Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Haukur Arnórs-son fæddist á Akureyri 27. desem- ber 1958. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 29. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans eru hjónin Arnór Benediktsson frá Landamótsseli í Ljósavatnshreppi, S-Þing, f. 26. mars 1920 og María Ind- riðadóttir frá Skóg- um í Fnjóskadal, S-Þing, f. 23. mars 1922, d. 12. nóv- ember 2000. Þau bjuggu í Borgartúni í Ljósavatnshreppi þar sem Arnór býr enn. Bræður Hauks eru: 1) Indriði, f. 1951, verkfræðingur og kennari við Verkmenntaskólann á Akur- eyri, kvæntur Birnu Kristjánsdótt- ur sjúkraliða, f. 1959. Þau eiga þrjú börn. 2) Þórhallur, f. 1955, fram- kvæmdastjóri á Akureyri, kvæntur Jónu Jónsdóttur, forstöðumanni samskiptamiðstöðvar Háskólans á Akureyri, f. 1976. Þau eiga eina dóttur. Hálfbróðir Hauks, sam- mæðra, var Bergur Lundberg, d. 1994. Haukur ólst upp í Borgartúni. Að lokinni hefðbundinni barna- skólagöngu í Stórutjarnaskóla fór hann í Héraðsskólann á Laugum þar sem hann lauk landsprófi 1974. Eft- ir það lá leið hans til Reykjavíkur þar sem hann hóf nám við Iðnskólann í Reykja- vík í hársnyrtideild. Hann lauk meistara- námi í hársnyrti- greinum og starfaði m.a. á Rakarastof- unni Klapparstíg, Hárkúnst og Sandró við Hverfisgötu. Haustið 1986 hóf Haukur kennslu- störf við Iðnskólann í Reykjavík og hafði því kennt við skólann í 20 ár þegar hann lést. Fyrstu árin vann hann hlutastarf sem stundakenn- ari samhliða vinnu á stofu. Árið 1993 hóf Haukur nám í uppeldis- og kennslufræði við Kennarahá- skóla Íslands og lauk námi í kennsluréttindum árið 1995. Eftir það var hann fastráðinn kennari við Iðnskólann í Reykjavík í fullu starfi. Haukur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fagstétt sína bæði á Íslandi og erlendis. Hann sat m.a. í stjórn Alþjóðasam- taka hársnyrtikennara og var for- maður Fagfélags hársnyrtikenn- ara á Íslandi þar til hann lést. Útför Hauks verður gerð frá Þorgeirskirkju á Ljósavatni í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Orð mega sín lítils þegar horft er á eftir besta vininum í hartnær hálfa öld. Ég kveð minn kæra vin og frænda Hauk Arnórsson með meiri söknuði en orð fá lýst. Við gengum samhliða gegnum lífið frá fyrstu bernsku og þar til nú er leiðir skilja. Á líðandi stundu veit ég ekki hvernig ég á að komast af án hans, en í anda Hauks, þess gleðigjafa sem hann var í lífi okkar allra sem þekktum hann, munum við sem eftir lifum horfa fram, bíða vorsins og þess að birti á ný. Ég votta Arnóri föðurbróður mín- um, Indriða, Þórhalli og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng lifa. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Haukur, hafðu þökk fyrir allt og allt Klara frænka. Ég skil þig ekki guð. Mér finnst ekki langt síðan að fjórir strákar, syn- ir mínir þrír og Haukur bróðursonur minn, sem oft leit inn til okkar. Mér fannst hann alltaf vera einn af strák- unum mínum. Nú er aðeins einn þeirra eftir. Það var oft mikið fjör og mikið spjallað. Nú er þetta allt í minning- unni, það eru góðar minningar sem verða ekki frá manni teknar. Það er svo margs að minnast og margt að þakka fyrir. Ógleymanlegar ferðir okkar í Borgartún síðustu árin voru mjög hefðbundnar. Við höfðum með okkur kaffi á brúsa, Haukur sá um meðlætið sem gjarnan var brauð með osti og skinku. Ég var gjarnan með eitthvað sætt á eftir. Við lögðum ætíð af stað um klukkan tíu. Fyrsti við- komustaður var Fornihvammur, næst