Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elskuleg frænka
mín Guðrún Ármanns-
dóttir er látin. 70 ára
samleið okkar er á
enda runnin.
Margs er að minnast. Og margt
ber að þakka.
Gunna átti það til að vera uppá-
tækjasöm hér á árum áður og oft
stríðin, sem jafnan kallaði fram hlát-
ur og mikla skemmtan okkar hjóna.
Það var enda oft tilefni til. Hjónaböll
svokölluð voru þá við lýði í Keflavík
og þau hjón Gunna og Geiri iðin við
að krækja í meðlimi í klúbbinn, þar á
meðal okkur hjónin. Innan úr
Reykjavík sóttum við félagsskapinn
og gistum þá undantekningarlaust í
Vallartúninu hjá Gunnu og Geira.
Þau kynntu okkur fyrir fjölda vina
þeirra sem síðar urðu einnig okkar
vinir. Því miður hefur fækkað í þeim
hópi og nú eru ekki hjónaböll stund-
uð lengur í Keflavík.
Ferðalög okkar saman út um land,
ótal ferðir í sumarbústað þeirra
Gunnu og Geira við Þingvallavatn er
okkur ógleymanlegt.
Eftir að Geiri lést árið 1989 bjó
Gunna lengstum í Vallartúninu. Fyr-
ir nokkrum árum flutti hún á Aðal-
götu og fann sig vel þar enda átti hún
GUÐRÚN JÓHANNA
ÁRMANNSDÓTTIR
✝ Guðrún JóhannaÁrmannsdóttir
fæddist í Neskaup-
stað 25. ágúst 1925.
Hún lést á heimili
sínu í Keflavík 19.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Keflavíkur-
kirkju 28. apríl.
því láni að fagna að
eiga þar að góðar vin-
konur, sem einnig búa
í húsinu.
Það varð fljótlega að
venju eftir að Geiri
lést að Gunna kæmi til
okkar hjóna í Hafnar-
fjörðinn og gisti
nokkrar nætur í senn.
Þá var nú glatt á
hjalla, tekið í spil og
undantekningarlaust
litu börnin okkar inn,
enda Gunna frænka í
heimsókn. Nú eru
þessar heimsóknir hennar orðnar að
minningunni einni.
En minningarnar ylja, þær munu
hjálpa okkur ástvinum hennar áfram
veginn.
Far í friði, Gunna mín. Við Kalli
þökkum þér áratuga samleið, sem
aldrei bar skugga á.
Nú ævi þín á enda er runnin
elsku besta frænka mín.
Ein ég sit við sorgarbrunninn
sofna varla – sakna þín
Ég kveð þig kærust frænka mín
þitt kvöld bar að svo fljótt.
Guð verndi blessuð börnin þín.
Ég býð þér góða nótt.
(J.H.K.)
Mínar kæru frænkur, Gunnhildur
og Sigurbjörg, Halli og Hörður, Ás-
geir og Guðrún, Helgi Einar og Ár-
mann Ásgeir og barnabarnabörnin.
Guð veri með ykkur öllum.
Guð blessi minningu Guðrúnar
Ármannsdóttur frænku minnar og
vinkonu.
Ragnhildur Jónsdóttir (Lilla).
✝ Þórhalla Gísla-dóttir fæddist í
Skógargerði í Fell-
um 11. mars 1920.
Hún lést á hjarta-
deild Landspítalans
þriðjudaginn 18.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Gísli
Helgason, bóndi í
Skógargerði og
kona hans, Dagný
Pálsdóttir. Systkini
Þórhöllu á lífi eru:
Sigríður, Bergþóra,
Sólveig, Ólöf, Indriði og Víkingur.
Látin eru: Margrét, Helgi, Páll,
Hulda, Björgheiður og Guðlaug.
Hinn 19. júlí 1949 giftist Þór-
halla séra Marinó F. Kristinssyni,
d. 20. 7. 1994, presti á Valþjófs-
stað í Fljótsdal, síðar í Vallanesi
og á Sauðanesi á Langanesi. Börn
þeirra eru: Dagný, Hrefna, Ágúst,
Gísli Már, Rósa Kristín, Steinunn,
Kolbeinn, Úlfur Heiðar og stúlka
sem dó í fæðingu. Barnabörnin
eru 27 og barnabarnabörn 23.
Þórhalla ólst upp hjá foreldrum
sínum í Skógar-
gerði. Eftir barna-
skóla var hún einn
vetur í unglinga-
skóla í Fagradal í
Vopnafirði. Hún
varð ljósmóðir frá
LMSÍ 1943, ljósmóð-
ir í Fellum 1944–46
og starfaði síðan á
Landspítala um
tveggja ára skeið.
