Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 11 FRÉTTIR JÓN Aðalsteinn Baldvinsson, vígslu- biskup Hólastiftis, setti í gær ráð- stefnuna Skólasaga – skólastefna, sem haldin er nú um helgina á Hólum á Hjaltadal í tilefni af 900 ára afmæli Hólaskóla. Nafni hans, Jón biskup Ögmundsson, kom skólanum á legg árið 1106, en skólastarf hefur verið nær óslitið á Hólum síðan. Á ráðstefnunni er fjallað um upp- haf og skólahalds á Íslandi og stöðu og stefnu íslenska framhaldsskóla- og háskólastigsins. Stytting náms til stúdentsprófs, boðaðar breytingar og erfiður rekstur framhaldsskóla var frummælendum efst í huga á málstof- unni: Saga og staða framhaldsskóla- stigsins á Íslandi. Framhaldsskólarnir í sókninni Þróun framhaldsskólans á ára- bilinu 1955-2005 hefur verið samfelld og regluleg að sögn Jóns Torfa Jón- assonar, prófessors við Háskóla Ís- lands, og fjölgun nemenda ekki meiri en búast hefði mátt við. Umræðuna sagði hann í gegnum þetta tímabil oft- ast hafa snúist um hlutverk fram- haldsskólans, inntak námsins, flokk- un nemenda, stöðu starfsmenntunar, stöðu kynjanna og lengd námstíma. ,,Árið 2050 myndi ég telja, með hlið- sjón af gangi sögunnar, að skólastigin verði tvö, almennt, samfellt grunn- menntastig, sem mun taka frá upp- hafi leikskóla og til loka framhalds- skóla og síðan háskóla- og rannsóknastig. Í þessu felst ekkert gildismat, aðeins ályktun af þróun sögunnar.“ Skólameistararnir norðlensku, Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, og Jón F. Hjartarson, skólameistari FNV, voru ekki sáttir við ráðuneyti menntamála en sögðu að kennarar og stjórnendur á framhaldsskólastigi þyrftu einnig að líta í eigin barm og standa saman. ,,Það má segja að stytting framhaldsskólans sé dæmi um breytingaferli sem sýni sofanda- hátt og samstöðuleysi okkar sem í framhaldsskólunum störfum. Þetta er mál sem við misstum inn í ráðuneytið og þar með frumkvæðið, því við í framhaldsskólunum eigum að vera sókninni og ráðuneytið á að vera á hliðarlínunni ef við þurfum á að halda,“ sagði Jón Már. Hann sagði jafnframt að samstarf við grunn- skólana hefði verið að aukast á síð- ustu árum og að þegar væri farið að draga úr skilum á milli skólastiga. Hvað varðaði undirbúning nemenda fyrir háskóla og þarfir háskólanna hvatti hann til frekari umræðu. ,,Það er mikilvægt að rjúka ekki til og leita að patentlausnum eða búa til reglur til að forðast umræður heldur að leyfa hverjum framhaldsskóla að takast á við að tengja sig við háskólana út frá sínum gildum og framtíðarsýn.“ Þurfa stuðning fyrirtækja Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðvesturlands, var harðorður í garð stjórnmála- manna sem hann sagði að virtust oft ekki átta sig á því að þegar ein breyt- ing er gerð á kerfi, þá verði iðulega fleiri kerfisbreytingar. ,,Fámennir skólar úti á landi þola ekki eins vel fækkun nemenda sem fylgir breytingu eins og styttingu náms til stúdentsprófs sökum reikni- líkans menntamálaráðuneytisins. Það er ekki aðeins sú breyting sem við þurfum að takast á við heldur fjöldi annarra sem fylgja í kjölfarið, þetta er eins og tsunami-bylgja. Það þýðir að fjölga þarf viðfangsefnum eins og að bjóða upp á aðfaranám í háskóla sem vissulega er metnaðarfullt en kostnaðarsamt og fjármagnið skortir frá hinu opinbera sem fyrr. Við næð- um ekki að halda uppi metnaðarfullu skólastarfi hér nema fyrir tilstilli fyr- irtækja sem hleypt hafa nýjum krafti í skólahaldið og það gefur okkur vonir um nýja og betri tíma.