Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 43
MINNINGAR
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Ég þakka þér elsku Númi minn
fyrir öll árin sem við áttum saman, þú
varst alltaf svo skilningsríkur og góð-
ur.
Ég veit að það hefur verið tekið vel
á móti þér.
Guð geymi þig.
Þín elskandi eiginkona,
Ásta Sigrún.
Elsku hjartans afi minn. Með sökn-
uð í hjarta kveð ég þig. Nú hefur þú
fengið friðinn eftir erfið og löng veik-
indi. Þú valdir fallegan og bjartan
dag fyrir svefninn langa. Þú sofnaðir
inn í sumarið og trúi ég því að hjá þér
sé eilíft sumar.
Loksins ertu kominn til mömmu
þinnar og pabba, sem þú misstir ung-
ur. Og veit ég að þau hafa tekið vel á
móti þér.
Margar minningarnar streyma um
hugann þessa dagana. Ég var svo
heppin að kynnast þér vel og vera
mikið í kringum þig. Þú varst ynd-
islegur afi, hlýr, hjartagóður,
skemmtilegur, hugulsamur og hjálp-
samur.
Það er margt sem þú skilur eftir
þig, fullan fjársjóðskistil af minning-
um, yndislegum minningum sem ylja
hjartarætur á erfiðum sem og góðum
tímum.
Elsku afi minn, ég vil þakka þér
fyrir að hafa fengið að kynnast þér og
vera þér svona náin eins og ég var.
Mig langar að kveðja þig með þessu
ljóði sem ég samdi til þín:
Hlý hafgolan leikur
um hárið þitt fagra
um leið og þú gengur
framhjá blómagarðinum.
Blómagarðinum sem eitt sinn var auðnin.
Auðnin sem þú tókst að þér
og sáðir þínum fræjum.
Fræjum sem dafna og blómstra fallegum,
litríkum blómum.
Þú gengur framhjá,
hverfur í hafið,
um leið og þú horfir á mig,
með tindrandi bláu augunum þínum,
sem hafa hreiðrað um sig á himninum
og vaka yfir okkur að kvöldlagi.
Takk, elsku afi minn, fyrir allt. Við
verðum hérna og pössum hana ömmu
fyrir þig. Þetta er erfitt fyrir hana en
hún er svo dugleg og sterk. Elsku
amma, guð veri með þér og veiti þér
styrk í þessari raun.
Þín
Sigrún Ósk.
NÚMI ÓLAFSSON
FJELDSTED
✝ Númi ÓlafssonFjeldsted fædd-
ist í Reykjavík 16.
febrúar 1933. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi að morgni
20. apríl. Útför hans
verður gerð frá
Stykkishólmskirkju
í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
„Hverra manna ert
þú, góði minn? Hvað
heita foreldrar þínir?
Ertu Vesturbæingur
eða hvaðan ert þú?“
Þegar ég kynntist
Núma tengdaföður
mínum var ég spurður
í þessa veru. Það var
auðvelt að kynnast
honum, hann gekk
hreint til verks og
spurði beint út. Feimni
var ekki til í hans orða-
bók. Til marks um það
er að þegar hann fór í
gönguferð með barnabörnunum og
mætti fólki á förnum vegi, spurði
hann um ættir þess en börnin blóð-
roðnuðu og hneyksluðust á afa sínum
fyrir þessa framhleypni. Núma var
léttleiki í blóð borinn, hann var mikill
húmoristi, stríðinn og svolítill prakk-
ari í honum. Númi sagði alltaf að
hann væri Vesturbæingur og KR-
ingur. Einnig æfði hann hnefaleika.
Stundvísi var honum í blóð borin,
vissi ekki verri löst á nokkrum manni
en að mæta of seint. Ef átti að mæta
klukkan átta þá var hann hálfátta.
Þegar þau hjónin komu í sveitina kom
hann aldrei tómhentur. Hann varð
alltaf að gefa börnunum eitthvað þeg-
ar hann kom og skildi engan útundan.
Ég man eftir einu skipti, þá var eitt
auka barn hérna sem hann vissi ekki
um og hann varð alveg eyðilagður og
var ekki í rónni fyrr en búið var að
bæta úr því. Hann ólst ekki upp við
ríkidæmi en það sem honum var gef-
ið, gladdi lítið barnshjarta. Þess
vegna gladdi það hann mikið að sjá
gleði barnanna þegar hann kom og
ekki þótti honum verra að fá einn
koss, því hann benti alltaf með fingri
á kinnina og sagði: „Fæ ég koss?“og
brosti blítt.
Núma var margt til lista lagt. Þeg-
ar hann varð að hætta vinnu, fór hann
á útskurðarnámskeið og hann hefði
náð langt, ef hann hefði fundið sig í
því, það má sjá á þeim munum sem
hann gerði. Að missa vinnuna var oft
erfitt.
Það sem ég minnist helst í fari
Núma er hvað hann var léttur á sér
og stundum um of. Þegar hann kom á
sumrin þá var það alltaf hans fyrsta
verk að fá eitthvað að gera. Það var
gripið í málningu því hann var lista-
góður málari enda lærði hann að
mála. Hann brá sér upp á þak en var
heldur fljótfær og húrraði niður en
var fljótur upp aftur. Hann var mjög
vandvirkur við það sem hann gerði.
