Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 59
unarsýning, minjagripir og fallegar göngu- leiðir í næsta nágrenni. Sjá nánar á www.gljufrasteinn.is Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Til 7. júní. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10- 18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum söguna frá landnámi til 1550. www.- sagamuseum.is Veiðisafnið - Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd- um munum. Opið alla daga kl. 11-18. Sjá nán- ar: www.hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning í bókasal: Það gisti óður - Snorri Hjartarson 1906- 2006. Skáldsins minnst með munum, myndum og höfundarverkum hans. Aðrar sýningar: Handritin - m.a. Snorra Edda, Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóð- minjasafnið svona var það - þegar sýning þess var í risinu. Fyrirheitna landið - vest- urfarar. Dans Kramhúsið | Helgarnámskeið með Damián og Nancy verður í Kramhúsinu til 30. apríl. Námskeið bæði fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að dansa tangó og vana dansara. Upplýs- ingar og skráning er www.kramhusid.is. Þjóðleikhúskjallarinn | Tangóball. Byrj- endatími kl. 21 en diskótekið tekur við kl. 22. Leikinn verður argentínskur tangó frá ýmsum tímum. Um kvöldið sýna Damián Essel og Nancy Louzán frá Argentínu. Nán- ar á tango.is Uppákomur Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Kiirtan (möntrusöngur) og hugleiðsla fer fram á kl. 10. Skemmtanir Cafe Catalina | Vignir Sigurþórsson spilar og syngur. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík | F.H.U.R heldur dansleik í sal Ferðafélags Ís- lands, Mörkinni 6 kl. 21.30. Nokkrar af hljómsveitum félagsins leika til kl. 2. Klúbburinn við Gullinbrú | Vest- mannaeyjaball. Hljómsveitin Logar leikur. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson kl. 23. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Stuð- bandalagið frá Borgarnesi kl. 22, frítt inn til miðnættis. Leiklist Iðnó | Lokasýning á gamanleiknum „Ríta“ (eða Educating Rita) í Iðnó kl. 20. Sértilboð fyrir kennara og hárgreiðslufólk. Möguleikhúsið | Hugleikur sýnir Systur eft- ir Þórunni Guðmundsdóttur. Nánari upplýs- ingar á www.hugleikur.is. Mannfagnaður Breiðfirðingabúð | Sumarfagnaður Kvennadeildar Barðstrendingafélagsins verður kl. 14. Hlaðborð, skemmtiatriði. Allir 65 ára og eldri úr Barðastrandasýslu vel- komnir ásamt mökum eða aðstoðarfólki velkomnir. Munið lyftuna við norður- innganginn. Fyrirlestrar og fundir Bókasafn Kópavogs | Jóhanna K. Tóm- asdóttir flytur erindi um Feng shui í Linda- safni, Núpalind 7, Kópavogi, 4. maí, kl. 17.15. Enginn aðgangseyrir. Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju | Vorfundurinn verður 2. maí kl. 19.30. Matur, happdrætti og erindi iðjuþjálfa. Mætum með hatta. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Vegna for- falla eru 4 sæti laus í Færeyjaferð Ferða- klúbbs eldri borgara dagana 30. maí til 9. júní. Uppl. gefur Hannes í síma 892 3011 Frístundir og námskeið Skógræktarfélag Íslands | Skógrækt- arnámskeið Björns Jónssonar, fyrrv. skóla- stjóra, eru hafin og verður næsta námskeið í húsnæði Skógræktarfélags í Skúlatúni 6, 2. og 4. maí. Fjallað verður um alla helstu þætti ræktunarstarfsins. Nánari uppl. á skog.is og skog@skog.is og í síma 5518150. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 59 DAGBÓK Lifun er tímarit um heimili, lífsstíl og fallega hönnun Meðal efnis í næsta blaði: • Ljóst og stílhreint mót sumri • Gler og garðhúsgögn • Að hanna út frá einstaklingnum • Endurkoma húsgagnahönnuðar • Vorlegir veisluréttir Lifun er dreift í 60.000 eintökum og 5. tölublað 2006 kemur út laugardaginn 6. maí næstkomandi. Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 þriðjudaginn 2. maí Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254, sif@mbl.is í faðmi fortíðar rómantík og rókókó  nostalgía gegn naumhyggju  plett og postulín  heimili með sögu  góðir og gamaldags lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 03 2006 lifun 1  íslenskt í öndvegi  hlýlegt fjölskylduheimili  íslensk hönnun í útrás  puntað upp á páskaborðið  litríkt og lystaukandi  að hanna fyrir börn lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 04 2006 Pottþétt fyrirstaða. Norður ♠G942 ♥Á ♦Á765 ♣K543 Vestur Austur ♠– ♠ÁKD10853 ♥DG108742 ♥965 ♦10842 ♦D9 ♣D6 ♣10 Suður ♠76 ♥K3 ♦KG3 ♣ÁG9872 NS spila Precsion og suður vekur í fyrstu hendi á tveimur laufum, sem sýnir lauflit og 11–15 punkta: Vestur Norður Austur Suður – – – 2 lauf Pass 2 tíglar * 4 spaðar Pass Pass ? Norður hlerar með tveimur tíglum, en austur setur strik í reikninginn með hindrunarstökki í fjóra spaða. Suður pass- ar og norður þarf að taka erfiða ákvörðun. Hvað