Morgunblaðið - 29.04.2006, Qupperneq 59
unarsýning, minjagripir og fallegar göngu-
leiðir í næsta nágrenni. Sjá nánar á
www.gljufrasteinn.is
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður
Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti
hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Til 7. júní.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10-
18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum
söguna frá landnámi til 1550. www.-
sagamuseum.is
Veiðisafnið - Stokkseyri | Uppstoppuð
veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd-
um munum. Opið alla daga kl. 11-18. Sjá nán-
ar: www.hunting.is
Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning í bókasal:
Það gisti óður - Snorri Hjartarson 1906-
2006. Skáldsins minnst með munum,
myndum og höfundarverkum hans. Aðrar
sýningar: Handritin - m.a. Snorra Edda,
Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóð-
minjasafnið svona var það - þegar sýning
þess var í risinu. Fyrirheitna landið - vest-
urfarar.
Dans
Kramhúsið | Helgarnámskeið með Damián
og Nancy verður í Kramhúsinu til 30. apríl.
Námskeið bæði fyrir þá sem eru nýbyrjaðir
að dansa tangó og vana dansara. Upplýs-
ingar og skráning er www.kramhusid.is.
Þjóðleikhúskjallarinn | Tangóball. Byrj-
endatími kl. 21 en diskótekið tekur við kl.
22. Leikinn verður argentínskur tangó frá
ýmsum tímum. Um kvöldið sýna Damián
Essel og Nancy Louzán frá Argentínu. Nán-
ar á tango.is
Uppákomur
Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Kiirtan
(möntrusöngur) og hugleiðsla fer fram á kl.
10.
Skemmtanir
Cafe Catalina | Vignir Sigurþórsson spilar
og syngur.
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík |
F.H.U.R heldur dansleik í sal Ferðafélags Ís-
lands, Mörkinni 6 kl. 21.30. Nokkrar af
hljómsveitum félagsins leika til kl. 2.
Klúbburinn við Gullinbrú | Vest-
mannaeyjaball. Hljómsveitin Logar leikur.
Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson kl.
23.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Stuð-
bandalagið frá Borgarnesi kl. 22, frítt inn til
miðnættis.
Leiklist
Iðnó | Lokasýning á gamanleiknum „Ríta“
(eða Educating Rita) í Iðnó kl. 20. Sértilboð
fyrir kennara og hárgreiðslufólk.
Möguleikhúsið | Hugleikur sýnir Systur eft-
ir Þórunni Guðmundsdóttur. Nánari upplýs-
ingar á www.hugleikur.is.
Mannfagnaður
Breiðfirðingabúð | Sumarfagnaður
Kvennadeildar Barðstrendingafélagsins
verður kl. 14. Hlaðborð, skemmtiatriði. Allir
65 ára og eldri úr Barðastrandasýslu vel-
komnir ásamt mökum eða aðstoðarfólki
velkomnir. Munið lyftuna við norður-
innganginn.
Fyrirlestrar og fundir
Bókasafn Kópavogs | Jóhanna K. Tóm-
asdóttir flytur erindi um Feng shui í Linda-
safni, Núpalind 7, Kópavogi, 4. maí, kl. 17.15.
Enginn aðgangseyrir.
Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju |
Vorfundurinn verður 2. maí kl. 19.30. Matur,
happdrætti og erindi iðjuþjálfa. Mætum
með hatta.
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbbur eldri borgara | Vegna for-
falla eru 4 sæti laus í Færeyjaferð Ferða-
klúbbs eldri borgara dagana 30. maí til 9.
júní. Uppl. gefur Hannes í síma 892 3011
Frístundir og námskeið
Skógræktarfélag Íslands | Skógrækt-
arnámskeið Björns Jónssonar, fyrrv. skóla-
stjóra, eru hafin og verður næsta námskeið
í húsnæði Skógræktarfélags í Skúlatúni 6,
2. og 4. maí. Fjallað verður um alla helstu
þætti ræktunarstarfsins. Nánari uppl. á
skog.is og skog@skog.is og í síma 5518150.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 59
DAGBÓK
Lifun er tímarit um
heimili, lífsstíl og
fallega hönnun
Meðal efnis í næsta blaði:
• Ljóst og stílhreint mót sumri
• Gler og garðhúsgögn
• Að hanna út frá einstaklingnum
• Endurkoma húsgagnahönnuðar
• Vorlegir veisluréttir
Lifun er dreift í 60.000 eintökum
og 5. tölublað 2006 kemur út
laugardaginn 6. maí næstkomandi.
