Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 41
sjón með skipulagningu verkefnis-
ins og voru ánægðir með hvernig til
tókst.
Ísland á listann
„Allir þessir atburðir mynduðu
eina skemmtilega heild og öllum
íbúum Victoria var ljóst að Ísland
var í „bænum“,“ segir Atli Ás-
mundsson. „Viðburðirnir vöktu
mikla athygli í fjölmiðlum og var Ís-
land áberandi í sjónvarpi, útvarpi
og blöðum. Í heild verður að segjast
að þessir atburðir tókust einstak-
lega vel og áttu margir hlut að
máli.“
Íslenskir réttir voru kynntir á
tveimur af helstu matstöðum Vict-
oria á hverju kvöldi alla vikuna og
stjórnaði Siggi Hall, matreiðslu-
meistari, matreiðslunni og útskýrði
fyrir viðstöddum hvað væri á borð-
um. Systkinin KK (Kristján Krist-
jánsson) og Ellen Kristjánsdóttir
skemmtu gestum með söng og
hljóðfæraleik og unnu hug og hjörtu
áheyrenda enda mátti heyra saum-
nál detta meðan á flutningnum stóð.
Þremenningarnir og Einar Gústavs-
son komu fram í beinum útsend-
ingum í sjónvarpi og meðal annars
voru sex íslensk innslög í einni
tveggja tíma dagskrá og fjögur inn-
slög í vinsælum hádegisþætti.
„Tilgangurinn með þessari kynn-
ingu var að koma okkur á framfæri
í fjölmiðlum og það tókst svo sann-
arlega vel,“ segir Einar Gústavsson.
„Það hefur sýnt sig að svona um-
fjöllum er miklu áhrifameiri og skil-
ur mun meira eftir sig en bein-
harðar auglýsingar og við megum
vel við una. Við erum að kynna Ís-
land sem áfangastað og kynningin
gerir það að verkum að Ísland lend-
ir á lista hjá mörgum. Það skiptir
ekki máli hvenær við fáum þetta
fólk til Íslands heldur er aðalatriðið
að fá það til landsins.“
Siggi Hall og Fred Bjarnason, matreiðslumeistari fylk-
isstjóra Bresku-Kólumbíu og formaður Íslendinga-
félagsins í Victoria, höfðu lítinn tíma til að slappa af.
Systkinin Ellen Kristjánsdóttir og KK unnu
hug og hjörtu áheyrenda í Victoria.
steinthor@mbl.is
GARY Oddleifson frá Winnipeg fékk
ekki mótframboð og var kjörinn for-
seti Þjóðræknisfélags Íslendinga í
Norður-Ameríku (INL) til næstu
tveggja ára í stað Walters Sopher
frá Winnipeg sem gegnir stöðu frá-
farandi forseta næstu tvö árin.
Þing INL fór nú fram í 87. sinn og
var það haldið á Hotel Grand Pacific
í Victoria. Tæplega 150 manns sóttu
þingið og uppselt var í hátíðar-
kvöldverðarveislu þingsins, en með
lagni tókst að koma 220 manns fyrir
í salnum.
Fyrirkomulagið á framkvæmda-
stjórn INL er þannig að gjaldkeri er
kosinn sérstaklega og almenna regl-
an er sú að öðrum embættum gegna
menn í tvö ár, en færast síðan í
næsta embætti fyrir ofan. Harley
Jonasson hefði orðið varaforseti fyr-
ir tveimur árum og þá væntanlega
forseti nú en dró sig í hlé vegna anna
í starfi og var Gary Oddleifson kjör-
inn í hans stað 2004. Harley Jonas-
son kom nú hins vegar aftur inn í
framkvæmdastjórnina og var kjör-
inn 2. varaforseti og Gerri McDon-
ald frá Vancouver færðist upp í sæti
varaforseta. Candice Murphy er
gjaldkeri og Rosa Johnston fram-
kvæmdastjóri.
Íslendingafélagið Frón í Winnipeg
sér um þingið að ári og verður það
haldið dagana 27. til 29. apríl 2007.
Gary Oddleifson nýr forseti
Morgunblaðið/Steinþór
Walter Sopher, frá-
farandi forseti, og
Garry Oddleifson,
arftaki hans.
Næsta þing verður í
Winnipeg og þá
kemur mikið til með
að mæða á Evelyn
Thorvaldson og
Serena Goebel.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 41
ÚR VESTURHEIMI
13:00 Opnun hátíðarinnar
Kristinn R. Þórisson, dósent,
stjórnandi Gervigreindarseturs HR
13:20 Kristinn R. Þórisson,
Gervigreindarsetri HR
Björt framtíð gervigreindar fyrr og nú
13:35 Helga Waage, tæknistjóri, HEX
Að vera eða ekki vera - vitvera
13:50 Halldór Fannar Guðjónsson,
tæknistjóri, CCP
Íslenskur sýndarveruleiki
14:05 Hlé
14:20 Hrafn Þorri Þórisson
ásamt stjórn ISIR
Stofnun ISIR og kynning á félaginu
14:35 Tónlistaratriði
Frumflutningur verks nemenda
Listaháskóla Íslands
Frumflutningur gervigreindaróperu
meðlima Gervigreindarseturs HR
15:05 Hátíðin færist yfir í gamla
Morgunblaðshúsið
15:10 Sýning og veitingar
Þátttakendur í bílskúrsgervigreind
Básasýningar fyrirtækja og háskóla:
CCP
ISIR
Tungutæknisetur
HEX
HAFMYND / GAVIA
VDO
Spurl
Gervigreindarsetur HR
IT-CONS
Rannís
16:40 Verðlaunaafhending
Bílskúrsgervigreindarkeppnin
17:10 Dagskrárlok
Aðgangur ókeypis
D
A
G
S
K
R
A
OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 599 6200 www.ru.is