Morgunblaðið - 04.05.2006, Qupperneq 19
SUMIR hafa upplifað ýmislegt
sem talið hefur verið að komist
nálægt því að deyja og lifna við
aftur. Þ.e. að fara út úr lík-
amanum, sjá mikið ljós eða upp-
lifa mikinn innri frið. Á vefnum
forskning.no er fjallað um fyr-
irbærið og því haldið fram að
rótina að þessum upplifunum
megi rekja til ástands fólks
þegar það sefur.
Vísindamenn við Háskólann í
Kentucky í Bandaríkjunum
báru saman svefnvenjur fólks
sem hafði upplifað fyrirbærið
og þeirra sem ekki höfðu haft
nein kynni af „dauðaupplif-
unum“.
Óljós mörk milli
svefns og vöku
Í ljós kom munur á hópunum
tveimur, m.a. þannig að margir
þeirra sem höfðu orðið fyrir
upplifuninni höfðu einnig skynj-
að mjög óskýr mörk á milli
draumsvefns og vöku.
Rannsóknin leiddi í ljós að
60% fólksins sem hafði reynt
sitt hvað í þessum málum hafði
upplifað að svefn og vaka runnu
saman og þá þannig að fólkið
var algjörlega lamað þegar það
vaknaði eða að vöðvarnir urðu
skyndilega óvenjuveikir. Sumir
heyrðu eða sáu hluti sem ekki
áttu sér stoð í raunveruleik-
anum þó þeir væru í raun vak-
andi.
Í samanburðarhópnum höfðu
aðeins 24% upplifað eitthvað
svipað. Að mati forsvarsmanns
rannsóknarinnar, Kevins Nel-
son, getur þetta bent til þess að
truflanir á REM-svefni, þ.e.
draumsvefni, geti haft áhrif á
hvort fólk upplifi sig í ástandi
nálægt dauða. Svefnástand
þessa fólks og háttur þess á að
vakna getur gert það móttæki-
legra fyrir truflunum á REM-
svefni, að mati Nelsons.
RANNSÓKN
Morgunblaðið/Þorkell
Yfirnáttúrulegt
eða svefntruflanir?
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna
í málefnum fjölskyldunnar?
www.verndumbernskuna.is
fimmtudaginn 4. maí kl. 15:00 - 17:00
í húsi Íslenskrar erfðagreiningar
Opinn fundur
Börnin í fyrsta sæti
Fundarstjóri Kristján Kristjánsson, fréttamaður
Ávarp foreldris Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna:
Björn Ingi Hrafnsson Framsóknarflokki
Dagur B. Eggertsson Samfylkingunni
Hanna Birna Kristjánsdóttir Sjálfstæðisflokki
Ólafur F. Magnússon Frjálslynda flokknum
Svandís Svavarsdóttir Vinstri hreyfingunni-grænu framboði
Daglegtlíf
maí
Urtasmiðjan er fjölskyldufyrirtæki áSvalbarðsströnd, sem var stofnað1992. Við vinnum vistvænar ognáttúrulegar snyrti- og heilsuvör-
ur úr íslenskum jurtum og náttúrulegu hrá-
efni,“ segir Gígja Kjartansdóttir Kvam sem
er hugurinn og höndin á bak við Urtasmiðj-
una. Vörulínan ber nafnið Sóla og byggir
framleiðslan á gömlum hefðum, sem og nú-
tíma þekkingu og rannsóknum á holl-
ustumætti jurtanna.
„Ég er fædd og uppalin í sveit og hafði,
sem barn, alltaf ofboðslega gaman af blóm-
um. Ég lærði tónlist í Þýskalandi og starfaði
þar í sex ár, þegar ég kom heim kynntist ég
manninum mínum, norska tónlistarmanninum
Roar Kvam, og byggðum við okkur hús í
landi foreldra minni að Fossbrekku á Sval-
barðsströnd og unnum sem tónlistarkennarar
á Akureyri. Þegar tími gafst spáði ég í jurt-
irnar og allt sem í þeim býr; kraftinn, orkuna
og hollustuna. Ég las mikið bókina Apótekið
hennar Hildigerðar, en Hildigerður var þýsk
nunna sem var uppi á 11. - 12. öld og skrifaði
ótal bækur um lækningarmátt jurta. Í þessari
bók skrifar hún um ýmsar jurtir sem líka uxu
í túnfætinum hjá mér, ég fór þá að prófa mig
áfram í smyrslagerð og fannst árangurinn
framar vonum. Þetta spurðist út og fram-
leiðslan óx og óx með árunum. Ég hafði þetta
sem áhugamál með minni tónlistarkennslu.
