Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hringdu núna 561 7757
Kíktu á neti› www.das.is
+ 5 milljónir
í skottinu á tvöfaldan miða
6 Hummer H3
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
A
S
30
94
4
04
/2
00
6
Bílainnflytjandi
1. útdráttur 9. maí
Varsjá. AFP, AP. | Íbúar átta ríkja í Austur-Evr-
ópu sjá ný sóknarfæri á atvinnumörkuðum eldri
aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB), nú
þegar gildistími takmarkana á atvinnuréttind-
um þjóðanna á Spáni, Portúgal og Finnlandi
rennur út á mánudaginn.
Þá tilkynnti framkvæmdastjórn ESB í gær að
meirihluti eldri aðildarríkja sambandsins hefði
ákveðið að slaka á takmörkunum á straumi
vinnuafls frá Austur-Evrópuþjóðunum átta, en
ekki voru settar slíkar takmarkanir á Miðjarð-
arhafsþjóðirnar tvær, sem einnig gengu í sam-
bandið 1. maí 2004, Kýpur og Möltu.
Dæmi um straum vinnuafls frá Austur-Evr-
ópu til annarra ríkja á síðustu árum er, að um
ein milljón Pólverja starfar nú víðsvegar um álf-
una. Meðal þeirra eru fjölmargir sem starfa
ólöglega í löndum á borð við Þýskaland, sem
hafa ekki veitt íbúum hinna nýju aðildarríkja
full atvinnuréttindi.
Yfirvöld á Spáni, Portúgal og Finnlandi nýttu
sér rétt til frests á opnun landamæra sinna fyrir
vinnuafli frá Austur-Evrópuþjóðunum. Yfirvöld
á Írlandi, Svíþjóð og Bretland opnuðu þau hins
vegar fyrir þessu þjóðum þegar við síðustu
stækkun ESB.
Búist við að Danir framlengi frestinn
Aðildarríki ESB eru nú 25 og tilkynnti fram-
kvæmdastjórn sambandsins í gær að yfirvöld í
Belgíu, Frakklandi, Ítalíu og Lúxemborg hefðu
ákveðið að slaka á takmörkunum á flæði vinnu-
afls frá ríkjunum átta.
Yfirvöld í Danmörku og Grikklandi hafa enn
ekki tilkynnt hvort þau hyggist gera breytingar
á takmörkunum, þótt búist sé við að danska
stjórnin muni framlengja þær. Þá hafa hollensk
yfirvöld ákveðið að fresta ákvörðun um málið
þar til í lok ársins.
Hins vegar er reiknað með að þjóðirnar tvær
sem þá eru eftir í hópi 15 eldri aðildarríkja ESB,
Austurríki og Þýskaland, muni halda slíkum
takmörkunum áfram.
Mikið er deilt um hvort straumur vinnuafls í
Evrópu hafi leitt til ótryggara atvinnuástands
og lægri launa í eldri aðildarríkjum ESB, en
framkvæmdastjórnin telur að reynslan í Sví-
þjóð, Bretlandi og Írlandi bendi til að svo sé
ekki.
Fyrir utan verulegt atvinnuleysi heima fyrir
er sterk staða pundsins, ódýr flugfargjöld og
góð enskukunnátta talin ýta undir flutning Pól-
verja til Bretlandseyja í atvinnuleit. Hafa
308.000 Pólverjar flust til þessara ríkja og Sví-
þjóðar frá síðustu stækkun ESB.
Aðspurður um þessa þróun segir Krzysztof
Bobinski, greiningaraðili hjá samtökum sem eru
hlynnt Evrópusamstarfi, að hún muni ekki gera
Póllandi gagn þegar fram í sækir, vegna þess að
ötulasta fólkið hverfi úr samfélaginu.
Skorturinn á vinnuafli í
Póllandi alvarlegt vandamál
Ummæli Bobinskis tengjast hinni hliðinni á
frjálsu flæði vinnuafls í Evrópu. Í því samhengi
hafa margir atvinnurekendur í hinum nýju að-
ildarríkjum ESB kvartað undan því að þá skorti
starfsfólk og að ekki sé lengur hægt að reka
fólk, sem að öllu jöfnu myndi ekki halda starfi
sínu.
Fólksstraumur
frá A-Evrópu?
Flæði vinnuafls innan ESB verður að mestu
frjálst frá og með mánudeginum
AP
Farþegar bíða í röð á flugvellinum í Varsjá, Póllandi, eftir flugi til Liverpool, Englandi, í gær.
Talið er að um ein milljón Pólverja starfi nú í öðrum ríkjum Evrópu við hin ýmsu störf.
EFTIR tveggja áratuga pólitískar
deilur hefur sænska þingið nú sam-
þykkt að leyfa, að sprautufíklum
verði séð fyrir hreinum sprautum af
hinu opinbera. Hverri héraðsstjórn
(landsting) verður í sjálfsvald sett
hvort þær standi fyrir sprautudreif-
ingu, að því er fram kemur í Göte-
borgs-Posten.
