Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
Í dag, 29. apríl, eru
eitt hundrað ár frá
fæðingu Ágústs Sig-
urðssonar cand.
mag. Hann fæddist
og ólst upp á Lundi í
Lundarreykjadal,
sonur hjónanna sr.
Sigurðar Jónssonar
og Guðrúnar Mettu
Sveinsdóttur.
Að afloknu há-
skólanámi í Kaup-
mannahöfn 1937 lá
leið Ágústs aftur
heim. Hann hafði þá
fyrstur Íslendinga
lokið háskólaprófi í dönsku, cand.
mag. gráðu, með ensku sem auka-
grein. Á háskólaárunum tók hann
virkan þátt í félagsmálum stúdenta
þar, var t.d. í tvö ár formaður Félags
norrænu- og bókmenntanema við
háskólann og skipulagði með öðrum
fyrsta norræna stúdentamótið í
Danmörku 1933.
Eftir heimkomuna varð kennsla
hans ævistarf, kenndi dönsku og
ensku við Kennaraskólann í áratugi
og síðustu starfsárin dönsku við
Kennaraháskólann. En áhugi hans á
menntun var ekki fyrst og fremst
bundinn við hefðbundna skóla.
Hann skildi vel aðstöðuleysi alls
þorra fólks til náms, bæði almennan
fjárskort og ekki síður þær blind-
götur sem voru hvarvetna í íslenska
skólakerfinu, það er í rauninni ekki
hægt að segja að um heildstætt
skólakerfi hafi verið að ræða. Hann
sá þörfina fyrir að bæta þarna um. Á
háskólaárunum kynntist hann starfi
námsflokka í Svíþjóð og fékk brenn-
andi áhuga á að koma slíkri starf-
semi á fót hér.
Stofnun Námsflokkanna
merkt frumkvöðlastarf
Hann beitti sér af miklum dugn-
aði í því máli og lyfti grettistaki er
hann kom á fót Námsflokkum
Reykjavíkur 1939, kvöldskóla fyrir
hvern sem vildi sækja, var Ágúst
skólastjóri þar til 1970. Þar stundaði
fjöldi fólks á öllum aldri nám í fjöl-
mörgum greinum, mest bóklegum
en einnig verklegum. Undirrituð
þekkti fólk sem ekkert nám hafði að
baki annað en stopult barnaskóla-
nám í fjóra vetur í farskóla. Ánægja
þess með námið í námsflokkunum
var mikil og ekki var minna þakk-
lætið fyrir þetta tækifæri. Margir
stunduðu þarna nám árum saman.
Ágúst lagði mikið upp úr því að hafa
góða kennara og kennarar háskól-
ans voru ekki sjaldséðir í þeim hópi.
Í tíð Ágústs komst nemendafjöldi
Námsflokkanna nokkuð á annað
þúsund, sennilega fjölmennasti skóli
landsins á þeim tíma. Þá gekkst
Ágúst einnig fyrir stofnun náms-
flokka á ýmsum stöðum utan
Reykjavíkur.
Þetta frumkvöðlastarf Ágústs
Sigurðssonar er gagnmerkur kafli í
íslenskri skólasögu og var hans
hjartans mál alla tíð – var hugsjón
hans. Og þetta var löngu fyrir þann
tíma þegar orð eins og símenntun,
endurmenntun og fullorðinsfræðsla
urðu hluti af daglegum orðaforða
fólks.
Kennslubækur í dönsku
Skömmu eftir heimkomuna samdi
Ágúst kennslubækur í dönsku sem
voru með nýju sniði og aðgengilegri
nemendum en þær sem fyrir voru.
Nýmæli var hvernig menningu og
þjóðlífi Dana voru gerð meiri skil en
áður hafði tíðkast auk valinna kafla
úr sögu og bókmenntum þeirra.
