Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 39
UMRÆÐAN
MEÐ djarfri og skýrri framtíðar-
sýn hefur B-listanum í Reykjavík
tekist að gera framtíð innanlands-
flugsins að máli sem verður auðvelt
að taka afstöðu til í komandi borg-
arstjórnarkosningum. Þetta höfum
við gert með skýrri stefnu um flug-
völl á Lönguskerjum og útfært með
fullkominni tölvu-
grafík sem sýnir vel
hvernig göng undir
Öskjuhlíð og flug-
völlur á Lönguskerj-
um vinna saman.
Þar er sýnt með
myndrænum hætti
hvernig efni sem til fellur við
gangagerðina er notað til landfyll-
ingar á grynningunum rétt við
gangamunnann. Með því að vinna
þessi tvö stóru verkefni saman næst
veruleg hagræðing þar sem stór
kostnaðarliður gangagerðar er að
losa jarðefni og í landfyllingu er
stór kostnaðarliður að sækja jarð-
efni.
Ekki Vatnsmýri og
ekki Keflavík
Önnur framboð í Reykjavík eru
annaðhvort á annarri skoðun en
Framsóknarflokkurinn eða þá ekki
ennþá búin að mynda sér skoðun.
Þeir flokkar sem eru með mótaða
stefnu í flugvallarmálinu eru Vinstri
grænir sem vilja flugvöll á Hólms-
heiði, F-listinn sem vill engar breyt-
ingar og B-listinn sem leggur til
flugvöll á Lönguskerjum. D-listi og
S-listi hafa ekki ennþá myndað sér
skoðun um hvar flugvöllurinn eigi
að vera en báðir eru þeirrar skoð-
unar að hann eigi ekki að vera í
Vatnsmýri og ekki í Keflavík. Það
sem er skýrt, er að meirihluti þeirra
sem sitja í borgarstjórn í dag vilja
að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýr-
inni en eigi ekki að fara til Keflavík-
ur. Þá eru tveir kostir eftir. Annar
er Flugvöllur á Lönguskerjum og
hinn er flugvöllur á Hólmsheiði. Það
eru í raun þeir valkostir sem uppi
eru ef allir eru sjálfum sér sam-
kvæmir.
Það sem er athygliverðast í þess-
ari stöðu er að þeir flokkar sem
mælast stærstir samkvæmt skoð-
anakönnunum geta ekki myndað sér
skoðun í deilumáli sem skipt hefur
borgarbúum í tvær jafnstórar fylk-
ingar í áratugi. Það hlýtur að vera
krafa kjósenda að Samfylkingin og
Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram
skýra stefnu í flugvallarmálinu eins
og aðrir flokkar sem bjóða fram
krafta sína í borgarstjórn Reykja-
víkur. Eins og fram hefur komið eru
kostirnir aðeins tveir. Löngusker og
Hólmsheiði. Stígið nú fram, Dagur
og Vilhjálmur og segið borgarbúum
hvar þið sjáið að flugvöllurinn verði.
Á meðan ykkar afstaða liggur ekki
fyrir, eru ykkar flokkar ekki val-
kostur í þessum kosningum.
Stígið fram,
Dagur og Vilhjálmur
Eftir Óskar Bergsson
Höfundur er rekstrarfræðingur og
húsasmíðameistari og skipar 2.
sætið á B-listanum í Reykjavík.
KOSNINGARNAR í vor munu
snúast um fjölmargt. Eitt af því er
stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar
sem margir kjósendur eru nú
orðnir andvígir. Vinstri græn
bjóða nú fram V-lista víða um land,
en flokkurinn hefur
tekið hvað ein-
arðasta afstöðu
gegn þeirri stór-
iðjustefnu sem
ríkisstjórnin hefur
rekið.
Á sínum tíma
voru Vinstri græn
eina stjórnmálaaflið sem treysti
sér að taka einarða afstöðu gegn
Kárahnjúkavirkjun þó að einstaka
stjórnmálamenn úr öðrum flokkum
gerðu það sem betur fer líka. Og
enn eru Vinstri græn þau einu sem
hafa skýra afstöðu gegn þessari
stefnu.