“ Framhaldsskólar þurfa stuðn- ing fyrirtækja til skólastarfs Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að í ár eru 900 ár liðin frá því að skólahald hófst að Hólum. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur Ráðstefna um skólasögu og skólastefnu haldin um helgina í tilefni af 900 ára afmæli Hólaskóla VINSTRI græn (VG) í Reykjavík kynntu í gær stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Kynningin fór fram í strætisvagni sem ekið var um borgina. Svandís Svavarsdóttir, oddviti listans, sagði rauða þráðinn í stefnu VG vera að byggja upp samfélag, Þar gegndu hugtökin þátttaka, aðgengi og lýðræði lykilhlutverkum. Reykja- víkurborg væri fyrst og fremst sam- félag en ekki fyrirtæki. Í stefnu Vinstri grænna, Samfélag í Reykja- vík, kemur m.a. fram að velferðar- þjónusta á að standa öllum til boða í samræmi við aðstæður þeirra, óskir og þarfir. Samþætta á heimahjúkrun og heimaþjónustu og hafa á einni hendi. Eins á að sameina ferðaþjón- ustu fatlaðra og aldraðra. Þá vilja Vinstri græn auka verksvið hverfis- ráða og þjónustumiðstöðva og draga úr miðstýringu. Gott samfélag þarf á þátttöku allra að halda og því ættu allir að hafa jafn- an rétt til þátttöku, hvort heldur fólk á besta aldri, börn, gamalmenni, fatl- aðir eða innflytjendur. Allir þurfa að eiga jafnt aðgengi að þátttöku í samfélaginu. Vinstri græn vilja m.a. að allt opinbert rými verði tafarlaust gert öllum aðgengilegt. Svandís sagði einnig að öll mál þyrfti að skoða annars vegar frá sjón- arhóli kynjafrelsis og jafnréttis og hins vegar með tilliti til umhverfis- mála og sjálfbærrar þróunar. Árni Þór Sigurðsson, 2. sæti, kynnti „Orkuborgina Reykjavík“. Hann sagði að orkan sem býr í fólk- inu væri ekki síður auðlegð en vatns- afl og jarðvarmi. Árni sagði að orkan væri dýrmæt og draga þyrfti úr orkusóun. Nefndi Árni t.d. að ívilna mætti þeim á einhvern hátt sem ferðast á umhverfisvænum farar- tækjum. Orkuveita Reykjavíkur (OR) á að vera leiðandi afl í nýtingu umhverfisvænnar orku til almennra nota, en ekki taka frekari þátt í upp- byggingu stóriðju. Gagnaveita gæti orðið fjórða meginveitan og OR og Landsvirkjun eiga að vera áfram í samfélagslegri eigu, að mati VG. Þorleifur Gunnlaugsson, 3. sæti, kynnti „Náttúruborgina Reykjavík“. Hann sagði m.a. að Reykjavík ætti að vera til fyrirmyndar í umhverfismál- um. Aukið vægi umhverfismála myndi skila sér í bættri heilsu borg- arbúa. Ekki væri ásættanlegt að t.d. lungnasjúkir yrðu að halda sig innan- dyra þegar loftmengun væri sem mest í borginni á kyrrum vetrardög- um. Draga þyrfti úr svifryki, m.a. með minni notkun nagladekkja. Þor- leifur sagði að standa þyrfti vörð um Reykjanesfólkvang og Brennisteins- fjöll, en nú væri farið að líta til þess- ara svæða með virkjanir í huga. VG í Reykjavík vilja fá Strætó aftur heim, fjölga strætisvagnaleiðum og auka ferðatíðni. Innan stjórnar Strætó bs. hafi verið ágreiningur um eflingu leiðakerfisins. Verði ekki hugarfars- breyting þar vilja VG endurvekja Strætisvagna Reykjavíkur. Sóley Tómasdóttir fjallaði um „Kynjaborgina Reykjavík“. Hún sagði að konur og karlar stæðu ekki jafnfætis í lífsbaráttunni. Aukin fræðsla væri forsenda jafnréttis og því þyrfti að fræða jafn stjórnendur borgarinnar og uppeldisstarfsfólk um jafnréttismál. VG vilja útrýma kynjabundnu launamisrétti og aflétta launaleynd hjá