Panta þarf auglýsingar
fyrir kl. 16 þriðjudaginn
2. maí
Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir,
sími 569 1254, sif@mbl.is
í faðmi fortíðar
rómantík og rókókó nostalgía gegn naumhyggju plett og postulín
heimili með sögu góðir og gamaldags
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl – 03 2006
lifun 1
íslenskt í öndvegi
hlýlegt fjölskylduheimili
íslensk hönnun í útrás
puntað upp á páskaborðið
litríkt og lystaukandi
að hanna fyrir börn
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl – 04 2006
Pottþétt fyrirstaða.
Norður
♠G942
♥Á
♦Á765
♣K543
Vestur Austur
♠– ♠ÁKD10853
♥DG108742 ♥965
♦10842 ♦D9
♣D6 ♣10
Suður
♠76
♥K3
♦KG3
♣ÁG9872
NS spila Precsion og suður vekur í
fyrstu hendi á tveimur laufum, sem sýnir
lauflit og 11–15 punkta:
Vestur Norður Austur Suður
– – – 2 lauf
Pass 2 tíglar * 4 spaðar Pass
Pass ?
Norður hlerar með tveimur tíglum, en
austur setur strik í reikninginn með
hindrunarstökki í fjóra spaða. Suður pass-
ar og norður þarf að taka erfiða ákvörðun.
Hvað á að segja?
Bandarískur spilari, Ian Friedland að
nafni, stóð frammi fyrir þessu vandamáli í
sveitakeppni á vorleikunum í Dallas.
Slemma var til dæminu, en Friedland
hafði skiljanlega áhyggjur af spaðanum,
enda óvíst að makker ætti þar fyrirstöðu.
Í ljósi sagna var vissulega líklegt að suður
væri með einspil eða eyðu, en tvíspil var
líka til í dæminu.
En svo fékk Friedland hugljómun – ef
makker er með tvo hunda á vestur engan
spaða til að spila út! Að þessu athuguðu
stökk hann í sex lauf, fullviss um pott-
þétta fyrirstöðu í spaðanum.
Vestur kom út með hjartadrottningu
og Friedland lagði niður blindan, stoltur
af rökvísi sinni. Við makker hans blasti
hins vegar það erfiða verkefni að ná í tólf
slagi. Sá var Shaun Chooi.
Drottning þriðja rétt í tígli hefði leyst
málið á auðveldan hátt, en Chooi fann leið
til vinnings, þrátt fyrir 4-2 leguna í tígli.
Forsendan var sú sama og lá að baki
slemmusögn makkers – skortur vesturs á
spaða.
Chooi tók tvisvar tromp og ÁK í hjarta.
Tók svo þrjá slagi á tígul með svíningu,
spilaði þeim fjórða og henti spaða heima!
Vestur lendi inni og varð að spila hjarta í
tvöfalda eyðu, svo Chooi gat trompað í
borði og hent spaða heima. Tólf slagir.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Félagsstarf
Árbæjarkirkja | Uppskeruhátíð Kven-
félags Árbæjarkirkju verður haldinn 2.
maí á Hótel Heklu, Skeiðum. Farið
verður frá Árbæjarkirkju kl. 18. Matur
2.500 kr. Skráning hjá Öldu Magn-
úsdóttur í síma 866 8556 sem fyrst.
Bandalag kvenna í Hafnarfirði | Aðal-
fundur verður haldinn miðvikudaginn
3. maí í sal heldri borgara á Sólvangi
og hefst kl. 20. Á dagskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf. Hvetjum fulltrúa að-
ildarfélaganna til að mæta og taka
með sér gesti.
