Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Breið-fjörð Halldórs- son fæddist á Má- bergi á Rauðasandi í Vestur-Barða- strandarsýslu 13. maí 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja á páskadag 16. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldór Ólafur Bjarnason, f. 15. nóv. 1874, d. 9. maí 1924, og Magnfríður Ívarsdóttir, f. 25. nóv. 1875, d. 13. jan. 1958. Systkini Sigurðar voru Guðmundur Jóhannes, Jónína Bergþóra, Guðrún, Ívar Rósin- krans, Bjarni Trausti, Guðrún, Ingimundur Benjamín, Sigríður, Halldór Kristinn og Ólafur Hall- dór, sem öll eru látin. Sigurður kvæntist 25. maí 1940 Elsebeth Marie Jacobsen, f. 26. jan. 1919, d. 19. des. 1993. Hún var dóttir Tomasar Jacobsen og Mat- hilde Jacobsen frá Skipanesi í Söldafirði á Austurey í Færeyjum. Sigurður og Marie eignuðust fjög- ur börn. Þau eru: 1) Sigurður Guðfinnur, f. 15. nóv. 1940, bif- reiðarstjóri, kvæntur Guðríði Helgadóttur, leikskólafulltrúa í Reykjanesbæ, þau eru búsett í Innri Njarðvík, börn þeirra eru tvö, auk þess á Sigurður eina dótt- ur. 2) Elsa Hallfríður, f. 3. jan. 1943, ljósmóðir, eiginmaður henn- ar er Kristian Rasmussen verk- fræðingur, þau eru búsett í Fær- eyjum, börn þeirra eru þrjú. 3) Bergdís Matthildur, f. 27. nóv. 1947, hjúkrun- arfræðingur, eigin- maður hennar er Smári Sveinsson bif- reiðarstjóri, þau eru búsett í Þorláks- höfn, þau eiga þrjá syni. 4) Ingvar Guð- mundur, f. 19. ágúst 1955, d. 30. mars 2002, hjúkrunar- fræðingur, síðast búsettur á Flórída, hann átti einn son. Sigurður fór til sjós er hann var fimmtán ára, reri frá Hænuvík í Rauðasandshreppi og var síðan sjómaður á skútunni Þresti frá Patreksfirði. Þá var hann kyndari á togaranum Gylfa frá Patreks- firði með hléum til 1939. Jafnhliða sjómennskunni stund- aði Sigurður almenn sveitastörf og var á vertíðum á Suðurlandi. Sigurður flutti til Innri Njarð- víkur 1939. Þar var hann mótor- isti í vélsmiðju og vann síðan í fiskmjölsverksmiðju í Njarðvík í tíu ár. Þá hóf hann störf hjá Hamilton, bandarísku bygginga- fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann starfaði í fjögur ár. Hann hóf síðan störf hjá Íslensk- um aðalverktökum á Keflavíkur- flugvelli við húsbyggingar og blikksmíði. Útför Sigurðar verður gerð frá Innri Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Genginn er öðlingsmaður, góður faðir og yndislegur tengdafaðir, Sigurður B. Halldórsson. Hann fæddist á Móbergi á Rauðasandi í Barðastrandarsýslu og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Sigurður fluttist til Njarðvíkur árið 1939 til að vinna í vélsmiðju Jens Árnasonar en hann var mágur hans. En lengst af vann hann hjá Íslenskum aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli og líkaði honum vistin þar afar vel. Í Njarðvík kynntist hann eiginkonu sinni, Maríu J. Tómasdóttur, ættaðri frá Skipanesi á Austurey í Færeyjum en hún lést 19. desember 1993. Þau giftu sig 25. maí 1940 og stofnuðu heimili sitt þar og eignuðust fjögur börn. Heimili þeirra hjóna var alla tíð í Njarðvík en árið 1943 festu þau kaup á litlu húsi við Akurbraut sem þau stækkuðu síðan. Á heimili þeirra hjóna var oft margt um manninn því bræður Maríu bjuggu þar um lengri eða skemmri tíma. Þótt húsakynnin væru lítil að sjá að utan þá var alveg ótrúlegt hvað þau stækkuðu þegar inn var komið. Ekki má heldur gleyma þeim fjöl- mörgu skjólstæðingum þeirra hjóna sem þau skutu skjólshúsi yfir vegna tímabundinna