Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Opið fyrir umsóknir
á www.ru.is
Allar nánari upplýsingar
á www.ru.is og hjá
námsráðgjöfum
í síma 599 6200.
OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 599 6200 www.ru.is
F
A
B
R
IK
A
N
2
0
0
6
KRAFTMIKIL
ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK
Háskólinn í Reykjavík býður upp á fyrsta flokks nám
í íþróttafræði til B.S. gráðu, í samstarfi við Íþrótta-
akademíuna Reykjanesbæ. Gráðan veitir réttindi
til starfa við íþróttakennslu á öllum skólastigum.
Nemendur öðlast einnig færni til að starfa með ólíkum
aldurshópum við hvers konar þjálfun og stjórnun á
sviði íþrótta og heilsuræktar.
STEFÁN Karlsson,
handritafræðingur, er
látinn. Hann lést í
Kaupmannahöfn, 77 ára
að aldri. Stefán fæddist
2. desember 1928 að
Belgsá í Fnjóskadal í
Suður-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar hans voru
Jónasína Soffía Sigurð-
ardóttir húsmóðir og
Karl Kristjánsson
bóndi.
Stefán lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1948 og
magisterprófi í nor-
rænni textafræði frá Kaupmanna-
hafnarháskóla 1961. Hann var
stundakennari við MA 1951–1952,
Samvinnuskóla Íslands 1954–1955,
Kaupmannahafnarháskóla 1961–
1969 og við HÍ 1981–
1994. Stefán var laus-
ráðinn starfsmaður á
Stofnun Árna Magnús-
sonar í Kaupmanna-
höfn 1957–1962 og sér-
fræðingur á sömu
stofnun 1962–1970.
Hann var sérfræðing-
ur og fræðimaður á
Stofnun Árna Magnús-
sonar á Íslandi 1970–
1994 og forstöðumaður
sömu stofnunar og
prófessor við heim-
spekideild HÍ 1994–
1998.
Stefán tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum og var meðal annars
formaður Íslendingafélagsins í
Kaupmannahöfn 1963–67 og formað-
ur Félags íslenskra fræða 1971–
1975. Þá var Stefán varaformaður
útvarpsráðs 1972–1975 og varafor-
maður Örnefnanefndar 1998–2002.
Stefán skrifaði fjölda ritgerða og
greina í bækur og tímarit, einkum
um íslensk handrit, málsögu og
texta. Þá ritaði hann Islandske orig-
inaldiplomer indtil 1450 (Editiones
Arnamagnæanæ A 7), 1963. Saga of
Icelandic Bishops. Fragments of
Eight Manuscripts in Facsimile
VII), 1967. Guðmundarsögur bisk-
ups I (Editiones Arnamagnæanæ B
6), 1983.
Stefán var heiðursdoktor við
Kaupmannahafnarháskóla og við
Háskóla Íslands.
Eiginkona Stefáns var Helga
Ólafsdóttir, forstöðumaður Blindra-
bókasafns Íslands. Þau skildu. Stef-
án og Helga eignuðust dótturina
Steinunni.
Andlát
STEFÁN KARLSSON
FORMLEGT erindi varðandi
mögulegan flutning Árbæjar-
safns til Viðeyjar hefur borist
Reykjavíkurborg og verður
rætt á fundi borgarráðs í dag.
Gert er ráð fyrir að torfbærinn
og kirkjan verði áfram á sínum
stað, en að öðru leyti verði
byggt upp sérbýlishverfi þar
sem safnið stendur nú í stíl við
það hverfi sem fyrir er í Ártúns-
holtinu.
Dagur B. Eggertsson, for-
maður skipulagsnefndar, sagði
að þetta væri ekki alveg ný hug-
mynd en spennandi. Hún sner-
ist um það að þau hús sem nú
væru staðsett í Árbæjarsafni
verði flutt út í austurenda Við-
eyjar, þar sem gamla þorpið
stóð og myndi þar nýtt safn um
sögu Reykjavíkur. Á svæðinu
þar sem safnið standi nú megi
sjá fyrir sér sérbýlishúsabyggð
í anda þeirrar byggðar sem fyr-
ir sé í Ártúnsholtinu.
Erindið er frá Minjavernd,
sem er fyrirtæki í sameiginlegri
eigu ríkis og borgar, í samstarfi
við þróunarfélagið Þyrpingu.
Dagur sagði að fara þyrfti yfir
hvort þessar hugmyndir væru
áfangastaður bæði fyrir borg-
arbúa og einnig fyrir ört vax-
andi hóp ferðamanna sem sækir
borgina heim,“ sagði Dagur.
Hann sagði að eitt af því sem
þetta myndi kalla á ef af yrði
væri miklu tíðari siglingar út í
eyna og það þyrfti að skoða en
„auðvitað er spennandi að sjá
fyrir sér að lagt væri upp frá
nýja tónlistar- og ráðstefnuhús-
inu við höfnina og þetta jafnvel
tengt starfsemi nýja sjóminja-
safnsins, þannig að það væri
meira líf út á Sundunum í
tengslum við þetta.“
Dagur sagði að Viðey hefði
dálítið átt undir högg að sækja.
