Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Garður | „Báturinn hefur ótvírætt
söfnunargildi en það liggur enn
ekki fyrir hvort tekið verður við
honum,“ segir Ásgeir Hjálmarsson,
safnvörður Byggðasafnsins á Garð-
skaga. Safninu stendur til boða að
fá til varðveislu 40 tonna eikarbát,
Hólmstein GK 20, sem lengi var
gerður út frá Garðinum.
Hólmsteinn var smíðaður í Hafn-
arfirði og var í upphafi gerður út
þaðan en síðan frá Grindavík og hét
þá Hafdís GK 20. Hann var keypt-
ur til Hólmsteins hf. í Garði á árinu
1958 og var síðan gerður út þaðan.
Nesfiskur hf. í Garði keypti útgerð-
ina fyrir nokkrum árum og nú eru
ekki lengur not fyrir bátinn. Hann
liggur bundinn við bryggju í Sand-
gerði og bíður örlaga sinna.
Ásgeir segir að Hólmsteinn sé
líklega elsti bátur af þessum hefð-
bundnu vertíðarbátum sem sé á
floti. Honum hafi alla tíð verið vel
við haldið og sé í mjög góðu ásig-
komulagi.
Velta fyrir sér skipulagi
Í tengslum við bátinn var rekin
mikil fiskvinnsla í Garðinum sem
útgerðarmaðurinn Guðmundur Ei-
ríksson og síðar synir hans ráku.
Segir Ásgeir að mikil saga sé tengd
þessum báti og útgerð í Garðinum
sem mikilvægt sé að varðveita
minningar um. Ásgeir hefur sagt
frá því að fjórtán varir og lendingar
hafi verið fyrir bátana frá Lamba-
stöðum að Rafnkelsstöðum og þrjár
eða fjórar til viðbótar í Leirunni.
Allar gerðar með handafli.
Í Byggðasafninu á Garðskaga er
töluvert af sjóminjum og þar eru
nokkrir bátar varðveittir, bæði utan
dyra og innan. Nesfiskur hf. hefur
boðið safninu að fá Hólmstein til
varðveislu og áhugi er hjá byggða-
safnsnefnd fyrir því. Ásgeir segir
að bæjarstjórn þurfi að taka
ákvarðanir um slíka hluti og að
ýmsu sé að hyggja. Hann nefnir
fyrst að það kosti töluvert að flytja
bátinn að Garðskaga og koma hon-
um þar fyrir og síðan þurfi að
halda honum við. Telur Ásgeir
raunar að margir væru tilbúnir að
vinna við viðhaldið í sjálfboðavinnu
svo það ætti ekki að íþyngja safn-
Ekki er víst að Byggðasafnið á Garðskaga geti þegið boð
útgerðar Hólmsteins GK um að afhenda bátinn til varðveislu
Langar að bjóða gistingu í
lúkar bátsins á þurru landi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Safnvörður Ásgeir Hjálmarsson lítur eftir honum Hólmsteini í Sandgerð-
ishöfn. Segir að þar sé allt til fyrirmyndar enda bátnum vel við haldið.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
SUÐURNES
AKUREYRI
1. útdráttur 9. maí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
A
S
30
94
4
04
/2
00
6
Bílainnflytjandi
Vinningar
í hverri viku
Taktu þátt í glæsilegu happdrætti. Kauptu miða
í Happdrætti DAS og þú gætir orðið Hummer-
eigandi. Happdrætti DAS er í þágu aldraðra.
Hringdu núna 561 7757
Kíktu á neti› www.das.is
ÞORSTEINN Sævar Kristjánsson er þrettán
ára drengur á Akureyri, alveg að verða fjór-
tán; vill láta kalla sig Steina. Hann vann hetju-
dáð laugardagsmorguninn 15. apríl síðastlið-
inn þegar kviknaði í heima hjá honum á
miðhæðinni í þriggja hæða húsi, númer 18 við
Fjólugötu á Eyrinni, en vill sjálfur ekki gera of
mikið úr því. Móðir hans fullyrðir þó að hárrétt
viðbrögð Steina og snör hafi bjargað bæði
þeim mæðginum og fjórum íbúum á hæðinni
fyrir ofan og slökkviliðsmenn eru sama sinnis.
Segja má að sjaldan sé ein báran stök, því
bruninn var ekki eina áfallið þennan dag. Móð-
uramma Steina, Sólveig Hermannsdóttir,
hafði lengi verið veik og lést um kvöldið og var
jarðsungin síðastliðinn fimmtudag. Það var því
mikið lagt á ungan dreng og fjölskyldu hans
þennan örlagaríka dag.
Steini fermist núna í maí og í tilefni af því
hafði íbúðin að Fjólugötu 18 verið meira og
minna endurnýjuð skömmu fyrir brunann.
„Það er auðvitað neyðarlegt, en skiptir ekki
máli fyrst allir eru heilir á húfi. Við erum
tryggð, en auðvitað bætir ekkert persónulega
muni,“ segir móðir hans, Jóhanna María
Gunnarsdóttir, við Morgunblaðið.
Umræddan morgun vaknaði Steini við að
reykur læddist inn í herbergið hans, gegnt eld-
húsinu. Honum varð bilt við, kallaði upp yfir
sig og hljóp fram á gang til að gá hvaðan reyk-
urinn kæmi. Eldurinn varð einmitt laus í eld-
húsinu. „Ég man að reykurinn var þéttur og
sótsvartur,“ segir Steini.
Ofboðslega hreykin
„Ég var í herberginu við hliðina á eldhúsinu
en varð ekki vör við neitt fyrr en Steini kall-
aði,“ segir móðir hans.
