Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Einar Ellerts-son fæddist á
Meðalfelli í Kjós 29.
desember 1944.
Hann lést á líknar-
deild Landspítala-
Háskólasjúkrahúss
2. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Jóhann-
es Ellert Eggerts-
son bóndi á Meðal-
felli, f. 31.12. 1893,
d. 8.9. 1983. og
Karítas Sigurlína
Björg Einarsdóttir
húsfreyja frá Hjarðarnesi á Kjal-
arnesi, f. 14.10. 1901, d. 22.11.
1949. Systkini Einars eru: Elín
húsfreyja í Brekku, f. 27.2. 1927,
gift Hauki Magnússyni, Eggert
búfræðingur, f. 1.9. 1928, d.
1991, kvæntur Sigríði Sæmunds-
dóttur, Eiríkur rafvirkjameistari,
f. 25.11. 1931, kvæntur Ólafíu
Lárusdóttur, óskírður drengur, f.
16.3. 1933, d. 18.4.
1933, Gísli bóndi á
Meðalfelli, f. 1.9.
1935, kvæntur
Steinunni Þorleifs-
dóttur, Finnur
verslunarmaður, f.
8.1. 1937, kvæntur
Sigurbjörgu Ólafs-
dóttur og Jóhannes
framkvæmdastjóri,
f. 22.6. 1938,
kvæntur Sigur-
björgu Bjarnadótt-
ur.
Einar stundaði
ýmis störf um ævina, meðal ann-
ars bústörf og sjómennsku, en
lengst af vann hann í Áliðjunni. Í
frístundum stundaði hann hesta-
mennsku og á stóran þátt í ís-
lenskri hestarækt.
Útför Einars verður gerð frá
Reynivallakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett
verður í Reynivallakirkjugarði.
Mig langar að minnast góðs vinar
og félaga með nokkrum orðum. Það
eru rúm tuttugu ár síðan ég kynntist
Einari eða fljótlega eftir að við Sig-
rún frænka hans hófum sambúð.
Eftir að við hjónin fórum að halda
hesta, tókst góður vinskapur með
okkur Einari og iðulega þegar við
hittumst sátum við saman og spjöll-
uðum um hrossarækt sem var hans
líf og yndi en Einar var hafsjór af
fróðleik um hrossaættir. Var það
ómetanlegt fyrir mig að leita í fróð-
leiksbrunn hans um allt er sneri að
hestamennsku og kynbótum hrossa.
Stundum kom það fyrir að við vorum
samtímis norður í Brekku þar sem
við vorum gestkomandi hjá systur
Einars og tengdamóður minni. Æv-
inlega var glatt á hjalla í kringum
hann þar en hann hafði sérstaklega
gaman af börnum, gantaðist iðulega
við strákana mína og báru þeir alla
tíð virðingu fyrir frænda sínum.
Það voru mikil forréttindi að fara
með Einari upp á mela eða vestur að
Refsteinsstöðum að virða fyrir sér
folöld og trippi.
Þá gerði maður sér grein fyrir
því að þar fór enginn meðal maður.
Einnig voru þeir skemmtilegir
reiðtúrarnir sem við fórum saman
með tengdaföður mínum á Sauða-
dalinn. Þó Einar hafi náð góðum ár-
angri í hrossarækt þá steig það
honum ekki til höfuðs því hógværð-
in var mikil og vildi hann gera sem
minnst úr því.
Að lokum vil ég þakka samfylgd-
ina með góðum dreng sem varð allt
of stutt.
Sigfús Óli Sigurðsson.
Það var fyrir 42 árum að ég kynnt-
ist Einari þegar ég giftist Jóhannesi
bróður hans, við bjuggum öll saman í
þrjú ár, og voru oft fjörugar umræð-
ur við eldhúsborðið í litlu íbúðinni.
Einar var mikil hestamaður og rækt-
aði hann margan gæðinginn, og voru
Adam og Vordís hans uppáhalds
hestar hann hugsaði um þá eins og
börnin sín en Einar var ókvæntur og
barnlaus. Einar vann á ýmsum stöð-
um en lengst hjá Áliðjunni í Kópa-
vogi eða allt til að hann fékk heila-
blóðfall sumarið 2003 að hann varð
að hætta að vinna. En það var alltaf
sami áhuginn á hestum og átti hann
góða ættingja og vini á Meðalfelli,
Skáney og Halakoti sem leyfðu hon-
um að vera og sinna því sem honum
var kærast. En það var ekki alltaf sól
á lofti, í nóvember fékk hann hjarta-
áfall og náði sér ekki góðum sem
skýrðist svo í lok desember; hann
var með krabbamein á lokastigi, það
var komið nýtt verkefni til að takast
á við.