á að segja? Bandarískur spilari, Ian Friedland að nafni, stóð frammi fyrir þessu vandamáli í sveitakeppni á vorleikunum í Dallas. Slemma var til dæminu, en Friedland hafði skiljanlega áhyggjur af spaðanum, enda óvíst að makker ætti þar fyrirstöðu. Í ljósi sagna var vissulega líklegt að suður væri með einspil eða eyðu, en tvíspil var líka til í dæminu. En svo fékk Friedland hugljómun – ef makker er með tvo hunda á vestur engan spaða til að spila út! Að þessu athuguðu stökk hann í sex lauf, fullviss um pott- þétta fyrirstöðu í spaðanum. Vestur kom út með hjartadrottningu og Friedland lagði niður blindan, stoltur af rökvísi sinni. Við makker hans blasti hins vegar það erfiða verkefni að ná í tólf slagi. Sá var Shaun Chooi. Drottning þriðja rétt í tígli hefði leyst málið á auðveldan hátt, en Chooi fann leið til vinnings, þrátt fyrir 4-2 leguna í tígli. Forsendan var sú sama og lá að baki slemmusögn makkers – skortur vesturs á spaða. Chooi tók tvisvar tromp og ÁK í hjarta. Tók svo þrjá slagi á tígul með svíningu, spilaði þeim fjórða og henti spaða heima! Vestur lendi inni og varð að spila hjarta í tvöfalda eyðu, svo Chooi gat trompað í borði og hent spaða heima. Tólf slagir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Félagsstarf Árbæjarkirkja | Uppskeruhátíð Kven- félags Árbæjarkirkju verður haldinn 2. maí á Hótel Heklu, Skeiðum. Farið verður frá Árbæjarkirkju kl. 18. Matur 2.500 kr. Skráning hjá Öldu Magn- úsdóttur í síma 866 8556 sem fyrst. Bandalag kvenna í Hafnarfirði | Aðal- fundur verður haldinn miðvikudaginn 3. maí í sal heldri borgara á Sólvangi og hefst kl. 20. Á dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Hvetjum fulltrúa að- ildarfélaganna til að mæta og taka með sér gesti. Dalbraut 18–20 | Tungubrjótar Dal- brautar æfa af fullu kappi fyrir menn- ingarferðina í Skálholt. Uppl: 588 9533 asdis.skuladottir@reykja- vik.is. Listasmiðja Dalbrautar er opin kl. 8–16 virka daga. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik- félagið Snúður og Snælda sýna leik- ritið Glæpi og góðverk í Iðnó sunnudag 30. apríl kl. 14. Ath. síðasta sýning. Miðasala í Iðnó í síma 562 9700 og við innganginn. Dansleikur sunnudags- kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð á Gljúfrastein 10. maí. Farið verður með rútu frá Stangarhyl 4 kl. 13.30. Skrán- ing og uppl. á skrifstofu FEB, sími 588 2111. Baldvin Tryggvason verður með viðtöl um fjármál 11. maí, skráning í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl 10. Félagsstarf Gerðubergs | Mánud. kl. 11 og miðvikud. kl. 8.45 er sund og leik- fimiæfingar í Breiðholtslaug. Þriðjud. og föstud. kl. 10.30 er létt ganga um nágrennið. Miðvikud. 3. maí er farið í heimsókn til eldri borgara í Þorláks- höfn, fjölbreytt dagskrá, kaffihlaðborð o.fl. Lagt af stað kl. 13. Hæðargarður 31 | Lagt af stað í Skál- holt 2. maí frá Gjábakka kl. 9, síðan rennt við í Hæðargarði 32 og Dalbraut 18–20. Smámöguleiki á miða? Uppl. 568 3132. Hótel Loftleiðir | Aðalfundur Sval- anna verður haldinn þriðjudaginn 2. maí kl. 19.30 á Hótel Loftleiðum, Vík- ingasal. Húsið opnað kl. 19. Aðalfund- arstörf, kvöldverður og skemmtiatriði. Félagskonur hvattar til að mæta. Málbjörg | Aðalfundur Málbjargar verður haldinn í Valhöll austan Grinda- víkur kl 13.30. Gengið á Þorbjörn og grill í boði félagsins á eftir. Nánar á www.stam.is Tilkynnið þátttöku til for- manns 856 6440 eða btrygg- @simnet.is. Stjórnin. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu | Aðalfundur Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu, verður haldinn kl. 14 í félagsheimilinu, Hátúni 12. Kirkjustarf Háteigskirkja | Kvenfélag Háteigs- sóknar verður með fund þriðjudaginn 2. maí í Setrinu. Almenn umræða. Kaffi. Stjórnin. Kristniboðsfélag kvenna | Hin árlega kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58–60, mánudaginn 1. maí, kl. 14–17. Þar verða að vanda ljúfar kræs- ingar á boðstólum sem gott er að renna niður með kaffisopanum. Seltjarnarneskirkja | Kærleikur í kvikmyndum kl. 15. Pétur Pétursson guðfræðiprófessor og Árni Svanur Daníelsson doktorsnemi flytja erindi um kærleikann í kvikmyndum. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Háteigskirkja SENJORÍTUR Kvennakórs Reykjavíkur eru með vortónleika sína í Grensáskirkju í dag, laugardaginn 29. apríl kl. 16. Senjoríturnar eru kór kvenna 60 ára og eldri. Í haust voru liðin 10 ár frá stofnun kórsins og er þeirra tímamóta minnst á þessum tónleikum. Á dag- skránni er blanda af nýjum lögum og lögum sem kórinn hefur sungið und- anfarin ár. Stjórnandi er Sigrún Þorgeirs- dóttir og Vignir Þór Stefánsson leikur með á píanó. Senjorítur með vortónleika í Grensáskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.