Árið 1986 var sett á fót tilrauna-
verkefni í Malmö og Lundi þar sem
sprautufíklum var séð fyrir hreinum
sprautum í þeim tilgangi að koma í
veg fyrir útbreiðslu HIV-veirunnar.
Verkefninu hefur verið haldið áfram
ár eftir ár á meðan stjórnmálamenn
hafa deilt um hvort réttlætanlegt sé
að ríkið standi fyrir slíku.
Ráðherra lýðheilsumála, Morgan
Johansson, sagði að tími væri til
kominn að binda í lög starfsemi sem
stunduð hefði verið í tuttugu ár.
Hann vísaði í tölfræði sem sýnir að
engir HIV-smitaðir sprautufíklar
hafi greinst í Malmö og Lundi í mörg
ár en í Stokkhólmi voru þeir 14 á síð-
asta ári og 13 árið 2004.
Talsmaður Hægriflokksins, Cec-
ilia Magnusson, staðhæfði hins veg-
ar að enginn vissi hvort sprautu-
dreifing hefði áhrif. Hægriflokk-
urinn og Kristilegir demókratar
voru á móti lagasetningunni og að
þeirra mati fer ekki saman að ýta
undir starfsemi sem auðveldi notkun
ólöglegra fíkniefna.
Fíklarnir fá sprautur
Eftir Steingerði Ólafsdóttur
steingerdur@telia.com
FRAM kemur í ársskýrslu banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, að Írak
sé ekki orðið að griðastað hryðju-
verkamanna en ýmsir hópar þeirra
telji að landið geti orðið það. Þar er
jafnframt sagt að Íran sé orðið það
ríki sem ýti mest undir hryðjuverk í
heiminum.
Í skýrslunni segir, að hryðju-
verkahópar í lauslegum tengslum við
al-Qaeda séu nú mesta ógnin við
Bandaríkin og allan heim, jafnvel
hættulegri en al-Qaeda-samtökin
sjálf. Er ástæðan sú, að þeir eru
smærri og sjálfstæðari og því erfitt
að hafa uppi á þeim.
„Árásum þessara smáhópa fjölgar
stöðugt og þær verða æ alvarlegri,“
sagði embættismaðurinn, sem ekki
vildi geta nafns síns vegna þess, að
skýrslan hafði ekki verið birt opin-
berlega.
Nefndi hann sem dæmi um þetta
árásirnar í London, en þar voru að
verki menn sem höfðu engin formleg
tengsl við al-Qaeda. Sagði hann, að
þótt hin eiginlegu al-Qaeda-samtök
væru lömuð að sumu leyti og for-
ystumenn þeirra hundeltir, þá væru
vísbendingar um, að þau væru að
skipuleggja mikið hryðjuverk í
Bandaríkjunum.
Fram kemur í skýrslunni, að í
Írak sé nú fremsta víglínan í barátt-
unni gegn hryðjuverkum, en jafn-
framt að innrásin og herseta Banda-
ríkjamanna þar séu orðin vatn á
myllu öfgamanna í ríkjum múslíma.
Smáhópar hættu-
legri en al-Qaeda
Panamaborg. AFP. | Stjórnvöld í Pan-
ama hafa í hyggju að stækka Pan-
amaskurðinn til að gera nýjum risa-
flutningaskipum kleift að sigla um
hann.
Gert er ráð fyrir því að fram-
kvæmdirnar taki allt að átta ár
verði áformin samþykkt á þingi
landsins. Búist er við að málið verði
einnig borið undir þjóðaratkvæði
fyrir lok ársins.
Stjórnvöld í Panama gera ráð
fyrir því að framkvæmdirnar kosti
sem samsvarar 400 milljörðum
króna. Nokkrir sérfræðingar hafa
þó spáð því að heildarkostnaðurinn
verði um 600 milljarðar króna.
Stjórnin segir að nauðsynlegt sé
að stækka skipaskurðinn til að ný
flutningaskip, sem geta flutt allt að
10.000 gáma, geti notað hann. Skip
sem flytja meira en 4.000 gáma
geta ekki siglt um skipaskurðinn
eins og hann er nú.
Stjórnin segir að markmiðið sé
að gera Panama að miðstöð heims-
viðskipta og vöruflutninga.
Ætla að stækka Panamaskurðinn
$
&'(!')*+
),*(-!*.-*/(
0#123
- $% 2.# 4 5 4 1 % %
7 #
M . .N.* 0 0 %% 1 )A 0
%% "0 " ) . 1 0 2$ ; "% 1 0 . . %" #N 0
0 ". 0 % 0 , /
"%% " % 0 %/ "%%
%
& #
'
879 %
-67
/ 6 : : 8*(;<('-6
-*/*
.'=(<
8*/>';?-*/*
/ 6
7
;72
$ 2 -
&
.
B1 0% 1 D
B.0
# 0A.D
O. 0 %% . . *
A . %.
!" ! #
/ 6 8 7 6
(
/
.728 7
8 7
/ 6 24
@% ; <% ."% 0 "
. A 76
7 7 .0 A #10
1 . ""
4 0
4P/
$
- 0
/
%
0
)
* +
.
)
8
8 7#B #5 7724 7
7 1 '
B7