erfiðleika þeirra. En ungu hjónin voru búin hinum sígildu dygðum, iðni, nýtni og nægjusemi. Ljúft er mér að minnast tengda- föður míns. Hann var mér með ein- dæmum góður og vildi allt fyrir mig gera. Sigurður hafði sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum og ávallt bar hann hag bágstaddra sér fyrir brjósti. Hann var með af- brigðum laghentur maður og til hans leituðu margir sem þurftu á hjálp að halda, margt handverkið má finna eftir hann hér í Njarðvík. Hann var bókelskur en lestur þjóð- sagna heillaði hann mest. Á efri ár- um lærði hann bókband og tíðum sat hann niðri í kjallara, hlustaði á útvarpið og batt inn bók annað- hvort fyrir sjálfan sig eða aðra. Sigurður hafði gaman af að segja sögur og gæddi þær lífi með ein- stakri frásagnarlist. Þá fór hann með hvern kvæðabálkinn af öðrum án þess að hika. Hann var með ein- dæmum minnugur og gott var að leita til hans, hann var eins og hver önnur alfræðibók. Sigurður söng með kirkjukór Njarðvíkurkirkju til margra ára. Á vordögum 2002 bárust þau vá- legu tíðindi frá Ameríku að sonur hans væri látinn. Það voru erfiðir tímar fyrir aldurhniginn föður að takast á við þá þungu byrði sem því fylgdi en hann tók því með æðru- leysi eins og hans var von og vísa. Ég sem rita þessar línur átti því láni að fagna að kynnast tengdafor- eldrum mínum á mínum yngri árum og minnist ég margra gleðistunda á þeirra heimili. Húsið þeirra hét Blómsturvellir. Þangað kom ég í fyrsta skipti á páskum árið 1964. Mér var tekið opnum örmum þá og svo var alla tíð. Í rúma fjóra áratugi hef ég litið á þetta sem mitt annað heimili og samfylgdin við tengda- foreldra mína er mér ómetanlegur tími. Það eru sjálfsagt margir sem geta státað af góðum tengdafor- eldrum, en í mínum huga báru þau af sem gull af eir. Í dag þakka ég tengdaföður mínum allar stundir birtu, hlýju og gleði, ég þakka hon- um fyrir hvað hann var mér ávallt góður. Ég færi börnum, sem missa góðan föður, svo og ættingjum, innilegar samúðarkveðjur. Guðríður Helgadóttir. Eftir langt og hamingjusamt líf hefur afi kvatt okkur. Fram á síð- ustu dagana var hann sjálfum sér líkur, blíður og með bros a vör. Eft- ir að amma dó bjó afi einn á Blómsturvöllum þar sem hann sjálfur sá um þvott og mat lengst af. Síðustu árin voru mamma og pabbi hans stoð og stytta og það gerði honum kleift að búa í eigin húsnæði til æviloka. Mínar fyrstu minningar um afa voru um hann sem þúsundþjala- smiðinn sem kunni allt. Ósjaldan var hann heima hjá mömmu og pabba að dytta að hlutum og alltaf var hann með þegar framkvæmdir stóðu fyrir dyrum. Vandvirknin, natnin og stoltið yfir góðu hand- bragði er okkur öllum gott vega- nesti. Fyrir lítinn strák voru það ómetanlegar stundir að vera með afa, negla, skjóta línu, klippa blikk og bora med handbornum, undra- verkfærinu sem hann alltaf hafði með. Í kjallaranum hjá ömmu og afa var hægt að eyða heilu dög- unum. Heimur fullur af alls kyns verkfærum og dóti, öllu skipulega komið fyrir. Afi var barngóður maður. Að læðast aftan að afa og láta smella í axlaböndunum og glíma síðan að- eins við hann til að reyna kraftana, byrjaði ég á sem lítill strákur og hélt því áfram allan okkar tíma saman. Að sjá síðan hversu mikið mín eigin börn hændust að honum, yljaði um hjartarætur. Fram til þess síðasta viðhafði afi gamla siði, hafði langafabörnin á hné sér og kyrjaði fyrir þau og söng. Alltaf jafn minnugur og skýr. Afi vissi að hverju stefndi og tók því með æðruleysi eins og hans var von og vísa: „Ég verð að þola þetta, Helgi minn, eins og allir aðrir,“ voru hans orð um það þegar þrekið tók að þverra. Ég er þakklátur fyrir okkar stundir saman. Minningarnar og lífsgildin lifa með mér alla ævi. Helgi Kjartan Sigurðsson. