Morgunblaðið - 29.04.2006, Síða 15
Street sem reiknaði með 4,9% hagvexti á
fjórðunginum. Hins vegar er spáð að draga
muni úr vextinum á næsta fjórðungi og
hann vera í kringum 3%.
Hægir á þegar líða tekur á árið
Ben Bernanke, formaður stjórnar banda-
ríska seðlabankans, sagði á fimmtudaginn
sl. að útlit væri fyrir að hagkerfið myndi
hægja á sér á komandi haustmánuðum,
þegar draga færi úr hækkunum á húsnæð-
ismarkaðinum. Vegna þessa gaf Bernanke
til kynna að mögulega myndi seðlabankinn
hætta að hækka stýrivexti, eins og hann
hefur gert í hálft annað ár.
HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum á ársgrund-
velli mældist 4,8% á fyrsta ársfjórðungi 2006.
Þetta er hæsta mæling í tvö ár og umtalsverð
aukning frá fjórða ársfjórðungi 2005 þegar
hagvöxturinn mældist 1,7%.
Vöxturinn er aðallega dreginn áfram af
aukinni eyðslu heimilanna, sem óx um 5,5% á
fjórðungnum, samanborið við 0,9% vöxt undir
lok síðasta árs. Innflutningur hélt áfram að
vaxa hraðar en útflutningur, eða um 13%
samanborði við 12,1% vöxt útflutningsins
Aukning í útgjöldum ríkisins ýtti einnig undir
hagvöxtinn, og aukning í fjárfestingum einka-
geirans.
Vöxturinn er í samræmi við spár Wall
Hagvöxtur í Bandaríkjunum 4,8%
Reuters
Tölurnar kynntar George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, kynnti nýju tölurnar um hag-
vöxtinn í Rósagarði Hvíta hússins í gær.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Velkomin á Hellisheiði
Vistvæn orkunýting
við bæjardyrnar
Sunnudaginn 30. apríl gefst þér kostur á að kynnast
framkvæmdum á Hellisheiði, þar sem gufustrókar rísa
til himins og stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar rís vestan
við Kolviðarhól.
Rútuferðir frá höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur
að Bæjarhálsi 1 kl. 13:30, 14:00 og 14:30 með leið-
sögumönnum.
Þeim sem koma á einkabílum er boðið að fara hring-
ferð um svæðið með rútu.
Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni og ís fyrir börnin.
Sjáumst! ÍSLE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
O
RK
3
22
17
04
/2
00
6
„Varan kemur í lokuðum skipum,
dælt í síló og síðan í flutningabílana,
þannig að enginn sér hana fyrr en
hún er komin í steypu á húsvegg,“
sagði Thomas og bætti við að gæðin
kæmu síðan ekki í ljós fyrr en eftir 50
ár sem er einsdæmi með nokkra
vöru.
„Íslendingar eiga Evrópumet í
sementsnotkun eða um tonn á hvern
Íslending á móti 300–400 kg í öðrum
Evrópulöndum,“ sagði Thomas að
lokum.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
fnin ekkert sérstaklega stór.
ATORKA Group hefur aukið hlut
sinn í framleiðslufyrirtækinu Amiad
Filtration System og á nú um 10,9%
eignarhlut í fyrirtækinu.
Í tilkynningu frá Atorku kemur
fram að markaðverðmæti félagsins í
Amiad Filtration System sé tæplega
800 milljónir íslenskra króna. Kaupin
voru fjármögnuð með eigin fé Atorku.
Amiad er skráð í Kauphöllinni í
London. Í tilkynningu Atorku kemur
fram að Amiad Filtration System
framleiðir vatnshreinsibúnað og síur,
annars vegar til iðnaðar og sveitarfé-
laga og hins vegar til áveitugerðar. Þá
segir að félagið sjái mikil tækifæri til
að þróa vörur sínar inn á nýja mark-
aði. Þar komi meðal annars til borun í
sjó og hreinsun á vatnsúrgangi á skip-
um. Auk þess sem auknar kröfur í
umhverfismálum muni auka vöxtinn á
núverandi og nýjum mörkuðum á
næstu árum.
Atorka eyk-
ur hlut sinn
í Amiad
HJÁ Alcan-álfyrirtækinu er unnið
að því að kanna hvernig hægt er að
auka framleiðsluna í nokkrum ál-
verum sam-
steypunnar
víða um heim,
nú þegar ál-
verð á heims-
markaði hefur
ekki verið
hærra í 18 ár. Sérstaklega er litið til
álvera í Kanada, Kamerún, Kína,
Suður-Afríku og á Íslandi. Reuters-
fréttastofan segir þetta hafa komið
fram í máli Dick Evans, forstjóra
fyrirtækisins, á ársfundi þess ný-
lega.
Í frétt Reuters er haft eftir Ev-
ans að Alcan sé að kanna möguleika
á aukinni framleiðslu í öllum þeim
löndum sem að framan eru nefnd,
og jafnframt í hverju þeirra sé fyrst
hægt að auka framleiðsluna. Of
snemmt sé að segja til um hver nið-
urstaðan úr þeim athugunum verði.
Alcan
vill auka
álfram-
leiðsluna