Nú var aftur sest við eldhúsborðið
góða og rætt um dauðann og það sem
framundan var að berjast við þennan
illvíga sjúkdóm en ekki glens og grín
eins og í litlu íbúðinni fyrir 42 árum.
Hann fór í gegnum þetta með reisn
eins og hann sat gæðingana sína og
kvartaði aldrei. Mér þykir vænt um
það að hafa haft hann hérna hjá okk-
ur þessa síðustu mánuði sem eftir
voru eða þar til að hann fór á líkn-
ardeildina í Kópavogi og vil ég þakka
öllu því frábæra starfsfólki sem
hugsuðu um hann þar og gerðu allt
til að koma honum í þær sveitaferðir
sem hann óskaði eftir að fara í til að
skoða hestana sína því þeir voru hon-
um allt, en því miður komst hann
ekki í skautahöllina á laugardags-
kvöldið til að horfa á hestasýninguna
sem var honum til heiðurs. Þessari
baráttu er lokið og ég er viss um að
þú ert kominn með nýtt verkefni.
Hvíl þú í friði og takk fyrir sam-
veruna.
Sigurbjörg Bjarnadóttir.
Það eru nú liðin rúm fimmtíu ár
síðan ég fyrst kynntist Einari mági
mínum frá Meðalfelli, þá ungum,
prúðum og íhugulum sem átti að
baki þá sáru reynslu að hafa misst
móður sína á bernskuskeiði. Föður
síns naut hann til fullorðinsára og
með alúð hans og tilstyrk systur og
eldri bræðra komst hann vel yfir
æskuárin, þótt móðurmissir hljóti
alltaf að setja mark sitt á börn sem
fyrir honum verða.
Einar var fæddur á Meðalfelli og
þar ólst hann upp og milli hans og
Meðalfells voru bundin þau tryggða-
bönd sem aldrei slitnuðu. Hann
stofnaði aldrei til eigin fjölskyldu en
rækti frændsemi við náin skyld-
menni af mikilli alúð og frændrækni.
Farsæld unga fólksins í ættinni var
honum jafnan mjög hugleikin og var
hann því jafnan innan handar þegar
hann gat orðið að liði. Einar lauk
sínu skyldunámi með sóma en hugði
ekki á langa skólagöngu, sem reynd-
ar var býsna algengt um ungt fólk
um miðja síðustu öld. Hann stundaði
ýmis störf um ævina, fyrir utan að
vera alltaf í og með í bústörfum
heima á Meðalfelli. Á seinni árum
vann hann lengi í Áliðjunni í Kópa-
vogi. Hann var góður starfsmaður að
hverju sem hann gekk, góður félagi,
orðvar, hreinskiptinn og heiðarleg-
ur.
Ótalinn er einn snar þáttur í lífi
Einars sem ekki má gleymast – það
er hestamennskan. Vart mun finnast
gleggra dæmi um hve hrossin og fé-
lagsskapurinn við þau getur aukið
lífsfyllingu fólks en reynsla Einars á
þessu sviði.
Ungur að árum hneigðist hann
mjög til hestamennsku og eignaðist
snemma góða hesta. Hann lét það
ekki nægja heldur hóf að rækta
hross og á furðu skömmum tíma kom
hann upp sínum eigin stofni sem at-
hygli vakti og margir hafa notið góðs
af. Kom þarna einkum tvennt til, góð
meðferð með natni í umgengni en
ekki síður glöggleiki á hvaða hross
átti að leiða saman til að ná góðum
árangri. Þetta reynist mörgum
vandaverk og mistekst oft en í dæmi
Einars sýna merkin verkin. Ómet-
anlegt var það Einari hve gott at-
hvarf hann átti alla tíð hjá Gísla
bróður sínum og fjölskyldu hans á
Meðalfelli. Ekki síst þar sem í því
fólst einnig aðstaða hans fyrir hross-
in, sem voru honum mikilsverðari en
orð fá lýst.
Nú þegar Einar er allur minnumst
við góðs drengs sem jafnan vildi láta
gott af sér leiða.
Haukur Magnússon.
Einar frændi minn og vinur er all-
ur! Maður áttar sig ekki strax á
þessu. Ég stend á hlaðinu og horfi út
á veginn og hugsa, fer hann ekki að
koma eins og hann var vanur að gera
þegar hann var í sveitinni, kom í fjós-
ið til mín, tyllti sér upp á lyftarann og
keyrði heyið í kýrnar og svo röltum
við inn og spjölluðum litla stund yfir
kaffibollanum.