Málið snýst um mengun
Það merkir vitaskuld ekki að
Vinstri græn séu alltaf á móti allri
stóriðju eða öllum virkjunum. Það
merkir fyrst og fremst að Vinstri
græn eru ekki tilbúin að styðja
stóriðju sem veruleg mengun
fylgir, sérstaklega þegar varla er
lyft litlafingri til að draga úr ann-
arri mengun eða öðrum útblæstri
gróðurhúsalofttegunda. Við erum
ekki tilbúin til að styðja stórfelldar
landslagsbreytingar í þágu nýrra
virkjana, einkum og sér í lagi þeg-
ar haft er í huga að við erum rík
þjóð og getum vel þrifist án þess-
ara virkjana.
Stundum eru fórnirnar
bara of miklar
Við höfum nú í mörg ár bent á
mótrökin, á ruðningsáhrifin sem
virkjanirnar hafa, á þá úreltu efna-
hagsstefnu að stjórnmálamenn
mæti með jólagjafir á svæði sem
þeir hafa annars látið sér í léttu
rúmi liggja þó að missi kvóta og
verði fyrir öðrum efnahagslegum
skakkaföllum. Við höfum bent á að
með sömu fjármunum og opinberir
aðilar hafa eytt í þessa virkjun
væri hægt að gera margt fyrir at-
vinnulíf á landsbyggðinni, með því
að treysta fólkinu sjálfu og hugviti
þess.
Heilindi skipta máli
Það er mín skoðun að almenn-
ingur treysti Vinstri grænum best
í umhverfismálum. Okkar verkefni
er því að sannfæra fólk um að gera
umhverfismálin að höfuðatriði í
vor. Við viljum að fólk kjósi um
umhverfismál og velti því vandlega
fyrir sér hverjum það getur treyst.
Það er greinilegt að nú er vind-
áttin að breytast. Fólk um allt land
les Draumaland Andra Snæs og
það hefur áhrif á hugsunarháttinn.
Um leið sjá margir að mörg rök
Vinstri grænna fyrir þremur, fjór-
um eða fimm árum áttu rétt á sér
þó að þau væru ekki vinsæl þá. En
Vinstri græn tóku sína afstöðu þó
að hún væri óvinsæl. Og hún mun
ekki heldur snúast með nýrri vind-
átt.
Nú biðla allir frambjóðendur til
kjósenda með að veita sér stuðning
og málflutningur þeirra er liður í
því. Þess vegna ætla ég ekki að
segja að atkvæði greitt Vinstri
grænum sé ekki aðeins besta leiðin
heldur eina leiðin til að taka skýra
afstöðu gegn núverandi stór-
iðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Í
staðinn bið ég kjósendur að hugsa
sjálfa: Hvernig get ég varið at-
kvæði mínu þannig að snúið verði
af braut þessarar stefnu? Hvernig
get ég tryggt að atkvæði mitt verði
ekki túlkað þessari stefnu í vil?
Mér finnst ég geta svarað þessu
fyrir sjálfa mig en það er hvers og
eins að svara fyrir sig.
Fær stóriðjustefnan
kjaftshögg í maí?
Eftir Svandísi Svavarsdóttur
Höfundur skipar 1. sæti
Vinstri grænna í Reykjavík.
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður
formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les-
endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar
BORGARYFIRVÖLD bera mikla ábyrgð á þróun
Reykjavíkurborgar; hvar er byggt, hversu mikið er
byggt og hvernig ný hverfi tengjast heildarskipulagi
borgarinnar. Skipulag og hönnun um-
ferðarmannvirkja þurfa alltaf að taka
mið af byggð og fjölda íbúa í hverfum
borgarinnar. Núverandi meirihluti í
borgarstjórn hefur lagt áherslu á þétt-
ingu byggðar og þá eru þau fyrst og
fremst að tala um þéttingu byggðar í
nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar.