Svo fór þetta að verða svo mikið að ég vissi
ekki hvort ég væri Gígja í tónlistarskólanum
eða Gígja í Urtasmiðjunni þannig að ég hætti
sem tónlistarkennari, enda búin að starfa við
tónlist alla mína starfsævi, og ákvað að helga
mig Urtasmiðjunni hér eftir, það var fyrir um
fimm árum.“
Byrjaði með vallhumal
Gígja framleiðir nú u.þ.b 18 vörutegundir
m.a. andlitskrem, nuddkrem, hand- og fótaá-
burð, húðmjólk og ýmsar nuddolíur en í byrj-
un framleiddi hún aðeins Græðismyrsl úr
vallhumli. „Amma mín bjó alltaf til smyrsl úr
vallhumli og notaði bæði á menn og skepnur
og þess vegna byrjaði ég á vallhumlinum.
Þetta Græðismyrsl hefur slegið rækilega í
gegn en inniheldur nú ýmsar fleiri græðandi
jurtir. Fólk notar það á sár, ljót ör, exem og
ýmislegt slíkt, það er mikill græðikraftur í
þessu smyrsli.“
Gígja notar ekki aðeins íslenskar jurtir í
framleiðslu sína heldur kaupir hún líka jurtir
sem eru lífrænt ræktaðar hérlendis og er-
lendis. „Ég verð að flytja inn jurtir sem vaxa
ekki hér en eru góðar heilsu- og græðijurtir.
Auk jurtanna eru öll hráefni, grunnur og
bindiefni náttúruleg og vistvæn og olíurnar
eru að stórum hluta jurta Omega olíur.
Við notum ekkert úr dýraríkinu og engar
jarðolíur eins og parafinolíur eða vaselín og
rotvörnin er náttúruleg, framleidd úr jurtum.
Ég fylgist með hvað er að gerast í þessum
málum erlendis og hvaða náttúrulegu efni eru
að koma ný, ég er ennþá að læra og prófa
mig áfram,“ segir Gígja.
Góðar við margs konar kvillum
Gígja og fjölskyldan nota sumartímann til
að tína villtu íslensku jurtirnar. „Við notum
bílskúrinn undir hrávinnsluna, vinnum jurt-
irnar og göngum frá þeim þar. Svo erum við
með húsnæði á Svalbarðseyri undir fram-
leiðslu, áfyllingu og pökkun.“
Gígja segir vörur frá Urtasmiðjunni fást í
heilsuvöruverslunum og einstökum apótekum
og svo er útflutningur í undirbúningi. „Vör-
urnar frá Urtasmiðjunni eru ekki lyf en geta
hjálpað gegn margskonar kvillum og við að
bæta líðan,“ segir Gígja en henni finnst vera
vakning hjá Íslendingum gagnvart því að
nota náttúrulegar snyrtivörur. „Vörurnar eru
t.d. góðar fyrir ofnæmisfólk, það var nú hluti
af því að ég fór út í þetta að ég þoli ekki sjálf
mörg af þessum kemísku efnum sem eru í
snyrtivörum.“
Gígja sér ekki eftir því í dag að hafa hætt í
tónlistinni og farið í jurtirnar. „Nú er tónlist-
in mitt áhugamál, hún nærir sálina og það er
gott að hlusta á hana meðan ég dunda mér í
jurtunum.“
HEILSA | Urtasmiðjan er fjölskyldufyrirtæki á Svalbarðsströnd
Amma bjó til
smyrsl úr vallhumli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gígja skreppur stundum til Reykjavíkur og
kynnir Sóla-vörurnar frá Urtasmiðjunni.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
ÞAÐ ER enn hættulegra að tala í far-
síma undir stýri en áður var talið. Á
fréttavef Aftenposten er greint frá stór-
aukinni slysatíðni vegna þessa í Banda-
ríkjunum. Fram kemur að í nær átta af
tíu umferðaróhöppum eiga bílstjórar
sem eru annars hugar hlut að máli en
áður var talið að þetta hlutfall væri
fjórðungur. Þetta leiddi stór bandarísk
rannsókn í ljós en niðurstöðurnar byggj-
ast á mörg þúsund klukkustundum af
upptökum úr eftirlitsmyndavélum og
gögnum frá yfir 200 bílstjórum. Slysa-
valdarnir eru fleiri en farsímar því auk
þess að tala í farsíma, fiktar fólk í MP3
spilaranum og les jafnvel tölvupóst á yf-
ir 100 km hraða á klukkustund. Hættan
á að keyra á þrefaldast ef maður er að
slá númer inn í farsímann sinn undir
stýri. Og hættan er enn meiri þegar bíl-
stjórinn er að teygja sig eftir hlut sem er
á hreyfingu inni í bílnum, þ.e. níföld.
RANNSÓKN
Ekki tala í farsíma undir stýri