Ólafslundur, síðan Akureyri, þar komum við til Indriða bróður og Birnu mágkonu, þar fengum við kaffi og meðlæti. Borgartún var síðasti áfanginn. Þegar við renndum í hlað og litum í eldhúsgluggann brást ekki að þar sat faðir hans og beið okkar. Þess- ar ferðir eru mér dýrmætar ásamt svo mörgu öðru. Ein minning er mér ofarlega í huga, ég stend við eldhúsgluggann heima hjá mér, inn á plan rennur gljá- fægður bíll. Þar er á ferðinni hann Haukur minn, aðeins að líta á þá gömlu. Við gátum spjallað um alla hluti bæði um sorg og gleði. Eitt af mörgu sem við höfðum gaman af að tala um, voru ferðalög til útlanda. Haukur var mjög hrifinn af Spáni og var búinn að fara í spænskunám und- anfarin þrjú sumur. Hans draumur var að kaupa sér íbúð á Spáni. Þar ætlaði hann að dvelja á sumrin þegar hann yrði orðinn gamall. Í hita um- ræðnanna spurði ég einhverntímann hvort ég mætti þá heimsækja hann. Já, já, hann hélt nú það, „en þú verður nú orðin 120 ára þá“. Ég hafði nú al- veg gleymt að það var nú ansi mikill aldursmunur á okkur. Svona var nú Haukur minn snöggur í svörum og stutt í húmorinn. Mér er líka minn- isstæð vika sem við bjuggum saman í íbúð sonar míns í Kaupmannahöfn. Það var góð vika. Eitt kvöldið var far- ið út á lífið, Klara frænka, Benni, Haukur og ég fékk að fljóta með. Þetta var yndislegt kvöld sem endaði með því að við fengum okkur að borða um miðja nótt inni á sérkennilegum matsölustað. Þetta var allt dálítið framandi fyrir mig sem þekkti ekki mikið næturlíf Kaupmannahafnar. Svona hrannast minningarnar upp, þetta er bara lítið brot af öllu því sem hægt væri að rifja upp. Þetta líf er undarlegt, aldrei hefði mér dottið í hug að Haukur færi á undan mér. Hann var búinn að taka að sér ákveðin verkefni þegar ég færi. Það var bara okkar á milli. Nú er þessu öllu snúið við, það veit víst eng- inn sinn næturstað. Að lokum þakka ég fyrir öll brosin, ég þakka fyrir allt sem hann var mér og mínu fólki. Við biðjum þann sem öllu ræður að vera hjá öldruðum föður hans, bræðrum og fjölskyldum þeirra. Missir okkar allra er mikill. Ég kveð með þökk og virðingu. Þín frænka, Guðbjörg Elsku Haukur fætter. Nú er komið að kveðjustund. Aldr- ei datt okkur systrunum það í hug þegar við sátum öll saman til borðs og skemmtum okkur í afmælinu hennar mömmu og horfðum á ykkur mömmu flissandi allt kvöldið. Líklegast þótti okkur að þú yrðir fyrstur manna mættur í útskriftirnar okkar í vor, komandi afmæli og aðrar gleðistundir sem við áttum eftir að eiga saman. Margar kvöldstundir höfum við setið og hlustað á langar sögur sem við skildum oft ekkert í. Mikið var hlegið, oft að hlutum sem gerðust löngu fyrir okkar tíð og þið upplifðuð saman en gat líka verið að smáatrið- um hversdagsleikans sem urðu svo fyndin þegar þið deilduð þeim ykkar á milli. Öll fyndnu nöfnin á hlutum og fólki sem við höfum heyrt, flest þín hug- arsmíð. Bína og Blúndi sem varð svo að Presta og gamli, við systurnar Söbeck, Tanta, Brúsi frændi, Toni sem reyndist vera Gudda, Fríða frænka sem reyndist vera Berglind og svona gætum við lengi talið. Það tók okkur hálfa ævina að átta okkur á ættinni, því hver hafði að minnsta kosti þrjú skondin viðurnefni og erum við enn að reyna að púsla öllu saman. Frá því að við munum eftir okkur hefur þú verið stór hluti af lífi okkar, þú hefur verið fastur liður sem nú er horfinn. Þú varst frændinn sem fylgd- ist með í okkar tilveru og hafði áhuga fyrir öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Minningarnar