Nú er byrjað að úthluta lóðum í nýjasta
hverfinu, við Úlfarsfell, en þar er gert ráð fyrir allt að
20 þúsund manna byggð. Áætlanir gera ráð fyrir að 14
þúsund bílar tilheyri þessu hverfi og þá spyrja sig marg-
ir, hvert á að hleypa þessari umferð? Eins og staðan er í
dag þyrftu íbúar við Úlfarsfell að nýta sér Ártúnsbrekk-
una ef þeir væru að fara í vesturátt.
Ártúnsbrekkan og Hallsvegur
Ártúnsbrekkan er hönnuð fyrir 80 þúsund bíla á sólar-
hring en umferðarþungi þar í dag telur um 83 þúsund
bíla. Engir breikkunarmöguleikar eru fyrir hendi í Ár-
túnsbrekkunni. Til að leysa þessi mál þá eru hugmyndir
meirihlutans í borgarstjórn að byggja upp Hallsveg sem
tengist Úlfarsfellshverfi og inn á Sundabraut. Það þýðir
að Folda-, Húsa- og Hamrahverfi væru skorin frá öðrum
hverfum innan Grafarvogs. Þessi umferðaræð væri
„Miklabraut“ í gegnum Grafarvog með tilheyrandi
slysahættu og hljóð- og lofmengun inn í íbúðahverfum.
Þessa útfærslu munu Grafarvogsbúar aldrei samþykkja.
Sundabraut
Eitt allra brýnasta verkefni í samgöngumálum í Reykja-
vík er lagning Sundabrautar og þá með tvær akreinar í
hvora átt, alla leið. Það kom eins og köld vatnsgusa
framan í fólk þegar borgarstjóraefni Samfylkingar-
innar tilkynnti hugmyndir um Sundabraut með einni ak-
rein í hvora átt. Það sjá allir að slík framkvæmd væri af-
ar óhagkvæm með tilliti til arðsemi og slysahættu og
maður tali nú ekki um það umferðaröngþveiti sem strax
myndi myndast á brautinni. Á fundi í Grafarvogi kynnti
borgarstjóraefni Samfylkingarinnar að þessi útfærsla á
Sundabraut myndi koma til móts við þarfir Grafarvogs-
búa. Sem íbúi í Grafarvogi í fimmtán ár þá er ekki með
nokkru móti hægt að skilja þessa fullyrðingu. Þarfir
Grafarvogsbúa eru nákvæmlega þær að Sundabraut
verði lögð með tvær akreinar í hvora átt og að teng-
ingar við hverfi Grafarvogs væru þannig að þær þjóni
íbúum þess.
Sundabraut yrði ein mikilvægasta samgönguæð íbúa í
Grafarvogi, Mosfellsbæ og landsbyggðarinnar að mið-
og vestari hluta Reykjavíkur. Sú hugmynd að Sunda-
braut verði eins og hver önnur borgargata er algjörlega
fráleit.
Íbúar í austurhluta Reykjavíkur, hugsið ykkur tvisvar
um þegar þig gangið til kosninga í vor. Viljið þið breytt-
ar áherslur í skipulagi umferðarmannvirkja? Frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar nú í vor
munu láta hagsmuni hverfa í austurhluta Reykjavíkur
sig varða.
Skipulag umferðarmannvirkja
í austurhluta Reykjavíkur
Eftir Stefaníu Katrínu Karlsdóttur
Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins.
ÁLFANESHREYFINGIN vill
treysta búsetu aldraðra á eigin
heimili. Við ætlum að ná þessu fram
með nokkrum aðgerðum sem eru
að:
Félags- og heimaþjónusta
verði bætt m.a. með tíðari
heimsóknum. Þjónustunni
verði búin aðstaða í fjölnota
húsi á miðsvæðinu sem líka
hýsir heilsugæslu.
Aðstoð við aldr-
aða til að gera
breytingar á hús-
næði sínu, svo
sem aðgengi,
böðum, koma upp
bjöllukerfi, hand-
riðum o.fl.
Aðstoð við garðahirðu, viðhald
eigna og snjómokstur.
Sem valkost viljum við bjóða að
aldraðir geta keypt smáhýsi á mið-
svæðinu. Til að tryggja þetta mun
bæjarfélagið sjálft eða í samstarfi
við aðra byggja 20–40 öryggis-
íbúðir. Eins viljum við gera ráð
fyrir hjúkrunarheimili.