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Sigga afa fyrir samfylgdina undanfarin ár. Hann var ekki raun- verulegur afi minn, heldur afi mannsins míns, en frá fyrstu stundu tók hann á móti mér blíður og með hlýtt hjarta. Að börnin okk- ar hafi fengið að njóta samvista við hann eru mikil forréttindi. Hand- lagni hans og viska kom oft að góð- um notum og vandvirkni var honum í blóð borin. Hann var iðinn við að rifja upp gamla tíma og sagði skemmtilega frá heimi sem var börnum okkar ókunnugur. Að hann ekki kynni að keyra bíl fannst þeim stórmerkilegt og áttu erfitt með að skilja hvernig hægt væri að koma sér á milli staða án þeirrar kunn- áttu. Húsið hans á Blómsturvöllum var ævintýraheimur þar sem litlar barnahendur fundu sér margt til dundurs. Þegar við fluttum til Noregs fyrir níu árum urðu samverustundirnar færri. Þrátt fyrir háan aldur heim- sótti hann okkur tvisvar hingað út. Hans góða lund og gleði yfir lífinu gerði hann að aufúsugesti. Þegar fjölskyldan hittist var hann mið- punkturinn, hvort sem tilefnið var barnaafmæli eða sunnudagslærið. Hann talaði oft um hversu ríkur hann væri með öll þessi mannvæn- legu börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. Það er gott að eiga góðar minn- ingar um vænan mann og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann svona lengi. Birna Björk Þorbergsdóttir. Einstakur maður hefur haldið áfram för sinni og við sem eftir er- um þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með honum. Það voru for- réttindi að kynnast Sigurði Breið- fjörð Halldórssyni. Ég kynntist honum fyrst haustið 1981 þegar við Hildur kona mín fórum að vera saman. Fljótlega eftir það fór ég að leggja leið mína til afa hennar og ömmu, þeirra heiðurshjóna Sigurð- ar og Maríu Halldórsson. Á kveðjustund koma upp í hug- ann ótal minningabrot. Sigurður var einn þeirra manna sem aldrei lærði á bíl eða reiðhjól en fór marg- ar sínar ferðir fótgangandi. Kom hann oft gangandi frá Innri Njarð- vík og heimsótti mig þá á skrifstofu mína á Hótel Keflavík. Hann bar velferð fjölskyldunnar fyrir brjósti og vildi vita hvernig málin stæðu, hverju sinni. Um árabil fór hann til Reykjavíkur með flutningabíl Ofna- smiðju Suðurnesja og Dóa vini sín- um. Voru þessar ferðir og samveru- stundir honum mjög mikilvægar og minntist hann oft á þær síðar með gleði og söknuði. Eftir fráfall Mar- íu, árið 1993, kaus hann að búa einn í fallega húsinu þeirra á Akurbraut 11 í Innri-Njarðvík. Sigurður var ávallt velkominn á heimili tengda- foreldra minna og var hann tíður gestur þar. Systa, tengdadóttir hans, var honum sem besta dóttir og stóð heimili tengdaforeldra minna honum ætíð opið. Þakkaði Sigurður það mjög. Það var einstök upplifun að heyra Sigurð lýsa uppvaxtarárum sínum en frásagnagleði hans og nákvæmni í frásögnum voru með miklum ólík- indum en minni hans á nöfn og staðhætti var engu líkt. Það var bæði lærdómsríkt og gaman fyrir mig, og ekki síst dætur mínar, að heyra hvernig lífsskilyrðin voru á þeim tíma og skynja hversu miklu fyrr börn urðu þá fullorðin. Sigurð- ur las mjög mikið og hafði sérstak- lega gaman af ævi- og þjóðsögum svo ekki sé minnst