Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 2 sæti VERÐBÓLGA Á SKRIÐ Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 7,6% og verðbólguhraðinn síðustu þrjá mánuði 15,9% sam- kvæmt nýrri mælingu vísitölu neysluverðs. Verðbólga hefur ekki mælst jafn mikil frá 2001. Talsmenn samtaka launafólks og atvinnulífs lýsa áhyggjum sínum af þessari þró- un verðbólgunnar. Alcan og OR semja um orku Alcan og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í gær samning um sölu OR á orku til stækkunar álvers Al- can í Straumsvík. Samningurinn er upp á um 60 milljarða næsta ald- arfjórðung og tryggir Alcan 200 MW af raforku. Það eru 40% af orkuþörf vegna stækkunarinnar. HÍ mótar stefnu Rauntekjur Háskóla Íslands þurfa að aukast um 4,9 milljarða á næstu fimm árum. Það er nauðsyn- legt til að skólinn komist í hóp 100 bestu háskóla í heimi á næstu 10–15 árum, að sögn Kristínar Ingólfs- dóttur rektors. Tugir féllu á Sri Lanka Minnst 45 manns lágu í valnum í gær eftir sjóorrustu milli stjórn- arhers Sri Lanka og uppreisn- arsveita tamílsku tígranna. Nor- ræna friðargæsluliðið sakaði tígrana um alvarlegt vopnahlésbrot. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 32/34 Fréttaskýring 8 Bréf 34 Úr verinu 12 Minningar 35/45 Viðskipti 16/18 Myndasögur 48 Erlent 19/20 Dagbók 48/61 Minn staður 22 Víkverji 48 Akureyri 23 Velvakandi 49 Suðurnes 23 Staður og stund 50 Höfuðborgin 24 Leikhús 52 Austurland 24 Bíó 54/57 Daglegt líf 26/27 Ljósvakamiðlar 58 Menning 28, 52/53 Veður 59 Forystugrein 34 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %                      &         '() * +,,,                                          Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir Iðnneminn. var klædd á þjóðlegan en nýstárlegan máta þegar hún mætti til Leifsstöðvar og að sjálf- sögðu vakti hún gríðarlega athygli flugvall- argesta og starfsmanna flugstöðvarinnar. Fyrsti blaðamannafundurinn verður haldinn í kvöld í Aþenu. SILVÍA Nótt hélt í gær ásamt fylgdarliði til Aþenu í Grikklandi, þar sem Evróvisjón- söngvakeppnin fer fram í næstu viku. Silvía Morgunblaðið/Eggert Silvía Nótt farin til Aþenu ÍSRAELSKA sendiráðið í Noregi segir í yfirlýsingu, sem gefin var út í gær, að það harmi mjög að at- vik, sem Dorrit Moussaieff for- setafrú skýrði frá að hún hefði lent í á ísraelskum flugvelli í vik- unni, skuli hafa átt sér stað. Dorrit greindi frá því í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hún hefði verið kyrrsett á ísraelskum flugvelli í tæpar tvær klukkustundir á mánu- dag og meinað að fara úr landi. Sagði Dorrit að ísraelska landa- mæralögreglan hefði sýnt sér ótrúlegan dónaskap og því m.a. haldið fram að hún væri að villa á sér heimildir. Lögreglan hefði ekki viljað hleypa henni úr landi þar eð hún væri ekki með ísraelskt vegabréf meðferðis. Dorrit er fædd í Ísrael, en kveðst ekki líta á sig sem ísraelskan ríkisborgara. Í yfirlýsingu ísraelska sendiráðs- ins í Ósló, sem einnig þjónar Ís- landi, er tekið fram, að samkvæmt ísraelskum lögum verði ísraelskir ríkisborgarar að hafa meðferðis ísraelskt vegabréf þegar þeir koma til Ísraels og þegar þeir yf- irgefa landið. Þar kemur einnig fram að sendi- ráðið hafi enga vitneskju fengið um ferðir Dorritar Moussaieff til Ísraels, hvorki áður en umrætt at- vik átti sér stað né eftir á. Þar af leiðandi hafi sendiráðið ekki getað