Eftir að hún giftist
starfaði hún sem
ljósmóðir í Fljótsdal
1956– 1966 og síðar
í Þórshafnarlæknishéraði sem
heilsugæsluljósmóðir til 1978.
Eftir að hún flutti til Reykjavík-
ur 1979 vann hún við hjúkrunar-
störf á Elliheimilinu Grund og síð-
ar á Hvítabandinu þar til hún lét
af störfum fyrir aldurs sakir. Þór-
halla og Marinó áttu heimili sitt á
Bergþórugötu 27 eftir að þau
fluttu til Reykjavíkur og bjuggu
þar til dauðadags.
Þórhalla verður jarðsungin frá
Valþjófsstaðarkirkju í Fljótsdal í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Móðir okkar er gengin sinn veg á
enda. Farin í sína hinstu ferð, ferð-
ina sem liggur fyrir okkur öllum að
fara hvort sem okkur líkar betur eða
verr. Hún verður í dag lögð til hinstu
hvílu í kirkjugarðinum á Valþjófs-
stað undir svipmiklu Valþjófsstaðar-
fjallinu í Fljótsdalnum þar sem hún
stofnaði heimili og hóf búskap fyrir
60 árum.
Mamma hafði, eins og þeir Íslend-
ingar sem fæddir voru á fyrri hluta
tuttugustu aldar, lifað tímana
tvenna ef ekki þrenna í bókstafleg-
um skilningi. Nokkrum árum fyrir
fæðingu hennar brann torfbærinn í
Skógargerði og var þá byggt stein-
húsið sem þar stendur enn og hún
fæddist í. Þar átti hún sín bernskuár
og þetta hús var henni afar kært alla
tíð og margar góðar minningar því
tengdar. Það var henni hjartans mál
og mikið keppikefli að endurbyggja
gamla húsið og hún dvaldi þar um
tíma á hverju sumri meðan heilsan
leyfði.
Foreldrum sínum unni mamma
mjög, talaði oft um þau og minntist
þeirra á margan hátt. Hún sagði
okkur sögur úr Skógargerði, af afa,
ömmu og Laugu og vitnaði óspart í
þau þegar hún þurfti að finna orðum
sínum stað um ýmsa hluti. Til dæm-
is, ef við meiddum okkur smávegis
eins og gengur með krakka sagði
hún þegar hún hafði litið á skeinuna:
„Það grær áður þú giftir þig,“ og:
„Hvurslags vitleysa er þetta eigin-
lega,“ sem er bein tilvitnun í ömmu í
Skógargerði (sjá Skógargerðisbók).
Henni þótti við ekki mjög greinileg í
okkur ef við gátum ekki haft á hrað-
bergi öll nöfn systkinanna 13 og fjöl-
skyldna þeirra. Hún talaði með mik-
illi virðingu um afa í Skógargerði og
hans fræðimanns- og félagsstörf.
Mátti oft heyra á henni að Úthéraðs-
menn og þá sérstaklega Fellamenn
og þeir sem byggðu Hróarstungu
stæðu öðrum mönnum framar og
væru betri en aðrir Héraðsmenn.
Þessi hrepparígur var að sjálfsögðu
settur fram í góðra vina hópi í gam-
ansömum tilgangi. Jökuldælingar
voru einnig í sérstöku uppáhaldi hjá
henni.
Hún var í prestskonuhlutverkinu,
fyrst á Valþjófsstað, síðan í Valla-
nesi og að lokum á Sauðanesi á
Langanesi. Erfitt er fyrir nútíma-
fólk að átta sig á hve mikil vinna það
var fyrir húsmæður fyrri tíma að
halda heimili án rafmagns, hitaveitu
og allra þeirra sjálfsögðu þæginda
sem húshaldi tilheyra nú á dögum.
Sem prestskona þurfti mamma einn-
ig að hugsa um kirkjuna og sjá svo
um að þar væri allt til reiðu þegar á
þurfti að halda. Messufólkið fékk
alltaf kaffi og mikill gestagangur var
á prestssetrinu. Þessu hlutverki
sinnti hún af alúð og rausn og var
mjög í mun að allt færi fram á besta
veg.
Auk þess að sinna börnum, búi og
prestkonuskyldunum var mamma
ljósmóðir og kölluð fyrirvaralaust til
sængurkvenna, oft um langan veg.
Sinnti hún þessu embætti mestalla
sína starfsævi og fyrr á árum, þegar
læknislaust var í umdæmum hennar,
mátti hún sinna ýmsum læknisverk-
um þegar ekki var hægt að koma
sjúklingum burt vegna erfiðra sam-
gangna. Átti hún farsælan feril í sín-
um hjúkrunarstörfum og henni mik-
ils virði að geta orðið fólki að liði
þegar sjúkdóma eða slys bar að
höndum
Á heimili okkar var tónlist iðkuð
og sungið hvenær sem fólk kom
saman. Pabbi, sem var góður tónlist-
armaður og þekktur söngmaður,
spilaði á orgel og æfði hina ýmsu
kóra og kvartetta, oft heima hjá okk-
ur. Mamma hafði ágæta söngrödd
og söng lengst af í kirkjukórum með-
an pabbi gegndi prestsstörfum.