á skemmtilegar frásagnir frá fyrri tíð. Sigurður lét sveitarstjórnar- og þjóðmál sig miklu varða og fylgdist spenntur með uppbyggingu síðustu ára í Innri- Njarðvík. Heilsa Sigurðar var góð framan af ævinni en þó hann væri orðinn orkuminni síðustu vikurnar var hann ávallt tilbúinn í smábíltúr og í heimsókn til fjölskyldu og vina. Og enn fór hann eina frábæra ferð til Færeyja í heimsókn til dóttur sinn- ar og fjölskyldu í mars sl. þar sem hann kvaddi Færeyjar og vini í síð- asta sinn eins og hann orðaði það sjálfur. Ferðir síðustu vikur frá sjúkrahúsinu upp í bústað við Með- alfellsvatn og enn eitt heimboðið á Kirkjubrautina þar sem Helgi barnabarn hans og fjölskyldan öll frá Noregi voru saman komin var honum mikið gleðiefni. Þá var mik- ilvægt fyrir okkur að fá hann í kaffiboð aðeins viku fyrir andlátið með nánustu fjölskyldu ásamt for- eldrum mínum en þau áttu með honum góða samleið. Nærveru hans á gamlárskvöld og aðra hátíðardaga á heimili okkar verður sárt saknað. Ég kveð Sigurð og þakka honum samfylgdina og trausta vináttu í tuttugu og fimm ár. Einlægar sam- úðarkveðjur til tengdaforeldra minna, dætra Sigurðar og fjöl- skyldna þeirra. Blessuð sé minning Sigurðar Breiðfjörðs Sigurðssonar. Þinn vinur, Steinþór Jónsson. Við hjónin kveðjum Sigurð vin okkar með söknuði og eftirsjá. Við- mót hans var einlægt og hlýtt og vinskapur hans traustur enda lét hann sér ávallt annt um vini sína. Af löngum viðburðaríkum lífsferli Sigurðar er hægt að skrifa mikla sögu um fjölbreytta lífsbaráttu frá því að hann sem barn og unglingur elst upp í sinni fögru sveit á Rauða- sandi á Barðaströnd. Þar vann hann jafnt við bústörf og sjó- mennsku eins og þekkt var á þess- um tíma. Síðan lá leiðin suður með sjó þar sem hann gat gengið í hverja þá vinnu er bauðst á tímum atvinnuleysis. Dugnaður og verk- lagni voru hans einkenni. Hann vann í vélsmiðju með mági sínum, var kyndari á togara, vélstjóri í frystihúsi og sá meðal annars um að taka báta upp og setja niður í slippnum í Innri-Njarðvík. Þá var hann blikksmiður til fjölda ára hjá Íslenskum aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli. Í frístundum sínum batt hann inn bækur af hreinni snilld og hafði yndi af. Og þegar hann var spurður um kostnað var viðkvæðið ávallt: „Blessaður vertu, þetta er ekki neitt, ég hef svo gam- an af þessu.“ Sigurður var gleðigjafi í góðra vina hópi, var söngelskur og söng meðal annars lengi í kirkjukór. Eftirminnilegast í fari Sigurðar var frásagnargleðin og minni á liðna atburði. Hann sagði svo fal- lega frá sinni sveit og lífsbaráttu til sjós og lands. Og orðatiltæki hans: „Jæja, og hvað heldurðu,“ eða „ég skal segja þér það,“ gerðu mann hugsi og spenntan eftir frekari at- burðarás og festust því betur í minni. Allar frásagnir Sigurðar sýndu einstakt umburðarlyndi gagnvart öðrum og þakklæti fyrir allt það sem honum hlotnaðist í líf- inu. Hann var góður fjölskyldufaðir sem fylgdist vel með sínum ætt- ingjum sem hann fékk svo endur- goldið með umhyggju barna sinna og tengdabarna sem gerðu honum kleift að búa allan sinn aldur í eigin húsnæði á Blómsturvöllum í Innri- Njarðvík. Viku fyrir andlátið var Sigurður með fjölskyldu sinni og vinum í kaffiboði hjá sonardóttur sinni í Keflavík. Þar voru nokkur barna- barna hans að leik á gólfinu þegar hann bendir á þau brosandi og seg- ir blíðlega: „Sérðu, þarna er mikill fjársjóður.