sem við eigum eftir eru jafnmargar og þær eru góðar. Afmælisveislurnar sem þú hélst fyrir okkur, allar klippingarnar, litli laukurinn sem var eina leikfangið á þínu heimili alla tíð, Gúggulína, MarcoPolo töskurnar frá Spáni sem þú gafst okkur, áramótin, allt svo hreint og fínt, vöfflur og ólsen ólsen hjá Guddu, gömlu Andrés Andarblöð- in í Borgartúni, baðkarið sem Ásdís mátti sulla í eins og hún vildi og kom sérferðir til þín í þeim tilgangi, staf- setningaræfingarnar hjá okkur á Melhaganum, smitandi hláturinn, GMS og loftskeytin, þegar við þrjár systurnar buðum þér í hangikjöt og þú sagðir að það væri mjög gott bara fyrir okkur, Haukur laukur spari- baukur hafragrautur … Við hefðum viljað hafa þig miklu lengur. Guð geymi þig, elsku Haukur. Von- andi líður þér vel núna. Við munum alltaf hugsa til þín og minnast með hlýju. Elsku Nóri, Indriði, Þórhallur og fjölskyldur, sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar á þess- ari sorgarstundu. Kristín María, Rósa og Ásdís Braga. Haukur var góður meðalmaður á vöxt, glaðlyndur og mjúklega stríð- inn, hafði sterka nærveru og tindr- andi brún augu. Hann var leiftrandi greindur og vakti athygli strax á barnsaldri fyrir kvæðaþekkingu sína og góða yfirsýn um helstu skáld og bókmenntir sem Siggi kennari í Yzta- Felli lagði ríka áherslu á við nemend- ur sína að þeir tileinkuðu sér. Haukur var yngstur í hópi þriggja bræðra í Borgartúni sem blasti við af hlaðinu heima hjá mér á Lækjamóti. Samgangur var mikill á milli þessara bæja og gagnkvæmar heimsóknir oft í viku. Ég man fyrst eftir Hauki þegar hann var tveggja eða þriggja ára gamall en við Tóti, eldri bróðir hans, vorum jafnaldra og hittumst nánast daglega. Því voru samskipti okkar Hauks mikil frá fyrstu tíð. Snemma bar á því að hann hafði öflugt tungu- tak og man ég eftir því að einhverju sinni höfðum við orðið ósáttir. Þá sneri Haukur vinsælum dægurlaga- texta upp á mig og söng hann til mín þegar hann fór niður í mýri að sækja kýrnar. Einnig stóð hann oft fyrir smíði nýyrða sem náðu útbreiðslu í vina- og fjölskylduhópi hans. Til dæmis um það má nefna gambíupok- ana en svo nefndi Haukur sendingar sem komið var á þá sem áttu leið í önnur héruð. Erlend tungumál lágu vel fyrir honum og stundaði hann nám víða erlendis sér til ánægju og þroska, með þeim árangri að hann hafði vald á spænsku og frönsku auk ensku og Norðurlandamála. Fljótt kom í ljós að Haukur var óvenju handlaginn og listrænn, hvort tveggja hæfileikar sem hann þroskaði áfram í iðn sinni sem hárgreiðslu- meistari – en hann hafði strax sem barn sýnt sérstakan áhuga á því fagi þegar hann hjálpaði litlu bróðurdætr- um mínum á Lækjamóti að hondúlera dúkkurnar sínar eins og hann kallaði það. Seinna lét hann til sín taka í fé- lags- og menntamálum, bæði við kennslu í Iðnskólanum og sem for- maður fagkennarafélags hárgreiðslu- meistara. Þegar Haukur kom suður til náms í Iðnskólanum tókum við upp náið samband eftir nokkurt hlé frá því að kúahagar okkar höfðu legið saman í Kinninni. Eðlilega vorum við miklir græningjar, báðir nýkomnir til stór- borgarinnar í fyrsta sinn og kunnum lítið fyrir okkur í heimilishaldi. Vild- um þó stundum gera okkur glaðan dag í mat og fórum einhverju sinni í verslunarleiðangur og fundum, að okkur sýndist, ljómandi fiskbúðing á vægu verði, festum kaup á honum og héldum heim á leið. Eftir nokkrar bollaleggingar töldum við að einfald- ast myndi vera að sjóða fiskbúðinginn og komum honum fyrir