Morgunblaðið - 04.05.2006, Síða 46

Morgunblaðið - 04.05.2006, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Spennan lá í loftinu í Kringlu-bíói fimmtudagskvöldið 27.apríl sl. Ástæðan var tíma- mótaviðburður í kvikmyndasögu landsmanna, sem sannarlega hefur einkennst af framsýni og tals- verðum stórhug hvað tækni- og umhverfismál snertir. Sögusviðið var aðalsalurinn í Kringlubíói, og svo rúllaði fyrsta kvikmyndin af stað með stafrænni tækni. Þar er búið að koma fyrir fyrstu digital eða stafrænu sýningarvélinni á landinu, en til samanburðar má nefna að bíóið er aðeins það fimmta á Norðurlöndunum til að taka byltingarkennda tæknina í notkun. Í öllum heiminum eru um 136.000 kvikmyndasalir, þar af eru um 35.000 í Bandaríkjunum og að- eins um 300 þeirra útbúnir með stafrænum sýningarvélum. Í Evr- ópu eru innan við 100 salir með slíkum útbúnaði í dag, þar af 60 á Bretlandseyjum.    Hvað gerðist um kvöldið íKringlubíói var talsvert æv- intýri. Myndin á tjaldinu minnti á myndgæði hátækni plasma- sjónvarpsskjáa, lengra verður varla náð á næstunni. Hún var nánast „picture perfect“, eins og sagt er í hinum engilsaxneska heimi, bíógestir sjá að skerpan er meiri og flökt á ljósi úr sögunni. Með nýju tækninni eru myndirnar sýndar af hörðum disk í stað gömlu filmunnar, sem gerir að verkum að hljóð- og myndgæði eru mun meiri en áður hefur þekkst í kvikmyndahúsum. Auk- inheldur er vandamálið með slitn- ar filmur úr sögunni og gæðin haldast óskert, hversu oft sem myndin er sýnd. Bílar – Cars, myndin sem sýnd var við þetta tækifæri , var einkar vel við hæfi. Persónur allar eru bílategundir og er nýjasta tölvu- teiknimyndin (CGI), frá Pixar, sem er frumkvöðull á því sviði og leik- stýrt af höfundi Toy Story 1. og 2. , og A Bug’s Life. Slíkar myndir njóta sín e.t.v. best með stafrænu sýningartækninni, allavega hefur undirritaður ekki séð skýrari mynd né tærari liti. Hér var um eina fyrstu forsýningu að ræða á myndinni, Cars verður frumsýnd opinberlega í næsta mánuði og fjallað efnislega um hana þegar þar að kemur. Þó verð ég að skjóta því inn í að útilokað er að sjá fyrir sér bílaflota samtímans sem kvikmyndastjörnur. Gömlu, bandarísku kaggarnir skapa ald- eilis frábæra karaktera í kvik- mynd, hver með sínum sterku per- sónueinkennum, maður þekkti tegundina, árgerðina og und- irgerðina út við sjóndeildarhring- inn á blómatímum Detroit- drekanna. Síðan kom orkukreppan og japanska grámyglan og evr- ópska flatneskjan hélt innreið sína. Öll ökutæki nánast eins, líkt og sjá má á götunum og engin batamerki í sjónmáli. En það er önnur saga.    Fæðingin hefur verið löng ogströng og umræðan um staf- ræna sýningartækni er fjarri því að vera ný af nálinni því langt er um liðið síðan möguleikarnir blöstu við. Þróunarvinnan hefur verið tafsöm og er ekki lokið og kvikmyndaverin tóku sér langan tíma í að velja rétta formatið og koma sér saman um staðal sem gildir um allan heim. Nú er hann til staðar og nefnist DCI og nær yfir þann búnað sem kvikmynda- húsin verða að ráða yfir til þess að þau fái að sýna myndir á stafræn- an hátt. Annað ljón í veginum er sá gíf- urlegi kostnaður sem fylgir breyt- ingunum. Bíóin verða að