“ Þetta lýsir hans verð- mætamati en manngildið var mesti fjársjóðurinn í lífi hans. Sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til fjölskyldu Sigurðar og biðjum góðan Guð að blessa ykk- ur öll. Jón William og Unnur Ingunn. Nú er móðurbróðir minn Sigurð- ur Breiðfjörð genginn á vit feðra sinna. Ein frænka mín sagði um daginn: „Nú eru tímamót í fjölskyldu okkar. Öll eru þau látin systkinin frá Gröf á Rauðasandi, börn Magnfríðar Ív- arsdóttur og Halldórs Bjarnason- ar.“ Er mikill sjónarsviptir að þessum stóra systkinahópi. Þau urðu tíu, en eitt þeirra dó í frumbernsku. Þegar yngsta barnið var þriggja ára lést Halldór faðir þeirra frá hópnum. Það kom í hlut móður þeirra, Magn- fríðar, og ömmu, Guðrúnar Jóns- dóttur, að sjá um uppeldi þeirra, sem tókst með ágætum, en Halldór Kristinn, næstyngsta barnið, ólst upp í Kirkjuhvammi hjá móðurfólki sínu. Eftir að ég varð fullorðin ræddi ég oft við mömmu, Munda og Sigga um lífið og tilveruna í þá daga. Já, oft var þröngt í búi og ekkert dugði nema kraftur og dugnaður. Og konurnar stóðu fyrir sínu. Það má nú segja. Þetta varð allt mesta dugnaðarfólk og mátti hvergi vamm sitt vita. Drengirnir fóru til sjós mjög ungir og allt, sem fékkst fyrir það var lagt í heimilið. Einnig voru þau að heiman í kaupa- vinnu og sitthvað fleira var unnið. Ég man að Siggi sagði mér að þeg- ar bakaðar voru hveitikökur, þá fengu börnin fjórða hluta af kök- unni, svo baksturinn dyggði handa öllum börnunum, smádæmi. En allt gekk þetta, þau héldu hópinn, það var fyrir öllu og tíminn leið. Systk- inin uxu úr grasi hvert af öðru. Svo kom að því að þau fluttu alfarin að heiman, en Jóhannes og Bjarni fóru ekki fyrr en amma mín brá búi. Foreldrar mínir, sem bjuggu á Pat- reksfirði fluttu fyrst „suður“, eins og sagt var og settust að í Innri Njarðvíkum um nokkurra ára skeið. Þrír bræður mömmu fylgdu fast á eftir í atvinnuleit og þar hitti Siggi verðandi eiginkonu sína, Mar- íu Jakobsen, mæta konu frá Fær- eyjum, Mary eins og við kölluðum hana. Hún var okkur krökkunum öllum góð og það man maður vel. Þau stofnuðu sitt fyrsta heimili í Stapakoti, en fluttust síðan að Blómsturvöllum og bjuggu þar síð- an. Þeim varð fjögurra barna auðið, en þau eru Sigurður, Elsa, Bergdís og Ingvar, sem er látinn. Öll reynd- ust þau foreldrum sínum vel til hinsta dags þeirra. Siggi var mikill vinur minn. Mér fannst hann svo líkur mömmu minni, sem látin er fyrir fáum ár- um. Við töluðum oft saman í síma um allt mögulegt, ekki síst um barnæsku þeirra beggja, en mamma gætti Sigga og fleiri systk- ina sinna, en hún var þá, eina stelp- an og með eldri börnunum. Og gaman var að fara með honum í stuttar ferðir og hvað honum þótti gaman. Hann og Elsa dóttir hans komu til okkar í febrúar. Það var mikil gleðistund. Hann var glaður í sinni og fór fallega með langt ljóð með sinni sterku rödd og strandaði hvergi. Þau voru á leið til Færeyja. Þar þótti honum gott að vera. „Ég ætla að kveðja Færeyjar,“ sagði hann. Systkinin frá Gröf voru mjög ljóðelsk. Það, sem sum þeirra kunnu af ljóðum, vakti oft furðu mína. Gaman var, þegar þau komu saman. Þá var hlegið, sungið, gant- ast, farið með ljóð og jafnvel dans- að. Allt tekur enda. En ég er viss um að þeim öllum líður vel nú. Blessuð sé minning þeirra. Ég og fjölskylda mín vottum börnum Sigga og Mary samúð okkar. Hvíl í friði, Siggi minn. Guðríður. SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ HALLDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.