orðið henni að liði í málinu, en reynt hefði verið að koma henni til aðstoðar hefði sendiráðið vitað að hún ætti í vanda. Harma atvik sem Dorrit Moussaieff varð fyrir á ísraelskum flugvelli HÆSTIRÉTTUR hefur komist að þeirri niðurstöðu, að tiltekið svæði austan Kvískerja teljist þjóðlenda en sé þó háð ákveðnum afnotarétti eig- enda Hofs í Öræfum. Bæði óbyggða- nefnd og Héraðsdómur Austurlands höfðu áður hafnað kröfu íslenska rík- isins um að svæðið teldist þjóðlenda. Hæstiréttur sýknaði hins vegar eig- endur jarðarinnar Skaftafells II af kröfu ríkisins um að afmarkað land- svæði á Skeiðarársandi skuli teljast þjóðlenda. Íslenska ríkið beindi kröfum að þeim, sem töldu til eignarréttar að svæðinu austan Kvískerja, annars vegar að eigendum jarðarinnar Hofs í Öræfum vegna Fjalls, og hins vegar að Kvískerjum ehf. og ýmsum ein- staklingum, sem töldu sig eiga land- svæðið, en allir þessir aðilar kröfðust þess að úrskurður óbyggðanefndar yrði látinn standa óbreyttur. Hæstiréttur féllst heldur ekki á kröfur Kvískerja ehf. um að felld yrðu úr gildi ákvæði úrskurðar óbyggðanefndar frá 14. nóvember árið 2003 þess efnis að landsvæði á milli Hrútárjökuls og Fjallsjökuls, sem nefnt er Ærfjall, teldist þjóð- lenda. Hins vegar féllst Hæstiréttur á þá varakröfu, að viðurkennt væri að Ærfjall væri afréttur Kvískerja. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigur- björnsson. Landsvæði austan Kvískerja telst þjóðlenda BÆJARSTJÓRN Ölfuss samþykkti í gær umsókn Fossvéla ehf. um fram- kvæmdaleyfi fyrir efnistöku á fjalls- brún Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli. Framkvæmdaleyfið var veitt til 15 ára. Bæjarstjórnin samþykkti að fara ekki að áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum námavinnsl- unnar og var sú ákvörðun studd nokkrum rökum. M.a. var bent á að Náttúruverndarsamtök Suðurlands ályktuðu á stjórnarfundi 22. febrúar sl. að samtökin legðust ekki gegn fyr- irhugaðri námavinnslu í Ingólfsfjalli. Þá er sagt að Sveitarfélagið Ölfus leggi ríka áherslu á að efnisflutninga- bifreiðir fari sem stysta leið frá námu til notenda vegna áhrifa á umferð og umferðaröryggi. Bæjarstjórnin telur að núverandi vegakerfi á Suðurlandi beri ekki þá auknu umferð sem fyr- irsjáanleg er þurfi bílar að fara lengri leiðir frá námu til notenda. Þá er bent á að sá valkostur, sem framkvæmdaleyfi var veitt fyrir, mið- ist við að áætluð efnisvinnsla verði í heildina um tvær milljónir rúmmetra. Miðað við núverandi eftirspurn úr námunni er gert ráð fyrir að vinnslan vari í 10–15 ár. „Þrátt fyrir að fram- kvæmdinni sé að þessu leyti afmark- aður ákveðinn rammi, þá felst ekki í þeirri afmörkun að frekari efnistaka úr fjallinu verði ekki heimiluð síðar,“ segir í tillögunni. Baldur Kristjánsson lagði fram bókun og var andvígur veitingu fram- kvæmdaleyfisins. Í bókuninni segir m.a.: „Undirritaður hefur hingað til stutt námuvinnslu í Ingólfsfjalli en telur nóg komið og rúmlega það því að undanfarið hefur verið tekið langt umfram heimildir úr fjallinu. Það er einnig grundvöllur að þessari skoðun undirritaðs að fylgja beri áliti Skipu- lagsstofnunar um mat á umhverfis- áhrifum. Þar leggja fagmenn mat á alla þætti málsins.“ Baldur sat hjá við atkvæðagreiðsluna en sex bæjar- fulltrúar samþykktu tillöguna. Efnistaka leyfð á brún Ingólfsfjalls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.