól og tala fjálglega um frí- tekjumark og eitthvað þess háttar. En það gerist ekki neitt. Enda eru þingmenn og ráðherrar búnir að tryggja framtíð sína þannig að þeir hafa engar áhyggjur af svona smámálum. Langstærsti hópur gamals fólks sem nú fær ellilaun frá Tryggingastofnun hefur ekki nema lítilfjörleg eftirlaun og ekki aðstæður til að bæta úr því. Við ykkur, sem eruð komin á ellilaun hjá Tryggingastofnun eða eruð um það bil að komast á ald- ur, get ég aðeins sagt þetta sem ég hélt þó að ég myndi aldrei segja, hvað þá opinberlega: „Ef þið vinnið eitthvað fáið það þá greitt svart, munið að láta það hvergi koma fram, reynið að fela hverja krónu. Ef þið eruð að hætta að vinna og eruð beðin að vinna eitthvað fram yfir aldur, gerið það þá ekki nema fá það greitt svart.“ Hvers vegna ofsækir Trygg- ingastofnun gamla fólkið? Steinunn Bjarman fjallar um framferði hins opinbera gagnvart öldruðum ’Ef þið eruð að hættaað vinna og eruð beðin að vinna eitthvað fram yfir aldur, gerið það þá ekki nema fá það greitt svart.‘ Steinunn Bjarman Höfundur er lífeyrisþegi og býr í Kópavogi. VINSTRI græn eru í góðri sókn í Reykjavík ef marka má nýjustu skoðanakönnun Gallup og staðan er sterk á landinu öllu. Fylgisaukning VG til borgarstjórnarkosn- inga í Reykjavík milli mánaða eru heil 4%. Vantar nú herslumun- inn að VG fái tvo borgarfulltrúa og komi þar með í veg fyrir hreinan meiri- hluta Sjálfstæðis- flokksins. Flestum sem fylgjast með um- ræðunni og þróun mála í Reykjavík er löngu ljóst að slag- urinn mun standa milli Vinstri grænna og Sjálfstæðis- flokksins. Styrkur VG ræður um hvort fé- laghyggjan, sam- hjálpin og umhyggjan fyrir náttúrunni ráði ferð næsta kjörtímabil eða einkavæðing al- mannaþjónustu og stóriðjudraumar. Baráttan um borgina stendur milli Vinstri grænna og Sjálfstæð- isflokksins. Skoðanakönnun Gallup á fylgi flokkanna í kosningu til borg- arstjórnar í Reykjavík sýnir ótví- rætt hvar átakalínurnar liggja og að 2. maður á lista Vinstri grænna er hársbreidd frá því að fella 8. mann á lista Sjálfstæðisflokksins. Reyndar var fréttaflutningur af skoðanakönnuninni furðulegur, en slegið var upp í fyrirsögn að Sam- fylkingin yki fylgi sitt. Vissulega jókst það um 1% á milli mánaða sem er ágætt, en getur þó vart tal- ist tilefni stórfyrirsagna. Frétta- efnið er fylgisaukning Vinstri grænna um 4% á milli mánaða til kosningar borgarstjórnar í Reykja- vík og fylgistap Sjálfstæðisflokksins um 5%. Þó létu fréttastofur nánast að því liggja að einungis tveir flokkar væru í framboði. Fyrirsögn á fréttavef RÚV: „Samfylking styrkist en Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta“. Á Mbl.is: „Fylgi Samfylkingar eykst sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönn- unar Gallup.“ Fréttablaðið var í sama dúr. Ég hef ekki trú á því að Gallup láti kaupa sig til að senda út frétt í þessum dúr frá niðurstöðum könn- unar þar sem svo misvísandi og leiðandi túlkun er gef- in. Vegna trúverð- ugleika Gallup er þó nauðsynlegt að stofn- unin gefi upp reglur sínar varðandi birtingu skoðanakannana og fréttatilkynninga af þeirra hálfu. Er skemmst að minnast álkönnunarinnar fyrir iðnaðarráðherra meðal meginþorra Norðlend- inga þar sem spurt var í lokin hvaða flokk svarandinn kysi. Hvorki iðnaðarráð- herra né Gallup hefur gefið trúverðuga skýr- ingu á þeirri spurningu en niðurstaða hennar hefur ekki verið birt. Í umræðunni um einkavæðingu Rarik kom skýrt fram sér- staða Vinstri grænna, en þar gengu í eina sæng Fram- sókn, Sjálfstæðisflokkur og Sam- fylking og studdu hlutafélagavæð- ingu Rarik. Þeim rökum var beitt að það væri svo gott fyrir fyr- irtækið að vera hlutafélag. Þó er augljóst að þarna eru stigin fyrstu skref í að selja Rarik. Allir vita ör- lög Landsímans, fyrst var honum breytt í hlutafélag og síðan seldur, þvert á gefin loforð og hástemmdar yfirlýsingar um að slíkt kæmi aldr- ei til. Reynslan erlendis sýnir að einkavæðing orkuveitna leiðir til hækkaðs verðs og minna afhend- ingaröryggis til notenda. Orkuveita Reykjavíkur er ein mikilvægasta þjónustustofnun í eigu íbúanna. Vinstri græn í Reykjavík hafa stað- ið vörð um Orkuveituna. Fram- sóknarflokkur, Samfylking og Sjálf- stæðisflokkur studdu einkavæðingu Rarik og talsmenn þess síðast- nefnda vildu selja Rarik strax. Hvað munu þeir gera í Reykjavík við Orkuveituna fái þeir til þess völd? Styrkur Vinstri grænna tryggir að hún verði ekki einkavædd og seld. Að forðast tvískinnung Sama er upp á teningnum í virkj- unarmálum. Vinstri græn vilja setja stopp á frekari álbræðslur og stór- virkjanir með tilheyrandi umhverf- isspjöllum. Framsókn er haldin öfgafullri áltrú og virðist vilja stífl- ur í hvert fljót og álver í hvern fjörð. Og því miður þegar á herðir styðja fulltrúar Samfylkingarinnar nýjar álbræðslur, stíflugerð og stórvirkjanir ef það er fyrir álver í þeirra heimabyggð. Sú er a.m.k. raunin í Skagafirði, Eyjafirði, Húsavík og Hafnarfirði. Í Reykja- vík er tekist á um hvort Orkuveitan blandi sér enn frekar í stórvirkjanir með tilheyrandi umhverfisspjöllum í þágu álbræðslna. Sömu aðilar geta svo á góðri stundu haldið há- stemmdar ræður um umhverf- isvernd, fjölbreytni og nýsköpun atvinnulífs. Fylkjum liði Skoðanakannanir eru ekki kosn- ingar. En tíðindi helgarinnar eru góður byr í segl Vinstri grænna í Reykjavík og um land allt. Sam- fylkingin fær væntanlega sína 6 fulltrúa í Reykjavík. Slagurinn um meirihlutann í Reykjavík stendur nú í raun milli 2. manns Vinstri grænna og 8. manns á lista Sjálf- stæðisflokksins. Sókn VG í Reykja- vík er góð hvatning til framboða Vinstri grænna til sveitarstjórna um land allt. Góður byr í seglum Vinstri grænna Jón Bjarnason skrifar um fylgi flokkanna Jón Bjarnason ’Tíðindi helg-arinnar eru góður byr í segl Vinstri grænna í Reykjavík og um land allt.‘ Höfundur er alþingismaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.