Uppbygging taki mið
af þörfum heimafólks
Ég vil þá rekja aðeins aðdrag-
anda að Eirar-samningunum.
Bæjarfulltrúar Álftaneshreyfing-
arinnar fluttu tillögur um þjónustu-
miðstöð og hjúkrunarheimili haust-
ið 2002, þá var D-listinn áhugalaus
og taldi aðgang að Holtsbúð og
DAS duga Álftnesingum. Ári síðar
kom meirihlutinn með tillögu um
samstarf við Eir sem gerði ráð fyrir
að byggja 20–40 íbúðir. Á þessum
tíma var Eir í samningum við
Garðabæ um byggð við Arnarnes-
vog. Álftaneshreyfingin studdi
þessa tillögu en setti líka fram kröfu
um eflda heimaþjónustan og hjúkr-
unarheimili. Málið þróaðist síðan í
stórframkvæmd langt umfram
þarfir okkar Álftnesinga. Nú vill
D-listinn byggja 120 íbúðir fyrir
eldri borgara sem gæti hentað
15.000 manna byggð. Engin heil-
stæð fjárhagsleg úttekt er til. Þó
liggur fyrir að meðgjöf Reykjavík-
urborgar við hliðstæðar þjónustu-
íbúðir er um 80 miljónir árlega.
Það var ótrúlega illa staðið að
samningunum við Eir. Meirihlutinn
ákvað líka að semja við Eir um
byggingu stjórnsýsluhúss og bóka-
safns. Þessir samningar eru
ákveðnir þótt hlutlaus ráðgjafarfyr-
irtæki segðu að eigin uppbygging
væri hagkvæmust. Þegar málið kom
fyrir bæjarráð var gert ráð fyrir að
bæjarsjóður greiddi ofurleigu fyrir
afnot af Eirar-húsinu og þrátt fyrir
leigu í 40 ár átti sveitarfélagið ekki
kauprétt. Á 40 ára tímabili átti að
greiða Eir u.þ.b. 550 milljónir í leigu
fyrir hús sem áætlað var að kostaði
um 300 milljónir. Ég andmælti
þessu og krafðist úttektar hlut-
lausra aðila, því var hafnað. Þá
ákvað Álftaneshreyfingin að fá
„Grant Thorton“ til ráðgjafar, en
fyrirtækið annast endurskoðun fyr-
ir Reykjavíkurborg og Kópavog.
Útreikningar þeirra voru lagðir
fram á næsta fundi og staðfestu
hinn gallaða samning. Meirihlutinn
gaf eftir og í framhaldi var leigan
lækkuð um 30% og sett inn kaup-
réttarákvæði til sveitarfélagsins.
Annað sem vert er að íhuga. Eru
það eins frábærir samningar og af
er látið að selja land undir meira en
120 íbúðir á miðsvæðinu fyrir 120
milljónir?
Samningarnir við Eir eru, fyrir
tilstuðlan okkar, miklu skárri en
ella, þeir eru þó en gallaðir og mun
Álftaneshreyfingin ef hún fær um-
boð kjósenda leggja til breytingar á
þeim og sníða þá að þörfum heima-
manna á Álftanesi.
Álftaneslistinn vill lengja
búsetu aldraðra heima
Eftir Sigurð Magnússon
Höfundur er bæjarfulltrúi
og skipar 1. sæti á
Álftaneslistanum.
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á
síðustu sætunum til Búdapest þann
4. maí. Þú bókar 2 flugsæti en greiðir
aðeins fyrir 1 og getur kynnst þessari
fegurstu borg Evrópu á einstökum
kjörum. Úrval góðra hótel í hjarta
Búdapest á frábærum kjörum og að
sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
2 fyrir 1 til
Búdapest
4. maí
frá kr. 19.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðasta vorferðin
Verð kr. 19.990
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð.
Út 4. maí og heim 8. maí. Netverð á mann.
Gisting frá kr. 4.200
Netverð á mann á nótt, m.v. gistingu í tvíbýli
á Hotel Mercure Duna **** með morgunmat.
Innihaldið skiptir máli