Stundum sungu þau saman, mamma
og pabbi og við systkinin vorum
ósjaldan látin raða okkur upp kring-
um stofuorgelið og taka lagið með
þeim.
Um 1980 fluttu foreldrar okkar al-
farin til Reykjavíkur þegar pabbi lét
af störfum sem prestur og prófastur
á Sauðanesi. Þau bjuggu síðan í
Reykjavík til dauðadags, en pabbi
lést í júlí 1994. Mamma vann áfram
við hjúkrunarstörf eftir að hún flutti
í bæinn, fyrst á elliheimilinu Grund
en lengst af á Hvítabandinu. Hún lét
af störfum fyrir aldurs sakir 1993.
Eftir að pabbi dó bjó mamma ein á
Bergþórugötunni. Hennar lífsskoð-
un var alveg skýr. Hún vildi sjá fyrir
sér og um sig sjálf. Það kom aldrei til
greina að fara á elliheimili. Hún hef-
ur trúlega manna best vitað um að-
búnað og líf fólks á slíkum stofnun-
um og ekki haft áhuga á því sjálf.
Hún var viljasterk kona og hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum. Efst
í huga hennar var Austurland, það
fór ekkert á milli mála. Fellin, Skóg-
argerði, hennar fólk og vinir þar fyr-
ir austan og á Langanesi, allt þetta
var henni mjög kært og ávallt efst í
huga. Yfirstandandi stóriðjufram-
kvæmdir þar fyrir austan voru henni
lítt að skapi og fengu þeir sem fyrir
þeim málum standa það óþvegið frá
henni. Vesturöræfin, Jökla, Fljótið
og Valþjófsstaðarfjallið voru í henn-
ar augum staðir sem aldrei átti að
hrófla við og munu margir vera
henni sammála í þeim efnum.
Mamma var ekki gallalaus fremur
en annað fólk. Hún var þó hrein og
bein í samskiptum við fólk og sagði
skoðun sína umbúðalaust sem
kannski fellur ekki öllum í geð.
Börnum sínum var hún traust og góð
móðir. Síðustu árin gekk hún ekki
heil til skógar en andlegu atgervi
sínu hélt hún óskertu til æviloka.
Allir vinir, nágrannar, starfsfélagar,
frændur og frænkur fá þakkir fyrir
alla hjálp og allt það góða og
skemmtilega bæði fyrr og síðar.
Starfsfólk á Landspítala hjartadeild
fær alúðarþakkir fyrir umönnun og
hlýju.
Þar sem góðir fara eru Guðs vegir.
Börnin.
Amma mín kvaddi þennan heim
við vetrarlok og hélt inn í eilíft sum-
ar.
Ég átti því láni að fagna að fá að
vera samferða henni í mörg ár, allt
frá því að hún tók á móti mér við
fæðingu. Fyrstu árin mín bjuggum
við í kjallaranum hjá ömmu og afa á
Sauðanesi. Það var ómetanlegt að fá
að alast upp í nánum tengslum við
þau. Barnabörnin voru alltaf vel-
komin, afi klappaði okkur á kollinn
með hlýju höndunum sínum og gaf
okkur rautt ópal, amma blés á kúlur
og skrámur, lagaði naglakul betur
en nokkur annar og gæddi okkur á
mjólk og flekkuköku. Amma og afi
kenndu okkur margt um náttúruna,
bæði að njóta hennar og varast
hættur í umhverfinu. Afi fór með
okkur í fjöruferðir og tók okkur með
í æðarvarp og silungsveiði. Með
ömmu tíndum við hettumávsegg og
ber. Hún fór líka með okkur í sund-
ferðir á ískaldri langneskri bað-
strönd þó hún sjálf hefði aldrei lært
að synda. Í þessum ferðum notaðist
hún við björgunarhring sem hún
hafði fundið í fjörunni. Þannig komst
hún á meira dýpi og klauf öldurnar
óhikað meðan við sulluðum á grynn-
ingunum og þótti nóg um kuldann.
Eftir að við fluttum í nýtt hús sótti
ég í að gista hjá ömmu og afa þó ég
væri dauðhrædd við að hlaupa fram
hjá kirkjunni. Það var gleymt strax
og ég var komin inn, og alltaf gáfu
þau sér tíma til að segja mér sögur
eða lesa og kenna mér bænir fyrir
svefninn.