Hún ætlaði að hringja í Neyðarlínuna úr
síma á ganginum en hann virkaði ekki. „Steini
skreið þá aftur inn í herbergið, undir reykinn,
náði í farsímann sinn og hringdi í 112.“
Steini segist alltaf láta símann sinn vekja
sig, og einmitt þegar hann skreið inn í her-
bergið sitt gaf síminn hljóðmerki vegna þessa;
Steini fann símann því á svipstundu, hringdi í
Neyðarlínuna og tilkynnti brunann.
„Hann kom svo skríðandi aftur fram úr her-
berginu og reif upp hurðina fram á gang. Opn-
aði hana þó ekki mikið; ég komst varla út,“
segir móðir hans. „Þegar við vorum um það bil
að komast fram á gang heyrðum við spreng-
ingu í eldhúsinu og eldtungur komu fram á
gang.“
Hártoppurinn á Jóhönnu sviðnaði sem og
önnur augabrúnin en henni varð ekki meint af.
„Seinna tók ég eftir því að brunagat var á boln-
um mínum en ég var ekki einu sinni með eina
brunablöðru.“
Þegar þau voru komin fram á gang hljóp Jó-
hanna upp á efstu hæðina til þess að vekja
íbúana þar. Enginn svaraði hins vegar, þannig
að hún taldi engan heima. Steini hljóp á sama
tíma niður og vakti íbúa á jarðhæðinni.
„Ég fékk engin viðbrögð á efstu hæðinni og
hljóp því niður og út og þá voru slökkviliðs-
mennirnir að koma. Mér fannst þeir ótrúlega
fljótir,“ segir Jóhanna.
Slökkviliðsmennirnir fóru rakleiðis upp á
efstu hæðina, þar sem karlmaður og þrjú ung
börn hans voru sofandi og þeim var bjargað út.
„Ég er alveg ofboðslega hreykin af drengn-
um mínum. Ég hef reyndar oft verið það, en
aldrei eins og núna,“ segir Jóhanna. „Mér
finnst enn ótrúlegt hvernig hann brást við. Ég
er yfirleitt ekki stressuð en er samt viss um að
ég hefði aldrei náð að bregðast svona við. Ég
er alveg sannfærð um að ef við hefðum verið
hálfri mínútu seinna á ferðinni hefðum við ekki
komist út. Það kom rosalegur eldur úr eldhús-
inu um leið og við fórum fram á gang.“
Steini segir: „Strax eftir að ég lokaði dyr-
unum var kominn mikill reykur fram á gang.
Hann kom undir hurðina og þess vegna vissi
ég að íbúðin var orðin alveg reykmettuð vegna
þess að reykurinn leitar upp. Ég hugsaði bara
um að ná í skóna mína frammi á gangi áður en
það yrði of seint. Ég hafði enga hugmynd um
að þetta væri svona tæpt. En ég veit að koltví-
sýringur, sem er efst í reyknum, er hættu-
legur,“ segir Steini til útskýringar á því hvers
vegna hann brást þannig við að skríða eftir
gólfinu.
En var hann aldrei hræddur? „Nei, ég hef
nefnilega heyrt um mörg tilvik þar sem
hræðslan getur orðið manni að falli og að betra
sé að taka þessu öllu með rósemi, þannig að ég
reyndi það eftir fremsta megni þó ég væri al-
veg skíthræddur.“
Jóhanna, Kristján maður hennar og Steini
búa nú í íbúð á Eyrinni, ekki langt frá Fjólu-
götunni. Móðurbróðir Jóhönnu á íbúðina og
þannig vildi til að hann fór í sjö vikna frí til
Spánar morguninn sem eldsvoðinn varð. „Við
eigum marga vini og okkur stóð margt til boða,
en það var einfalt að flytja hingað,“ segir Jó-
hanna.
Afinn varðstjóri í slökkviliðinu
Föðurafi Steina, Þorkell Eggertsson, var
einn fyrsti varðstjóri í Slökkviliði Akureyrar,
og gárungarnir segja að hann hafi átt þátt í
björguninni laugardaginn örlagaríka. Jóhanna
segir að svo virðist að minnsta kosti sem „ein-
hver“ hafi hjálpað til.
Fátt bjargaðist úr brunanum. Eitt af því fáa
var borðstofuborð sem tengdaforeldrar Jó-
hönnu (Þorkell og eiginkona hans) áttu og stól-
ar við. Svo og peningaveski Jóhönnu og Krist-
jáns, eiginmanns hennar, sem var farinn til
vinnu þegar eldurinn kviknaði. „Þegar ég
skoðaði eldhúsið eftir brunann sé ég græna
flyksu á gólfinu; þar voru leifar af flísjakka
sem ég átti. Hann var horfinn en vasinn úr
honum lá á gólfinu og þar var veskið mitt.
Veskið hans Kidda var á hillu innst í eldhúsinu,
í mesta hitanum, og það var handónýtt. Öll
kortin hans voru þó heil og líka fjórir fimm
þúsund króna seðlar sem í því voru. Þeir voru
pínulítið brunnir í hornunum en það var ekkert
mál að skipta þeim í banka,“ segir Jóhanna.
Sjálfsagt er að nefna að vinkonur Jóhönnu í
Kvennakór Akureyrar hafa stofnað reikning
til stuðnings fjölskyldunni. Númerið er 565-14-
606815. Kennitala: 050255-5445.
„Hef heyrt af því að hræðslan
geti orðið manni að falli“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is