í potti, sett- umst svo niður og tókum tal saman á meðan suðan gekk yfir. En illa brá okkur í brún þegar við snerum til baka og hugðumst gæða okkur á rétt- inum. Þá var enginn fiskbúðingur í pottinum heldur snarkandi hamsa- tólg. Við leystum svo málið með því að fara í heimsókn til Höllu á Sogaveg- inum, vinkonu mömmu, og vissum sem var að ef við myndum staldra þar við í svolitla stundu yrðu bornar fyrir okkur kræsingar. Þegar ég var kominn með fjöl- skyldu varð Haukur einn af okkar bestu heimilisvinum og var um margra ára skeið nánast daglegur gestur. Í þeim heimsóknum nutu leik- listar- og eftirhermuhæfileikar hans sín til fulls, og er hér lítil saga til marks um það: Haukur hafði verið gestkomandi í húsi þegar þangað kom lítil frænka hans ásamt foreldrum sín- um. Litla frænkan hafði þegar getið sér orð fyrir gríðarlegan viljastyrk þegar hún ætlaði sér eitthvað – og þá ekki síður foreldrarnir. Haukur er nú samferða þessu ágæta fólki út í bíl og þáði far heim til sín. Samferðarfólkið var varla búið að koma sér fyrir í bíln- um þegar litla frænkan skipaði fyrir um að stillt skyldi á barnatímann í út- varpinu. Var þetta mjög á skjön við það sem faðirinn hafði hugsað sér og var því ekki hjá því komist að til nokk- uð snarpra skoðanaskipta kæmi milli þeirra feðgina. Bæði vön að halda sín- um hlut nokkuð. Kemur nú Haukur í heimsókn, einu sinni sem oftar, og endurflytur þetta atriði feðginanna með þvílíkum leikrænum tilþrifum að við sem að á hlýddum og þekktum sögupersónurnar tókum andköf af hlátri. En svona var Haukur oft, kom og tók staðinn með leiftrandi kímni og stórkostlegri frásagnargleði. Haukur var ástríðufullur spilamað- ur og kvöld eftir kvöld spiluðum við sagnamanna. Þegar keppnismóður- inn hafði runnið á Hauk var oft erfitt að fá hann til að hætta. Hann var van- ur að spila okkur af sér. Gífurlegt sæl- gætisát fylgdi þessum spilakvöldum og hlóðust upp sælgætisbréfafjöll í kringum keppendur. Var það þá stundum að frekar en að hætta að spila bauð Haukur ýmsar tilslakanir í útreikningum, jafnvel stigajöfnun. Einhverju sinni þegar langt var liðið á kvöld sagði hann til dæmis við Birnu konu mína að þar sem hún hefði ótví- ræða forystu í sælgætisátinu væri ekki nema sanngjarnt að hún fengi nokkur stig í spilaútreikninginn fyrir frammistöðu sína á því sviði – svo halda mætti áfram að spila. Horfði svo í augun á vinkonu sinni með þeim hætti að hann bræddi hana á svip- stundu og gat fengið hana til að halda áfram langt fram á nótt. Haukur veiktist snemma í vetur og urðum við mjög nánir í veikindum hans. Mér þykir mikils vert að hann hafi gert mig að trúnaðarmanni sín- um þessa síðustu mánuði og áttum við margar góðar stundir saman þótt til- efni samveru okkar hafi ekki verið gleðilegt. Hann mætti örlögum sínum af styrk og æðruleysi, gat áfram gert að gamni sínu og hugsaði oft meira um það hvernig hann gæti gert þess- ar aðstæður bærilegri fyrir aðstand- endur sína og vini frekar en að huga að eigin þörfum. Við Birna vottum Arnóri föður hans í Borgartúni, bræðrunum, Ind- riða og Þórhalli, fjölskyldum þeirra og aðstandendum, okkar innilegustu samúð. Jóhann Sigurðsson frá Lækjamóti. Í dag kveðjum við æskufélaga okk- ar Hauk í Borgartúni. Í gegnum árin höfum við systkinin oft rifjað upp minningarbrot sem tengjast Hauki. Haukur á Stakholtinu sveipandi um sig gulu gluggatjaldi syngjandi háfstöfum „Aprés toi“. Og snemma beygðist krókurinn, Haukur heima á Lækjamóti að greiða síðhærðu