Ég man hvað þú varðst leiður þegar
þú ætlaðir að mála gluggana í íbúð-
inni ykkar og þú fannst að þú gast
ekki skorið því þú varst svo skjálf-
hentur og þú hættir við það, en svona
varst þú, ef þú gast ekki gert það al-
mennilega, þá var betra að sleppa því.
Það var líka gott að eiga Núma að,
því ef okkur í sveitinni vantaði eitt-
hvað, þá var alltaf hringt í hann og
stóð ekki á að redda því, helst áður en
búið var að bera upp erindið. Svona
var Númi, bónþægur og tilbúinn að
gera allt fyrir mann.
Að lokum, Númi minn, vil ég þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur og börnin. Ég veit að þú varst
sáttur við allt. Þú vissir að þín tíma-
klukka var búin, það var svo auðvelt
að tala um dauðann við þig, það var
mikill munur. En þú varst ekki einn,
þú hafðir Ástu þína hjá þér. Hún sat
hjá þér á hverjum degi og hélt í hönd
þína þegar þú kvaddir þennan heim.
Farðu í friði, Númi minn, og takk
fyrir allt og allt. Elsku Ásta mín, ég
votta þér mína dýpstu samúð. Megi
góður guð vera með þér.
Ingólfur Benediktsson.
Sumardagurinn fyrsti rann upp
bjartur og fagur, en þegar leið á dag-
inn fékk ég þá fregn að Númi vinur
minn hefði látist um morguninn. Ekki
kom það þó á óvart því hann hafði
barist við illvígan sjúkdóm um nokk-
urt skeið. Númi tók veikindum sínum
með miklu æðruleysi.
Vegir okkar Núma lágu saman
gegnum Frímúrararegluna. Hann
var fljótur að kynnast fólki og fögn-
uðu bræður honum alltaf innilega
enda var hann hjartahlýr og átti auð-
velt með að slá á létta strengi. Númi
var mikill tónlistarunnandi og hafði
fallega söngrödd og hefði trúlega náð
langt á því sviði hefði hann beitt sér
fyrir því og voru helstu tenórhetjur
sögunnar í miklu uppáhaldi. Hann
var mjög duglegur að rækta vinátt-
una og hafa samband og er ég honum
þakklátur fyrir það.
Númi var trúaður maður og bar
virðingu fyrir hinum æðsta höfuð-
smið himins og jarðar. „Í upphafi var
Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið
var Guð; það var í upphafi hjá Guði.
Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og
án þess varð ekkert til, sem til er orð-
ið. Í því var líf, og lífið var ljós mann-
anna; og ljósið skín í myrkrinu, og
myrkrið hefur ekki tekið á móti því.“
Svona hefst Jóhannesarguðspjall, en
Númi hafði miklar mætur á því.
Ó, dauði, taktu vel á móti vini mínum,
sem vitjað hefur á þinn fund.
Oft bar hann þrá til þín í huga sínum
og þú gafst honum traust á banastund.
Nú leggur hann það allt, sem var hans auður,
sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér.
Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður,
sem einskis hér á jörðu væntir sér.
(T.G.)
Ég votta Ástu og öðrum aðstand-
endum samúð mína og bið þeim Guðs
blessunar.
Hannes.
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA HANNESDÓTTIR,
Hæðargarði 33,
Reykjavík,
lést á öldrunarlækningadeild Landspítala, Landa-
koti, miðvikudaginn 19. apríl sl. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hennar.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á að láta líknarstofn-
anir njóta þess.
Hrund Jóhannsdóttir, Gunnar Jónsson,
Hanna Birna Jóhannsdóttir, Árni Óli Ólafsson,
Rannveig Auður Jóhannsdóttir,
Sigurður Rafn Jóhannsson, Margrét Runólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
KRISTJÁN JÓNSSON
frá Hlíðargerði
lést á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík fimmtu-
daginn 13. apríl.
Jarðsett hefur verið í kyrrþey að ósk hins látna.
Aðstandendur.
Okkar ástkæra
HREFNA MAGNÚSDÓTTIR,
Fannborg 8,
áður Melgerði 16,
Kópavogi,
er látin.
Rögnvaldur Ólafsson, Sigríður Júlíusdóttir,
Lára Ingibjörg Ólafsdóttir,
Fríður Ólafsdóttir,
Sigrún Ólafsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Þórður Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda-
faðir,
JÓN ÓLAFSSON,
Prestastíg 8, Reykjavík,
áður Mávabraut 12a, Keflavík
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 28. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Erna Ósk Guðmundsdóttir
Guðmundur Þór Jónsson, Guðrún Baldursdóttir,
Hjörtfríður Jónsdóttir, Magnús Andri Hjaltason,
Brynja Jónsdóttir, Sigurbjörn Elíasson,
Ólafur Örn Jónsson, Þóranna Ólafsdóttir,
Andrea Dögg Björnsdóttir, Þórólfur Gíslason.
ÓLAFUR SIGURGEIRSSON
hæstaréttarlögmaður,
er látinn.
Útför auglýst síðar.
Aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
INGUNN HELGADÓTTIR,
til heimilis á hjúkrunarheimilinu Eir,
(áður Kambsvegi 4),
lést aðfaranótt föstudagsins 28. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Helga Einarsdóttir, Marteinn Jakobsson,
Halldór Einarsson, Brigitte Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.