Reykjavíkurborg. Þá verði unnið markvisst gegn kyn- bundnu ofbeldi, klámi útrýmt úr op- inberu rými og súlustaðir bannaðir í Reykjavík. Hermann Valsson, í 5. sæti, fjallaði um „Barnaborgina Reykjavík“. Hann sagði að Vinstri græn vildu gjald- frjálsan leikskóla frá lokum fæðing- arorlofs, gjaldfrjálsan skóladag í grunnskóla og þar með bæði fríar skólamáltíðir og frístundaheimili. Hreinar línur í skipulagsmálum Árni Þór Sigurðsson gerði grein fyrir stefnu Vinstri grænna í skipu- lagsmálum. Þau vilja m.a. að Sunda- braut verði lögð í jarðgöngum frá Laugarnesi að Gufunesi með teng- ingum við Sæbraut og hafnarsvæðið og áfram á lágri brú frá Geldinganesi í Álfsnes og yfir Kollafjörð. Þétta á þjónustunet strætisvagna og veita þeim aukinn forgang um nokkrar meginæðar. Fjölga á hjólreiðabraut- um og gera þær að raunhæfum sam- gönguleiðum um höfuðborgarsvæðið. Þróa á Vatnsmýrina sem vistvæna byggð og tengja hana Álftanesi með Skerjabraut yfir Skerjafjörð. Strand- lengjan verði vernduð á völdum stöð- um. Endurmeta þarf staðsetningu og umfang nýs Landspítala. Listahá- skólinn verði byggður upp við Sölv- hólsgötu/Skúlagötu og Miklabraut lögð í stokk milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar. Reykjavíkur- flugvelli verði fundinn staður í aust- urjaðri borgarinnar. Vinstri græn í Reykjavík kynna stefnu sína í borgarmálum Mest áhersla á aðgengi, þátttöku og lýðræði Morgunblaðið/Ómar Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, ávarpaði fulltrúa fjölmiðla á kynningarfundi í strætó, en hann fór í stutta ferð um borgina. ÚTFÖR Elísabetar Maríu Kvaran var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjöl- menni, en Elísabet lést 19. apríl sl. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur jarðsöng. Kistuna báru úr kirkju: Axel Krist- jánsson, Einar Kr. Guðfinnsson, Hallgrímur Gunnarsson, Halldór Blöndal, Elísabet Kvaran, Finnur Geirsson, Hallgrímur Geirsson og Gunnar Kvaran. Útför Elísabetar Maríu Kvaran Morgunblaðið/Eyþór MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Jó- hannesi Jónssyni, stofnanda Bón- uss. „Það var ógeðfellt að lesa for- ystugrein Morgunblaðsins í gær þar sem ritstjórinn fjallar um Baugsmálið svokallaða. Þar segir ritstjórinn orðrétt um endurútgáfu á ákæru í málinu: ,,Þetta þýðir í raun að efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra hefur verið endur- reist ef svo má að orði komast.“ Þvílíkt og annað eins. Ég var sakaður af þessum aðilum um aðild að hundruð milljóna fjárdrætti í ákæru sem mér var birt 1. júlí 2005. Málið fékk í kjölfarið útreið hjá dómstólum þar sem 32 af 40 ákæruliðum var vísað frá í Hæsta- rétti Íslands og hinum 8 eftirstand- andi liðum lauk með sýknudómi í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. mars sl. Þegar ákæran var endurútgefin voru allar sakargiftir hvað mig varðar horfnar. Það er því ekki annað hægt en að líta svo á að ég hafi verið hafður fyrir rangri sök. Hinn horfni saksóknari, Jón H.B. Snorrason, hefur því framið stór- kostleg afglöp í starfi. Hann hlýtur að þurfa að svara fyrir það í dóms- sölum. Túlkun Morgunblaðsins á að nýjar ákærur séu uppreisn æru fyrir ríkislögreglustjóra er ógeðs- leg. Ég veit sjálfur hvernig það er að vera hafður fyrir rangri sök svo árum skiptir. Það er bæði sárt og vont. Það ber að refsa mönnum sem gera saklausu fólki slíkt.“ Ógeðfellt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.