dúkk- unni hennar Gerðu, mikið sem hann langaði að fá að klippa dúkkuna, en það leyfi fékkst nú aldrei. Haukur að borða ís og niðursoðna ávexti og segir „ég vil fá mikinn saaavvvaa“ og síðan þá hefur þessi litla setning verið sögð þegar fjölskyldan á Lækjamóti fær sér ís og ávexti, af hverju veit enginn, nema kannski að hún minnir okkur á góðan vin. Haukur var æskufélagi okkar systkinanna á Lækjamóti og margar voru þær stundirnar sem við áttum saman, flestar á Stakholtinu. Þetta var löngu fyrir tíma gsm og slíkra tóla, þannig að það var bara farið út á hlað og kallað á milli bæjanna „Hæ, hó, hæ, hó, hittumst hjá feita staurn- um“. Mest voru þeir Siggi saman en við systurnar fengum líka oft að vera með, því að það er ekkert gaman að halda heila „eurovision“ söngva- keppni þegar það eru bara tveir til að taka þátt í keppninni og söngatriðin hjá Hauk, þau voru sko mögnuð og slá í minningunni Silvíu Nótt og Gleði- bankann alveg út. Rósastríðið var líka vinsælt að leika og fleiri sjónvarps- þættir fengu nýtt líf á Stakholtinu. Og þó að við yrðum eldri og samveru- stundirnar færri, hittumst við stund- um þegar Haukur var fyrir norðan og skrapp „nið’rí mýrina“ og þá var mik- ið hlegið því alltaf var jafngaman að hitta Hauk og rifja upp góðar stundir. Margt fleira væri hægt að rifja upp, en við látum þetta nægja og kveðjum Hauk okkar með erindi úr ljóði eftir Bubba Morthens. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. Elsku Nóri, Indriði, Tóti og fjöl- skyldur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Systkinin á Lækjamóti. Sigurður, Gerða, Þóra og Sigurveig. Það er erfitt að þurfa að setjast nið- ur og kveðja með fátæklegum orðum kæran vin og samstarfsfélaga til margra ára, Hauk Arnórsson, sem er farinn langt fyrir aldur fram. Haukur var góður og skemmtileg- ur samstarfsfélagi, áreiðanlegur og vinur vina sinna. Við unnum saman fyrst á Rakara- stofunni Klapparstíg og síðan á Hár- kúnst. Einnig höfum við starfað sam- an að ýmsum verkefnum í hársnyrti- geiranum, þar sem við vorum báðir kennarar í hársnyrtiiðn. Það má því með sanni segja að við höfum starfað saman í nær 30 ár. Það eru því marg- ar skemmtilegar minningar sem koma upp í hugann þegar maður lítur til baka bæði hér heima og frá ferðum erlendis. Haukur var alveg sérstakur per- sónuleiki, mikill húmoristi og hafði einstaklega smitandi hlátur, þegar hann hló, þá hlógu allir í kringum hann. Hann kallaði starfsfélagana gjarnan öðrum nöfnum en þeirra eig- in, t.d. kallaði hann mig „gamla“ því að ég var elstur og svo var það, „Sim- onette“, „Dússí“, „Spreyja“, „Bambi“, „Johnny frisco“ og svona má lengi telja. Hann hafði ótrúlegt hugmynda- flug. Haukur var góður fjölskylduvinur og var hann meira að segja svaramað- urinn minn þegar við Ása giftum okk- ur árið 1982. Við fjölskyldan munum minnast Hauks með sín stóru fallegu augu og bros og smitandi hlátur. Ég kveð þig, Haukur minn, með söknuði og sorg í hjarta, en þakklæti fyrir að hafa átt þig sem vin og sam- starfsfélaga í öll þessi ár. Við sendum fjölskyldunni, föður þínum og bræðrum innilegustu sam- úðarkveðjur. Vagn Boysen. HAUKUR ARNÓRSSON  Fleiri minningargreinar um Hauk Arnórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hildur Sig- urðardóttir; Ólafur Grétar Krist- jánsson; Anna María Þórhallsdóttir; Eygló Dögg; Jón Halldór; sam- starfsmenn í Iðnskólanum; Hulda og Steinunn; Ólöf Ása; Jóhanna o.fl.; Auður o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.