Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 51
KIRKJUSTARF
Ragnheiður Gröndal
syngur í hjóna- og
sambúðarmessu
MIKILVÆGUSTU undirstöðurnar í
sambúð og hjónabandi eru ástin,
trúfestin og virðingin. Allar þessar
þrjár stoðir þarf rækta. Það er mik-
ilvægt að kirkjan komi með tilboð
um þjónustu sem hjálpar hjóna- og
sambúðarfólki að rækta þessar
undirstöður. Þess vegna er boðið til
hjóna- og sambúðarmessu í Bessa-
staðakirkju, sunnudaginn 30. apríl
kl. 20.
Þetta er þriðja svona kvöldmess-
an á árinu 2006, en þetta nýja helgi-
hald er samstarfsverkefni Bessa-
staða- og Garðasóknar. Prestarnir
Jóna Hrönn Bolladóttir og Friðrik
J. Hjartar þjóna fyrir altari, en Sæ-
mundur Hafsteinsson sálfræðingur
er ræðumaður kvöldsins. Sæmund-
ur hefur verið sjálfstætt starfandi
sálfræðingur til margra ára og hef-
ur af mikilli reynslu að miðla. Tón-
listin er í höndum Ómars Guðjóns-
sonar gítarleikara en Ragnheiður
Gröndal syngur og Eyþór Gunn-
arsson leikur undir á hljómborð.
Það er mikilvægt að gefa sér
tíma til að rækta ástina. Sjá
www.gardasokn.is. Allir velkomnir
óháð aldri og kynhneigð.
Tónlistarmessa
í Hjallakirkju
TÓNLISTARMESSA verður í
Hjallakirkju sunnudaginn 30. apríl
kl. 11. Flutt verður Messa fyrir
sópran, flautu og orgel eftir norska
tónskáldið Kjell Mørk Karlsen sem
hann byggir á gregorísku ívafi með
sjálfstæðri íhugun flautunnar.
Einnig verður m.a. flutt Drottinn er
minn hirðir eftir Antonin Dvorák
og sónata fyrir tvær þverflautur
eftir þýska tónskáldið G. F.
Telemann.
Flytjendur tónlistar eru flautu-
leikararnir Guðrún S. Birgisdóttir
og Martial Nardeau, Kristín R. Sig-
urðardóttir sópran, Félagar úr Kór
Hjallakirkju ásamt organista kirkj-
unnar, Jóni Ólafi Sigurðssyni. Séra
Sigfús Kristjánsson þjónar og Þor-
gils Hlynur Þorbergsson guðfræð-
ingur prédikar. Sjá nánar á
www.hjallakirkja.is.
Seljakirkja um helgina
VORFERÐALAG barnastarfsins
laugardag kl. 11. Farið frá Selja-
kirkju að Lágafelli. Pylsuveisla
þegar komið er til baka. Ferming-
arguðsþjónusta kl. 14 á sunnudag.
Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar.
Aðalfundur Seljasafnaðar strax
að lokinni guðsþjónustu. Verið vel-
komin.
„Kærleikurinn
í kvikmyndum“
Í DAG, laugardaginn 29. apríl,
verður dagskrá í Seltjarnar-
neskirkju á vegum rannsókn-
arhópsins Deus ex cinema þar sem
fjallað verður um nokkrar kvik-
myndir í máli og myndum þar sem
Óður Páls postula (1. Korintubréf
13) til kærleikans kemur við sögu.
Dr. Pétur Pétursson guðfræði-
prófessor og Árni Svanur Daníels-
son doktorsnemi í guðfræði flytja
erindi. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson
guðfræðiprófessor kynnir og stýrir
umræðum. Dagskráin hefst kl. 15 í
Seltjarnarneskirkju og er liður í
Listahátíð kirkjunnar sem að þessu
sinni er haldin undir yfirskriftinni
„Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi.“ Allir velkomnir og aðgangur
ókeypis.
Kaffisala 1. maí
HIN árlega kaffisala Kristniboðs-
félags kvenna verður í Kristniboðs-
salnum, Háaleitisbraut 58-60,
mánudaginn 1. maí, kl. 14–17. Þar
verða að vanda ljúfar kræsingar á
boðstólum sem gott er að renna nið-
ur með kaffisopanum.