Málfræði voru gerð skýr skil og
dansk-íslenskt orðasafn fylgdi í kjöl-
farið. Alllöngu síðar samdi hann
Litlu dönskubókina, aðra byrjenda-
bók, mjög nýstárlega, litprentaða
með fjölda mynda. Undirrituð getur
vel dæmt um hve góðar þessar bæk-
ur voru því hún kenndi þær árum
saman. Þá samdi hann íslensk-
danska orðabók og vann að endur-
skoðun Dansk-íslenskrar orðabókar
eftir Freystein Gunnarsson. Með
kennslubókum sínum og
námskeiðshaldi mótaði
Ágúst mjög dönsku-
kennslu í landinu.
En Ágúst átti fleiri
áhugamál, t.d. að breyta
og bæta skemmtana- og
félagslíf ungs fólks.
Hann kynnti hugmyndir
sínar fyrir bæjarráði
Reykjavíkur og vann að
tilhlutan þess tillögur um
„Viðreisnarstarf í
skemmtana- og félagslífi
í landinu“. Hann hafði
áður viðrað tillögur um
tómstundaheimili í
tengslum við Námsflokka Reykja-
víkur og upp úr þessu var árið 1943
skipuð nefnd af bæ og ríki til að gera
tillögur um byggingu æskulýðshall-
ar og tómstundaheimilis. Var Ágúst
skipaður ráðunautur og starfsmað-
ur nefndarinnar auk þess að vera
ritari hennar. Nefndin vann hratt og
skilaði áliti í janúar 1945. Þar voru
nákvæmar lýsingar á tilvonandi
æskulýðshöll, bæði hvað varðaði
húsnæði og búnað svo og hvaða
starfsemi þar færi fram, bæði menn-
ingarstarfsemi og skemmtanir.
Þetta áhugamál Ágústs Sigurðsson-
ar komst hins vegar ekki í fram-
kvæmd.
Ágústi voru falin mörg störf utan
kennslunnar í Kennaraskólanum og
stjórnar Námsflokkanna. Hann
samdi og prófdæmdi landspróf í
dönsku frá upphafi 1946 til 1967 og
var námsstjóri í greininni í nokkur
ár. Prófdómari var hann við BA-próf
í dönsku í Háskólanum í 24 ár. Þá
var hann í mörgum nefndum sem
vörðuðu skóla- og menntamál.
Ágúst var löggiltur skjalaþýðandi
og dómtúlkur frá 1938.
Persónu Ágústs Sigurðssonar er
vel lýst í eftirmælum sem dr. Broddi
Jóhannesson ritaði, en þeir voru
samkennarar í áratugi. Hann segir:
[Ágúst var] „raunsær maður og
skýr í hugsun, hagsýnn og glöggur á
markverð nýmæli í kennsluháttum,
þrautseigur og ýtinn. Hann var
samviskusamur embættismaður og
formfastur nokkuð … skoðaði atvik
og efni mála í ljósi meginhugmynda
og heildarsamhengis og gerði
strangar kröfur um raunréttar for-
sendur og rökréttar ályktanir.
Ágúst var atkvæða- og frumkvæð-
ismaður í félagsmálum starfssystk-
ina við Kennaraskólann.“
Í einkalífi Ágústs Sigurðssonar
skiptust á skin og skúrir. Hann gift-
ist sænskri konu, Signe Andersen,
en þau skildu eftir fárra ára sambúð.
Árið 1943 giftist hann Möggu Öldu
Eiríksdóttur en missti hana af slys-
förum fjórum árum síðar frá tveim-
ur ungum börnum. Þann harm bar
hann í hljóði, svo dulur sem hann
var. Árið 1949 giftist hann svo Pál-
ínu Jónsdóttur kennara, eignuðust
þau þrjú börn og var sambúð þeirra
löng og farsæl. Undirrituð kynntist
hinu ágæta heimili þeirra þegar hún
vann þar með Ágústi að Íslensk-
dönsku orðabókinni, naut þar góðs
beina og skemmtilegra stunda við
matborðið. Samvinnan við Ágúst var
mjög þægileg, það var skýrt hvað
átti að gera og hvernig og síðan var
hvorki eftirrekstur né afskiptasemi
en öllum spurningum vel tekið.