Frá fimm ára aldri hefur líf okkar
Einars vinar míns og frænda fléttast
meira og minna saman og hann verið
mér sem annar bróðir. Við deildum
saman áhugamálum frá barnæsku
bæði í leik og starfi sem snerust að
mestu um búskap og skepnur og
eyddum við ómældum stundum sam-
an við það hugðarefni okkar. Einar
var sérstaklega hjálpsamur og næm-
ur á umhverfi sitt, hann var barngóð-
ur og fljótur að finna ef eitthvað am-
aði að. Hann fylgdist vel með sínu
fólki þó hann segði ekki margt.
Erfitt er að sætta sig við að góður
vinur sé fallin frá. Að hann eigi ekki
eftir að koma í kaffi og spjall til okk-
ar á Grjóteyri er nær óhugsandi. En
það þýðir víst ekki að deila við dóm-
arann, örlög Einars eru ráðin og því
getum við ekki breytt.
Við biðjum góðan guð að geyma
Einar en minningin um góðan vin lif-
ir í huga okkar.
Kristján Finnsson og
Hildur Axelsdóttir,
Grjóteyri.
Til merkis um viljastyrk, kraft og
hjálpsemi Einars var ekki að sjá á
honum neinn bilbug þegar hann að-
stoðaði við að taka folöldin undan
hryssunum hér í Flekkudal síðustu
helgina í febrúar. Fyrir aðeins um
mánuði. Hann stóð keikur í miðju
stóðinu með staf í hendi og stjórnaði
örugglega bæði hrossum og mönn-
um þó svo að hinn illvígi sjúkdómur
hafi verið búinn að ná á honum helj-
artökum.
Einar var mikill ræktunar- og
áhugamaður um hross. Og með
ræktun sinni á stóðhestinum Adam
frá Meðalfelli lagði hann sterkan
grunn að íslenskri hrossarækt og var
stoltur af. Hann fylgdist vel með öllu
því sem var að gerast á þessu sviði
allt fram á lokadag og sótti öll
hrossatengd mót og sýningar þegar
hann gat við komið. Var einnig sem
gangandi alfræðibók um hesta og
menn í landinu.
Iðulega kom Einar hingað í
Flekkudal og við eldhúsborðið var
setið og oftast talað um og spáð í
hross. Í einu slíku spjalli fyrir um
þrettán árum ákváðu þeir vinirnir
Kristján heitinn og Einar að hryss-
unni Drottningu skyldi haldið undir
Adam, en aðeins ef Stjáni fengi að
borga tollinn með tíu hænum. Samn-
ingurinn var handsalaður og til varð
hæst dæmda afkvæmi Adams,
Pyttla frá Flekkudal.
Nú þegar jarðvist þeirra félag-
anna Stjána og Einars er lokið með
nákvæmlega 6 mánaða millibili þætti
okkur gott að vita af þeim ríðandi á
sínum föllnu gæðingum þeim
Drottningu og Adam þarna hinum
megin á fljúgandi tölti eða skeiði um
slétta grundu, sæla og ánægða.
Við kveðjum nú Einar, góðan vin,
með söknuði og þökkum fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an. Hvíli hann nú í friði.
Guðný, Jóhannes og Birna.
Kær frændi okkar Einar Ellerts-
son frá Meðalfelli í Kjós lést sunnu-
daginn 2. apríl 2006 eftir erfið veik-
indi. Við hittum Einar í lok mars og
þá var hann orðinn ansi lasinn. Okk-
ur bræðurna langar að segja frá
minningum sem koma fram í hug-
ann.
Einar frændi var oft hjá ömmu og
afa í Kjósinni. Þegar við vorum yngri
fórum við oft í bíltúr með Einari
frænda, við ókum um sveitina og
hann kenndi okkur nöfnin á öllum
bæjunum og sveitungum. Það var
gott að tala við Einar um alla hluti.
Hann kenndi okkur að tefla. Hann
var oft að gantast í okkur krökkun-
um. Einar var góður frændi og við
söknum hans.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höfundur ók.)
Guð geymi þig.
Gísli Ellertsson, Georg
Adam Ellertsson.
Það er komin helgi, er Einar kom-
inn upp eftir? Ég beið í eldhúsglugg-
anum og horfði yfir að Meðalfelli,
skyldi hann ekki fara að koma?! Jú
þarna keyrði Bensinn niður afleggj-
arann – það passaði fyrir mig að
hlaupa upp í hesthús, leggja á og þá
var ég komin niður á veg um leið og
hann renndi í hlað. Hann varð að sjá
hvað mér hefði orðið ágengt í þjálf-
uninni þessa vikuna. Hann varð líka
að sjá nýju reiðbuxurnar sem ég
fékk í jólagjöf og reiðsokkana sem
mamma hafði prjónað.