Amma starfaði sem ljósmóðir og
við hjúkrun. Við unnum saman á
Hvítabandinu þegar ég var að stíga
mín fyrstu skref í hjúkrun en hún að
ljúka ferlinum, og þáði ég hjá henni
ýmis ráð sem reyndust mér gott
veganesti. Hún var 73 ára þegar hún
lét af störfum vegna aldurs, vann þá
næturvaktir í löngum lotum og hefði
vel getað hugsað sér að vinna leng-
ur. Amma fylgdist vel með nýjung-
um í hjúkrun eftir starfslok og
spurði mig oft út í ýmislegt því
tengt. Hún sagði mér frá ýmsu úr
sínu starfi sem manni þykir ótrúlegt
í okkar tæknivædda umhverfi, til
dæmis hjúkraði hún fyrirburum
vöfðum í bómull í skókassa. Alúð,
natni og nákvæmni hafa eflaust ver-
ið enn mikilvægari þættir við hjúkr-
un á þessum tímum en nú.
Amma mín var litríkur og marg-
brotinn persónuleiki. Af henni lærði
ég að meta fjölbreytnina í mannlíf-
inu, taka ekki öllu sem gefnu og
skilja að fegurðin býr ekki alltaf í
ásýnd hlutanna. Hún hafði mjög
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og var trú sinni sannfær-
ingu. Hún lét álit sitt óhikað í ljós og
innan fjölskyldunnar hefur smám
saman orðið til gott safn af gullkorn-
um og hnyttnum tilsvörum frá henni
sem eru óspart notuð. Hún var sjálf-
stæð og glæsileg kona sem gustaði
stundum af og ég man varla eftir
henni nema fínni um hárið og á há-
hæluðum skóm þegar því varð
mögulega komið við. Hún kvaddi
jarðlífið með sömu reisn og ein-
kenndi hana alla tíð. Ég er þakklát
fyrir allar stundirnar sem ég átti
með henni og afa og bið Guð að
blessa minningu þeirra beggja.
Og vertu nú sæl. Það fer vel um þig nú,
og vorgyðjan óná þig breiði,
og sætt er það þreyttum að sofá eins og þú
með sólskin á minníng og leiði.
(Þ.E.)
Þórhalla Ágústsdóttir
og fjölskylda.
ÞÓRHALLA
GÍSLADÓTTIR
Elsku pabbi.
Nú flýtur þín sál
yfir okkar jörð og nemur
á stað sem er til þín hvíldar.
Þú mun vaka yfir okkur á
þessum nýja stað og hvílast,
þar til að við komum til
þín á ný.
Sólin skín að kvöldi komið
kaldur vindur blæs
frostrós er á glugga
engin er eins,
þau eru falleg í
sjón að sjá
Tár rennur niður kinn
og frýs
Sorg er að sjá
enn heyrist fuglasöngur.
Þín dóttir,
Ásta Sigríður.
Takmark Kidda fyrir stúdents-
afmælið 2022 var „að liggja áhyggju-
laus og glaður á sólarströnd“. Í dag
KRISTINN KORT
BJÖRNSSON
✝ Kristinn KortBjörnsson fædd-
ist í Reykjavík 14.
maí 1952. Hann lést
3. apríl síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Fossvogs-
kirkju 12. apríl.
kveð ég þig með sorg í
hjarta, en ég brosi í
gegnum tárin vitandi
það að þú ert nær tak-
marki þínu en oft áður.
Ég hef þekkt Kidda
frá því ég man fyrst
eftir mér. Leiðir okkar
lágu saman á Tómas-
arhaganum, í gegnum
vinskap við dætur
hans Lísu og Ástu.
Æskuárin voru ljúf og
minnist ég ekki síst
hversu góðan skilning
Kiddi hafði á því sem
okkur stelpurnar langaði að gera eða
vantaði peninga til að kaupa. Alltaf
var hægt að leita í smiðju til hans,
bæði með aur og samþykki á þeim
skrýtnu hlutum sem okkur datt oftar
en ekki í hug að framkvæma. Ég
minnist Kidda sem umhyggjusömum
og gjafmildum manni sem gerði sér
far um að hjálpa öllum í kringum sig
með ráð og dáð. Því mun ég ekki
gleyma. Að hjálpa öðrum gekk fyrir,
hans eigin þarfir og langanir mættu
oftast afgangi.
Um tíma reyndist heilsan honum
fjötur um fót. Nú er hann laus við
fjötrana og ég sé hann fyrir mér
ganga glæsilegan og hnarreistan á
vit ævintýranna. Guð geymi þig, vin-
ur, og leiði fjölskyldu þína úr sorg
yfir í áhyggjulausa og glaða tíma.
Ingilín Kristmannsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda
hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800