Kristniboðsfélag kvenna er elsta
kristniboðsfélag á landinu, stofnað
1904. Félagið hefur stutt starfið í
Eþíópíu og Kenýa dyggilega. Ein af
fjáröflunarleiðum þess er hin ár-
lega kaffisala. Starf kristniboðsins
er í stöðugum vexti og verkefnin
óþrjótandi hvort sem það er við
boðun Guðs orðs, neyðarhjálp eða
ýmis þróunarverkefni.
Kolaportsmessa
KOLAPORTSMESSA verður
sunnudaginn 30. apríl kl. 14 í „Kaffi
Porti“ innst í Kolaportinu. Frá kl.
13.30 syngur og spilar Þorvaldur
Halldórsson ýmis þekkt lög bæði
eigin og annarra. Hann annast
einnig tónlistina í helgihaldinu. Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir
helgihaldið, sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir prédikar. Þá annast Sr. Sig-
rún Óskarsdóttir og Guðbjörg Ólöf
Björnsdóttir bænahald og ganga
um og taka á móti fyrirbæn-
arefnum.
Í gegnum tíðina hefur skapast
andrúmsloft tilbeiðslu í þessu
óvenjulega guðshúsi. Þó margt sé
um að vera í Kolaportinu eru ávallt
margir þátttakendur sem gjarnan
fá sér kaffisopa, syngja, biðja og
hlusta. Í lok stundarinnar er gengið
um með olíu og krossmark teiknað í
lófa þeirra sem vilja. Um leið eru
flutt blessunarorðin: „Drottinn
blessi þig og varðveiti þig“.
Að sjálfsögðu eru allir velkomn-
ir.
Lögreglan í Neskirkju
LÖGREGLUMENN fást við lög eins
og lög gera ráð fyrir. Hópur lög-
reglumanna sem heimsækir Nes-
kirkju gerir enn betur. Hann syng-
ur lögin sín. Lögreglukór
Reykjavíkur mun syngja við messu
í Neskirkju kl. 11 á sunnudag.
Sálmarnir og messusöngurinn kem-
ur úr lagasafni kirkjunnar sem er á
allt öðrum nótum en það lagasafn
sem þessir mikilvægu verkamenn í
víngarði Drottins styðjast við í dag-
legum störfum sínum. Söfnuðurinn
fagnar þessum góðu gestum ásamt
stjórnanda sínum Guðlaugi Vikt-
orssyni.
Með þeim í för verður einnig séra
Kjartan Örn Sigurbjörnsson,
sjúkrahús- og lögregluprestur.
Lögreglumenn annast ritning-
arlestra og taka þátt í bænagjörð.
Að messu lokinni verður boðið
upp á kaffi að venju á kirkjutorginu
og gott betur því kórinn og kon-
urnar sem standa við bakið á hon-
um koma með veitingar með sér til
að gleðja safnaðarfólk. Nes-
kirkjufólk og allir sem áhuga hafa
eru hvattir til að fagna þessum
góðu gestum á nýbyrjuðu sumri.
Organisti við messuna verður
Steingrímur Þórhallsson en séra
Örn Bárður Jónsson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt séra
Kjartani Erni.
Síðasta Tómasar-
messan að sinni
ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar
Tómasarmessur efnir til síðustu
messunnar á þessu vori í Breið-
holtskirkju í Mjódd sunnudags-
kvöldið 30. apríl, kl. 20.
Tómasarmessan hefur unnið sér
fastan sess í kirkjulífi borgarinnar,
en slík messa hefur verið haldin í
Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta
sunnudag í mánuði, frá hausti til
vors, síðustu átta árin. Fram-
kvæmdaaðilar að þessu messuhaldi
eru Breiðholtskirkja, Kristilega
skólahreyfingin, Félag guð-
fræðinema og hópur presta og
djákna.
Tómasarmessan einkennist af
fjölbreytilegum söng og tónlist,
mikil áhersla er lögð á fyrir-
bænaþjónustu og sömuleiðis á virka
þátttöku leikmanna. Stór hópur
fólks tekur jafnan þátt í undir-
búningi og framkvæmd Tóm-
asarmessunnar, bæði leikmenn,
djáknar og prestar.
Júdasarguðspjall í
Hafnarfjarðarkirkju
VIÐ guðsþjónustu í Hafnarfjarð-
arkirkju næstkomandi sunnudag
verður í predikun dagsins sér-
staklega fjallað um hið svokallaða
Júdasarguðspjall.
Júdasarguðspjall hefur verið
mikið í umræðunni að undanförnu
meðal annars í fjölmiðlum. Fjallað
verður um aldur og innihald þessa
guðspjalls og hvers vegna það var
ekki tekið með í Nýja testamentið
þegar það var í mótun.