Þarna yrði byggt á þeim grunni
sem þegar væri til staðar,
þ.e.a.s. gömlu byggðinni sem
verið hefði í eyjunni. Gert væri
ráð fyrir að komið yrði upp
bryggju í gömlum stíl og að
ekki yrði brúað til lands. Að
sama skapi hefði aðsókn að Ár-
bæjarsafni aðeins dregist sam-
an og það væri dálítið aðkreppt
vegna umferðarinnar um
Höfðabakkann. Mörg húsin
sem þar væru og tengdust sjó-
sókn og hafnarbænum Reykja-
vík ættu kannski miklu betur
heima við bryggju og höfn af
gamla taginu.
komið upp áður. Þeim fyndist
hins vegar ástæða til að full-
kanna hugmyndina og það
þyrfti auðvitað að gera í sam-
ráði við þá sem hefðu látið mál-
efni Viðeyjar og Árbæjarsafns
til sín taka.
Vagga sögu Reykjavíkur
„Viðey er vagga sögu
Reykjavíkur og hefur í raun alla
burði til þess að vera ómissandi
raunhæfar og hvaða kostnaður
væri samfara þessum flutningi,
þar sem meðal annars þyrfti að
taka til athugunar þætti eins og
fyrirkomulag, ferjusiglingar,
skipulag í Viðey og í Ártúns-
holtinu og rekstur. Það væru
þannig mjög margir þættir sem
þyrftu að ganga upp, sem
skýrði kannski hvers vegna
ekki hefði orðið af framkvæmd-
um, því þessi hugmynd hefði
Formlegt erindi hefur borist Reykjavíkurborg frá Minja-
vernd og Þyrpingu um flutning Árbæjarsafns til Viðeyjar
Sérbýlishúsabyggð þar
sem safnið stendur nú
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tæplega
þrítugan karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir
kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur sinni og vinkonu
hennar. Brot ákærða voru hegningarauki við tvo dóma frá
árinu 2005, sem hann hlaut fyrir ítrekaðan akstur án öku-
réttinda. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða stjúp-
dóttur sinni 1,5 milljónir króna í miskabætur og hinni
stúlkunni 1 milljón króna.
Brotin gegn stjúpdótturinni voru framin á tímabilinu
frá miðju ári 2000 fram til októberloka 2004. Brotin gegn
hinni stúlkunni voru samkvæmt ákæru framin á tíma-
bilinu júní til október 2004 en dómurinn taldi með hliðsjón
af framburði telpunnar, að þau hefðu öll verið framin í
september 2004. Báðar eru stúlkurnar fæddar árið 1994.
Ákærði neitaði sök, en dómurinn taldi framburð hans
ótrúverðugan en framburð stjúpdótturinnar afar trúverð-
ugan. Varðandi hina stúlkuna taldi dómurinn hafið yfir
skynsamlegan vafa að ákærði væri sekur að öðru leyti en
varðar tímasetningu.
Átti sér engar málsbætur
Dómurinn taldi ákærða ekki eiga sér neinar málsbætur
og við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot hans
voru ítrekuð og alvarleg og beindust annars vegar að
stjúpdóttur hans og hins vegar að vinkonu hennar. Með
brotum sínum gagnvart stjúpdóttur sinni, sem var aðeins
6 ára gömul þegar brotin hófust, hefði ákærði brotið gróf-
lega gegn uppeldis- og trúnaðarskyldum sínum gagnvart
barninu. Með brotum sínum gagnvart vinkonu hennar
hefði hann einnig brotið trúnað og traust sem barnið sýndi
honum.
Í skýrslu sálfræðings kom fram að ætla megi að telp-
urnar báðar, þó sérstaklega stjúpdóttirin, muni um langt
skeið glíma við afleiðingar hins kynferðislega ofbeldis og
að afleiðingarnar séu mjög alvarlegar.
Málið dæmdu héraðsdómararnir Ingveldur Einarsdótt-
ir sem dómsformaður, Helgi I. Jónsson og
Hervör Þorvaldsdóttir. Verjandi ákærða var Sigurður
Júlíusson hdl. og sækjandi Kolbrún Sævarsdóttir sak-
sóknari hjá ríkissaksóknara.
3½ árs fangelsi
fyrir kynferðisbrot
gegn tveim barn-
ungum telpum
GRÍÐARLEG stemmning myndaðist í Listasafni Reykja-
víkur í Hafnarhúsinu í gær þegar bandaríski tónlist-
armaðurinn Iggy Pop kom þar fram á tónleikum. Eins og
sjá má hélt Iggy uppi góðri stemmningu og að sjálfsögðu
var hann ber að ofan, enda vel þekkt vörumerki hans. Morgunblaðið/Ómar
Góð stemmning
hjá Iggy Pop