Morgunblaðið - 29.04.2006, Page 40

Morgunblaðið - 29.04.2006, Page 40
Á ÞINGI Þjóðræknisfélagsins í Victoria var Lillian Gudmundson í Árborg í Manitoba sæmd æðstu viðurkenningu INL, the Lawrence Johnson Lifetime Achievement Award. Viðurkenningin er veitt fyrir frábær störf í þágu „íslenska“ samfélagsins í Norður-Ameríku og var fyrst veitt á þinginu í Ed- monton í Alberta 2003. Neil Ófeig- ur Bardal, þáverandi aðalræðis- maður í Gimli, var þá sæmdur viðurkenningunni. Dr. T. Kenneth Thorlakson, læknir í Winnipeg, fékk viðurkenninguna á þinginu á Heclu í Manitoba 2004, og Stella Stephanson, einn af stofnendum Íslendingafélagsins í Vatnabyggð í Saskatchewan, var verðlaunuð á þinginu í Wynyard í fyrra. Lillian Gudmundson hefur verið virkur fé- lagi í Íslendingafélaginu Esjunni í Árborg í 16 ár og látið mikið að sér kveða í „íslenska“ samfélaginu í Árborg. „Hún á þessa viðurkenn- ingu svo sannarlega skilið,“ segir Davíð Gíslason, formaður Esjunn- ar. „Fyrir mér er Lillian ímynd þess besta í fari íslenskrar konu. Samstarfsmenn hennar dást að sterkum persónuleika hennar, feg- urð og umhyggju fyrir öðrum og hún er mikils metin á heimaslóðum sem og í íslensk-kanadíska sam- félaginu í heild sinni. Lillian hefur auðgað íslenska menningu í Kan- ada.“ Að vanda voru útnefndir heið- ursfélagar Þjóðræknisfélagsins á þinginu. Að þessu sinni var Sigrun Cuffling heiðruð ásamt fernum hjónum, þeim Wayne og Mae Littlewood, Ken og Marie Svein- son, Solli og Shirley Sigurdson og Walter og Julie Sopher. Lawrence Johnson-viðurkenning Þjóðræknisfélagsins Lillian Gudmundson í Árborg heiðruð Morgunblaðið/Steinþór Heiðursfélagar Þjóðræknisfélagsins 2006. Aftari röð frá vinstri: Marie og Ken Sveinson og Shirley og Solli Sigurdson. Fremri röð frá vinstri: Julie og Walter Sopher, Wayne og Mae Littlewood og Sigrun Cuffling. Lillian Gudmundson frá Árborg í Manitoba. 40 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI Góður í brekkunum og veit hvar þær eru Garmin GPS leiðsögutæki með íslensku vega- og hálendiskorti. Virkar um allan heim og spilar MP3. Andvirði 96.550,- Leiðsögutæki fylgir hverjum seldum Impreza TILBOÐ:STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 LÍTRA - 160 HESTÖFL, SÍTENGT FJÓRHJÓLADRIF, 16” ÁLFELGUR, KASTARAR Í STUÐARA... OG MARGT FLEIRA. Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Umboðmenn um land allt Akureyri 461-2960 Selfossi 482-3100 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Beinskiptur Sedan 2.040.000,- Sjálfskiptur Sedan 2.180.000,- Beinskiptur Wagon 2.080.000,- Sjálfskiptur Wagon 2.210.000,- ÍSLENDINGAR komu fyrst til Vancouver-eyju 1883 og síðan hafa stöðugt fleiri bæst í hópinn. Veðr- áttan hefur sennilega alltaf haft mikið að segja – aldrei of kalt og aldrei of heitt – og auk þess hafa þeir yfirleitt fengið næga vinnu. Eins og öðrum íbúum hefur þeim líka almennt liðið vel á eyjunni, en „að öllum líkindum aldrei betur en í vikunni sem leið,“ eins og Fred Bjarnason, formaður Íslendinga- félagsins á svæðinu komst að orði. Ísland í „bænum“ Það sem fékk formanninn og aðra af íslenskum ættum til að tengjast Íslandi meir en nokkru sinni fyrr var fernt: Í fyrsta lagi framkvæmd árlegs þings Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku, en þingið var haldið í Victoria í fyrsta sinn. Í öðru lagi yfirlýsing borgarstjór- ans í Victoria þess efnis að fimmtu- dagurinn 19. apríl sl. skyldi vera sérstakur Íslandsdagur í borginni. Í þriðja lagi heimsókn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, sem átti fundi með ferðamálayfir- völdum og fylkisstjóra Bresku-Kól- umbíu auk þess að vera sérstakur heiðursgestur þjóðræknisþingsins. Í fjórða lagi kórónaði verkefnið Iceland Naturally, kynningarátak Íslands í Norður-Ameríku, síðan umgjörðina með kynningu á ís- lenskum mat, íslenskri matreiðslu og íslenskum söng. Atli Ásmunds- son, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, og Einar Gústavsson, framkvæmdastjóri Ferðamálastofu í New York og annar framkvæmda- stjóra Iceland Naturally, höfðu um- Ísland í sviðsljósinu í Victoria Victoria, höfuðborg Bresku-Kólumbíu í Kan- ada, hefur sennilega aldrei verið eins „íslensk“ og í liðinni viku. Steinþór Guðbjartsson fang- aði andrúmsloftið og smakkaði á íslensku rétt- unum á Vancouver-eyju í Kyrrahafinu. Morgunblaðið/Steinþór Sekkjapípuleikari fór fyrir heiðursgestum þingsins áður en það var formlega sett. Frá vinstri: Iona Campagnolo, fylkisstjóri Bresku-Kólumbíu, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Heather Alda Ireland, aðalræðismaður í Vancouver, Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í Winnipeg, Walter Sopher, fráfarandi forseti Þjóðræknisfélags Ís- lendinga í Norður-Ameríku, og sekkjapípuleikarinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.