Ágúst Sigurðsson lést hinn 9. des-
ember 1977 eftir langa vanheilsu, en
hans verður lengi minnst í íslenskri
skólasögu fyrir sín merku frum-
kvöðlastörf á því sviði.
Þuríður J. Kristjánsdóttir,
fyrrverandi prófessor við
Kennaraháskóla Íslands.
ÁGÚST
SIGURÐSSON
1942. Kennarar Námsflokka Reykjavíkur. Karlmennirnir allir með bindisnælu merkta Námsflokkum Reykjavíkur.
Það mun hafa verið um haustið
1938 að hann gekk í fyrsta sinn inn í
kennslustofuna til okkar, nýi dönsku-
kennarinn. Hann bar ekki aðeins
með sér eðlislæga fágun og glæsi-
mennsku, heldur var hann einnig
fríður og afar formlegur í allri fram-
göngu sinni.
En við nemendur hans komumst
fljótlega að því að þessi ytri mynd var
ekki það sem átti eftir að setja
stærsta markið á þá kennslu, sem nú
fór í hönd. Vissulega höfðum við haft
kennara sem voru bæði vandvirkir og
faglegir í verkum sínum, en mér er
nær að halda að cand. mag. Ágúst
hafi ef til vill gert meira en að standa
þeim fyllilega á sporði.
Hann var tiltölulega nýkominn frá
námi við Kaupmannahafnarháskóla
þar sem hann hafði lokið cand. mag.
prófi í ensku og dönsku og mun vera
fyrsti Íslendingurinn sem lauk því
prófi með dönsku sem aðalgrein.
Honum varð fljótlega ljóst að náms-
mennirnir voru ærið misjafnlega
staddir hvað þekkingu varðaði og nú
fengu þeir sannarlega að bretta upp
ermarnar og takast af fyllstu alvöru á
við það námsefni sem fyrir lá.
Ágúst hikaði hvergi við að gera
þær kröfur sem honum sýndist að
einstaklingarnir gætu staðið undir og
því meiri hæfni, þeim mun meiri kröf-
ur. Hann var afar nákvæmur í
kennslu sinni, hvort heldur um mál-
fræði, þýðingar, ritun eða framburð
var að ræða. Yrði nemendum illa á í
messunni sakir skorts á undirbúningi
eða vinnusemi hvað fagið áhrærði,
kom á stundum fram þessi sérstaka
kímni sem hann hafði svo ríkulega til
að bera: orðheppni samfara neyðar-
legum athugasemdum, sem ugglaust
hefði mátt flokka sem kaldhæðni á
köflum.
Útrýma „alræmdum
skandinavískum“ framburði
Magister Ágúst hafði brennandi
áhuga á viðfangsefni sínu og mátti
hverjum manni vera augljóst, að
hann vildi hefja dönskunámið til vegs
og virðingar. Ekki var honum síst of-
arlega í huga að útrýma hinum al-
ræmda „skandinavíska“ framburði,
sem lengi hafði tíðkast á Íslandi og
minnti í flestu á allt annað en dönsku.
Enda gleymi ég því sennilega aldrei
þegar hann í fyrsta sinni talaði við
okkur á dönsku og las fyrir okkur –
lifandi dönsku. Fyrir mér, var þetta
líkast því að heyra tónlist, loksins
spilaða á sinn eina rétta hátt. Aldrei
hafði ég ímyndað mér að ég ætti eftir
að kynnast slíku, bara inni í kennslu-
stofu hér uppi á Íslandi. Framburð-
urinn var svo syngjandi eðlilegur og
fallegur að mér var nánast brugðið.
Hann hljómaði sem tónlist í eyrum
mér, sem fyrr segir. Vert væri nú að
leggja að sér svo mér mætti auðnast
að tileinka mér þessa tónlist, en var
þó ekki fullviss um að svo mætti tak-
ast.
