Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 29 DAGLEGT Í APRÍL Af ótal söfnum og gall-eríum, sem er að finna íBerlínarborg, vekur Gyð-ingasafnið sérstaka at- hygli enda koma margir til Berl- ínar í þeim einum tilgangi að sjá safnið. Það dregur nú að sér hundruð þúsunda gesta á hverju ári, en safnið var fyrst opnað fyrir gestum árið 1999. Það er ekki síst fyrir tilstilli arkitektsins Daníels Libeskind, sem hannaði nýju skrýtnu bygginguna, að safnið vek- ur verðskuldaða athygli. „Við megum aldrei falla í þá gryfju að gleyma sögunni. Heim- sókn í safnið er afar tilkomumikil og áhrifarík upplifun. Hún vekur upp tilfinningaþrungið tómarúm hjá gestunum enda má segja að Libeskind hafi byggt verk sitt á því sem kalla má tilfinningalegan arki- tektúr,“ segir þýskur leið- sögumaður Ferðablaðsins, sem heimsótti Berlín fyrir skömmu. Markaði upphaf ferilsins Fyrstu hugmyndir um safnið komu fram á sjónarsviðið árið 1971 þegar samfélag gyðinga í Berlín minntist 300 ára ártíðar. Gyð- ingasafn hafði verið opnað í borg- inni skömmu áður en Hitler komst til valda árið 1933, en því var lokað af Gestapo fimm árum síðar. Efnt var til samkeppni um hönn- un nýs safnahúss, sem yrði sam- byggt eldra safnahúsi. Tillaga Libeskind bar sigur úr býtum árið 1989 af samtals 165 tillögum, sem bárust í keppnina. Bygginga- framkvæmdum var að fullu lokið árið 1998 og er safnið nú rekið sem sjálfseignastofnun. Nafn Libeskind er nú orðið vel þekkt í heimi arki- tekta vegna fjölmargra áhuga- verðra verka, en hann sigraði einn- ig í samkeppni, sem efnt var til árið 2003, um Ground Zero í New York, þar sem fyrrum tvíburaturn- arnir stóðu. Libeskind er fæddur í Póllandi, en fékk bandarískan rík- isborgararétt árið 1965. Frá 1989 hefur hann haft aðsetur í Berlín enda má segja að Gyðingasafnið þar marki upphaf arkitektaferils hans. Áður en hann fór út í arki- tektanám, hafði hann stundað tón- listarnám í Ísrael og starfaði m.a. við tónlistaruppfærslur í New York. Neðanjarðargöng og Helfararturn Inngangur inn í safnið er um gömlu bygginguna Kollegienhaus, sem byggð var árið 1735 til að hýsa dómshús á tímum Prússa. Húsið skemmdist mikið í seinni heims- styrjöldinni, en var endurbyggt 1963 sem borgarsafn Berlínar. Nýju Libeskind-byggingunni hefur verið lýst sem meistaraverki í sjálfu sér sem sé uppfullt af list- rænni tjáningu. „Nýja byggingin, sem hýsir sögu gyðinga í Þýska- landi, hefur engan alvöru inngang, en þegar inn er komið er óhætt að segja að tilfinningarnar fari á fullt skrið enda er arkitektúrnum ætlað að kalla fram mannleg viðbrögð. Meðal annars þarf gesturinn að fara í gegnum ónotaleg neðanjarð- argöng til að komast í garð útlegð- arinnar og við hlið safnsins þarf að fara í gegnum önnur göng sem enda í „Holocaust Tower“ eða Hel- fararturninum. Það þarf vart að út- skýra þær tilfinningar, sem bærast með gestum, þegar dyrnar lokast að baki þeim,“ segir þýski leið- sögumaðurinn.  BERLÍN | Arkitektúr Gyðingasafnsins spilar inn á tilfinningar gestanna Tilfinningaþrungið tómarúm Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.jmberlin.de Arkitektúr Gyðingasafnsins í Berlín er mjög óhefðbundinn enda er honum fyrst og fremst ætlað að vekja tilfinningar meðal gestanna. Garður útlegðarinnar byggist upp á 49 sex metra háum stólpum með ólífu- trjám í, en í huga gyðinga merkja þau frið og von. Stólparnir mynda sjö raða ferhyrning enda hefur talan sjö mikla þýðingu meðal gyðinga. Ný hótelkeðja Fosshótel ehf. hefur stofnað nýja keðju gistiheimila sem ber nafnið Inns of Ice- land. Inns of Iceland er keðja gistiheimila á Íslandi og er ætlað að sinna þörfum þeirra sem sækjast eftir hagkvæmri en heimilislegri gistingu um allt land. Eingöngu er boðið upp á herbergi án baðs og hótelin í keðjunni eru Flóki Inn, Flókagötu 1 & 5 sem er opið allt árið og Garður Inn við Hringbraut sem er opið yfir sumartímann. Fosshótel ehf. hafa gert samning við Félagsstofnun stúdenta um leigu á hluta af stúdentagörðunum, það er Gamla Garði og húsnæði við Suð- urgötu sem áður var rekið á sumrin sem Parkhótel. Garði Inn hefur eins og áður hefur komið fram verið fundinn staður í Inns of Iceland keðjunni en fyrrverandi Parkhótel sameinast Fosshótel- keðjunni og nefnist nú Fosshótel Suð- urgata. Lúxusferð til London og Parísar Dagana 9.–14. júní bjóða Mast- er Card og Ex- press Ferðir upp á svokallaða lúx- usferð til heims- borganna Lond- on og Parísar. Morgunflug til London og dvalið þar í þrjá daga. Innifalin er heils dags skoðunarferð til Stonehenge og Bath. Einnig farið í leikhús. Síðan er farið með Eurostar- lestinni sem er aðeins tæpa þrjá tíma til Parísar og þar er í boði skoð- unarferð, sigling með kvöldverði og fleira.Verð er 79.900 kr. fyrir Master Card hafa og innifalið er flug, hótel í London og París, morgunverður, akst- ur, heils dags skoðunarferð og Euro- star lestin. Íslensk fararstjórn í hönd- um Lilju Hilmarsdóttur. www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Ef þú bókar bílaleigubílinn heima á Íslandi bíður hann þín á áfangastað. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Bókaðu bílinn núna í 50 50 600 og tryggðu þér meira öryggi og betri þjónustu á ferðum þínum erlendis hvert sem leið þín liggur. 50 50 600 • www.hertz.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 16 24 03 /2 00 6 Safnaðu Vildarpunktum Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.