Einnig verður vikið að öðrum
guðspjöllum sem ekki eru með í
Nýja testamentinu eins og guðspjall
Maríu Magdalenu. Ýmsir hafa hald-
ið því fram að þessir textar koll-
varpi sögu kristninnar. Er það rétt
eða skipta þeir litlu máli fyrir trú
manna? Og hver var það eiginlega
sem ákvað hvaða rit ættu að vera í
Nýja testamentinu og hvernig var
það ákveðið?
Prestur er sr. Þórhallur Heim-
isson, organisti Antonia Hevesi og
kór kirkjunnar leiðir söng. Guðs-
þjónustan hefst kl. 11.
„Við og Guð
erum vinir“
BÖRN, sem koma í Hallgrímskirkju
á sunnudaginn munu áreiðanlega
fá að heyra eitthvað við sitt hæfi.
Eins og jafnan taka börnin þátt í
fyrri hluta messunnar.
Á sunnudaginn munu Barna- og
unglingakórar Hallgrímskirkju og
Austurbæjarskóla ásamt Drengja-
kór Reykjavíkur syngja undir
stjórn Friðriks S. Kristinssonar.
Síðan fara börnin með leiðtoga
barnastarfsins, Magneu Sverr-
isdóttur og aðstoðarfólki hennar,
inn í hliðarsal kirkjunnar, þar sem
„Við erum vinir Guðs“, eftir Karin
Vinje, verður flutt af leikhópnum
Stopp. Má búast við miklu fjöri und-
ir þeim flutningi. Foreldrar eru
hvattir til að taka börnin með sér til
kirkjunnar á sunnudaginn og leyfa
þeim að njóta þar góðrar stundar.
Eins er upplagt að börnin bjóði með
sér félögum sínum.
Organisti við messuna er Hörður
Áskelsson. Sr. Birgir Ásgeirsson
predikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Sigurði Pálssyni.
Eftir messu verður haldinn að-
alsafnaðarfundur Hallgímssóknar.
Barnastarfið
í Grafarvogi
SÍÐUSTU barnamessur á þessu
voru verða nk. sunnudag 30. apríl
kl. 11 í kirkjunni og á sama tíma kl.
11 í Borgarholtsskóla.
Barnastarfinu lýkur síðan þegar
farið verður í barnamessuferð
laugardaginn 6. maí.
Lagt verður af stað frá Graf-
arvogskirkju kl. 10 og komið til
baka um kl. 15. Farið verður til
Eyrarbakka. Barnakórinn og
krakkakórinn verða með í för,
ásamt prestum og barnastarfsfólk-
inu. Allir velkomnir.
Sunnudaginn 30. apríl nk. er al-
menn guðsþjónusta í kirkjunni kl.
11 þar sem séra Lena Rós Matthías-
dóttir prédikar og þjónar fyrir alt-
ari.
Grafarvogskirkja.
Ólsarar í Vídalínskirkju
GÓÐIR gestir verða á ferð í
Vídalínskirkju kl. 14 sunnudaginn
30. apríl. Þá munu sóknarprest-
urinn í Ólafsvík, sr. Magnús Magn-
ússon, ásamt kór Ólafsvíkurkirkju,
söngstjóranum Veronicu Oster-
hammer og organistanum Elenu
Makeeva annast guðsþjónustu í
Vídalínskirkju. Sr. Magnús mun
prédika og þjóna fyrir altari, en kór
Vídalínskirkju mun einnig syngja
undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar
með gestunum.
Með í för verða sóknarnefnd-
arfólk og makar, sem munu kynna
sér kirkjulíf í Garðaprestakalli.
Kirkjukaffi verður í safn-
aðarheimilinu að lokinni guðsþjón-
ustu og eru burtfluttir Ólsarar og
sóknarbörn Garðasóknar hvött til
að mæta. Allir eru að sjálfsögðu
velkomnir.
Friðrik J. Hjartar.
Morgunblaðið/Ómar
Bessastaðir
Frönskunámskeið
hefjast 2. maí
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Taltímar og einkatímar.
Viðskiptafranska og lagafranska.
Námskeið fyrir börn.
Kennum í fyrirtækjum.
Tryggvagata 8,
101 Reykjavík,
fax 562 3820.
Veffang: www.af.is
Netfang: alliance@af.is
Innritun í síma
552 3870
18.-29. apríl