En veturinn leið og framfarir nem-
endanna leyndu sér ekki. Ágúst var
óþreytandi í nákvæmni sinni við að
leiðrétta, leiðbeina og benda á leiðir
til að gera þeim auðveldara að festa
sér námsefnið í minni og auka skiln-
ing þeirra. Ég býst og við að leitun
hafi verið að þeim nemanda, sem ekki
Á þessum tímamótum, þegar
hundraðár eru frá fæðingu Ágústar
Sigurðssonar cand. mag. frá Lundi í
Lundarreykjadal, langar mig að
minnast hans með nokkrum orðum.
Því er skemmst frá að segja að þessi
maður hafði mikil áhrif á mig, ungan
nemanda, sem þá var að hefja sitt síð-
asta námsár í Verzlunarskóla Ís-
lands.
bar virðingu fyrir honum og naut
góðs af. Að auki, þótt það sé annað
mál, þá er ekki örgrannt um að mig
gruni að þær hafi verið ófáar náms-
meyjarnar, sem voru „bálskotnar“ í
þessum glæsilega manni, sem bar í
senn með sér heimsmennsku og það
sem prýða mátti úrvals læriföður.
Því miður, verð ég að segja, var
þetta síðasti i veturinn minn í þessum
skóla og enn þann dag í dag þykir
mér slæmt að hafa ekki fengið mag-
ister Ágúst sem dönskukennara
strax við upphaf námsferils míns þar.
Ég hlakkaði til tímanna, var kát og
glöð eftir hvern þeirra og lagði kapp
á að stunda námið, svo sem hæfileik-
ar mínir frekast leyfðu. Eitthvað hið
innra sagði mér að það ætti eftir að
koma sér hið besta fyrir mig er fram
liðu stundir, auk þess sem það var
mér ánægja.
„Þér eigið að kenna dönsku“
Þegar námi mínu lauk við Verzl-
unarskólann kom Ágúst að máli við
mig. „Nú ættuð þér að fara að kenna
dönsku“. Undrun mín var mikil og ég
fékk ekki séð hvernig það mætti
verða. „Jú, þér eigið að kenna
dönsku,“ ítrekaði Ágúst af fyllstu al-
vöru. „Vanti yður einhvern tíma
stuðning við það, sem þér þurfið að
fást við í því efni, skal ég vera yður
innan handar og veita þá aðstoð sem
ég er fær um.“ Samband okkar sem
tveggja kennara hélst árum saman
og naut ég ætíð góðs af.
Ekki veit ég gerla hvað olli, annað
en að ég hafði lagt mig verulega
fram. Engu að síður fór það svo að
stóran hluta lífs míns hef ég helgað
tungumálakennslu og þau skipta nú
hundruðum ungmennin sem ég hefi
undirbúið til stúdentsprófs í dönsku
og fleiri tungumálum, jafnt í einka-
tímum sem og t.d. við Flensborgar-
skóla. Oft með býsna góðum árangri
þótt sjálf segi frá.
Þannig má segja að magister
Ágúst hafi að sínu leyti lagt ákveðinn
hornstein að lífsstarfi mínu og haldið
áfram að hafa veruleg áhrif á náms-
feril fleiri ungmenna en hann kenndi
sjálfur.
Síðar á ævinni átti Ágúst Sigurðs-
son eftir að vinna að fjölmörgum
störfum, sem tengdust þekkingu
hans, frábærri vinnusemi og ná-
kvæmni. Hann samdi frábærar
kennslubækur, túlkaði vandasöm
mál fyrir Hæstarétti Íslands, yfirfór
og vann orðabækur í dönsku, var
prófdómari í H.Í. sat í landsprófs-
nefnd, kenndi við Kennaraskólann og
Bréfaskóla SÍS auk fleiri starfa, þá
einnig nokkurra í þágu stéttarbar-
áttu sinna starfsfélaga. Er þá ótalin
hans stóra hugsjón, sem hann vann
að hörðum og ósérhlífnum höndum
og lagði þar með einn af hornstein-
unum að fullorðinsfræðslu hér á
landi: stofnun og rekstur Náms-
flokka Reykjavíkur. Þangað gátu all-
ir komið, ungir sem aldnir, og lagt
stund á hin fjölbreyttustu viðfangs-
efni. Þar mátti læra ógrynni erlendra
tungumála, framsögn, kynnast leik-
húsfræðum, læra fatasaum og einnig
leggja stund á foreldrafræðslu, sem
var í senn blanda af uppeldisfræðum
og barnasálfræði, svo nokkuð sé
nefnt. Magister Ágúst lagði sig ætíð
fram um að fá til liðs við sig færustu
menn sem völ var á í hverri grein.