setja upp nýjar sýningarvélar sem spila myndina af harða disknum sem þau kaupa af kvikmyndaverunum í stað filmunnar. Það er ekki fyrr en um mitt þetta ár sem risarnir vestra, Sony, Warner, Fox, Pa- ramount og Universal, framleiða allar sínar myndir fyrir digital- búnaðinn og tala forráðamenn ís- lensku kvikmyndahúsanna um að á næstu 12 mánuðum verði spreng- ing um allan heim og fjölmörg kvikmyndahús komi sér upp staf- rænum búnaði innan þess tíma- ramma. Engu að síður verða kvik- myndahúsin að eiga venjulegar sýningarvélar næstu árin, filman á nokkur ár eftir, bæði hjá minni framleiðendum og meðal þjóða sem hafa ekki efni á að fylgjast með þróuninni. Á móti getur komið stuðningur frá risaverunum í Hollywood sem hagnast mjög á breytingunum, m.a. lækkar rándýr filmuvinna og sendingarkostnaður. Jafnvel enn þyngra vegur á metunum að staf- ræna tæknin á að gera þjófum lífið leitt, en vegna stolinna mynda á netinu og á mynddiskum, verður kvikmyndaheimurinn árlega af milljörðum dala. Eru hörðu disk- arnir m.a. þannig útbúnir að þeir eru dulkóðaðir og afkóðaðir ein- ungis ákveðinn, umsaminn tíma á degi hverjum.    Hvað sem öllu þessu viðvíkur erfyrsta stafræna kvikmynda- húsið orðin staðreynd. Brautryðj- endurnir, Samfélagið, sem rekur m.a. Sambíóin og Háskólabíó, hyggst fjölga stafrænum sýning- arsölum fljótlega og keppinaut- arnir eru að vinna í sínum áætl- unum þessa dagana. Smárabíó var byggt með staf- rænar sýningar í huga og þar verður frumsýnd stórmyndin Eragon um næstu jól. Miðað við hversu vel forráðamenn kvik- myndahúsanna hafa fylgst með tækninýjungum til þessa, spái ég því að allir stærstu bíósalir lands- ins státi af stafrænum sýning- arkerfum, ef ekki um jólin 2006, þá að ári. Stafræn bylting í bíómálum ’Með nýju tækninni erumyndirnar sýndar af hörðum disk í stað gömlu filmunnar, sem gerir að verkum að hljóð- og myndgæði eru mun meiri en áður hefur þekkst í kvikmyndahúsum.‘ Úr Cars: Gömlu, bandarísku kaggarnir skapa aldeilis frábæra karaktera í kvikmynd, hver með sínum sterku persónueinkennum. folk@mbl.is AF LISTUM Sæbjörn Valdimarsson ÞAÐ var mikið fjör á Vorblótinu á NASA sl. föstudagskvöld þegar Sig- tryggur Baldursson og Flístríóið ásamt Kjartani Hákonarsyni trylltu í kalýpsói. Þótt ég hafi aldrei verið mikill kalýpsóaðdáandi og viti engin deili á Rafael Beleon sem Bogomil tileinkaði tónleikana og hefur snarað textum hans eins og: Þura þú ert svo nastý/og óefað þú heldur fast í … gat ég ekki annað en hrifist af hryn- sterkri tónlistinni og feikigóðri spila- mennsku Flísara og ekki síst gests þeirra: Kjartans Hákonarsonar trompetleikara. Kalýpsótónlistin er afrískættuð og náði hápunkti vin- sælda sinna um miðja síðustu öld þegar Andrews-systur fluttu lag Lord Kitchner, „Romm og kóka- kóla“, og Harry Belafonte söng Ban- anabátasöng sinn og enn lifir hún góðu lífi á karabísku eyjunum og sumstaðar í Mið-Ameríku. Sigtryggur Baldursson eða Bogo- mil Font hefur farið á kostum í djassskotinni tónlist hérlendis und- anfarin ár; með Millunum, Stórsveit- inni og Flís, svo eitthvað sé nefnt. Krúnereðlið hefur hann innbyggt, lífsfjörið, músíkalítetið og hryngáfan er sterk. Þótt hann sé enginn