Einar frændi sýndi minni hesta-
mennsku alltaf áhuga og hafði mik-
inn metnað fyrir mína hönd.
Þegar Einar bað mig í fyrsta
skipti að temja og sýna einn gullmol-
ann sinn undan Vordísi sýndi hann
mér mikið traust og fannst mér það
mikill heiður hvað hann hafði mikla
trú á mér að velja mig til þessa mik-
ilvæga verks. Í kjölfarið fylgdu 5 af-
kvæmi Vordísar og fleiri hross út af
henni.
Fyrir mér var engin sýning full-
komin nema Bensinn með Einar inn-
anborðs væri á áhorfendastæðinu.
Hann var alltaf sanngjarn hvað kröf-
ur varðaði og ætlaðist aldrei til að
unnin yrðu nein kraftaverk, en vissi
vel til hvers mætti ætlast af sínum
hrossum.
Það gladdi mig mikið hvað tengda-
faðir minn heitinn, Magnús Há-
konarson, og Einar frændi urðu
miklir vinir og þvældust mikið sam-
an. Þeir voru mér og Einari mann-
inum mínum ómetanlegur stuðning-
ur og hjálp í öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Eftir að Einar veiktist árið 2003
hætti hann að vinna sem álsmiður og
fór alfarið að sinna sínu hugarfóstri,
hestunum og hrossaræktinni. Dvaldi
hann hjá okkur í Halakoti í eitt ár
sem yfirfóðrari, sá um að gefa og
fylgjast með folaldsmerunum, keyra
til þær stóðhesta og sækja þær
ásamt öðru sem til féll. Þar naut
hann sín til hins ýtrasta.
Á meðan Einar lifði sá hann til
þess með einum eða öðrum hætti að
ég væri vel ríðandi og kemur hann til
með að gera það langt fram í fram-
tíðina með því að gefa okkur afleggj-
ara af hans æviástríðu og áhuga á
hrossarækt.
Það snart okkur mjög að ein af
hans hinstu óskum var að koma í
Halakot, bað hann um að lagt yrði á
það besta og það tekið til kostanna.
Ekki skemmdi fyrir þegar Erlingur
nágranni kom með eitt afabarnið, Álf
frá Selfossi,og sýndi honum. Þarna
var Einar eins og honum leið best, að
horfa á gæðinga.
Elsku frændi minn og vinur, ég
mun sakna þín sárt en hef þó minn-
inguna um þig geymda í hjarta mér
og hestana hjá mér sem minna stöð-
ugt á þig.
Svanhvít Kristjánsdóttir
(Svana).
Elsku Einar.
Það eru margar minningarnar
sem um hugann fara á stundu sem
þessari.
Frá því að ég var lítil stelpa hefur
þú verið hluti af lífi mínu. Þú varst
mér mikið, mikið meira en frændi,
EINAR
ELLERTSSON Þegar við kveðjum Einar,þá minnumst við hans ekki
bara sem frænda, heldur líka
sem góðs félaga.
Svart tómið í glugga sálarinnar,
þú hvarfst undir græna torfu.
Á himnum kviknar ljós,
ljós sem lýsir þér skært.
Og einn sit ég með hugann fullann
af minningum um þig.
(Óskar Albertsson.)
Kær kveðja,
Sigurþór, Sigurbjörg
og fjölskylda.
HINSTA KVEÐJA
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR R. BJARNADÓTTIR FRANZÉN,
Gautaborg,
lést mánudaginn 3. apríl.
Bernhard Franzén,
Bjarni Þór B. Bergvinsson, Carol Schenk,
Ragna B. Kennedy, Ronald L. Kennedy,
Bergrós Björnsdóttir, Hafsteinn Sigurbjarnason,
Björn B. Bergvinsson, Allyce Kuroiwa,
Linda B. Bergvinsson, Kim Boddy,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MAGNÚSÍNA GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR,
Gnoðarvogi 20,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut föstudaginn 7. apríl.
Tómas Ólafur Ingimundarson,
Sólveig Svana Tómasdóttir, Ragnar Jón Pétursson,
Ingimundur Tómasson, Elín Hansen,
Guðrún Björk Tómasdóttir, Hjalti Þórisson,
Sveinn Tómasson,
barnabörn og barnabarnabarn.