Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 15
Street sem reiknaði með 4,9% hagvexti á fjórðunginum. Hins vegar er spáð að draga muni úr vextinum á næsta fjórðungi og hann vera í kringum 3%. Hægir á þegar líða tekur á árið Ben Bernanke, formaður stjórnar banda- ríska seðlabankans, sagði á fimmtudaginn sl. að útlit væri fyrir að hagkerfið myndi hægja á sér á komandi haustmánuðum, þegar draga færi úr hækkunum á húsnæð- ismarkaðinum. Vegna þessa gaf Bernanke til kynna að mögulega myndi seðlabankinn hætta að hækka stýrivexti, eins og hann hefur gert í hálft annað ár. HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum á ársgrund- velli mældist 4,8% á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er hæsta mæling í tvö ár og umtalsverð aukning frá fjórða ársfjórðungi 2005 þegar hagvöxturinn mældist 1,7%. Vöxturinn er aðallega dreginn áfram af aukinni eyðslu heimilanna, sem óx um 5,5% á fjórðungnum, samanborið við 0,9% vöxt undir lok síðasta árs. Innflutningur hélt áfram að vaxa hraðar en útflutningur, eða um 13% samanborði við 12,1% vöxt útflutningsins Aukning í útgjöldum ríkisins ýtti einnig undir hagvöxtinn, og aukning í fjárfestingum einka- geirans. Vöxturinn er í samræmi við spár Wall Hagvöxtur í Bandaríkjunum 4,8% Reuters Tölurnar kynntar George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kynnti nýju tölurnar um hag- vöxtinn í Rósagarði Hvíta hússins í gær. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Velkomin á Hellisheiði Vistvæn orkunýting við bæjardyrnar Sunnudaginn 30. apríl gefst þér kostur á að kynnast framkvæmdum á Hellisheiði, þar sem gufustrókar rísa til himins og stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar rís vestan við Kolviðarhól. Rútuferðir frá höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 kl. 13:30, 14:00 og 14:30 með leið- sögumönnum. Þeim sem koma á einkabílum er boðið að fara hring- ferð um svæðið með rútu. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni og ís fyrir börnin. Sjáumst! ÍSLE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - O RK 3 22 17 04 /2 00 6 „Varan kemur í lokuðum skipum, dælt í síló og síðan í flutningabílana, þannig að enginn sér hana fyrr en hún er komin í steypu á húsvegg,“ sagði Thomas og bætti við að gæðin kæmu síðan ekki í ljós fyrr en eftir 50 ár sem er einsdæmi með nokkra vöru. „Íslendingar eiga Evrópumet í sementsnotkun eða um tonn á hvern Íslending á móti 300–400 kg í öðrum Evrópulöndum,“ sagði Thomas að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson fnin ekkert sérstaklega stór. ATORKA Group hefur aukið hlut sinn í framleiðslufyrirtækinu Amiad Filtration System og á nú um 10,9% eignarhlut í fyrirtækinu. Í tilkynningu frá Atorku kemur fram að markaðverðmæti félagsins í Amiad Filtration System sé tæplega 800 milljónir íslenskra króna. Kaupin voru fjármögnuð með eigin fé Atorku. Amiad er skráð í Kauphöllinni í London. Í tilkynningu Atorku kemur fram að Amiad Filtration System framleiðir vatnshreinsibúnað og síur, annars vegar til iðnaðar og sveitarfé- laga og hins vegar til áveitugerðar. Þá segir að félagið sjái mikil tækifæri til að þróa vörur sínar inn á nýja mark- aði. Þar komi meðal annars til borun í sjó og hreinsun á vatnsúrgangi á skip- um. Auk þess sem auknar kröfur í umhverfismálum muni auka vöxtinn á núverandi og nýjum mörkuðum á næstu árum. Atorka eyk- ur hlut sinn í Amiad HJÁ Alcan-álfyrirtækinu er unnið að því að kanna hvernig hægt er að auka framleiðsluna í nokkrum ál- verum sam- steypunnar víða um heim, nú þegar ál- verð á heims- markaði hefur ekki verið hærra í 18 ár. Sérstaklega er litið til álvera í Kanada, Kamerún, Kína, Suður-Afríku og á Íslandi. Reuters- fréttastofan segir þetta hafa komið fram í máli Dick Evans, forstjóra fyrirtækisins, á ársfundi þess ný- lega. Í frétt Reuters er haft eftir Ev- ans að Alcan sé að kanna möguleika á aukinni framleiðslu í öllum þeim löndum sem að framan eru nefnd, og jafnframt í hverju þeirra sé fyrst hægt að auka framleiðsluna. Of snemmt sé að segja til um hver nið- urstaðan úr þeim athugunum verði. Alcan vill auka álfram- leiðsluna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.