Hauk- ur Morthens er útgeislunin mikil og þar skilur oft á milli feigs og ófeigs. Svo kann hann að velja sér meðleik- ara og þarna trylltu Flísarar hver öðrum betur. Hrynur þeirra var ávallt heitur og sterkur og það er það sem þarf í kalýpsóið. Eyrnakon- fektið voru svo sólóar Kjartans Há- konarsonar. Tónninn litaður af boppmeisturum eins og Brown og Morgan og stundum brá Viðari Al- freðssyni fyrir í sólóum hans (hver fær kvótann?). Morgunblaðið/ÞÖK „Krúnereðlið hefur hann innbyggt, lífsfjörið, músíkalítetið og hryngáfan er sterk. Þótt hann sé enginn Haukur Morthens er útgeislunin mikil og þar skilur oft á milli feigs og ófeigs,“ segir m.a. um Bogomil Font í dómi. Geggjað kalýpsó VORBLÓT Á NASA Tónlist Bogomil Font söngur, kongur og slag- verk, Kjartan Hákonarson trompet, Davíð Þór Jónsson hljómborð, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson bassa og Helgi Svav- ar Helgason trommur. Föstudagskvöldið 28.4. Bogomil og Flís Vernharður Linnet Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Inside Man kl. 8 og 10.25 B.i. 16 ára Rauðhetta m/íslensku tali kl. 6 The Hills Have Eyes kl. 10 B.i. 16 ára SÍÐASTA SÝN Ice Age 2 m/ensku tali kl. 8 SÍÐASTA SÝN M. ENSKU TALI. Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 4 og 6 Prime kl. 8 og 10.30 Prime Lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 The Hills have Eyes kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Ice Age 2 m. ensku tali kl. 4, 6 og 8 Ísöld 2 m. ísl. tali kl. 4 og 6 When a Stranger Calls kl. 10 B.i. 16 ára Sýnd með íslensku og ensku tali eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið „Ég var ónýtur eftir myndina hún var svo fyndin.“ Svali á FM 957 „Rauðhetta á sterum“ H.Þ.H. bio.is Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! N ý t t í b í ó Eins og þú hefur aldrei séð hana áður Sýnd með íslensku og ensku tali Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni Klúbbakvöld Breakbeat.is hafanotið mikilla vinsælda und- anfarin misseri og óhætt er að segja að kvöldin séu ein þau langlífustu sem haldin eru í Reykjavík. Í kvöld fer fram fyrsta Breakbeat-kvöld sumarsins og af því tilefni verður frítt inn á Pravda þar sem herleg- heitin fara fram. Að venju hefst gleðskapurinn á slaginu níu og stendur til eitt eftir miðnætti. Fasta- snúðar Breakbeat.is samsteyp- unnar, þeir Kalli, Lelli og Gunni Ewok, standa vaktina bakvið plötu- spilarann og sjá um að skemmta dansþyrstum gestum með bumbum og bössum og brotnum töktum fram eftir kvöldi. www.breakbeat.is Fólk folk@mbl.is Stuðboltinn Keith Richards, gít-arleikari rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones, hefur verið útskrif- aður af sjúkrahúsi í Auckhald á Nýja- Sjálandi, en Richards var fluttur þangað með flugvél eftir að hann datt niður úr pálmatré á Fijieyjum í síð- ustu viku og fékk heilahristing. Ekki hefur verið staðfest hvernig óhappið vildi til. Talsmaður Rolling Stones hefur aðeins sagt að Richards hefði fengið heilahristing. Ekki er ljóst hvort þetta muni hafa áhrif á yfirstandandi hljómleikaferð Rolling Stones, en næstu hljómleikar verða í Barcelona síðar í maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.