Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 41
sjón með skipulagningu verkefnis- ins og voru ánægðir með hvernig til tókst. Ísland á listann „Allir þessir atburðir mynduðu eina skemmtilega heild og öllum íbúum Victoria var ljóst að Ísland var í „bænum“,“ segir Atli Ás- mundsson. „Viðburðirnir vöktu mikla athygli í fjölmiðlum og var Ís- land áberandi í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Í heild verður að segjast að þessir atburðir tókust einstak- lega vel og áttu margir hlut að máli.“ Íslenskir réttir voru kynntir á tveimur af helstu matstöðum Vict- oria á hverju kvöldi alla vikuna og stjórnaði Siggi Hall, matreiðslu- meistari, matreiðslunni og útskýrði fyrir viðstöddum hvað væri á borð- um. Systkinin KK (Kristján Krist- jánsson) og Ellen Kristjánsdóttir skemmtu gestum með söng og hljóðfæraleik og unnu hug og hjörtu áheyrenda enda mátti heyra saum- nál detta meðan á flutningnum stóð. Þremenningarnir og Einar Gústavs- son komu fram í beinum útsend- ingum í sjónvarpi og meðal annars voru sex íslensk innslög í einni tveggja tíma dagskrá og fjögur inn- slög í vinsælum hádegisþætti. „Tilgangurinn með þessari kynn- ingu var að koma okkur á framfæri í fjölmiðlum og það tókst svo sann- arlega vel,“ segir Einar Gústavsson. „Það hefur sýnt sig að svona um- fjöllum er miklu áhrifameiri og skil- ur mun meira eftir sig en bein- harðar auglýsingar og við megum vel við una. Við erum að kynna Ís- land sem áfangastað og kynningin gerir það að verkum að Ísland lend- ir á lista hjá mörgum. Það skiptir ekki máli hvenær við fáum þetta fólk til Íslands heldur er aðalatriðið að fá það til landsins.“ Siggi Hall og Fred Bjarnason, matreiðslumeistari fylk- isstjóra Bresku-Kólumbíu og formaður Íslendinga- félagsins í Victoria, höfðu lítinn tíma til að slappa af. Systkinin Ellen Kristjánsdóttir og KK unnu hug og hjörtu áheyrenda í Victoria. steinthor@mbl.is GARY Oddleifson frá Winnipeg fékk ekki mótframboð og var kjörinn for- seti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku (INL) til næstu tveggja ára í stað Walters Sopher frá Winnipeg sem gegnir stöðu frá- farandi forseta næstu tvö árin. Þing INL fór nú fram í 87. sinn og var það haldið á Hotel Grand Pacific í Victoria. Tæplega 150 manns sóttu þingið og uppselt var í hátíðar- kvöldverðarveislu þingsins, en með lagni tókst að koma 220 manns fyrir í salnum. Fyrirkomulagið á framkvæmda- stjórn INL er þannig að gjaldkeri er kosinn sérstaklega og almenna regl- an er sú að öðrum embættum gegna menn í tvö ár, en færast síðan í næsta embætti fyrir ofan. Harley Jonasson hefði orðið varaforseti fyr- ir tveimur árum og þá væntanlega forseti nú en dró sig í hlé vegna anna í starfi og var Gary Oddleifson kjör- inn í hans stað 2004. Harley Jonas- son kom nú hins vegar aftur inn í framkvæmdastjórnina og var kjör- inn 2. varaforseti og Gerri McDon- ald frá Vancouver færðist upp í sæti varaforseta. Candice Murphy er gjaldkeri og Rosa Johnston fram- kvæmdastjóri. Íslendingafélagið Frón í Winnipeg sér um þingið að ári og verður það haldið dagana 27. til 29. apríl 2007. Gary Oddleifson nýr forseti Morgunblaðið/Steinþór Walter Sopher, frá- farandi forseti, og Garry Oddleifson, arftaki hans. Næsta þing verður í Winnipeg og þá kemur mikið til með að mæða á Evelyn Thorvaldson og Serena Goebel. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 41 ÚR VESTURHEIMI 13:00 Opnun hátíðarinnar Kristinn R. Þórisson, dósent, stjórnandi Gervigreindarseturs HR 13:20 Kristinn R. Þórisson, Gervigreindarsetri HR Björt framtíð gervigreindar fyrr og nú 13:35 Helga Waage, tæknistjóri, HEX Að vera eða ekki vera - vitvera 13:50 Halldór Fannar Guðjónsson, tæknistjóri, CCP Íslenskur sýndarveruleiki 14:05 Hlé 14:20 Hrafn Þorri Þórisson ásamt stjórn ISIR Stofnun ISIR og kynning á félaginu 14:35 Tónlistaratriði Frumflutningur verks nemenda Listaháskóla Íslands Frumflutningur gervigreindaróperu meðlima Gervigreindarseturs HR 15:05 Hátíðin færist yfir í gamla Morgunblaðshúsið 15:10 Sýning og veitingar Þátttakendur í bílskúrsgervigreind Básasýningar fyrirtækja og háskóla: CCP ISIR Tungutæknisetur HEX HAFMYND / GAVIA VDO Spurl Gervigreindarsetur HR IT-CONS Rannís 16:40 Verðlaunaafhending Bílskúrsgervigreindarkeppnin 17:10 Dagskrárlok Aðgangur ókeypis D A G S K R A OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 www.ru.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.