„Mennt er máttur“ var kjörorð
Námsflokkanna, enda trúði Ágúst
því statt og stöðugt að menntun,
hvort heldur var á bókina eða sú sem
býr hið innra með manninum sjálf-
um, væru fjársjóðir, sem fólk byggi
að alla ævi. Og réttur allra til náms
ætti að vera óskoraður.
Lífsgangan ekki alltaf auðveld
En líf magister Ágústar átti ekki
eftir að verða auðvelt og einungis
framrás góðra verka. – Það mun hafa
verið í nóvember árið 1947 að hann
varð fyrir því áfalli sem sennilega
hefur sett mark sitt á hann það sem
hann átti eftir ólifað. Hann var
kvæntur Möggu Öldu Eiríksdóttur,
kornungri konu sem hann hafði
kynnst sem nemanda í Námsflokk-
unum, en hún var um þessar mundir
að stíga sín fyrstu spor á leiksviði.
Þau hjónin áttu tvö lítil börn, Baldur
þriggja ára og Helgu sex mánaða
gamla. Þá dundi áfallið yfir. Konan
hans lést af raflosti, sem enn mun
minni kynslóð og einnig yngra fólki í
minni. Þegar þetta gerðist hagaði svo
til að við Ágúst vorum nágrannar og
varð mér tíðlitið út um gluggann þar
sem sjá mátti þennan einstæða föður
á gangi með litlu börnin sín, hnípinn
af sorg.
Er síst ofmælt að hann hafði tekið
foreldrahlutverkið afar alvarlega, því
mig rekur ekki minni til að hafa séð
annað foreldri gera jafn margar var-
úðarráðstafanir varðandi börn sín,
svo sem hann gerði. Skulu þær ekki
hér upp taldar, en hann fann afar
sterkt til þeirrar ábyrgðar sem hann
varð nú að axla, oft einn. Fljótlega
fékk hann þó ráðskonu til að annast
heimilið og mun hún hafa verið starfi
sínu vaxin á besta hátt, bæði hvað
varðaði allt heimilishald, umönnun og
þann kærleika er hún bar til
barnanna. Þar eð ég bjó nánast beint
á móti þessari litlu fjölskyldu, bauð
ég oft Baldri litla að koma og leika við
Einar son minn og hefði í raun einnig
gjarnan viljað fá litlu stúlkuna, en
hún var of ung til að mér fyndist slíkt
viðkunnanlegt.
Síðar kvæntist magister Ágúst aft-
ur, Pálínu Jónsdóttur, fyrrum nem-
anda sínum úr kennaraskólanum,
síðar endurmenntunarstjóra Kenn-
araskólans, og eignuðust þau þrjú
börn, Viðar, Hilmi og Auðnu. Saman
ráku þau hjónin þetta stóra heimili af
myndarskap og reglufestu. Þar var
lögð mikil áhersla á allt sem þroska-
vænlegt gat talist fyrir barnahópinn,
hvort heldur snerti leik eða nám.
Þau Pálína og Ágúst bjuggu búi
sínu í farsæld og samheldni allt til
þess að Ágúst lést hinn 9. desember
1977 eftir nokkra vanheilsu um ára-
bil.
Með þeim orðum sem ég hefi hér
ritað, vil ég minnast Ágústar Sig-
urðssonar með virðingu og innilegu
þakklæti fyrir þá kennslu, hvatningu
og stuðning, sem ég varð aðnjótandi
af hans hálfu. Á ég von á að svo sé og
um marga aðra, sem nutu leiðsagnar
hans og fyrirgreiðslu.
Guð blessi minningu Ágústar Sig-
urðssonar.
Inga Blandon.