Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 56

Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 56
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA EINHVER HÉRNA SEM ELSKAR HUNDA! EINHVER SEM GETUR EKKI ÁN ÞEIRRA VERIÐ! HVAR ERUÐ ÞIÐ! LANGAR YKKUR EKKI AÐ SEGJA ÞESSUM HUNDI HVAÐ ÞIÐ ELSKIÐ HANN MIKIÐ!?! AND- VARP! ERUÐ ÞIÐ HRIFIN AF HUNDUM? EF ÉG FÆ EKKI AÐ AÐ STJÓRNA ÞESSUM LEIÐANGRI ÞÁ ER ÉG FARINN! ÉG ER HVORT SEM ER ORÐINN ÞREYTTUR Á ÞÉR ÉG ER FARINN HEIM! EN ÞÚ ÁTT HVERGI HEIMA. MANSTU ÞAÐ EKKI? ÞAÐ ÆTTI AÐ VERA HÆGT AÐ SPÓLA LÍF MITT TIL BAKA ...JÁ OG LÆKKA Í ÞVÍ ÉG ÆTLA AÐ KALLA Á VINI MÍNA! HANN Á SKRÝTNA VINI! HVERNIG GEKK ÞJÁLFUNIN, Í DAG? GRÍMUR VAR REKINN ÚR HLÝÐNI- SKÓLANUM ÉG VAR AÐ SENDA FLÆR TIL ANNARRA NEMENDA Í MIÐJUM TÍMA HVAÐ KOM TIL? ÞAÐ VAR FRÁBÆRT AÐ SJÁ YKKUR AFTUR SÖMULEIÐIS. ÉG ER EKKI TILBÚIN TIL AÐ FARA AFTUR TIL ALASKA HVERS VIRÐI ER STÓRT HÚS OG MIKIL NÁTTÚRUFEGURÐ ÞEGAR MAÐUR ER FJÆRRI FJÖLSKYLDUNNI? MIKILS VIRÐI! ÞAÐ ER SATT ÉG GET EKKI MÓTMÆLT ÞVÍ AÐ M.J. FÁI AÐ LEIKA Í ÞESSARI MYND HANA HEFUR ALLT AF LANGAÐ AÐ LEIKA ÉG VONA AÐ ÞÚ HAFIR NÁÐ MYNDUM AF KRAVEN OG NÝJU LEIKKONUNNI! ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI BEST AÐ GLEYMA ÞESSU OG EINBEITA SÉR AÐ VINNUNNI Dagbók Í dag er laugardagur 8. apríl, 98. dagur ársins 2006 Víkverji er góðu van-ur eftir að hafa bú- ið erlendis um nokk- urra ára skeið og ergir það hann ósegjanlega hve mikið dýrara er að versla í matinn á Ís- landi en í útlandinu og hvað úrvalið er fátæk- legt. Þegar Víkverji bjó úti hafði hann ekki mikið milli handanna á íslenskan mælikvarða en gat þó alltaf keypt hvað sem hann lysti í matinn. Dýrindis kjúklingabringur eða nautalundir á tvö, þrjú, fjögur hundruð krónur kílóið. Brauð og bakkelsi, gos, bjór og vín aldrei minna en þremur fjórðu ódýrara en hér á landi. Víkverja þótti sér- staklega gaman að kaupa sér vænan bita af himneskri nýsoðinni skinku eða bragðmikilli spægipylsu og gat skorið sér þumlungsþykkar sneiðar á brauð með góðri samvisku. Osta- borðin úti í heimi voru hlaðin dýrind- isostum af öllum mögulegum sortum, hver öðrum betri á bragðið, og kílóið kostaði yfirleitt 400-500 krónur. Þegar Víkverji verslar á Íslandi er leiðinlegt að versla. Þó Víkverji telj- ist varla láglaunamaður getur hann ekki leyft sér að kaupa brot af því sem hann gæti erlendis. Hér kosta kjúklingabring- ur (jafnvel í lág- vöruverðsbúðum!) aldrei minna en tvö þúsund krónur kílóið. Kílóverðið á útlensk- um ostum er vel yfir þremur þúsundum, bjórinn kostar fimm- falt meira hér á landi en erlendis og vín- flaskan líka. Já, Víkverja finnst leiðinlegt að versla á Íslandi og þurfa að gaumgæfa í bak og fyrir hvað hlut- irnir kosta áður en hann setur þá í körfuna: Gera ítarlegan samanburð og reikna öll innkaup í bak og fyrir svo að fjárhagurinn fari ekki úr skorðum. Víkverja þykir algjört forgangs- atriði fyrir þjóðina að verð á matvöru snarlækki. Í háu matvöruverði felst ofboðsleg skerðing lífsgæða fyrir al- menning og það er skelfileg synd að á tímum góðæris skuli ekki vera á færi annarra en þeirra hæst laun- uðustu að gera vel við sig í mat og drykk alla daga vikunnar. Í góðum mat felst menning og gleði sem á að vera á allra færi að upplifa. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Norræna húsið | Opnuð var í Norræna húsinu í gær sýningin „Hinn rauði þráður í Biblíunni“. Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson opnaði sýn- inguna en á henni gefur að líta dúkristur eftir börn frá Grænlandi, Fær- eyjum, Noregi, Danmörku og Íslandi. Viðfangsefni barnanna tengist pásk- um, en á myndunum er sögð píslarsaga Jesú Krists. Sýningin er haldin í anddyri Norræna hússins og stendur í sex vikur. Morgunblaðið/ÞÖK Biblíumyndir barnanna MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Jesús sagði þeim: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir. (Jóh. 6,35.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.