Dalbraut 18–20 | Tungubrjótar Dal-
brautar æfa af fullu kappi fyrir menn-
ingarferðina í Skálholt. Uppl:
588 9533 asdis.skuladottir@reykja-
vik.is. Listasmiðja Dalbrautar er opin
kl. 8–16 virka daga.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik-
félagið Snúður og Snælda sýna leik-
ritið Glæpi og góðverk í Iðnó sunnudag
30. apríl kl. 14. Ath. síðasta sýning.
Miðasala í Iðnó í síma 562 9700 og
við innganginn. Dansleikur sunnudags-
kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð á
Gljúfrastein 10. maí. Farið verður með
rútu frá Stangarhyl 4 kl. 13.30. Skrán-
ing og uppl. á skrifstofu FEB, sími
588 2111. Baldvin Tryggvason verður
með viðtöl um fjármál 11. maí, skráning
í síma 588 2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Mánud. kl. 11
og miðvikud. kl. 8.45 er sund og leik-
fimiæfingar í Breiðholtslaug. Þriðjud.
og föstud. kl. 10.30 er létt ganga um
nágrennið. Miðvikud. 3. maí er farið í
heimsókn til eldri borgara í Þorláks-
höfn, fjölbreytt dagskrá, kaffihlaðborð
o.fl. Lagt af stað kl. 13.
Hæðargarður 31 | Lagt af stað í Skál-
holt 2. maí frá Gjábakka kl. 9, síðan
rennt við í Hæðargarði 32 og Dalbraut
18–20. Smámöguleiki á miða? Uppl.
568 3132.
Hótel Loftleiðir | Aðalfundur Sval-
anna verður haldinn þriðjudaginn 2.
maí kl. 19.30 á Hótel Loftleiðum, Vík-
ingasal. Húsið opnað kl. 19. Aðalfund-
arstörf, kvöldverður og skemmtiatriði.
Félagskonur hvattar til að mæta.
Málbjörg | Aðalfundur Málbjargar
verður haldinn í Valhöll austan Grinda-
víkur kl 13.30. Gengið á Þorbjörn og
grill í boði félagsins á eftir. Nánar á
www.stam.is Tilkynnið þátttöku til for-
manns 856 6440 eða btrygg-
@simnet.is. Stjórnin.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuð-
borgarsvæðinu | Aðalfundur Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra á höfuðborg-
arsvæðinu, verður haldinn kl. 14 í
félagsheimilinu, Hátúni 12.
Kirkjustarf
Háteigskirkja | Kvenfélag Háteigs-
sóknar verður með fund þriðjudaginn
2. maí í Setrinu. Almenn umræða.
Kaffi. Stjórnin.
Kristniboðsfélag kvenna | Hin árlega
kaffisala Kristniboðsfélags kvenna
verður í Kristniboðssalnum, Háaleit-
isbraut 58–60, mánudaginn 1. maí, kl.
14–17. Þar verða að vanda ljúfar kræs-
ingar á boðstólum sem gott er að
renna niður með kaffisopanum.
Seltjarnarneskirkja | Kærleikur í
kvikmyndum kl. 15. Pétur Pétursson
guðfræðiprófessor og Árni Svanur
Daníelsson doktorsnemi flytja erindi
um kærleikann í kvikmyndum.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Háteigskirkja
SENJORÍTUR Kvennakórs Reykjavíkur
eru með vortónleika sína í Grensáskirkju
í dag, laugardaginn 29. apríl kl. 16.
Senjoríturnar eru kór kvenna 60 ára
og eldri. Í haust voru liðin 10 ár frá
stofnun kórsins og er þeirra tímamóta
minnst á þessum tónleikum. Á dag-
skránni er blanda af nýjum lögum og
lögum sem kórinn hefur sungið und-
anfarin ár. Stjórnandi er Sigrún Þorgeirs-
dóttir og Vignir Þór Stefánsson leikur
með á píanó.
Senjorítur með vortónleika í Grensáskirkju