Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 40
Á ÞINGI Þjóðræknisfélagsins í Victoria var Lillian Gudmundson í Árborg í Manitoba sæmd æðstu viðurkenningu INL, the Lawrence Johnson Lifetime Achievement Award. Viðurkenningin er veitt fyrir frábær störf í þágu „íslenska“ samfélagsins í Norður-Ameríku og var fyrst veitt á þinginu í Ed- monton í Alberta 2003. Neil Ófeig- ur Bardal, þáverandi aðalræðis- maður í Gimli, var þá sæmdur viðurkenningunni. Dr. T. Kenneth Thorlakson, læknir í Winnipeg, fékk viðurkenninguna á þinginu á Heclu í Manitoba 2004, og Stella Stephanson, einn af stofnendum Íslendingafélagsins í Vatnabyggð í Saskatchewan, var verðlaunuð á þinginu í Wynyard í fyrra. Lillian Gudmundson hefur verið virkur fé- lagi í Íslendingafélaginu Esjunni í Árborg í 16 ár og látið mikið að sér kveða í „íslenska“ samfélaginu í Árborg. „Hún á þessa viðurkenn- ingu svo sannarlega skilið,“ segir Davíð Gíslason, formaður Esjunn- ar. „Fyrir mér er Lillian ímynd þess besta í fari íslenskrar konu. Samstarfsmenn hennar dást að sterkum persónuleika hennar, feg- urð og umhyggju fyrir öðrum og hún er mikils metin á heimaslóðum sem og í íslensk-kanadíska sam- félaginu í heild sinni. Lillian hefur auðgað íslenska menningu í Kan- ada.“ Að vanda voru útnefndir heið- ursfélagar Þjóðræknisfélagsins á þinginu. Að þessu sinni var Sigrun Cuffling heiðruð ásamt fernum hjónum, þeim Wayne og Mae Littlewood, Ken og Marie Svein- son, Solli og Shirley Sigurdson og Walter og Julie Sopher. Lawrence Johnson-viðurkenning Þjóðræknisfélagsins Lillian Gudmundson í Árborg heiðruð Morgunblaðið/Steinþór Heiðursfélagar Þjóðræknisfélagsins 2006. Aftari röð frá vinstri: Marie og Ken Sveinson og Shirley og Solli Sigurdson. Fremri röð frá vinstri: Julie og Walter Sopher, Wayne og Mae Littlewood og Sigrun Cuffling. Lillian Gudmundson frá Árborg í Manitoba. 40 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI Góður í brekkunum og veit hvar þær eru Garmin GPS leiðsögutæki með íslensku vega- og hálendiskorti. Virkar um allan heim og spilar MP3. Andvirði 96.550,- Leiðsögutæki fylgir hverjum seldum Impreza TILBOÐ:STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 LÍTRA - 160 HESTÖFL, SÍTENGT FJÓRHJÓLADRIF, 16” ÁLFELGUR, KASTARAR Í STUÐARA... OG MARGT FLEIRA. Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Umboðmenn um land allt Akureyri 461-2960 Selfossi 482-3100 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Beinskiptur Sedan 2.040.000,- Sjálfskiptur Sedan 2.180.000,- Beinskiptur Wagon 2.080.000,- Sjálfskiptur Wagon 2.210.000,- ÍSLENDINGAR komu fyrst til Vancouver-eyju 1883 og síðan hafa stöðugt fleiri bæst í hópinn. Veðr- áttan hefur sennilega alltaf haft mikið að segja – aldrei of kalt og aldrei of heitt – og auk þess hafa þeir yfirleitt fengið næga vinnu. Eins og öðrum íbúum hefur þeim líka almennt liðið vel á eyjunni, en „að öllum líkindum aldrei betur en í vikunni sem leið,“ eins og Fred Bjarnason, formaður Íslendinga- félagsins á svæðinu komst að orði. Ísland í „bænum“ Það sem fékk formanninn og aðra af íslenskum ættum til að tengjast Íslandi meir en nokkru sinni fyrr var fernt: Í fyrsta lagi framkvæmd árlegs þings Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku, en þingið var haldið í Victoria í fyrsta sinn. Í öðru lagi yfirlýsing borgarstjór- ans í Victoria þess efnis að fimmtu- dagurinn 19. apríl sl. skyldi vera sérstakur Íslandsdagur í borginni. Í þriðja lagi heimsókn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, sem átti fundi með ferðamálayfir- völdum og fylkisstjóra Bresku-Kól- umbíu auk þess að vera sérstakur heiðursgestur þjóðræknisþingsins. Í fjórða lagi kórónaði verkefnið Iceland Naturally, kynningarátak Íslands í Norður-Ameríku, síðan umgjörðina með kynningu á ís- lenskum mat, íslenskri matreiðslu og íslenskum söng. Atli Ásmunds- son, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, og Einar Gústavsson, framkvæmdastjóri Ferðamálastofu í New York og annar framkvæmda- stjóra Iceland Naturally, höfðu um- Ísland í sviðsljósinu í Victoria Victoria, höfuðborg Bresku-Kólumbíu í Kan- ada, hefur sennilega aldrei verið eins „íslensk“ og í liðinni viku. Steinþór Guðbjartsson fang- aði andrúmsloftið og smakkaði á íslensku rétt- unum á Vancouver-eyju í Kyrrahafinu. Morgunblaðið/Steinþór Sekkjapípuleikari fór fyrir heiðursgestum þingsins áður en það var formlega sett. Frá vinstri: Iona Campagnolo, fylkisstjóri Bresku-Kólumbíu, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Heather Alda Ireland, aðalræðismaður í Vancouver, Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í Winnipeg, Walter Sopher, fráfarandi forseti Þjóðræknisfélags Ís- lendinga í Norður-Ameríku, og sekkjapípuleikarinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.